21.9.2024

Þýsk harka gegn hælisleitendum

Morgunblaðið, laugardagur 21. september 2024


Útlend­inga­mál ber nú hátt á vett­vangi stjórn­mála víða um lönd. Ný rík­is­stjórn í Hollandi vill fá fyr­ir­vara vegna aðild­ar­inn­ar að ESB til að ná betri stjórn á streymi fólks til lands­ins. Sænska rík­is­stjórn­in hef­ur gripið til ráðstaf­ana sem hafa strax minnkað streymi hæl­is­leit­enda til Svíþjóðar og ætl­ar hún að ganga enn lengra.

Í Þýskalandi varð morðárás sýr­lensks hæl­is­leit­anda sem hafði verið neitað um hæli til þess að þriggja flokka stjórn Ol­afs Scholz kúventi í út­lend­inga­mál­um. Sýr­lend­ing­ur­inn, sem tengd­ist hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslams, myrti þrjá með hnífi í Sol­ingen, skammt frá Düs­seldorf, 23. ág­úst. Upp­nám varð meðal al­menn­ings og á stjórn­mála­vett­vangi.

Ákveðið var að frá og með mánu­deg­in­um 16. sept­em­ber yrði í gildi landa­mæra­eft­ir­lit í að minnsta kosti sex mánuði gagn­vart þeim sem koma frá öll­um lönd­un­um níu sem eiga land að Þýskalandi.

Morðin í Sol­ingen kunna að hafa ýtt und­ir fylgisaukn­ingu þjóðern­is­flokks­ins Alternati­ve fûr Deutsch­land (AfD) í kosn­ing­um til þinga í sam­bands­lönd­un­um Thür­ingen og Saxlandi 1. sept­em­ber.

Rík­is­stjórn Þýska­lands býr við þverr­andi stuðning. Jafnaðarmaður­inn Olaf Scholz kansl­ari brást strax við Sol­ingen-morðunum með yf­ir­lýs­ingu um að herða yrði regl­ur um vopna­b­urð og standa bet­ur að brott­flutn­ingi þeirra sem hefði verið neitað um hælis­vist.

Eft­ir að Rúss­ar réðust inn í Úkraínu hélt Scholz þing­ræðu þar sem hann boðaði þátta­skil í þýsk­um varn­ar­mál­um og stór­auk­in út­gjöld til þeirra. Nú sneri hann við blaðinu í út­lend­inga­mál­um. Hann sagði stjórn sína verða að gera allt í henn­ar valdi til að tryggja að þeir sem ættu ekki og mættu ekki vera í Þýskalandi yrðu flutt­ir úr landi. Brott­flutn­ingi yrði hraðað, þætti það nauðsyn­legt.

Friedrich Merz, formaður mið-hægri Kristi­lega demó­krata­flokks­ins (CDU), stærsta stjórn­ar­and­stöðuflokks­ins, hitti Scholz 27. ág­úst á 70 mín­útna sögu­leg­um fundi, sem blöðin kalla síðan Sol­ingen-topp­fund­inn. Merz lagði hart að kansl­ar­an­um að stöðva komu Af­g­ana og Sýr­lend­inga til lands­ins og allra sem kæmu án þess að hafa sótt um heim­ild til þess.

Það vakti sér­staka at­hygli að Merz sagðist hafa boðið Scholz að vinna með hon­um að því að móta nýja út­lend­inga­stefnu jafn­vel án þess að full­trú­ar flokk­anna, Græn­ingja og Frjáls­lyndra, sem sitja með jafnaðarmönn­um í stjórn, kæmu þar að verki. Hefði Scholz tekið til­boðinu jafn­gilti það enda­lok­um stjórn­ar­sam­starfs­ins.

Krafa Merz um að lýst yrði neyðarástandi í Þýskalandi vegna stöðunn­ar í út­lend­inga­mál­um hlaut ekki hljóm­grunn.

Sam­hliða því sem sam­töl stjórn­mála­manna og aðgerðir við landa­mær­in hafa að mark­miði að tryggja ör­yggi íbúa Þýska­lands eru þýsku flokk­arn­ir einnig að skapa sér stöðu með til­liti til kosn­inga til sam­bandsþings­ins í sept­em­ber á næsta ári.

Sol­ingen-topp­fund­ur­inn var hald­inn í vik­unni fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar í Thür­ingen og Saxlandi. Hann kann að hafa haft áhrif á streymi fylg­is til AfD. Þótt úr­slit­in væru flokkn­um mjög hag­stæð komst hann ekki í þá valda­stöðu sem ýms­ar spár sýndu.

Eft­ir úr­slit­in 1. sept­em­ber sáu stjórn­ar­flokk­arn­ir og kristi­legu flokk­arn­ir, CDU/​CSU, enn meiri ástæðu en ella til að herða sig í út­lend­inga­mál­un­um.

Mikl­ar vanga­velt­ur hafa verið um kansl­ara­efni kristi­legu flokk­anna, CDU/​CSU. Þriðju­dag­inn 18. sept­em­ber var ákveðið að gamli höfuðand­stæðing­ur Ang­elu Merkel inn­an CDU, Friederich Merz, yrði kansl­ara­efni þeirra í kosn­ing­un­um 2025. Markus Söder, for­sæt­is­ráðherra Bæj­ara­lands, leiðtogi kristi­legra sósíalflokksins CSU, hef­ur samþykkt Merz og þar með slegið öll innri átök um þetta efni út af borðinu. [Hér hef breytt texta frá því greinin birtist í Morgunblaðinu en þar er talað um kristilega sósíalista, sem flokkurinn er ekki, hann er félagslega sinnaður (sozial)]

IMG_0832Þinghúsið _ Reichstag _ í Berlín.

Nú blas­ir við ein­vígi um kansl­ara­stól­inn milli Friederichs Merz og Ol­afs Scholz. Sé litið á fylgi flokk­anna er Jafnaðarmanna­flokk­ur­inn (SPD) í mik­illi lægð með aðeins 14-15% fylgi en CDU/​CSU nýt­ur stuðnings um 33%. Þegar kem­ur að traust­inu í garð þeirra Merz og Scholz sýn­ir ný­leg könn­un hins veg­ar að þeir standa jafn­ir með 26% stuðning hvor um sig.

Í þýska viku­blaðinu Die Zeit birt­ist fimmtu­dag­inn 12. sept­em­ber niðurstaða í skoðana­könn­un sem sýn­ir að straum­ur hæl­is­leit­enda er efst á blaði þegar spurt er um það sem valdi Þjóðverj­um mest­um áhyggj­um. Næst er verðbólga, lofts­lags­breyt­ing­ar og auk­inn ójöfnuður. Fólk ótt­ast fjölg­un af­brota, auk­in fé­lags­leg út­gjöld og meiri hægri öfga­hyggju verði ekki gripið til ein­hverra ráða.

Þess vegna vilja hvorki meira né minna en 82% aðspurðra í könn­un­inni að þýska ríkið stöðvi straum ólög­legs aðkomu­fólks, hlut­fallið er aðeins hærra í eystri hluta lands­ins en þeim vest­ari.

Nú sunnu­dag­inn 22. sept­em­ber verður kosið til landsþings­ins í Brand­en­burg. Þar er mikið í húfi fyr­ir SPD. Flokk­ur­inn hef­ur verið stærsti flokk­ur­inn í Brand­en­burg frá sam­ein­ingu Þýska­lands og leiðir nú rík­is­stjórn þar með CDU og Græn­ingj­um. Spár sýna að nú fái AfD mest fylgi og SPD verði í öðru sæti.

Lít­um okk­ur nær. Skýr merki eru um áhrif hertra laga og skarp­ari gæslu. Hæl­is­um­sókn­ir eru 50% færri en á sama tíma í fyrra. Frá­vís­an­ir á landa­mær­un­um hafa ní­fald­ast á ör­fá­um árum. Und­an­farið eru brott­vís­an­ir langt yfir 200 á mánuði. Í fyrra tókst mest að vísa frá 61 á mánuði fyr­ir utan skipu­lagt flug til Venesúela, þá var fjöld­inn um 230. Efn­is­legt mat á um­sókn veiks barns breyt­ir ekki stóru mynd­inni.

Við höf­um þó aðeins náð í skottið á nýj­um regl­um annarra landa. Bet­ur má ef duga skal. Bram­bolti og argaþrasi til að grafa und­an fram­kvæmd hald­fastra út­lend­ingalaga má líkja við skemmd­ar­verk.