17.6.2023

Það er kominn 17. júní!

Morgunblaðið, laugardagur, 17. júní 2023

Í dag er þess minnst að 79 ár eru liðin frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi í sam­ræmi við sam­bands­lög­in frá 1918. Sum­arið 1944 var tekið að rofa til í hild­ar­leik annarr­ar heims­styrj­ald­ar­inn­ar, þótt enn ríkti óvissa um lykt­ir henn­ar.

Heim­ur­inn var að jafna sig af fyrstu heims­styrj­öld­inni þegar sam­bands­laga­sátt­mál­inn var gerður árið 1918. Í hon­um var lýst yfir ævar­andi hlut­leysi sem varð að engu með aðild ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar að samn­ingi Breta og Banda­ríkja­manna sum­arið 1941 þegar banda­ríski her­inn tók að sér að verja landið og breska her­námsliðið hvarf á brott.

Fyrsta ár lýðveld­is­ins töldu stjórn­völd að nýju hlut­leysi skyn­sam­leg­an kost og vildu ekki að Ísland gerðist stofn­ríki Sam­einuðu þjóðanna þar sem þá yrði lýst yfir stríði á hend­ur Þjóðverj­um og Japön­um. Þessi afstaða breytt­ist strax árið 1946.

Eft­ir að Ísland gerðist stofnaðili NATO (1949) og gerði tví­hliða varn­ar­samn­ing við Banda­rík­in (1951) hvarf hlut­leysið end­an­lega úr sög­unni. Þjóðin varð virk­ur þátt­tak­andi í varn­ar­sam­starfi vest­rænna lýðræðisþjóða. Nú kem­ur vel í ljós gildi þess að eiga öfl­uga banda­menn þegar stríð geis­ar í Evr­ópu.

IMG_7390Þjóðhátíðarfáninn blaktir að Kvoslæk 17. júní 2023.

Þrátt fyr­ir að ís­lensk stjórn­völd tækju skýra af­stöðu með vest­ræn­um lýðræðis­ríkj­um og væru í þeirra hópi í kalda stríðinu telja ólík­leg­ustu menn enn að Ísland sé hlut­laust. Þetta staf­ar annaðhvort af ósk­hyggju eða þekk­ing­ar­leysi. Síðari ástæðan er al­var­legri. Hún sýn­ir áhuga­leysi á stöðu þjóðar­inn­ar á mesta hættu­tíma í Evr­ópu frá lok­um ann­ars heims­stríðsins.

Hætt­an er þess eðlis að Sví­ar sem hafa fylgt hlut­leys­is­stefnu í 200 ár ákváðu að segja skilið við hana og ganga í NATO. Finn­ar sem eiga 1.340 km löng sam­eig­in­leg landa­mæri með Rúss­um og höfðu vináttu­samn­ing við þá í kalda stríðinu sneru einnig við blaðinu og gengu í NATO.

Í tæp 80 ár höf­um við Íslend­ing­ar deilt um hvernig sjálf­stæðið sé best tryggt. Nú telja til dæm­is ýms­ir að tíma­bær ákvörðun ut­an­rík­is­ráðherra um að tak­marka um­svif rúss­neska sendi­ráðsins í Reykja­vík sé of mik­il ögr­un við Rússa. Því er rang­lega haldið fram að ráðherr­ann hafi hvorki kynnt rík­is­stjórn málið né ut­an­rík­is­mála­nefnd alþing­is.

Rúss­nesk stjórn­völd sýna Íslend­ing­um jafn­an þá hlið sem fell­ur best að hags­mun­um þeirra hverju sinni. Á fyrstu árum lýðveld­is­ins keyptu Rúss­ar af okk­ur fisk. Póli­tískt eðli viðskipt­anna birt­ist þegar þeim var hætt við upp­haf banda­rísku Mars­hall-aðstoðar­inn­ar við okk­ur.

Í upp­hafi sjötta ára­tug­ar­ins var ekk­ert ís­lenskt sendi­ráð í Moskvu. Það var opnað að nýju haustið 1953. Í mars 1953 andaðist harðstjór­inn Stalín og þá um vorið tóku Sov­ét­menn að gera viðskipta­samn­inga við ýmis Evr­ópu­ríki og var Ísland síðast í röðinni. Af Íslands hálfu var samn­ing­ur­inn ekki rök­studd­ur sem svar við lönd­un­ar­banni Breta vegna land­helg­is­deilu. Rök­in voru þau að dreifa yrði sölu ís­lensks fisks sem mest til að lok­un eins markaðar gengi ekki of nærri efna­hag þjóðar­inn­ar.

Í kalda stríðinu notuðu Rúss­ar tví­hliða viðskipt­in purk­un­ar­laust til að rétt­læta mik­inn fjölda sendi­ráðsmanna sinna og kaup fast­eigna. Féllu skrif Morg­un­blaðsins til dæm­is ekki að skoðun sov­éska sendi­herr­ans eða versl­un­ar­full­trú­ans var kvartað vegna þeirra við gerð viðskipta­samn­inga. Íslensku samn­inga­menn­irn­ir vildu að farið yrði mild­um orðum um Sov­ét­stjórn­ina, ann­ars næðust ekki samn­ing­ar við hana. Móðir Ser­geijs Lavr­ovs, nú­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Rússa, var áhrifa­mik­il í rúss­nesku samn­inga­nefnd­un­um.

Í upp­hafi ní­unda ára­tug­ar­ins var hart tek­ist á um kjarna­vopn í Evr­ópu. Þá hönnuðu sov­ésk­ir áróðurs­menn þá kenn­ingu að „eðli“ banda­ríska varn­ar­liðsins hér hefði breyst. Belski of­ursti, frétta­skýr­andi Rauðu stjörn­unn­ar, mál­gagns sov­éska hers­ins, notaði þessa til­búnu eðlis­breyt­ingu til að hóta Íslend­ing­um oft­ar en einu sinni með kjarn­orku­sprengj­um. Vakti Morg­un­blaðið at­hygli á því, t.d. í leiðara 13. júní 1981, „hve mik­ill sam­hljóm­ur [væri] í mál­flutn­ingi … Alþýðubanda­lags­ins og Belski of­ursta í Moskvu“. Nú eru líka dæmi um ein­kenni­leg­an sam­hljóm hér með hræðslu­áróðri Moskvu­valds­ins.

Um þess­ar mund­ir eru alls 20 starfs­menn í rúss­neska sendi­ráðinu í Reykja­vík. Gert er ráð fyr­ir að þeir verði átta 1. ág­úst 2023, það er fækki um 12. Af þess­um 20 eru 9 stjórn­ar­er­ind­rek­ar (diplómat­ar) sem er óvenju­lega há tala á alla mæli­kv­arða í sendi­ráði sem er í raun ein­angrað og sinn­ir eng­um tví­hliða sam­skipt­um.

Rúss­neski sendi­herr­ann kveður sér stund­um hljóðs hér á síðum blaðsins til að út­breiða lyg­ar um stríðið í Úkraínu og á vefsíðu sendi­ráðsins hef­ur verið vegið að per­sónu Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur á ákaf­lega ódiplóma­tísk­an hátt.

Sjálf­stæði ger­ir þjóðum og ein­stak­ling­um kleift að leggja sitt af mörk­um af styrk­leika og sjálfs­ör­yggi í stað ör­ygg­is­leys­is eða und­ir­gefni. Ríki sem leggj­ast gegn alþjóðakerfi sem reist er á virðingu fyr­ir lög­um og rétti vilja fá svig­rúm til að sýna mátt sinn og meg­in að eig­in geðþótta. Alþjóðalög eru helsta skjól smáþjóða og ákvörðun ut­an­rík­is­ráðherra vegna stjórn­mála­sam­bands­ins við Rússa er í sam­ræmi við þau.

Að fara að lög­um er ekki ógn við neinn. Við get­um látið ytri áhrif stjórna okk­ur eða eflt eigið sjálfs­traust. Við ráðum hvort við eig­um allt und­ir öðrum eða stönd­um á eig­in fót­um.

Styrk­ur Íslend­inga sem þjóðar felst að lok­um í menn­ing­unni. Landið, sag­an og tung­an eru upp­spretta sjálf­stæðis­vilj­ans – hér og í Úkraínu.

Gleðileg­an 17. júní!