10.12.2022

Þjóðaröryggismat í skugga Pútins

Morgunblaðið, laugardagur 10. desember 2022

Þegar þjóðarör­ygg­is­stefn­an fyr­ir Ísland var samþykkt árið 2016 lá fyr­ir áhættumats­skýrsla fyr­ir Ísland frá ár­inu 2009. Mats­skýrsla sem ís­lensk stjórn­völd létu vinna eft­ir að Banda­ríkja­her hvarf héðan árið 2006. Þá töldu Banda­ríkja­menn að líta bæri á Rússa sem sam­starfs­menn en ekki and­stæðinga.

Skýrsl­an frá 2009 var höfð til hliðsjón­ar þegar frá þjóðarör­ygg­is­stefn­unni var gengið með samþykkt þings­álykt­un­ar­til­lögu 13. apríl 2016. Síðar sama ár samþykkti þingið lög um þjóðarör­ygg­is­ráð.

Í maí 2018 samþykkti þjóðarör­ygg­is­ráð að lagt skyldi mat á ástand og horf­ur í þjóðarör­ygg­is­mál­um. Matið skyldi liggja stefnu­mót­un og áætlana­gerð í mála­flokkn­um til grund­vall­ar. Það ætti að „end­ur­spegla þá breiðu sýn á þjóðarör­yggi“ sem lægi að baki þjóðarör­ygg­is­stefn­unni og skýrsl­unni frá 2009.

Stýri­hóp­ur við skýrslu­gerðina kallaði eft­ir áhættumats­skýrsl­um 18 grein­ing­araðila inn­an stjórn­kerf­is­ins og bár­ust þær frá lok­um árs 2018 til árs­byrj­un­ar 2020. Var til­laga að mats­skýrslu á þess­um grunni samþykkt á fundi þjóðarör­ygg­is­ráðs 7. fe­brú­ar 2020.

Í byrj­un mars 2020 var öllu skellt í lás hér og ann­ars staðar vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Þá lagði skýrslu­hóp­ur þjóðarör­ygg­is­ráðs til að út­gáfu mats­ins yrði frestað og ráðist í end­ur­mat vegna far­ald­urs­ins. Gekk það eft­ir og er mats­skýrsl­an dag­sett í fe­brú­ar 2021. Fyrstu blaðsíður henn­ar snú­ast um far­sótt­ir og áhrif COVID-19-far­ald­urs­ins.

SkimagesNú þriðju­dag­inn 6. des­em­ber 2022 lagði for­sæt­is­ráðherra, formaður þjóðarör­ygg­is­ráðs, fyr­ir alþingi nýja mats­skýrslu um þjóðarör­yggi. Þar hef­ur mat á áhrif­um COVID-19 vikið fyr­ir fyr­ir upp­haf­sköfl­um sem heita: Ný staða í ör­ygg­is­mál­um Evr­ópu. – Áfallaþol sam­fé­lags­ins. – Hernaðarleg­ir þætt­ir, fjölþátta­ógn­ir og varn­ar­mann­virki. – Öryggi land­helgi og landa­mæra. – Gæsla hafs­ins um­hverf­is Ísland. – Landa­mæra­gæsla.

Nýj­asta mats­skýrsl­an tek­ur með öðrum orðum mið af áhrif­um inn­rás­ar Rússa í Úkraínu eins og þau voru orðin 28. októ­ber 2022, átta mánuðum eft­ir að Vla­dimir Pút­in hóf styrj­öld­ina. Hún hafði þá breyst í tor­tím­ing­ar­stríð gegn grunn­virkj­un­um sem skapa íbú­um Úkraínu ljós og yl í vetr­arkuld­un­um.

Eng­inn veit hve lengi stríðið var­ir. Nú fyr­ir jól­in kom í ís­lenskri þýðingu út bók­in Kór­eu­stríðið eft­ir Max Hastings. Það hófst að til­efn­is­lausu vegna valdafíkn­ar ein­ræðis­herra Norður-Kór­eu sum­arið 1950. Hart var bar­ist í eitt ár en síðan háð þreyt­i­stríð í tvö ár. Því lauk með vopna­hléi án friðarsamn­inga árið 1953. Er friður þar enn brot­hætt­ur eins og frétt­ir herma.

Áhrifa Kór­eu­stríðsins á þróun alþjóðamála gæt­ir enn á mörg­um sviðum. Hér leiddi stríðið til þess að gerður var varn­ar­samn­ing­ur við Banda­rík­in í maí 1951 að til­mæl­um NATO.

Eng­inn veit á þessu stigi hver verða var­an­leg áhrif inn­rás­ar Pút­ins í Úkraínu eða hvenær stríðinu lýk­ur. Í Norður-Kór­eu bjó stríðsherr­ann þannig um hnúta að alræðis­valdið og stríðsvél­in er enn í hönd­um erf­ingja hans. Pút­in eru meiri skorður sett­ar en Kim-ætt­inni í Norður-Kór­eu hvort sem brott­hvarf hans af valda­stóli leiðir til friðar eða ekki. Arf­leifð Úkraínu­stríðsins verður vafa­laust sú að mun meiri var­kárni gæti í sam­skipt­um ná­granna Rússa við þá en varð eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.

Mat þjóðarör­ygg­is­ráðs er að inn­rás­in í Úkraínu hafi skapað „eitt al­var­leg­asta hættu­ástand í ör­ygg­is­mál­um Evr­ópu frá lok­um síðari heims­styrj­ald­ar“.

Erfitt er þó að benda á al­var­legra hættu­ástand í Evr­ópu frá 1945. Í Kór­eu­stríðinu urðu til óskráðar sam­skipta­regl­ur milli frjálsra ríkja og komm­ún­ista­ríkj­anna sem drógu úr lík­um á beit­ingu kjarna­vopna á víg­vell­in­um. Í Úkraínu­stríðinu hafa vaknað spurn­ing­ar um hvort Pút­in kunni í neyð sinni að grípa til kjarna­vopna. Eng­inn veit svarið. Rúss­neski ein­ræðis­herr­ann er óút­reikn­an­leg­ur en sagðist þó í vik­unni ekki geggjaður þegar hann kæmi að kjarna­vopn­um.

Þjóðarör­ygg­is­matið er að rúss­nesk stjórn­völd séu „reiðubú­in að beita öll­um hernaðarmætti sín­um til að ná póli­tísk­um og hernaðarleg­um mark­miðum“.

Engu skipti hvort um sé að ræða „árás­ir á hernaðarleg eða borg­ara­leg skot­mörk eða of­beldi gegn al­menn­um borg­un­um“. Þá hafi stríðið „valdið veru­leg­um efna­hagsskaða, eins og eyðilegg­ingu grunn­innviða, orku­skorti, rösk­un á aðfanga­keðjum og leitt til mik­ill­ar spennu í alþjóðasam­skipt­um“.

Þá seg­ir að „grimmi­legt land­vinn­inga­stríð Rússa gegn full­valda ríki í trássi við alþjóðalög“ hafi kippt grund­vell­in­um „und­an því ör­yggis­kerfi sem hef­ur verið í gildi í Evr­ópu frá lok­um kalda stríðsins“.

Minnt er á að NATO hafi á ný „beint sjón­um að hafsvæðinu milli Græn­lands, Íslands og Bret­lands, svo­nefnds GIUK-hliðs, eins og á dög­um kalda stríðsins vegna auk­ins flota­styrks Rúss­lands“. Aðstaða hér á landi hafi „lyk­ilþýðingu vegna liðsflutn­inga yfir Atlants­hafið, bæði á friðar­tím­um og á hættu- og ófriðar­tím­um“. Reglu­leg tíma­bund­in viðvera liðsafla Banda­ríkj­anna á Íslandi hafi farið vax­andi á síðustu árum og teng­ist einkum eft­ir­liti þeirra með rúss­nesk­um kaf­bát­um á Norður-Atlants­hafi.

Rétti­lega er sagt að varn­ar­mann­virki í land­inu séu „mik­il­væg ör­ygg­is­hags­mun­um Íslands og banda­lags­ríkja í tengsl­um við rekst­ur rat­sjár­kerf­is og gisti­rík­is­stuðning“. Áréttað er mik­il­vægi þess að tryggja að innviðir og sér­fræðiþekk­ing sé fyr­ir hendi til að taka þátt í starf­semi NATO og upp­fylla alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar sem því fylgja.

Þegar svo kem­ur að því hvort styrkja eigi varn­ir lands­ins í ljósi mats­ins er skilað auðu. Að skapa sér þá sér­stöðu er óskyn­sam­legt.