25.6.2020

Svefn – vellíðan, heilsa og árangur

Umsögn um bók - Morgunblaðið, 25. júní 2020

Þess vegna sofum við - um mikilvægi svefns og drauma.

Eft­ir Matt­hew Wal­ker. Þýðandi Her­dís M. Hübner. Bóka­fé­lagið, 2020. Kilja, 375 bls.

Matt­hew Wal­ker (47 ára), pró­fess­or í tauga­vís­ind­um og sál­fræði við Kali­forn­íu­há­skóla í Berkeley, for­stjóri Svefn­rann­sókn­ar­stöðvar­inn­ar og fyrr­ver­andi pró­fess­or í geðsjúk­dóma­fræði við Har­vard-há­skóla, sendi þessa bók frá sér haustið 2017. Hún kem­ur nú út ís­lenskri þýðingu Her­dís­ar M. Hübner, grunn­skóla­kenn­ara á Ísaf­irði. Her­dís bæt­ir með bók­inni enn við þýðing­ar sín­ar sem hafa al­mennt fengið góða dóma. Að ís­lenska þessa bók á jafn lipr­an og aðgengi­leg­an hátt og hér er gert er ekki heigl­um hent. Af er­lend­um um­sögn­um um bók­ina má ráða að Wal­ker sé fyrst­ur svefn­fræðinga til að fjalla um þetta efni á þenn­an hátt. Texti hans er í senn fræðileg­ur og ætlaður al­menn­um les­anda. Sé þetta brautryðjanda­verk á ensku á sama við um ís­lensku. Text­inn renn­ur lip­ur­lega, er skýr og aðgengi­leg­ur.
GAI15IU00Höf­und­ur kynn­ir bók sína á þann veg að hana megi lesa beint frá upp­hafi til enda eða grípa niður í ein­staka kafla eft­ir áhuga les­and­ans á að því sem um er fjallað.

Bók­in skipt­ist í fjóra hluta: 1. Það sem kallað er svefn; 2. Hvers vegna þarftu að sofa?; 3. Um drauma og 4. Frá svefn­töfl­um til sam­fé­lags­breyt­inga. Hver hluti skipt­ist í kafla og eru þeir alls 16 í bók­inni.

Skömmu áður en ég hóf lest­ur bók­ar­inn­ar heyrði ég af til­vilj­un leik­ar­ann og fyrrv. rík­is­stjóra Kali­forn­íu, Arnold Schw­arzenegger, ræða um gildi þess að setja sér mark­mið og vinna þrot­laust að því. Boðskap­ur hans er að menn þurfi ekki að sofa nema sex klukku­stund­ir og þá hafi þeir 18 stund­ir í sól­ar­hring til að vinna að mark­miði sínu. Hann tek­ur fram að vissu­lega sé sagt að átta tíma svefn sé best­ur, ekki þurfi að fara eft­ir því ef menn venji sig á að sofa fast­ar!

Matt­hew Wal­ker er alls ekki þess­ar­ar skoðunar. Hvað eft­ir annað minn­ir hann les­and­ann á að sjö til níu tíma svefn sé það sem við þurf­um til að halda heilsu. Hann vill að regla sé á svefn­in­um, farið í rúmið á sama tíma hvert kvöld og sama gildi um fóta­ferðar­tíma. Það sé mis­skiln­ing­ur að unnt sé að vinna upp lít­inn svefn með því að „sofa út“ um helg­ar. Menn lifi hvern dag í senn á þeim svefni sem þeir ná nótt­ina á und­an. Líðan þeirra ráðist af því. Það sé hvorki hægt að bæta upp svefntap né safna í eins kon­ar svefnsarp.

Hann lýs­ir niður­stöðu rann­sókn­ar með þess­um orðum:

„Frá sam­fé­lags­legu sjón­ar­miði var frammistaða sex klukku­stunda hóps­ins mesta áhyggju­efnið – en það er ekki óal­geng­ur svefn­tími. Tíu sól­ar­hring­ar með sex klukku­tíma svefni á nóttu nægðu til þess að frammistaðan var jafn slæm og hjá þeim sem höfðu ekk­ert sofið í heil­an sól­ar­hring. Frammistöðu hóp­anna sem fengu að sofa í fjóra eða sex klukku­tíma hrakaði sí­fellt meira eins og hjá hópn­um sem var haldið vak­andi í þrjá sól­ar­hringa sam­fleytt og eng­in merki sáust um að há­marks­hnign­un hefði verið náð. Allt benti til þess að ef til­raun­in hefði staðið leng­ur myndi frammistöðunni halda áfram að hraka næstu vik­ur eða mánuði.“ (S.153.)

Hér skulu ekki tí­undaðir all­ir sjúk­dóm­arn­ir sem nefnd­ir eru til sög­unn­ar til marks um hve mik­il heilsu­vernd felst í sjö til níu tíma svefni. Wal­ker flyt­ur svo sann­fær­andi rök fyr­ir máli sínu að hver sem les bók hans hlýt­ur að líta í eig­in barm og íhuga hvort hann þurfi að breyta svefn­venj­um sín­um sér til góðs. Al­menn­ar vin­sæld­ir bók­ar­inn­ar, hún hef­ur ratað á met­sölu­lista víða um lönd og einnig hér, má ör­ugg­lega rekja til þess hve vel hún höfðar til les­and­ans. Hann get­ur farið hratt yfir sögu, kjósi hann það, þegar lýst er ein­stök­um rann­sókn­araðferðum og sökkt sér síðan í niður­stöðurn­ar, sem Wal­ker skýr­ir á þann veg að hitt­ir í mark.

Wal­ker var­ar við því að skól­ar hefji kennslu of snemma á morgn­ana og nefn­ir dæmi frá Banda­ríkj­un­um sem sýna að hefj­ist skóli klukk­an 08.15 þurfi mörg börn að vakna klukk­an 5.30, 5.15 eða „jafn­vel enn fyrr og gera það árum sam­an, alla virka daga vik­unn­ar. Það er brjálæði,“ seg­ir hann. Þessu sé þó erfitt að breyta vegna rekstr­ar­sjón­ar­miða hjá þeim sem halda úti skóla­bíl­um og þeirr­ar venju að koma börn­um út úr húsi í dagrenn­ingu svo for­eldr­ar kom­ist til vinnu. Þetta séu vissu­lega praktísk úr­lausn­ar­efni en ekki nægi­leg „af­sök­un fyr­ir því að úr­eltu og skaðlegu fyr­ir­komu­lagi sé viðhaldið þegar all­ar upp­lýs­ing­ar mæla gegn því“.

Und­ir bókarlok spyr hann: „Hvað er þá til bragðs að taka ef við viður­kenn­um að svefnskort­ur sé hæg­virk aðferð til að ráða sig af dög­um?“ Hann seg­ir: „Hægt er að fá fólk til að sofa leng­ur bæði með virk­um aðferðum, sem kosta svo­litla fyr­ir­höfn, og aðferðum sem viðkom­andi þarf ekki að hafa neitt fyr­ir og eru því æski­leg­ast­ar.“ (S. 353.)

Matt­hew Wal­ker er ein­dreg­inn and­stæðing­ur svefn­lyfja. Verða vafa­laust marg­ir undr­andi þegar þeir lesa hve hann tel­ur þau skaðvæn­leg. Þau varnaðarorð eiga er­indi til ís­lenskra les­enda því að svefn­lyfja­notk­un hér er sú hæsta á Norður­lönd­un­um og áhyggju­efni að mati land­lækn­is.

Þess má geta að á dag­skrá Hörpu kem­ur fram að 19. októ­ber verði Matt­hew Wal­ker aðal­fyr­ir­les­ari á þriggja tíma ráðstefnu í Eld­borg sem hald­in er að frum­kvæði dr. Erlu Björns­dótt­ur, stofn­anda og fram­kvæmda­stjóra Betri svefns. Erla er klín­ísk­ur sál­fræðing­ur, doktor í líf- og lækna­vís­ind­um, sér­fræðing­ur í svefn­rann­sókn­um og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Svefn (2017).

Bók­in Þess vegna sof­um við – um mik­il­vægi svefns og drauma kem­ur út á ís­lensku á tíma þegar COVID-19-far­ald­ur­inn hef­ur vakið okk­ur til um­hugs­un­ar um úrræði til að gæta heilsu okk­ar með jafn ein­föld­um ráðum og að þvo okk­ur um hend­ur. Með því ein­falda ráði að sofa sjö til níu tíma á nóttu get­um við varið okk­ur gegn fjöl­mörg­um öðrum sjúk­dóm­um fyr­ir utan að njóta hvers dags bet­ur en séum við svefn­v­ana.