22.10.2022

Þorvaldur Búason - minningarorð

Morgunblaðið, laugardagur 22. október 2022.

Þor­vald­ur Búa­son 11. mars 1937- 6. októ­ber 2022. Útför Þor­vald­ar var gerð frá Breiðholts­kirkju 20. októ­ber 2022.

G9G182M00Und­ir lok sjö­unda ára­tug­ar­ins kynnt­umst við Þor­vald­ur Búa­son þegar hann var í for­ystu Sam­bands ís­lenskra náms­manna er­lend­is (SÍNE) og ég sat í for­mennsku Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands. Urðum við sam­starfs­menn þegar hann varð fyrsti stjórn­ar­formaður Fé­lags­stofn­un­ar stúd­enta sem stofnuð var með lög­um árið 1968 og kom það því í hans hlut að ýta þessu far­sæla þjón­ustu­fyr­ir­tæki úr höfn. Fé­lags­stofn­un­in hef­ur síðan orðið að meira stór­veldi en nokk­urn okk­ar sem átt­um hlut að upp­hafi henn­ar gat boðið í grun þótt við gerðum okk­ur góða grein fyr­ir mik­il­vægu hlut­verki henn­ar.

Í vönduðum vinnu­brögðum sem Þor­vald­ur til­einkaði sér var aldrei slakað á ýtr­ustu kröf­um og hverj­um steini velt til að finna vel rök­studda niður­stöðu. Þetta ein­kenndi störf hans í stjórn Fé­lags­stofn­un­ar stúd­enta og hvarvetna ann­ars staðar þar sem hann lét að sér kveða í sam­starfi okk­ar í meira en hálfa öld.

Eft­ir að ég varð mennta­mála­málaráðherra 1995 varð hann ráðgjafi minn og ráðuneyt­is­ins á mörg­um sviðum. Skömmu eft­ir að mér hafði verið falið embættið fór­um við nokk­ur sam­an vest­ur í Breiðavík en Þor­vald­ur átti sér þá griðastað á Látr­um þangað sem hann átti ætt­ir að rekja. Vörðum við nokkr­um dög­um í ná­grenni Látra­bjargs við að brjóta viðfangs­efni ráðuneyt­is­ins til mergjar og átta okk­ur á hvaða leiðir væru best­ar til að ná ár­angri á starfs­sviði þess.

Á ár­un­um sem síðan fylgdu urðu marg­vís­leg­ar breyt­ing­ar, ekki síst á skipu­lagi há­skóla, rann­sókna og vís­inda þar sem farið var inn á nýj­ar braut­ir. Eng­inn ár­ang­ur hefði náðst í því efni án nýrra aðferða við ráðstöf­un á op­in­beru fé til æðri mennt­un­ar og hald­góðs reiknilík­ans sem nýtt­ist í því skyni. Grunn­ur var lagður að því að ríkið greiddi fyr­ir æðri mennt­un án til­lits til þess hvort skóli væri rek­inn af rík­inu eða einkaaðila. Þarna reyndi mjög á vand­virkni og rök­festi Þor­valds. Við sem fylgd­um mál­inu fram höfðum ávallt fast land und­ir fót­um með vís­an til þess sem frá hon­um kom.

Það varð síður en svo til að spilla sam­skipt­um okk­ar að við vor­um sam­mála um meg­in­skoðanir í stjórn­mál­um. Þegar Þor­vald­ur og fé­lag­ar hans söfnuðu á fá­ein­um vik­um 55.522 und­ir­skrift­um und­ir merkj­um Var­ins lands fyrri hluta árs 1974 var þannig um hnúta búið við söfn­un, skrán­ingu og varðveislu gagna að aldrei lék neinn vafi á að rétt og af fyllsta ör­yggi væri að öllu staðið. Þar réð ná­kvæmni og vand­virkni Þor­valds miklu.

Ára­tug­um sam­an hitt­umst við reglu­lega í há­deg­is­verði með fleiri fé­lög­um og rædd­um lands­ins gagn og nauðsynj­ar. Fróm­ari manni en Þor­valdi hef ég ekki kynnst. Hann var fast­ur fyr­ir en sann­gjarn, vildi hvorki að réttu máli væri hallað né láta því ómót­mælt væri það gert. Mát­um við fé­lag­ar hann mik­ils og kveðjum vin okk­ar með söknuði og samúðarkveðjum til Krist­ín­ar, konu hans, sona og fjöl­skyldu allr­ar.

Blessuð sé minn­ing Þor­valds Búa­son­ar.