23.9.2023

Tortryggni vex skorti gagnsæi

Morgunblaðið, laugardagur 23. september 2023.

Mikl­ar umræður eru um vax­andi spennu í sam­skipt­um Banda­ríkja­manna og Kín­verja vegna stökk­breyt­inga í gagn­kvæm­um njósn­um sem megi meðal ann­ars rekja til gervi­greind­ar og há­tækni á öll­um sviðum. Njósn­ir utan úr geimn­um taki til dæm­is á sig nýrri og al­var­legri svip. Kín­verj­ar eiga aðild að hálofta­stöð á Kár­hóli í Reykja­dal, skammt frá Laug­um. Hvað er rann­sakað þar?

Neðan­sjávar­rann­sókn­ir eru ekki síður mik­il­væg­ar en at­hug­an­ir í geimn­um.

Á Akra­nesi starfar banda­ríska fyr­ir­tækið Runn­ing Tide í Breið rann­sókna- og ný­sköp­un­ar­setri þar sem áður var fisk­vinnsla Har­ald­ar Böðvars­son­ar.

Ný­lega var sagt frá því í frétta­bréfi Runn­ing Tide að í sum­ar hefði fyr­ir­tækið staðið að mik­il­væg­um rann­sókna­verk­efn­um í sam­starfi við alþjóðleg­ar haf­rann­sókna­stofn­an­ir.

Fyrri rann­sókn­in er í sam­starfi við kol­efn­is­bind­ing­ar­fyr­ir­tækið Seafields og Al­fred-We­gener stofn­un­ina í haf- og heim­skauta­fræðum í Brem­er­haven, og miðar að því að skilja af­drif líf­massa, t.a.m. þör­unga, á hafs­botni í djúp­sjó og áhrif­in á um­hverfið.

Seinni rann­sókn­in er í sam­starfi við Oce­an Networks Can­ada sem er í eigu Vikt­oríu­há­skóla í Bresku-Kól­umb­íu í Kan­ada. Þar var líf­massa einnig sökkt og verður hann vaktaður með til­liti til af­drifa og áhrifa á um­hverfið.

Rann­sókna- og til­rauna­starfið felst í að kanna leiðir til að binda kol­efni með líf­massa í haf­djúp­un­um og stuðla jafn­framt að sjálf­bærni. Nú á tím­um veita alþjóðleg­ir rann­sókna- og ný­sköp­un­ar­sjóðir fjár­mun­um til verk­efna af þessu tagi.

Til að stunda héðan rann­sókn­ir í háloft­un­um eða und­ir­djúp­un­um þarf heim­ild­ir í sam­ræmi við ís­lensk lög og regl­ur. Með vax­andi spennu vegna grun­semda um njósn­ir verður kraf­an um gagn­sæi og eft­ir­lit rík­ari.

Í kalda stríðinu vöknuðu stund­um spurn­ing­ar vegna ferða rúss­neskra rann­sókna­leiðangra á sjó og landi. Stóð ut­an­rík­is­ráðuneytið þá oft fast fyr­ir gagn­vart þeim sem vildu fá rann­sókna­leyfi. Réð þar þjóðarör­yggi og samstaða með banda­mönn­um við gæslu þess. Hvers er kraf­ist vegna Kár­hóls?

Í októ­ber 2022 lagði for­sæt­is­ráðuneytið í sam­ráðsgátt stjórn­valda frum­varp til laga um „rýni á fjár­fest­ing­um er­lendra aðila vegna þjóðarör­ygg­is og alls­herj­ar­reglu“. Nú er frum­varp um þetta efni á þing­mála­skrá og ætl­ar for­sæt­is­ráðherra að leggja það fram í nóv­em­ber 2023.

Imagesscreen

Hug­takið rýni (e. screen­ing) vís­ar hér til grein­ing­ar og mats á því hvort viðskiptaráðstaf­an­ir, sem skapa er­lend­um aðilum eign­araðild, veru­leg áhrif eða yf­ir­ráð yfir at­vinnu­fyr­ir­tækj­um eða fast­eigna­rétt­ind­um hér á landi, ógni þjóðarör­yggi eða alls­herj­ar­reglu, kom fram í kynn­ingu á frum­varp­inu á sín­um tíma.

Í um­sögn­um um frum­varpið haustið 2022 sögðu marg­ir að án meðal­hófs og varúðar væri hætta á að rýni af þessu tagi fældi fjár­festa frá land­inu.

Er­lend fjár­fest­ing er sára­lít­il hér á landi. Rýni stjórn­valda í þágu þjóðarör­ygg­is og alls­herj­ar­reglu verður ekki kennt um það. Við nú­ver­andi aðstæður má ætla að öfl­ug­ir og ráðvand­ir alþjóðleg­ir fjár­fest­ar vilji halda sig frá ríkj­um sem skorti rýni vegna þjóðarör­ygg­is. Vel skipu­lagt og viðun­andi op­in­bert eft­ir­lit er hluti ábyrgr­ar ut­an­rík­is- og varn­ar­mála­stefnu.

Runn­ing Tide, sem áður er nefnt, á sér ræt­ur í Maine-ríki í Banda­ríkj­un­um. Stjórn­völd þar taka ekki áhættu vegna þjóðarör­ygg­is. Af sjálfu leiðir að ís­lensk stjórn­völd verða að tryggja ör­uggt starfs­um­hverfi við rann­sókn­ir og þróun á þessu viðkvæma sviði. Gagn­kvæmt traust verður að ríkja milli rík­is og fyr­ir­tækja.

Hér í blaðinu birt­ist mánu­dag­inn 11. sept­em­ber frétt um að Viðskiptaráð Íslands (VÍ) og Fé­lag at­vinnu­rek­enda (FA) hefðu áhyggj­ur af því að ráðgjaf­ar­nefnd um op­in­ber­ar eft­ir­lits­regl­ur hefði ekki starfað frá því í maí 2020. Nefnd­in var sett á lagg­irn­ar með lög­um árið 1999 til „að skapa mót­vægi við útþenslu stjórn­kerf­is­ins; að ein­hver bremsa væri til staðar til að meta með sjálf­stæðum hætti þörf­ina fyr­ir nýj­ar regl­ur sem fælu í sér aukið eft­ir­lit,“ sagði Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri FA, í frétt­inni. Hann sagði Friðrik Soph­us­son fjár­málaráðherra hafa beitt sér fyr­ir laga­setn­ing­unni, hon­um hefði þótt vöxt­ur op­in­bera kerf­is­ins „býsna óheft­ur“.

Það er ekki oft sem VÍ og FA kvarta und­an skorti á op­in­ber­um nefnd­um en þessi eft­ir­lits­nefnd er auk aðhalds­ins sem hún skap­ar að þeirra mati, tal­in „dýr­mæt­ur tengiliður á milli at­vinnu­lífs og stjórn­sýslu“.

Rýn­is­frum­varpið minn­ir á mik­il­vægi þess að fyr­ir hendi sé virk­ur tengi- og sam­ráðsvett­vang­ur þar sem full­trú­ar at­vinnu­lífs og stjórn­sýslu geta skipst á skoðunum og vakið máls á því sem miður fer, með sam­eig­in­lega lausn í huga.

Viðskipta- og menn­ing­ar­ráðuneyt­inu ber að fram­fylgja lög­un­um frá 1999. Nú eru þrjú ár frá því að „dýr­mæta“ sam­eig­in­lega nefnd­in hvarf úr sög­unni. Svar ráðuneyt­is­ins hér í blaðinu bend­ir ekki til þess að þar sé áhugi á að fram­fylgja lög­un­um frá 1999. Gefið er til kynna að viðskipta- og menn­ing­ar­ráðherr­ann hafi þá stefnu að fækka óþarfa nefnd­um og ráðum og því sé nú til skoðunar hvort skyn­sam­legra sé að sam­starfs­nefnd­in hverfi frek­ar en að virkja hana að nýju.

Þessi rök stang­ast al­farið á við til­gang lag­anna frá ár­inu 1999. Hvað breytt­ist?

Telji stjórn­sýsl­an að hún skili betri ár­angri og stuðli að stöðug­leika án gagn­sæ­is og ná­inn­ar sam­vinnu við at­vinnu­lífið, er það mik­ill mis­skiln­ing­ur eins og mörg mál líðandi stund­ar sanna.