15.7.2023

Úkraína í dyragætt NATO

Morgunblaðið, laugardagur 15. júlí 2023.

Þrjú atriði má nefna eft­ir rík­is­odd­vita­fund NATO í Viln­íus, höfuðborg Lit­há­ens, 11. og 12. júlí, til marks um hve Vla­dimir Pútín Rúss­lands­for­seti fer halloka á stjórn­mála­vett­vangi sam­hliða nauðvörn herafla hans á víg­vell­in­um.

Í fyrsta lagi hef­ur hindr­un­um fyr­ir aðild Svía að NATO verið rutt úr vegi. Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti ætl­ar að leggja til­lögu um aðild­ina fyr­ir tyrk­neska þingið í haust. Vikt­or Órban, for­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands, ætl­ar einnig að sjá til þess að ung­verska þingið full­gildi aðild Svía.

Í öðru lagi virðist Er­dog­an hafa ákveðið að end­ur­skoða af­stöðu sína til Pútíns. Eft­ir sig­ur í kosn­ing­um í sum­ar hef­ur Tyrk­lands­for­seti breytt um efna­hags­stefnu. Þeir sem fram­kvæma hana telja gott sam­starf vest­ur á bóg­inn lyk­il að ár­angri. Hættu­legt sé að sitja á girðing­unni og þykj­ast geta leitað sátta milli Rússa og Úkraínu­manna.

Volody­myr Zelenskjí Úkraínu­for­seti var í Tyrklandi fyr­ir viku. Í flug­vél hans heim til Kyív laug­ar­dag­inn 8. júlí voru fimm for­ingj­ar úr Azov-her­sveit­inni sem Rúss­ar tóku fasta þegar Mariupol féll í fyrra. Kreml­verj­ar saka Azov-her­menn um grimmd og hægri öfg­ar. Þeir samþykktu að Tyrk­ir hefðu þá í sinni vörslu í fanga­skipt­um við Úkraín­u­stjórn. Nú tel­ur Pútín að Ergod­an hafi svikið gef­in lof­orð. Zelenskíj hrósaði sigri þegar hann sneri með menn­ina heim og lofaði þá fyr­ir hetju­dáðir and­spæn­is her Rússa.

Halli Er­dog­an sér til vest­urs þreng­ir að Pútín í mörgu til­liti því að Tyrk­land hef­ur verið eins kon­ar ör­ygg­is­ventill fyr­ir rúss­neska auðmenn og stjórn­ar­herra til að létta þeim byrðar vegna efna­hagsþving­ana og refsiaðgerða.

Í þriðja lagi tel­ur Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti að sjá megi fyrstu merki sundr­ung­ar í æðstu stjórn og her Rúss­lands. Macron sagði þetta á blaðamanna­fundi í Viln­íus og vísaði til mis­heppnaðrar upp­reisn­ar rúss­nesku Wagner-mála­laliðanna á dög­un­um. Á ýms­um stig­um stríðsins og rétt fyr­ir inn­rás Pútíns fyr­ir rúm­um 500 dög­um, hef­ur Macron viljað rækta sér­stök tengsl við Pútín. Sá tími er liðinn. Frakk­lands­for­seti vill nú styrkja úkraínska her­inn með full­komn­um vopn­um og tryggja sig­ur hans sem fyrst.

230712f-001_rdax_775x517sVolodymyr Zelenskíj og Jens Stoltenberg í Vilníus.

Í aðdrag­anda NATO-fund­ar­ins var rætt um hvort þar yrðu tíma­sett­ir áfang­ar á leið Úkraínu inn í NATO. Það var ekki gert. Þess í stað var ákveðið að auka enn her­gagna­flutn­inga að vest­an til að tryggja Úkraínu­mönn­um sig­ur. Í krafti hans fengju þeir snar­lega og án frek­ari skil­yrða aðild að NATO. Skýr­ari geta von­ir um sig­ur og áhrif hans fyr­ir Úkraínu varla verið.

Zelenskíj óttaðist fyr­ir fund­inn að hann yrði skil­inn eft­ir í lausu lofti án tíma­setn­inga og síðan notaður sem skipti­mynt í samn­ing­um stór­velda og/​eða NATO við Rússa. Á blaðamanna­fundi í Viln­íus síðdeg­is miðviku­dag­inn 12. júlí sagðist hann skilja að niðurstaða topp­fund­ar­ins tæki mið af ör­ygg­is­hags­mun­um. Úkraínu­menn yrðu í NATO þegar stöðug­leiki ríkti í ör­ygg­is­mál­um. Í því fæl­ist að við lok stríðsins yrði Úkraínu ör­ugg­lega boðið í NATO og Úkraínu­menn yrðu ör­ugg­lega aðilar banda­lags­ins. Hann hefði ekki heyrt neitt annað á fund­um sín­um fyrr þenn­an sama dag.

Til að árétta ör­ygg­is­trygg­ing­ar gagn­vart Úkraínu enn frek­ar en gert hafði verið á NATO-topp­fund­in­um, komu leiðtog­ar G7-ríkj­anna, helstu lýðræðis­ríkja heims, sam­an í Viln­íus 12. júlí, sér sam­an um að hvert þeirra fyr­ir sig skyldi gera tví­hliða samn­ing við Úkraínu um vopna­send­ing­ar þeirra.

Á þenn­an hátt vilja rík­in eyða öll­um vafa um hernaðarleg­an stuðning sinn og sýna Pútín svart á hvítu að hann geti ekki vænst þess að ná yf­ir­hönd­inni í stríðinu með því að draga það á lang­inn og fæla þannig aðrar þjóðir frá því að styðja Úkraínu­menn.

Vest­ræn stuðnings­ríki Úkraínu hafa nú þegar sent þangað vopn fyr­ir tugi millj­arða doll­ara. Þriðju­dag­inn 11. júlí sögðust Þjóðverj­ar enn ætla að senda þeim fleiri skriðdreka, Pat­riot-eld­flauga­kerfi og bryn­var­in far­ar­tæki fyr­ir 700 millj­ón evr­ur. Frakk­ar sögðust ætla að senda lang­dræg­ar eld­flaug­ar og full­trú­ar 11 ríkja sögðu að í ág­úst myndu flug­her­ir þeirra sam­ein­ast um F-16 orr­ustuþotna þjálf­un­ar­miðstöð í Rúm­en­íu fyr­ir úkraínska flug­menn.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hélt ræðu í Viln­íus að kvöldi miðviku­dags­ins 12. júlí og sagði að Pútín hefði brugðist boga­list­in þegar hann veðjaði á veik­lyndi vest­rænna þjóða og leiðtoga við upp­haf inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu.

„Okk­ur verður ekki haggað. Við stönd­um við bakið á Úkraínu­mönn­um eins lengi og nauðsyn­legt er,“ hrópaði Biden.

Banda­ríkja­for­seti fór frá Viln­íus til Hels­inki, höfuðborg­ar Finn­lands, þar sem hann tók fimmtu­dag­inn 13. júlí þátt í fundi með Finn­lands­for­seta og for­sæt­is­ráðherr­um ríkj­anna fimm.

Nor­rænu for­sæt­is­ráðherr­arn­ir hittu Just­in Trudeau, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, á fundi í Vest­manna­eyj­um 26. júní.

Þess­ir fund­ir með ráðamönn­um frá Norður-Am­er­íku eru tím­anna tákn í ljósi þeirr­ar ákvörðunar sem staðfest var á Viln­íus-fund­in­um, að her­stjórn NATO í Nor­folk í Virg­in­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um skuli ann­ast gerð og fram­kvæmd varn­aráætl­ana fyr­ir Norður­lönd­in, Atlants­haf og evr­ópska hluta norður­slóða (e. Arctic).

Í álykt­un Viln­íus­fund­ar­ins er vikið að her­væðingu Rússa á norður­slóðum og minnt á að með skömm­um fyr­ir­vara efni þeir til æf­inga á hafi úti. Í hánorðri geti þeir ógnað sigl­ing­um og frelsi til sigl­inga yfir Norður-Atlants­haf á liðsauka­leiðum NATO-þjóðanna og í því fel­ist ógn við banda­lagið. Á veg­um þess verði brugðist við ógn­inni með nauðsyn­leg­um og sam­hæfðum aðgerðum og æf­ing­um.