7.5.2022

Upplýsingaóreiða vopn popúlista

Morgunblaðið, laugardagur 7. maí 2022.

Nú eru 28 ár frá því að R-list­inn náði kjöri í borg­inni. Mark­mið sam­starfs­ins var að bola Sjálf­stæðis­flokkn­um frá völd­um. Í 25 ár af þess­um 28 hef­ur það tek­ist með mis­mun­andi póli­tísku blúndu­verki.

Sam­fylk­ing­in var stofnuð við upp­haf ald­ar­inn­ar í sama anda og R-list­inn, að sam­eina flokka gegn Sjálf­stæðis­flokkn­um og ýta hon­um til hliðar. Í þing­kosn­ing­un­um 2021 hlaut Sam­fylk­ing­in 9,9% at­kvæða en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 24,4%.

Til­raun­in um sam­ein­ingu vinstri flokk­anna und­ir merkj­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar rann gjör­sam­lega út í sand­inn.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er stóri mið-hægri flokk­ur­inn; stóri flokk­ur­inn á vinstri kant­in­um er Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð, VG, og stóri flokk­ur­inn á miðjunni er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn.

Flokks­brot­um í borg­ar­stjórn og á alþingi hef­ur fjölgað á öld­inni en ekki fækkað.

Sam­fylk­ing­in er smá­flokk­ur með Flokki fólks­ins, Viðreisn og Pír­öt­um. Miðflokk­ur­inn er síðan tölu­vert minni en smá­flokk­arn­ir fjór­ir.

All­ir þing­flokk­ar bjóða fram í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um, ekki þó all­ir alls staðar. Þá eru einnig mörg fram­boð enn minni flokka, staðbund­inna og jafn­vel vegna ein­stakra mála.

Í Reykja­vík eru þrír list­ar auk þing­flokk­anna átta í fram­boði: Reykja­vík besta borg­in, þar er Birgitta Jóns­dótt­ir, fyrrv. leiðtogi Pírata, í heiðurs­sæti, flokk­ur­inn berst fyr­ir brott­hvarfi flug­vall­ar­ins úr Vatns­mýr­inni; Sósí­al­ista­flokk­ur Íslands og Ábyrg framtíð sem vill Viðeyj­ar­leið og áfram Reykja­vík­ur­flug­völl.

Fram­boðin eru 11 í Reykja­vík í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um 14. maí en þau voru 16 árið 2018 og þá fengu sjö fram­boð færri en 500 at­kvæði þegar talið var. Á Ak­ur­eyri eru níu list­ar í fram­boði í kosn­ing­un­um núna, þar á meðal Kattar­fram­boðið. Ann­ars staðar eru fram­boðslist­arn­ir færri, til dæm­is aðeins tveir í Stykk­is­hólms­bæ.

IMG_4879Maímorgunn við Tjörnina í Reykjavík.

Mál­in sem ber hæst á hverj­um stað eru al­mennt staðbund­in. Það er einkum í Reykja­vík þar sem land­spóli­tísk­ar lín­ur eru dregn­ar og leikið eft­ir þeim. Sam­fylk­ing­in von­ar að hún haldi Degi B. Eggerts­syni í embætti borg­ar­stjóra eins og und­an­far­in átta ár. Hann er nú í svipuðum spor­um og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir fyr­ir rétt­um 20 árum. Þá náði hún í þriðja sinn að leiða R-list­ann (lista Fram­sókn­ar­flokks, Sam­fylk­ing­ar og VG) til sig­urs en skömmu síðar riðlaðist R-lista-sam­starfið þegar Ingi­björg Sól­rún tók að gæla við lands­mál­in fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar 2003.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk eng­an kjör­inn í borg­ar­stjórn í kosn­ing­un­um 2018 og þurfti Ein­ar Þor­steins­son sjón­varps­maður því ekki að stíga yfir neinn þrösk­uld þegar hon­um bauðst nú fyrsta sætið á list­an­um í Reykja­vík. Ein­ar er óþekkt stærð í stjórn­mál­um og fell­ur því að kjör­orðinu, að kannski sé bara best að kjósa fram­sókn. Ligg­ur í loft­inu að hann verði hjól und­ir vagni Dags B. Eggerts­son­ar að kosn­ing­um lokn­um og taki þátt í mynd­un nýs meiri­hluta – gegni sama hlut­verki og borg­ar­full­trú­ar Viðreisn­ar eft­ir kosn­ing­arn­ar 2018.

Streng­ur­inn sem held­ur vinstri meiri­hluta í Reykja­vík enn sam­an er óvild í garð sjálf­stæðismanna.

Þingum­ræðurn­ar um söl­una á hlut rík­is­ins í Íslands­banka í fyrri viku voru liður í kosn­inga­bar­átt­unni, að setja Sjálf­stæðis­flokk­inn og formann hans í sem verst ljós. Mun svart­ara og verra en til­efnið er þótt auðvelt sé að ýta und­ir reiði með ásök­un­um um mis­mun­un. Má líkja gjörn­inga­veðrinu við dæmi­gerða upp­lýs­inga­óreiðu í anda þess sem fræðimenn kalla „stjórn­mál eft­ir­sann­leik­ans“ (e. post-truth politics). Starfsaðferðirn­ar eru vopn po­púl­ista sem vega að ýms­um grunnstoðum stjórn­mála­lífs í frjáls­lynd­um lýðræðis­ríkj­um.

Al­mennt er lík­lega litið á slíka póli­tíska starfs­hætti sem fyr­ir­brigði fjarri Íslandi, eitt­hvað sem skoða má kald­hæðnis­lega héðan. Hvort svo sé skýrist ef til vill í fjölþjóðlegri rann­sókn sem Max­im­ili­an Conrad, pró­fess­or við stjórn­mála­fræðideild Há­skóla Íslands, leiðir fyr­ir hönd alþjóðamála­stofn­un­ar há­skól­ans.

Í byrj­un vik­unn­ar var skýrt frá því að inn­an ramma rann­sókn­aráætl­un­ar­inn­ar Horizon Europe, sem Ísland teng­ist vegna EES-aðild­ar­inn­ar, hefði alþjóðamála­stofn­un verið val­in til að leiða verk­efni sem fékk þriggja millj­óna evra styrk, jafn­v­irði nærri 420 millj­óna króna, til að rann­saka áhrif upp­lýs­inga­óreiðu á lýðræði í Evr­ópu.

Þetta er mik­il viður­kenn­ing fyr­ir alþjóðamála­stofn­un­ina og há­skól­ann. Auk­in þekk­ing á þessu sviði styrk­ir grunnþætti lýðræðis­legra sam­fé­laga. Að þeim er sótt af sí­aukn­um þunga um þess­ar mund­ir í krafti „stjórn­mála eft­ir­sann­leik­ans“. Þar eru vís­vit­andi dregn­ar rang­ar niður­stöður meðal ann­ars til að blekkja kjós­end­ur. Max­im­ili­an Conrad var­ar við upp­gangi po­púl­isma þar sem sann­leik­ur­inn vík­ur í allri miðlun auk þess sem hætta stafi af hnign­un blaðamennsku.

Þrjú dæmi um upp­lýs­inga­óreiðu í Reykja­vík má nefna: (1) Borg­ar­stjóri seg­ir Miklu­braut verða í stokk árið 2026. At­hug­an­ir eru hins veg­ar að hefjast á hag­kvæmni þess að setja hana í göng. (2) Tapið á rekstri borg­ar­sjóðs nam 3,8 millj­örðum kr. í fyrra. Með virðis­breyt­ingu hjá fé­lags­bú­stöðum, eign borg­ar­inn­ar, var fjár­hags­staðan fegruð um 19 millj­arða króna. Reykja­vík­ur­borg styrk­ist bók­halds­lega á lóðaskort­in­um und­ir stjórn borg­ar­yf­ir­valda. (3) Sí­end­ur­tek­in borg­ar­stjóralof­orð um lausn­ir í leik­skóla­mál­um stand­ast ekki. Að meðaltali eru börn 20 mánaða þegar þau fá pláss en ekki 12 til 18 mánaða eins og lofað var.

Upp­lýs­inga­óreiðan tek­ur á sig ýms­ar mynd­ir. Hún er alþekkt hald­reipi po­púl­ista í kosn­inga­bar­áttu.