28.6.2019

Stuðningur við meginstoðir utanríkismála

Morgunblaðið 28. júní 2019

Drjúg­ur meiri­hluti lands­manna tel­ur hag­sæld Íslands byggj­ast að miklu leyti á alþjóðlegri sam­vinnu (73,6%) og alþjóðleg­um viðskipt­um (78,3%). Nor­rænt sam­starf á sér­stak­an stað í hug­um lands­manna en 92% eru já­kvæð gagn­vart virkri þátt­töku Íslands í Norður­landa­sam­starfi. Þátt­taka Íslands í störf­um Sam­einuðu þjóðanna (77,9%) og mann­rétt­indaráðsins (80,8%) nýt­ur einnig fylg­is meðal lands­manna sem telja jafn­framt að seta Íslands í mann­rétt­indaráðinu geti haft já­kvæð áhrif á þróun mann­rétt­inda á heimsvísu (70,3%).

Þetta kem­ur fram í könn­un sem fyr­ir­tækið Maskína gerði fyr­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið und­ir lok maí og birt var 21. júní. Könn­un­in er liður í mark­miði ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar að bæta upp­lýs­inga­miðlun til al­menn­ings um störf og stefnu ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar.

EES-sam­starfið

Evr­ópu­mál­in voru skoðuð sér­stak­lega og er stuðning­ur­inn við EES-samn­ing­inn mik­ill að mati ráðuneyt­is­ins. Rúm 55% lands­manna eru já­kvæð gagn­vart aðild Íslands að EES-samn­ingn­um en ein­göngu 11,8% eru nei­kvæð gagn­vart henni.

Aðild­in að EES hef­ur verið rædd mikið und­an­far­in miss­eri vegna ágrein­ings um þriðja orkupakk­ann, það er inn­leiðingu á nýj­um ákvæðum um orku­markaðinn sem hér varð til með raf­orku­lög­un­um frá 2003. Þessi inn­leiðing núna krefst einn­ar laga­breyt­ing­ar sem eyk­ur sjálf­stæði Orku­stofn­un­ar til neyt­enda­vernd­ar á ís­lenska orku­markaðnum.

2018-05-23-EEA-Council-Barnier-1Utanríkisráðherrar EES/EFTA-ríkjanna með Michel Barnier, brexit-samningamanni ESB,

Norska stórþingið samþykkti inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans með góðum meiri­hluta 22. mars 2018 eft­ir nokkr­ar deil­ur og umræður.

Ný skoðana­könn­un í Nor­egi sýn­ir nú meiri stuðning við aðild að EES en nokkru sinni fyrr eða rúm 60%. Sam­tök­in Nei til EU vilja Nor­eg úr EES. Þau börðust hart gegn því að stórþingið samþykkti þriðja orkupakk­ann. Kat­her­ine Kleve­land, formaður sam­tak­anna, sá eina von eft­ir at­kvæðagreiðsluna þar.

Hún skrifaði bar­áttu­kveðju á vefsíðu sam­tak­anna 24. mars 2018 og sagði:

„Kanskje er det likevel vår gode nabo Is­land som ber­ger oss. Alle ved­tak inn­en­for EØS-avta­len krever at de inn­føres i både Nor­ge, Is­land og Liechten­stein.“ Til þess að sam­eig­in­leg EES-ákvörðun sé gild verður að inn­leiða hana í Nor­egi, á Íslandi og í Liechten­stein. Kleve­land sagði að góðir ná­grann­ar á Íslandi kynnu að bjarga Norðmönn­um í þessu máli.

Síðan varaði hún norsk yf­ir­völd við, hvorki Norðmenn né Íslend­ing­ar þyldu þrýst­ing þeirra á „ís­lensku bræðraþjóðina eða alþingi“.

Í bréfi sem vefsíðan Kjarn­inn birti 30. maí 2019 segj­ast Morten Harper, rann­sókn­ar- og fræðslu­stjóri Nei til EU, og Kat­hrine Kleve­land „upp­full af áhuga“ fylgj­ast „vel með beina streym­inu“ af umræðum á alþingi um þriðja orkupakk­ann og „það væri frá­bært ef það tæk­ist að fá ákvörðun í mál­inu frestað“. Þau segja einnig: „Afstaða og fram­ganga ut­an­rík­is­ráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar, er mjög vafa­söm.“ Og spyrja: „Get­ur verið að mál­flutn­ing­ur ut­an­rík­is­ráðherra Íslands end­ur­spegli þrýst­ing­inn frá norsku rík­is­stjórn­inni?“

Kenn­ing sam­tak­anna er að vegna þrýst­ings gæti ís­lensk stjórn­völd í raun hags­muna norskra stjórn­valda en ekki Íslend­inga. Þetta eru for­dæma­laus af­skipti er­lendra sam­taka af ís­lensk­um stjórn­mál­um. Sam­tök­in Nei til EU berj­ast eins og áður sagði gegn aðild Nor­egs að EES-sam­starf­inu og vilja hverfa aft­ur til tví­hliða viðskipta­samn­inga.

Veru­leg­ur stuðning­ur Íslend­inga við EES-sam­starfið eft­ir umræðurn­ar um þriðja orkupakk­ann sýn­ir að EES-samn­ing­ur­inn stend­ur hér á traust­um grunni. Sé aðild að EES hafnað yrði annaðhvort horfið aft­ur til fortíðar og tví­hliða viðskipta­samn­inga eða að nýju stefnt að ESB-aðild.

NATO-aðild – varn­ar­sam­starfið

Í könn­un Maskínu fyr­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið eru 49% lands­manna já­kvæð gagn­vart aðild­inni að Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO) en 18,8% nei­kvæð og 37,1% er já­kvætt gagn­vart varn­ar­sam­starf­inu við Banda­rík­in en 27,9% nei­kvæð.

Umræðurn­ar um ör­ygg­is- og varn­ar­mál eru nú svip­ur hjá sjón miðað við það sem var í fjóra ára­tugi á síðustu öld, frá 1949 til 1989. Þá var deil­an um þessi mál þunga­miðja á stjórn­mála­vett­vangi í stað sátt­ar­inn­ar sem nú hef­ur náðst um þau í þjóðarör­ygg­is­stefn­unni.

Um heim all­an ber varn­ar- og ör­ygg­is­mál hátt þegar rætt er um ráðstöf­un á skatt­fé al­menn­ings og hve stór hluti þess á að renna til her­mála. Fyr­ir öll­um ákvörðunum í því efni eru færð rök sem taka mið af þróun alþjóðamála, spennu­stigi og þjóðar­hags­mun­um viðkom­andi rík­is. Hér eru aldrei slík­ar umræður á alþingi, ís­lensk­ir skatt­greiðend­ur bera eng­ar byrðar vegna hernaðarút­gjalda.

Nokkr­ar umræður hafa orðið und­an­farið vegna frétta um ráðstöf­un á fjár­mun­um banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins inn­an ramma áætl­un­ar sem sam­in var eft­ir hernaðarbrölt Rússa gegn Úkraínu­mönn­um árið 2014.

Fyr­ir rétt­um þrem­ur árum, 29. júní 2016, skrifuðu Lilja D. Al­freðsdótt­ir, þáv. ut­an­rík­is­ráðherra, og Robert O. Work, þáv. vara­varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, und­ir sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu um varn­ar- og ör­ygg­is­mál, sem tók mið af þess­ari áætl­un og fram­kvæmd­um hér í sam­ræmi við hana.

Eft­ir þessu póli­tíska umboði hef­ur verið starfað síðan og það var enn áréttað þegar Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra hitti starfs­bróður sinn Mike Pom­peo í Washingt­on 7. janú­ar í ár og þegar Pom­peo kom hingað til lands 15. fe­brú­ar 2019.

Í mars 2019 birti banda­ríska varn­ar­málaráðuneytið skýrslu um hvernig fé yrði ráðstafað inn­an ramma áætl­un­ar­inn­ar á fjár­laga­ár­inu 2020.

Þá ráðger­ir banda­ríski flug­her­inn eft­ir­far­andi fram­kvæmd­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli: Beddown Site ($7.0 milli­on), Hot Cargo Pad ($18.0 milli­on) og Exp­and­ed Park­ing Apron ($32.0 milli­on).

Í frétt á vef rík­is­út­varps­ins, ruv.is, var þetta ís­lenskað á þenn­an hátt: „Sjö millj­ón­ir doll­ara fara til upp­bygg­ing­ar fær­an­legr­ar aðstöðu fyr­ir herlið, 32 millj­ón­ir doll­ara fara í stækk­un flug­hlaðs fyr­ir her­inn og átján millj­ón­ir doll­ara fara til upp­bygg­ing­ar á svæði til meðhöndl­un­ar hættu­legs farms, svo sem vopna­búnaðar (Dan­gerous Cargo PAD).“

Þarna er beddown site ís­lenskað sem „fær­an­leg aðstaða fyr­ir herlið“. Rétt lýs­ing er að þetta er aðstaða sem fær­an­legt herlið get­ur notað sé þess tal­in þörf, svipuð aðstaða og er nú fyr­ir hendi á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli. Í frétt­inni verður hot cargo paddan­gerous cargo pad. Inn­an hers­ins nota menn orðin hot cargo fyr­ir skot­færi, sprengj­ur og önn­ur hættu­leg efni. Vegna hættu sem kann að skap­ast við meðferð þessa farms er mælt fyr­ir um sér­stakt svæði fyr­ir vél­ar með hann. Slíkt svæði er þegar fyr­ir hendi á Kefla­vík­ur­flug­velli. Annaðhvort á að end­ur­bæta svæðið eða stækka eins og flug­hlöðin.

Eng­in áform eru með öðrum orðum um að breyta eðli aðstöðu fyr­ir Banda­ríkja­her á Kefla­vík­ur­flug­velli held­ur upp­færa hana og stækka til að hreyf­an­leg­ur flug­herafli geti haft af­not af henni inn­an ör­ygg­is­svæðis vall­ar­ins. Ekk­ert í þess­um fjár­veit­ing­um til flug­hers­ins ber þess merki að ætl­un­in sé að hér sé „fær­an­leg her­stöð“. Það sér­kenni­lega hug­tak skaut allt í einu upp koll­in­um í frétt­um. Hingað kann hins veg­ar að koma „fær­an­leg­ur herafli“ og njóta betri aðstöðu en nú er fyr­ir hendi.