21.12.2024

Stjórnarsáttmáli í augsýn

Morgunblaðið, laugardagur 21. desember 2024.

Nú er boðað að Sam­fylk­ing­in leiði rík­is­stjórn að nýju eft­ir tæp­lega 12 ára fjar­veru úr stjórn­ar­ráðinu. Þegar þetta er skrifað hef­ur verið kynnt að stjórn­arsátt­máli sjái dags­ins ljós um helg­ina. Þær sem að stjórn­ar­mynd­un­inni standa kenna sátt­mál­ann og stjórn­ina við jóla­gjöf.

Á póli­tísk­um tíma­mót­um vakna spurn­ing­ar um hvort Kristrún Frosta­dótt­ir taki upp þráðinn þar sem for­veri henn­ar og flokks­syst­ir, Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, skildi við hann vorið 2013, má þar nefna stjórn­ar­skrár­málið og ESB-aðild­ina.

Jó­hanna og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þáv. formaður VG, spiluðu sam­an á vinstri kant­in­um eins lengi og þau nutu trausts til þess. Kristrún hef­ur haldið sig frá þeim kanti. Kemst hún upp með það til lengd­ar? Reyn­ir Sam­fylk­ing­in ekki að fylla tóma­rúmið sem myndaðist með tapi Pírata og VG í kosn­ing­un­um 30. nóv­em­ber 2024? Til þess verður flokk­ur­inn að færa sig til vinstri og út á jaðar­inn.

Fyr­ir kosn­ing­ar vorið 2013 stefndi aug­ljós­lega í óefni fyr­ir stjórn­ar­flokk­ana og tók Árni Páll Árna­son við for­mennsku í Sam­fylk­ing­unni og Katrín Jak­obs­dótt­ir í VG áður en gengið var að kjör­borðinu. Þá hafði ut­an­rík­is­ráðherr­ann hætt ESB-aðild­ar­viðræðunum. Stjórn­ar­skrár­mál­inu hafði verið ýtt til hliðar. Fylgið hrundi engu að síður af flokk­un­um.

1538011Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland við kynningu á stjórnarsáttmálanum laugardaginn 21. desember 2024 í Hafnarborg  í Hafnarfirði (mynd: mbl.is/Eyþór).

Kristrún Frosta­dótt­ir lauk BS-prófi í hag­fræði frá Há­skóla Íslands á miðju stjórn­ar­tíma­bili Jó­hönnu árið 2011 og MA-prófi í hag­fræði frá Bost­on-há­skóla árið 2014. Þá tók hún MA-próf í alþjóðafræði með áherslu á hag­stjórn og alþjóðafjár­mál frá Yale-há­skóla árið 2016. Hún var því með hug­ann við annað en ís­lensk stjórn­mál á þeim miklu um­brota­tím­um þegar nú­ver­andi flokka­kerfi mótaðist.

Nú er VG-flokk­ur­inn horf­inn af þingi. Ræt­ur hans teygðu sig 94 ár aft­ur til stofn­un­ar Komm­ún­ista­flokks Íslands árið 1930.

Kristrún er fjórði formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eft­ir Jó­hönnu. Óleyst bar­áttu­mál Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lifa hins veg­ar for­menn­ina og knúið verður á um þau þótt Kristrún hafi ýtt þeim til hliðar eða falið þau í kosn­inga­bar­átt­unni vegna skorts á kjörþokka.

Umræður um út­gáfu leyf­is til hval­veiða á tíma starfs­stjórn­ar­inn­ar eru til marks um hve fjöl­miðlamönn­um finnst lítið til raun­veru­legra viðfangs­efna nýrr­ar rík­is­stjórn­ar koma. Hún verður ör­ugg­lega þakk­lát fyr­ir að í fimm ár þurfi hún ekki að huga að hval­veiðum enda verði þær stundaðar lög­um sam­kvæmt.

All­ir hag­vís­ar eru góðir. Miðað við allt álagið á rík­is­sjóð und­an­far­in ár stend­ur hann og efna­hag­ur þjóðarbús­ins vel. Þá hafa verið gerðir kjara­samn­ing­ar til langs tíma.

Það er ósk­hyggja að ný rík­is­stjórn með óreyndu fólki hafi burði til hagræðing­ar í rík­is­kerf­inu. Að sam­eina ráðuneyti og fækka aðstoðarmönn­um ráðherra og þing­manna við stjórn­ar­mynd­un er ódýr and­lits­lyft­ing sem breyt­ir ekki neinu um rík­is­rekst­ur í stóra sam­heng­inu.

Séu verk­efni á veg­um rík­is­ins óþörf á að hætta þeim. Ríkið á að halda að sér hönd­um og skapa einkaaðilum meira svig­rúm. Á þann hátt verður best staðið að því að minnka um­svif rík­is­ins. Nýgræðing­ar í ráðherra­embætt­um munu hvorki hafa vilja né getu til að tak­marka rík­is­um­svif.

Ólík­legt er að Sam­fylk­ing­in vilji rifa segl­in í rík­is­rekstri. Hún hef­ur staðið fyr­ir því að 10 millj­örðum króna er varið til sta­f­rænna lausna inn­an borg­ar­kerf­is­ins. Verk­efn­inu væri bet­ur borgið í hönd­um einkaaðila. Alma Möller hef­ur sem land­lækn­ir beitt sér gegn þróun sta­f­rænn­ar einka­væðing­ar inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins. Á gervi­greind­ar­tím­um er þetta ótrú­leg skamm­sýni.

Því miður hef­ur lítið sem ekk­ert verið rætt um stöðu Íslands í heim­in­um í tengsl­um við stjórn­ar­mynd­un­ina. Veit ein­hver eitt­hvað um af­stöðu Kristrún­ar Frosta­dótt­ur til stríðsins í Úkraínu? Íslend­ing­ar hljóta að leggja sitt af mörk­um til al­hliða stuðnings við úkraínsku þjóðina á úr­slita­stundu í vörn henn­ar gegn inn­rás­arliði Rússa. Sjá­ist þess ekki merki í stjórn­arsátt­mála verður því fagnað í Moskvu.

Ákveði ný rík­is­stjórn að kasta þjóðinni nú út í deil­ur um hvort sækja eigi um aðild að ESB yrði það til marks um rangt mat á for­gangi í ut­an­rík­is­mál­um og við gæslu hags­muna þjóðar­inn­ar út á við.

Þjóðar­at­kvæðagreiðsla um ESB-aðild­ar­um­sókn er til­efn­is­laus aðför að EES-aðild­inni og gref­ur und­an því mik­il­væga sam­starfi. Þá sýn­ir það hræðslu við raun­veru­leik­ann að ESB-aðild­arsinn­ar skuli láta hjá líða að kynna þjóðinni strax hvernig þeir vilja breyta stjórn­ar­skránni í þágu bar­áttu­máls síns – áður en þeir óska eft­ir umboði til að gang­ast und­ir evr­ópsku sjáv­ar­út­vegs­stefn­una og af­sala þjóðinni for­ræði á Íslands­miðum. Á þeim punkti strönduðu aðild­ar­viðræður Jó­hönnu­stjórn­ar­inn­ar.

Ytri varn­ir lands­ins verður að efla. Landa­mæra­vörslu ber að styrkja enn frek­ar og standa fast gegn öll­um til­lög­um eða til­raun­um til að skapa Íslandi sér­stöðu í út­lend­inga­mál­um með rýmri regl­um hér en ann­ars staðar.

Við gerð for­seta­úrsk­urðar um skipt­ingu mála milli ráðuneyta ber að sjá til þess að lög­regla, land­helg­is­gæsla, al­manna­varn­ir, netör­yggi og varn­ar­mál séu í sama ráðuneyti. Grein­ingu, viðbúnað og aðgerðir á þess­um sviðum verður að sam­hæfa og tengja sam­eig­in­leg­um aðgerðum nor­rænu ríkj­anna og NATO. Það sem nú ger­ist í fjölþátta stríði á Eystra­salti mun ger­ast á Norður-Atlants­hafi. Við slíkri hættu verður ný rík­is­stjórn að bregðast.

Hvarvetna í ná­granna­lönd­un­um grípa stjórn­völd til aðgerða til að efla ör­yggi borg­ara sinna. Þar er ekki um að ræða hernaðarleg skref held­ur myndu þau öll vera á verksviði borg­ara­legra ís­lenskra stofn­ana.