30.4.2022

Þinguppnám vegna bankasölu

Morgunblaðið, 30. apríl 2022.

 

Alþingi kom sam­an með hvelli að loknu páska­leyfi mánu­dag­inn 25. apríl. Þing­menn vörðu fyrstu 40 mín­út­un­um í þingsaln­um þenn­an mánu­dag til að skamma for­seta alþing­is fyr­ir að kalla þá ekki sam­an fyrr til að ræða sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Ræddu þeir málið síðan áfram í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um og til klukk­an 02.30 aðfaranótt þriðju­dags eft­ir munn­lega skýrslu fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

For­sæt­is­ráðherra tók þátt í sér­stakri þingum­ræðu um málið þriðju­dag­inn 26. apríl. Dag­inn eft­ir sátu for­ráðamenn banka­sýsl­unn­ar fyr­ir svör­um á opn­um fundi fjár­laga­nefnd­ar og fjár­málaráðherra föstu­dag­inn 29. apríl.

Fyr­ir sölu­dag bréf­anna í Íslands­banka, 22. mars, var ferlið sér­stak­lega kynnt tveim­ur þing­nefnd­um, efna­hags- og viðskipta­nefnd og fjár­laga­nefnd. Ákvæði í lög­um um að binda kynn­ing­una við tvær þing­nefnd­ir eru reist á því að óþarft sé að kalla alþingi sér­stak­lega sam­an sé það ekki að störf­um þegar ákveðið er selja hlut rík­is­ins í banka.

Mark­mið lag­anna um banka­sýsl­una frá 2009 og um sölu á eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­stofn­un­um frá 2012 var að skilja á milli póli­tískr­ar stefnu­mót­un­ar ann­ars veg­ar og fram­kvæmd­ar og eft­ir­lits hins veg­ar. Stefnu­mót­un­in og eft­ir­litið er í hönd­um fjár­málaráðherra. Fram­kvæmd­in hjá banka­sýsl­unni. Hvor aðili um sig er sjálf­stæður og ber sína ábyrgð.

887822Mynd: mbl.is

Skoðun fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins er að um­gjörð sölu­ferl­is­ins nú hafi verið hönnuð til þess að koma í veg fyr­ir að ráðherra gæti hyglað ein­stök­um bjóðend­um á kostnað annarra og að ómál­efna­leg sjón­ar­mið gætu ráðið för. Það mark­mið hafi náðist.

Fjár­málaráðherra knúði banka­sýsl­una til að birta nöfn kaup­enda. Seina­gang­ur henn­ar vakti tor­tryggni. Ráðherr­ar reidd­ust og ákváðu um pásk­ana að lög­un­um um banka­sýsl­una og sölu eigna rík­is­ins í fjár­mála­stofn­un­um yrði breytt. Tryggja yrði opn­ara ferli og gagn­sæi. Mátti skilja ýmsa stjórn­ar­and­stæðinga á þann veg að ráðherr­ar hefðu móðgað þá með því að vinna að mál­inu yfir páska og kynna af­stöðu sína. Var ákæra fyr­ir lands­dóm jafn­vel nefnd.

List­inn yfir kaup­end­ur setti allt á ann­an end­ann, opnaði göm­ul hruns­ár og kynti und­ir hörðum og per­sónu­leg­um árás­um á fjár­mála- og efna­hags­ráðherra sem átti enga aðild að vali á kaup­end­um.

Fjár­mála­eft­ir­lit seðlabank­ans rann­sak­ar nú að eig­in frum­kvæði starfs­hætti þeirra fimm inn­lendu söluaðila sem banka­sýsl­an valdi til að vinna að útboðinu. Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fór þess form­lega á leit við rík­is­end­ur­skoðun 7. apríl að hún kannaði og legði mat á hvort sal­an 22. mars hefði sam­rýmst lög­um og góðum stjórn­sýslu­hátt­um.

Meira að segja sú aðferð að nýta eft­ir­lits­stofn­an­ir, ann­ars veg­ar í um­sjón seðlabank­ans og hins veg­ar alþing­is, er illa séð af stjórn­ar­and­stöðunni. Undr­un vek­ur að stjórn­ar­andstaðan ákveði að veikja traust al­menn­ings á rík­is­end­ur­skoðun. Þing­menn henn­ar leggj­ast gegn því að beðið verði niður­stöðu stofn­un­ar­inn­ar áður en ákvörðun er tek­in um hvort frek­ari rann­sókna sé þörf.

Árið 1986 var rík­is­end­ur­skoðun flutt und­ir vald alþing­is. Minnt var á að stjórn­ar­skrá­in færði alþingi vald til að ákveða fjár­veit­ing­ar. Á veg­um lög­gjaf­ans ætti að skoða hvernig fram­kvæmd­ar­valdið stæði að meðferð þessa fjár.

Tekj­ur af sölu bréfa rík­is­ins í Íslands­banka nema rúm­um 100 millj­örðum og enn á ríkið um 42,5% í bank­an­um. Rík­is­sjóður hef­ur haft mik­inn hag af því að útboðið nú raskaði ekki stöðunni á markaði með hluta­bréf Íslands­banka. Bréf í bank­an­um hafa hækkað um­fram 100 millj­arða hækk­un­ina sem varð á þeim í fyrra. Furðulegt er að heyra þing­menn tala á þann veg að ekki sé rétt að rík­is­end­ur­skoðun leggi mat á þetta allt sér­stak­lega.

Í starfs­áætl­un alþing­is er mælt fyr­ir um hlé á þing­fund­um næstu tvær vik­ur, fram yfir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Þetta er gert af til­lits­semi við þá sem kynna kjós­end­um í sveit­ar­fé­lög­un­um sjón­ar­mið sín. Spurn­ing­in er hvort öllu hafi verið snúið á hvolf vegna banka­söl­unn­ar til að draga at­hygli frá málstað upp­hlaups­flokk­anna í sveit­ar­stjórn­um, þó einkum Reykja­vík.

Inn­an lít­illa þing­flokka stjórn­ar­and­stöðunn­ar er mik­il sam­keppni um að kom­ast í sviðsljósið. Fyr­ir rétt­um mánuði flutti pírat­inn Andrés Ingi Jóns­son sex ræður sama dag­inn um fund­ar­stjórn for­seta. Í mars var alls talað í um sjö klukku­stund­ir um fund­ar­stjórn for­seta í þingsaln­um. Lík­ur á að fá at­hygli á sam­fé­lags- eða fjöl­miðlum ræðst því miður oft­ar af fúkyrðum eða frekju í ræðustóln­um en því sem snýr að efni þing­mála.

Þá er staðreynd að á fyrsta þingi eft­ir kosn­ing­ar eru oft meiri upp­hlaup ein­stakra þing­manna en þegar skap­ast hef­ur jafn­vægi í hópi þeirra. Andrés Ingi er til dæm­is að skapa sér sess í nýj­um þing­flokki. Kristrún Frosta­dótt­ir nýtti sér banka­söl­una í von um for­ystusess í Sam­fylk­ing­unni. Sama má segja um Sig­mar Guðmunds­son í þing­flokki Viðreisn­ar.

Sé litið á end­ur­nýj­un þing­manna hér er hún mik­il og hröð miðað við það sem al­mennt er í öðrum þing­um. Í kosn­ing­um 2007 voru 38% þing­manna nýir en 42,9% í hvor­um kosn­ing­um fyr­ir sig, 2009 og 2013. Í kosn­ing­un­um 2016 var end­ur­nýj­un á þingi 50,8%. Þá var mynduð stjórn sem sat aðeins í nokkra mánuði, þar til einn stjórn­ar­flokk­anna, Björt framtíð, bugaðist. Árið 2017 var end­ur­nýj­un þing­manna 30,2% og nú í sept­em­ber 2021 42,9%.

Stofn­anam­inni set­ur lít­inn svip á umræður upp­hlaups­mála á þingi. Ræðumenn láta vaða á súðum um auka­atriði og ein­stak­linga. Fund­ar­stjórn og viðvera ráðherra eiga huga þeirra.