4.9.2020

Trump setur Biden í vörn

Morgunblaðið, föstudagur, 4. september 2020

Báðir banda­rísku stjórn­mála­flokk­arn­ir hafa form­lega til­nefnt fram­bjóðend­ur sína, tvo hvíta karl­menn á átt­ræðis­aldri, Don­ald Trump (74 ára) er fram­bjóðandi re­públi­kana og Joe Biden (77 ára) er fram­bjóðandi demó­krata.

Don­ald Trump varð 45. for­seti Banda­ríkj­anna eft­ir snarpa próf­kjörs­bar­áttu inn­an flokks re­públi­kana. Hann tók and­stæðinga sína þar hörðum og óvenju­leg­um tök­um. Hann sigraði síðan demó­krat­ann Hillary Cl­int­on árið 2016. Hún fékk fleiri at­kvæði en Trump fleiri kjör­menn og þar með embættið.

Https-_cdn.cnn.com_cnnnext_dam_assets_200807151226-trump-biden-splitDonald Trump og Joe Biden

Eft­ir­leik­ur kosn­inga­bar­átt­unn­ar 2016 set­ur enn svip á for­setatíð Trumps. Mikl­um tíma, mannafla og fjár­mun­um var varið til að kanna hvort út­send­ar­ar Vla­dimirs Pút­ins Rúss­lands­for­seta stuðluðu að sigri Trumps.

Til­raun­ir til að sanna ásak­an­ir um Rússa­tengsl­in runnu út í sand­inn en veiktu trú margra á óhlut­drægni al­rík­is­lög­regl­unn­ar (FBI) og starfs­hætti inn­an dóms­málaráðuneyt­is­ins.

Don­ald Trump hik­ar ekki við að setja allt á ann­an end­ann sjálf­um sér til fram­drátt­ar. Þetta ein­kenn­ir stjórn­ar­hætti hans inn­an lands og gagn­vart öðrum ríkj­um. Kosn­inga­bar­átt­an nú ber einnig þetta yf­ir­bragð.

Efna­hags­lega vegn­ar Banda­ríkja­mönn­um vel und­ir stjórn Trumps. Hann legg­ur sig hins veg­ar ekki fram um að sam­eina þjóðina. Ágrein­ing­ur milli re­públi­kana og demó­krata hef­ur magn­ast.

COVID-19-far­ald­ur­inn skil­ur eft­ir sig djúp sár í Banda­ríkj­un­um. Hann dró mjög úr trausti í garð Trumps. For­set­an­um yrði til fram­drátt­ar tæk­ist Banda­ríkja­mönn­um fyr­ir kjör­dag, 3. nóv­em­ber, að kynna bólu­efni gegn far­aldr­in­um. Að öðrum kosti verður Trump kapps­mál að beina at­hygli kjós­enda að allt öðru en far­aldr­in­um.

Á sta­f­rænu flokksþingi re­públi­kana sagði Mike Pence vara­for­seti að kosið yrði um lög og reglu. Re­públi­kan­ar vilja beina at­hygli og umræðum að óöld­inni sem rík­ir víða í banda­rísk­um borg­um. Þeir telja sig ná und­ir­tök­um í bar­áttu um at­kvæðin með því. Skoðanakann­an­ir sýna að sig­ur Trumps sé í spil­un­um verði rétt á mál­um haldið.

 

Biden í vörn

For­skotið sem Joe Biden hef­ur á Don­ald Trump í könn­un­um er rakið til gagn­rýni á for­set­ann vegna COVID-19. Tak­ist Trump að hrekja demó­krata í varn­ar­stöðu með ásök­un­um um að þeir styðji upp­lausn­aröfl og rót­tæka aðgerðasinna kann hann að sigra í úr­slita-ríkj­un­um sex: Flórída, Norður-Karólínu, Arizona, Wiscons­in, Michigan og Penn­sylvaniu.

Joe Biden sner­ist gegn fyrr­greind­um ásök­un­um Trumps í ræðu í Pitts­burgh í Penn­sylvaniu mánu­dag­inn 31. ág­úst. Biden sakaði Trump um að kynda und­ir loga of­beld­is, hann magnaði þá í stað þess að slökkva eins og hon­um bæri. Með Trump eitraði for­seta­embættið banda­rískt þjóðlíf. For­set­inn segði ekk­ert satt, hann þyldi ekki staðreynd­ir og legði ekki líkn­andi hönd á neitt.

Ræðan sýndi að Trump tókst á fá­ein­um dög­um að breyta umræðuefn­inu.

Nú sæta fjöl­miðar holl­ir Biden ámæli fyr­ir vill­andi frétt­ir af óeirðunum í banda­rísk­um borg­um.

Til marks um það er nefnt að fréttamaður CNN-sjón­varps­stöðvar­inn­ar stóð úti á götu í bæn­um Kenosha í Wiscons­in og sagði mót­mæl­in „eld­heit en al­mennt friðsam­leg“ – á bak við hann virt­ist borg­in í ljós­um log­um og fólk bar gasgrím­ur til að verj­ast tára­gasi. Eft­ir þunga gagn­rýni viður­kenndi stöðin mis­tök við flutn­ing frétt­ar­inn­ar.

Dag­ana fyr­ir ræðu Bidens hamraði Trump á því við kjós­end­ur að þeir yrðu „ekki ör­ugg­ir“ und­ir Biden sem for­seta. Biden gagn­rýndi ekki nægi­lega fast of­beldisaðgerðir vinst­ris­inna. Í ræðunni bar Biden þetta af sér, mót­mæli fæl­ust hvorki í þjófnaði né íkveikju, þar væri um að ræða lög­brot.

Kann­an­ir sýna að fylgi við hreyf­ing­una Black Li­ves Matter, sem er and­stæð Trump, hef­ur minnkað um 10 til 15 stig und­an­farið.

Biden seg­ir Trump um megn að hemja of­beld­is­menn eft­ir að hafa árum sam­an ýtt und­ir þá. For­set­inn haldi það styrkja sig að tala um lög og reglu en veik­leiki hans birt­ist í vopna­b­urði stuðnings­manna hans.

Hálfvelgja hjá Biden, seg­ir Trump, hann skelli skuld­inni meira á lög­regl­una en vinst­ris­innaða rót­tæk­linga.

 

„Dökk­ir skugg­ar“

Don­ald Trump herti á ásök­un­um gegn Joe Biden í sam­tali við Fox News-sjón­varps­stöðina mánu­dag­inn 31. ág­úst.

Stjórn­and­inn, Laura Ingra­ham, spurði Trump: „Hver held­ur þú að togi í þræðina hjá Biden? Fyrr­ver­andi menn Obama?“ For­set­inn svaraði: „Fólk sem þú hef­ur aldrei heyrt um, fólk sem held­ur sig í dökk­um skugg­um. Fólk sem –“. Stjórn­and­inn: „Hvað þýðir þetta? Hljóm­ar eins og sam­særis­kenn­ing. Dökk­ir skugg­ar. Hvað er það?“ Trump: „Það er fólk sem er á göt­um úti, það er fólk sem stjórn­ar því sem ger­ist á göt­un­um.“

For­set­inn sagði síðan frá ein­stak­lingi sem hefði um helg­ina farið um borð í flug­vél í borg nokk­urri og vél­in hefði verið næst­um full af bóf­um í svört­um ein­kenn­is­bún­ing­um með alls kyns búnað. Trump sagðist mundu skýra þetta nán­ar síðar, málið væri í rann­sókn.

Und­an­far­in ár hef­ur Don­ald Trump látið sér lynda stuðning sam­særis­hóps sem kall­ar sig QAnon. Með orðum sín­um um „dökku skugg­ana“ að baki Biden vill Trump ef til vill jafna met­in þegar rætt er um sam­særis­hópa.

Þegar Trump tel­ur sér til fram­drátt­ar að beina umræðunum að „lög­um og reglu“ er minnt á að re­públi­kan­inn Rich­ard Nixon vann for­seta­kosn­ing­arn­ar árið 1968 und­ir þeim for­merkj­um. Á flokksþingi re­públi­kana nú var lögð áhersla á stöðug­leika í sam­fé­lag­inu í krafti laga og reglu en áhersla á þingi demó­krata sneri meiri að ójöfnuði og bar­áttu gegn hon­um.

 

Afstaðan til lög­reglu

For­ystu­menn demó­krata eins og Bill De Blasio, borg­ar­stjóri í New York, boða niður­skurð út­gjalda til lög­gæslu til að auka fé­lags­lega þjón­ustu. Rök vinst­ris­inna eru að harka lög­regl­unn­ar ýti und­ir ófrið í sam­fé­lag­inu. Fé­lags­leg smyrsl rói og græði sár.

Á YouTu­be má sjá mynd­band frá Ami Horowitz sem kannaði hug New York-búa til að leggja niður lög­regl­una. Hvít­ir borg­ar­bú­ar í East Villa­ge lýstu óvild í garð lög­regl­unn­ar og vildu skera niður út­gjöld til henn­ar. Það yrðu einkum banda­rísk­ir blökku­menn sem nytu góðs af brott­hvarfi lög­reglu­manna.

Þegar Horowitz leitaði álits blökku­manna á Malcolm X-breiðgöt­unni í Har­lem voru svör­in allt önn­ur. Talið var brjálæði að vera án lög­reglu, ástandið myndi stór­versna vegna rána, nauðgana og morða. Sum­ir töldu það jafn­gilda sjálfs­morði. Það yrði eng­um til gagns.

Þegar tveir mánuðir eru til kjör­dags mæl­ist Joe Biden með meira fylgi en Don­ald Trump. Þannig hef­ur staðan verið um nokk­urt skeið. Hún seg­ir þó ekki alla sög­una því að úr­slit­in ráðast ekki endi­lega af því hvor fær flest at­kvæði upp úr kjör­köss­un­um. Hillary Cl­int­on væri for­seti núna réði fjöldi at­kvæða. Það er fjöldi kjör­manna sem skipt­ir sköp­um.

Sé rýnt í niður­stöður kann­ana um þess­ar mund­ir fengi Biden 337 kjör­menn en Trump 201. Biden fengi 67 kjör­menn um­fram nauðsyn­leg­an lág­marks­fjölda þeirra (270). Þegar töl­urn­ar eru skoðaðar ber að minn­ast óviss­unn­ar vegna úr­slita­ríkj­anna sex. Ekk­ert er fast í hendi.