10.4.2025

Um harmleik samtímans

Morgunblaðið, fimmtudagur 10. apríl 2025.

Í sama straum­inn – Stríð Pútíns gegn kon­um ★★★★★ Eft­ir Sofi Oksan­en. Erla Elías­dótt­ir Völu­dótt­ir þýddi. Mál og menn­ing, 2025. Kilja, 280 bls.

Við lest­ur bók­ar­inn­ar Í sama straum­inn eft­ir Sofi Oksan­en reikaði hug­ur­inn til bók­ar­inn­ar Ég kaus frelsið eft­ir Víktor Kra­vt­sjen­ko, verk­fræðing frá Úkraínu. Lár­us Jó­hann­es­son, alþing­ismaður og lögmaður, þýddi bók­ina og gaf hana út und­ir árs­lok 1951. Kra­vt­sjen­ko leitaði hæl­is í Banda­ríkj­un­um árið 1944. Í bók­inni sagði hann meðal ann­ars frá hung­urs­neyðinni í Úkraínu á önd­verðum fjórða ára­tug síðustu ald­ar, hreins­un­um Stalíns og þrælk­un­ar­búðum sov­ét­stjórn­ar­inn­ar. Vakti bók­in mikla reiði í Moskvu og þaðan var skipu­lögð ófræg­ing­ar­her­ferð gegn Kra­vt­sjen­ko. Al­menna bóka­fé­lagið gaf bók hans út aft­ur á net­inu 7. nóv­em­ber 2017 í til­efni hundrað ára af­mæl­is bol­sé­vík­a­bylt­ing­ar­inn­ar í Rússlandi. Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son ritaði inn­gang og skýr­ing­ar. Er bók­in þar aðgengi­leg öll­um end­ur­gjalds­laust.

Bók Kra­vt­sjen­kos hafði mik­il áhrif og opnaði augu millj­óna manna fyr­ir stjórn­ar­hátt­um komm­ún­ista í Sov­ét­ríkj­un­um. Sá sem þetta rit­ar var í hópi þeirra sem lásu bók­ina ung­ur að árum og trúði ekki eig­in aug­um þegar hann kynnt­ist grimmd sam­tím­ans í ríki sem tengd­ist Íslandi viðskipta­bönd­um og laut for­ystu harðstjóra sem stjórnuðu í anda stjórn­mála­stefnu sem naut stuðnings hér á landi og var lif­andi veru­leiki í dag­leg­um frétt­um og umræðum.

Und­ir­t­it­ill bók­ar Sofi Oksan­en er Stríð Pútíns gegn kon­um. Í bók­inni er lýst stríði Vla­dimírs Pútín Rúss­lands­for­seta gegn kon­um, Úkraínu og raun­ar öllu sem hann tel­ur að ógni valdi sínu og veldi. Vek­ur óhug að þess­ir at­b­urðir ger­ist nú á þess­ari stundu í okk­ar heims­álfu og að dregið sé í efa rétt­mæti þess og gagn­rýnt að ís­lensk stjórn­völd leggi lóð þjóðar­inn­ar á vog­ar­skál gegn þess­um ósköp­um.

Sofi Oksan­en er fædd 1977 í Jy­vä­skylä í Finn­landi. Faðir henn­ar er finnsk­ur raf­virki en móðir verk­fræðing­ur frá Eistlandi þar sem hún ólst upp und­ir sov­ésku her­námi. Móðirin komst þaðan á átt­unda ára­tugn­um vegna hjú­skap­ar síns. Sagna­heim­ur Oksan­en mót­ast mjög af ör­lög­um ætt­ingja henn­ar í Sov­ét-Eistlandi og ná­býl­inu við Rússa.

Í æsku var henni sögð saga ömmu­syst­ur sinn­ar sem sov­ésk­ir her­námsliðar numu á brott af heim­ili henn­ar til næt­ur­langr­ar yf­ir­heyrslu í ann­arri heims­styrj­öld­inni. Frænk­an hætti að tala eft­ir það. Hún gift­ist aldrei, eignaðist eng­in börn, fór ekki á stefnu­mót og bjó með móður sinni það sem hún átti eft­ir ólifað. Oft er minnt á ör­lög þess­ar­ar konu í bók­inni. Hún er öðrum þræði rituð í minn­ingu henn­ar auk allra annarra fórn­ar­lamba of­beld­is og nauðgana í Rússlandi.

Cfb39d59-a5f2-47e0-9aef-00ae4d5b723b

Í for­mála minn­ir Oksan­en á að Rúss­land búi ekki leng­ur yfir neinni hug­mynda­fræði til út­flutn­ings eins og Sov­ét­rík­in nýttu komm­ún­ismann áður. Rúss­neska rík­is­valdið beiti á hinn bóg­inn kven­h­atri und­ir yf­ir­skini hefðbund­inna gilda til að laða til sín æski­leg sam­starfs­ríki. Þetta hafi stuðlað að því að efla kven­fyr­ir­litn­ingu inn­an vest­rænna ríkja og ógni rétt­ind­um kvenna og minni­hluta­hópa um all­an heim.

Sofi Oksan­en varð heimsþekkt fyr­ir marg­verðlaunaða skáld­sögu sína, Hreins­un, sem kom út hér á landi 2010. Sag­an var upp­haf­lega leik­rit sem Oksan­en samdi eft­ir að hafa fylgst með gangi rétt­ar­halda yfir þeim sem frömdu stríðsglæpi í Eistlandi í ann­arri heims­styrj­öld­inni.

Hún seg­ir að frá eist­nesk­um sjón­ar­hóli sé stríðið í Úkraínu líkt og end­urupp­lif­un at­b­urða á fimmta ára­tug síðustu ald­ar. Rúss­ar fari enn eft­ir sömu hand­bók og notuð hafi verið í fyrri land­vinn­inga­stríðum þeirra: hryðju­verk sem bitna á al­menn­um borg­ur­um, morð og lim­lest­ing­ar, pynt­ing­ar, viðleitni til að þröngva tungu­máli og siðum her­náms­rík­is­ins upp á hina her­numdu þjóð, áróður, sýnd­ar­rétt­ar­höld, sýnd­ar­kosn­ing­ar, að þolend­um sé kennt um þján­ing­ar sín­ar, stríður straum­ur flótta­fólks, eyðilegg­ing menn­ing­ar­verðmæta (15).

Bók­ar­heitið Í sama straum­inn vís­ar til þess­ar­ar end­ur­tekn­ing­ar. Viðfangs­efnið er ekki blóðbað á víg­vell­in­um held­ur raun­sæ og nöt­ur­leg lýs­ing á því hvernig hernaður bitn­ar á al­menn­um borg­ur­um, einkum kon­um. Hér er ekki um skáld­verk að ræða held­ur lýs­ingu snilld­ar­höf­und­ar á því sem ger­ist núna í Rússlandi og hef­ur getið af sér stríðshörm­ung­arn­ar í Úkraínu.

Bók­in skipt­ist í fimm höfuðkafla: (1) Kyn­ferðisof­beldi sem vopn; (2) Þegar her­menn verða að stríðsglæpa­mönn­um; (3) Hómó Pútínikus; (4) Hraðnám­skeið í rúss­neskri heimsvalda­stefnu og (5) Útflutn­ings­var­an. Þá rit­ar höf­und­ur eft­ir­mála og loks er birt heim­ilda­skrá en til­vís­an­ir eru í heim­ild­ir neðan­máls. Hver höfuðkafli skipt­ist í undirkafla.

Text­inn er skýr og upp­lýs­andi með ýms­um slá­andi dæm­um sem vekja undr­un og sárs­auka vegna grimmd­ar­inn­ar sem er lýst. Talið er að Rúss­ar hafi að minnsta kosti numið 20.000 börn með nauðung á brott frá Úkraínu, þeim hafi verið dreift um Rúss­land og sitji þar skör lægra en rúss­nesk börn:

„Dreng­ir sem flutt­ir hafa verið brott frá heim­kynn­um sín­um hljóta herþjálf­un sem miðar að því að nota þá sem vél­byssu­fóður; börn­um sem brott­numd­ar stúlk­ur eign­ast eru ætluð sömu ör­lög. Síðan her­nám Rússa hófst hafa þetta verið ör­lög stálpaðra barna í Aust­ur-Úkraínu. Vitn­eskj­unni um að inn­rás­ar­her­inn noti samlanda þeirra sem mann­lega skildi er án efa ætlað að hafa áhrif á bar­áttu­vilja úkraínskra her­manna“ (212).

Erla Elías­dótt­ir Völu­dótt­ir þýddi bók­ina úr finnsku. Þýðing­in er góð en stíll bók­ar­inn­ar tek­ur mið af því að um heim­ild­ar- en ekki skáld­verk er að ræða. Þung­inn í frá­sögn­inni er oft mik­ill og höfðar til til­finn­inga les­and­ans.

Á ein­um stað er enska notuð til að skýra það sem sagt er. Hér er um að ræða orðin hybrid operati­on sem ís­lenskuð eru „blönduð aðgerð“ (245). Í nokk­ur miss­eri hef­ur verið leit­ast við að nota orðið „fjölþátta“ yfir hybrid að fyr­ir­mynd frá þjóðarör­ygg­is­ráði og íðorðabank­an­um um skaðvæn­leg­ar aðgerðir sem fara fram bæði leynt og ljóst.

Bók­in Í sama straum­inn kom út í Finn­landi árið 2023. Hún hef­ur síðan verið þýdd og út­gef­in víða um heim. Er fagnaðarefni að Mál og menn­ing gefi bók­ina út á líðandi ör­laga­tím­um þegar eng­inn veit hvert stefn­ir vegna yf­ir­gangs Rússa. Þetta er bók sem gef­ur skýra sýn á harm­leik sam­tím­ans í Evr­ópu. Hún mót­ar viðhorf ekki síður en Ég kaus frelsið á sín­um tíma – bók sem ungt fólk á að lesa.