26.11.2022

Þjóðaröryggi á hættutímum

Morgunblaðið, laugardagur 26. nóvember 2022.

Of­beld­is­verk Rússa í Úkraínu fara ekki fram hjá nein­um. Í hvert sinn sem tekst að hrekja Rússa á brott frá svæðum sem þeir hafa lagt und­ir sig – nú síðast Ker­son – birt­ast frá­sagn­ir um grip­deild­ir, mann­rán, nauðgan­ir, pynt­ing­ar, lík á víðavangi og fjölda­graf­ir barna og al­mennra borg­ara.

Breski blaðamaður­inn Char­les Moore sagði um síðustu helgi:

„Þótt að manni sæki sú hroðal­ega til­finn­ing að Pút­in og fylg­is­menn hans séu sa­dist­ar sem njóti þess virki­lega sem þeir gera, skemmt­ir Pút­in sér ekki við neitt af þessu. Fyr­ir hon­um vak­ir að sýna að vest­ræn siðmenn­ing, sem hann hat­ar, skorti styrk til að stöðva sig.“

Sanna Mar­in, for­sæt­is­ráðherra Finna, sagði hér í vik­unni að ekk­ert annað dygði til að stöðva Rússa en sig­ur Úkraínu­manna. Að hon­um yrðu þjóðir Evr­ópu að stuðla, ann­ars yrðu þær og gildi þeirra fót­um troðin.

Ný­leg at­vik sýna bein áhrif stríðsins hér á okk­ar slóðum: Skemmd­ar­verk á Nord Stream gas­leiðsl­un­um í Eystra­salti; ótti Norðmanna við njósn­ir á olíu- og gas­vinnslu­svæðum sín­um og hand­tök­ur á mönn­um sem grunaðir eru um dróna-njósn­ir þar; hækk­un á viðbúnaðarstigi norska hers­ins og trufl­an­ir á net­sam­bandi milli Skot­lands og Hjalt­lands ann­ars veg­ar og Hjalt­lands og Fær­eyja hins veg­ar vegna tjóns á neðan­sjáv­ar­strengj­um. Allt er þetta til marks um fjölþátta­hernað í ná­grenni Íslands.

Mik­il­vægi sigl­inga og flutn­inga til norskra hafna fyr­ir norðan Ísland eykst með aðild Svía og Finna að NATO. Er rætt um að Nar­vik verði mót­töku­höfn komi til liðs- og birgðaflutn­inga frá Norður-Am­er­íku til Skandi­nav­íu­skag­ans. Til­laga er um að Nor­eg­ur og Ísland falli und­ir sam­eig­in­legu NATO-her­stjórn­ina í Nor­folk í Banda­ríkj­un­um. Hún var lögð niður árið 2009 en end­ur­reist und­ir nýju nafni í júlí 2021. Kefla­vík­ur­stöðin sem Banda­ríkja­menn ráku hér frá 1951 til 2006 heyrði und­ir NATO-her­stjórn­ina í Nor­folk á sín­um tíma.

2826168_low_res_600px„Fjölskyldumynd“ frá NATO-fundinum í Búkarest 2008.

Frá Moskvu er fylgst vel með öllu sem varðar Ísland. Til marks um að í stóru sam­hengi hlut­anna gefi Rúss­ar þó ekki mikið fyr­ir ís­lensk stjórn­völd og ís­lenskt full­veldi má nefna lýs­andi dæmi:

Sturla Sig­ur­jóns­son, nú­ver­andi sendi­herra Íslands í London, var á sín­um tíma ut­an­rík­is­málaráðgjafi Geirs H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra og fór meðal ann­ars með hon­um á leiðtoga­fund NATO-ríkj­anna og Rúss­lands í Búkarest vorið 2008.

Strax eft­ir að banda­ríska varn­ar­liðið hvarf héðan 30. sept­em­ber 2006, raun­ar sama dag, hófu Rúss­ar að senda fyr­ir­vara­laust lang­dræg­ar sprengju­vél­ar upp und­ir strend­ur Íslands – þær höfðu varla sést á þeim slóðum frá því að Sov­ét­rík­in hrundu 1991. Vél­un­um var meira að segja flogið ögr­andi um­hverf­is Ísland. Rúss­ar höfðu at­huga­semd­ir ís­lenskra yf­ir­valda vegna þess­ara flug­ferða að engu.

Geir H. Haar­de fór gagn­rýn­isorðum um flug rúss­nesku hervél­anna á fund­in­um í Búkarest að Vla­dimir Pút­in Rúss­lands­for­seta viðstödd­um.

Skömmu eft­ir fund­inn bað rúss­neski sendi­herr­ann í Reykja­vík um að fá að hitta Sturlu. Hann lýsti óánægju yfir ósmekk­legri at­huga­semd for­sæt­is­ráðherra Íslands á leiðtoga­fund­in­um í viðurvist for­seta Rúss­lands. Ferðir flug­vél­anna sneru að Banda­ríkja­mönn­um en ekki Íslend­ing­um.

Þegar sendi­herr­an­um var bent á að ekk­ert banda­rískt herlið væri leng­ur á Íslandi og sem full­valda þjóð bæru Íslend­ing­ar ábyrgð á eig­in ör­yggi og á ör­yggi borg­ara­legs flugs við land sitt lét hann þá at­huga­semd sem vind um eyru þjóta. Hann end­ur­tók aðeins að Íslend­ing­ar ættu ekk­ert að skipta sér af þess­um flug­ferðum.

Sturla seg­ir að sam­skipt­in við sendi­herr­ann vegna þessa máls sýni að Rúss­ar gefi ekk­ert fyr­ir áhyggj­ur Íslend­inga af eig­in ör­yggi.

Vorið 2008 sat Pút­in í annað skipti leiðtoga­fund NATO sem for­seti sam­starfs­rík­is­ins Rúss­lands. Nú er Pút­in for­seti árás­ar­rík­is og í allt öðrum stell­ing­um gagn­vart NATO. Hann og stjórn hans gef­ur ör­ugg­lega enn minna fyr­ir full­veldi Íslands og ör­yggi nú á þess­um ófriðar­tím­um en árið 2008.

Öll rök mæla með því að ís­lensk stjórn­völd stigi enn fast­ar til jarðar en birt­ist í þings­álykt­un­ar­til­lögu um þjóðarör­ygg­is­stefnu fyr­ir Ísland sem for­sæt­is­ráðherra lagði fram á þingi 22. nóv­em­ber. Tryggja verður hernaðarlega ör­yggi lands og þjóðar við hættu­leg­ustu aðstæður sem skap­ast hafa í heims­mál­um frá lok­um annarr­ar heims­styrj­ald­ar­inn­ar.

Fyr­ir fjór­tán árum höfðu ráðamenn Banda­ríkj­anna og annarra NATO-ríkja ís­lensk­ar ábend­ing­ar um að óvar­legt væri að loka Kefla­vík­ur­stöðinni að engu. Rúss­ar væru sam­starfsþjóð og hefðu eng­an flota­styrk. Ákvarðan­irn­ar um lok­un réðust af skamm­sýni og röngu mati á Rúss­um.

Nú segja banda­rísk­ir ör­ygg­is­fræðing­ar í ný­legri grein í tíma­rit­inu For­eign Affairs:

„Jafn­vel þótt mátt­ur og sess Rússa verði fyr­ir hnekki vegna stríðs þeirra í Úkraínu láta þeir áfram stjórn­ast af bit­ur­leika sín­um, leit að póli­tísk­um ítök­um utan eig­in landa­mæra og þránni eft­ir áhrifa­stöðu. Banda­rísk stjórn­völd hafa ekki efni til að af­skrifa Rússa til að skapa sér hug­ar­ró eða ímynda sér að Evr­ópu­menn ráði ein­ir við þenn­an vanda. Ógnin kann að þró­ast en hún verður áfram fyr­ir hendi.“

Í orðunum felst sögu­leg breyt­ing á viðhorf­inu sem ríkti fyr­ir 30 árum þegar stjarna Sov­ét­ríkj­anna hvarf. Þá var talað um ein­póla heim und­ir óskoraðri for­ystu Banda­ríkja­manna. Nú sést að aðeins var um 30 ára hlé að ræða. Eng­inn veit enn hvernig eða hvenær stríðinu í Úkraínu lýk­ur. Hitt er vitað að heims­mynd­in hef­ur breyst og við blas­ir var­an­leg þörf fyr­ir varn­ir í ná­grenni Rúss­lands. Af þeim ræðst þjóðarör­yggi Íslend­inga.