17.9.2022

Stefnuræða og alþjóðastraumar

Morgunblaðið, laugardagur 17. september 2022

Í umræðum um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur á alþingi að kvöldi miðviku­dags 14. sept­em­ber kvartaði stjórn­ar­andstaðan und­an því að rík­is­stjórn­in væri ekki nægi­lega at­hafna­söm. Hún forðaðist ákv­arðanir. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, sagði í lok ræðu sinn­ar: „...fyrst og síðast þurf­um við rík­is­stjórn sem eyðir ekki dýr­mæt­um tíma í inn­byrðis átök og inn­an­mein, rík­is­stjórn sem rýf­ur kyrr­stöðuna, rík­is­stjórn sem eyk­ur sam­starf og sam­stöðu með öðrum þjóðum, rík­is­stjórn sem býður ekki upp á sömu þreyttu lausn­irn­ar við þekkt­um og end­ur­tekn­um vanda dag eft­ir dag, ár eft­ir ár og von­ast eft­ir ann­arri niður­stöðu“.

Þegar hlustað er á orð sem þessi fara þau hjá flest­um inn um annað eyrað og út um hitt sem al­mennt tuð stjórn­ar­and­stöðu. Á prenti gefa þau til­efni til at­hug­un­ar.

Stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa starfað sam­an í fimm ár. Þeim tókst að ná sam­komu­lagi um stjórn­arsátt­mála að nýju eft­ir kosn­ing­arn­ar í fyrra. Þótti Þor­gerði Katrínu það taka of lang­an dýr­mæt­an tíma vegna inn­byrðis átaka og inn­an­meina? Varla. Stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðurn­ar stóðu jafn­lengi og kjör­bréf þing­manna voru rann­sökuð. Á fá­ein­um vik­um í des­em­ber voru fjár­lög árs­ins 2022 síðan af­greidd.

Starfað er eft­ir stjórn­arsátt­mál­an­um. Sam­hliða fram­kvæmd hans viðra stjórn­ar­flokk­arn­ir áhersl­ur sín­ar. Það kem­ur til dæm­is eng­um á óvart að Sjálf­stæðis­flokk­inn og VG greini á um hlut rík­is­ins í at­vinnu­líf­inu eða skatta á fjár­magn­s­tekj­ur. Í sam­starfi flokk­anna í rík­is­stjórn er loka­orðið að finna í stjórn­arsátt­mál­an­um.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði í upp­hafi ræðu sinn­ar:

„Ísland var upp­selt í sum­ar. At­vinnu­leysi er nú minna en fyr­ir heims­far­ald­ur, lægra en að meðaltali frá ár­inu 2000. Fisk­verð er hátt. Orku­fyr­ir­tæk­in á Íslandi skila veru­lega góðri af­komu, þeirri bestu í sög­unni. Hag­vöxt­ur er um 10% í ár og í fyrra. 13.000 störf hafa orðið til á einu ári á Íslandi og af­koma rík­is­sjóðs batn­ar um 100 millj­arða milli ára. Fram und­an er mik­il upp­bygg­ing innviða, átak í upp­bygg­ingu og fjölg­un íbúða. Verðbólg­an er tek­in að lækka.“

Er þetta til marks um kyrr­stöðu? Sé það svo að rík­is­stjórn­in bjóði upp á „sömu þreyttu lausn­irn­ar“ og þær skili þess­um ár­angri hljót­um við að vona að hún haldi því áfram.

Að rík­is­stjórn­in hafi ekki aukið sam­starf og sam­stöðu með öðrum þjóðum stenst ekki. Rík­is­stjórn­in axlaði alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar í sum­ar með samþykkt for­sæt­is­ráðherra á nýrri grunn­stefnu NATO og sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu nor­rænu for­sæt­is­ráðherr­anna um ör­ygg­is- og varn­ar­mál. Næsta skref er að kynna hvernig staðið verður að verk­efn­um sem yf­ir­lýs­ing­un­um fylgja. Lofts­lags­stefna Íslands tek­ur mið af alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um. Vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu hef­ur landið verið opnað fyr­ir flótta­fólki þaðan. Íslensk stjórn­völd eiga aðild að stuðningsaðgerðum við Úkraínu vegna stríðsins.

Viðreisn­ar­formaður­inn get­ur ekki vænst þess að rík­is­stjórn­in taki upp stefnu henn­ar í ESB-aðild­ar­mál­um. Hún hef­ur að vísu þrengst á þann hátt að formaður­inn tal­ar ekki leng­ur um kosti aðild­ar eða upp­töku evr­unn­ar held­ur þess í stað um ágæti þjóðar­at­kvæðagreiðslu um hvort sækja eigi um aðild. Til henn­ar verður ekki efnt nema þing­meiri­hluti mæli með ESB-aðild, hann er ekki fyr­ir hendi. Ný þings­álykt­un­ar­til­laga Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Pírata um þjóðar­at­kvæðagreiðslu fyr­ir árs­lok 2023 um fram­hald aðild­ar­viðræðna við ESB er því sýnd­ar­til­laga.

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, flutti nú í fyrsta sinn á þing­ferli sín­um ræðu í út­varps­um­ræðum. Hún var eini ræðumaður­inn sem vék að því að huga þyrfti að varn­ar­sam­starf­inu „í nýrri og hættu­legri heims­mynd“. Þetta er tíma­bær og rétt­mæt ábend­ing sem kem­ur til frek­ari umræðu á þingi þegar áhættumat þjóðarör­ygg­is­ráðs verður kynnt.

CQYJ2OLBMFXFACII3ARUDWGWVISprengjuárásir á almenna borgara eru algengari í Svíþjóð en nokkru öðru vestrænu landi,

Umræðudag­inn bár­ust frétt­ir frá Svíþjóð um að Magda­lena And­ers­son, for­sæt­is­ráðherra jafnaðarmanna, viður­kenndi ósig­ur stjórn­ar sinn­ar í kosn­ing­un­um þótt flokk­ur henn­ar hefði aukið fylgi sitt og væri stærsti flokk­ur Svíþjóðar og Norður-Evr­ópu eins og hún orðaði það. Úrslit sænsku kosn­ing­anna urðu jafnaðar­kon­unni Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar alþing­is, til­efni til að segja í ræðustól þings­ins að í Svíþjóð væri „jaðar­hreyf­ing nýnas­ista orðin næst­stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn“ og kalla mætti nýja strauma í evr­ópsk­um stjórn­mál­um „fas­isma á fín­um föt­um“. Hreyf­ing­arn­ar ættu það sam­eig­in­legt „að ráða ekki við stærstu verk­efni sam­tím­ans“.

Þarna er harka­lega að orði kveðið eins og um eitt­hvert nátt­úru­lög­mál sé að ræða. Svo er þó ekki. Þróun í þessa átt má í Svíþjóð til dæm­is rekja til and­vara­leys­is eða vilj­andi af­stöðu um að sópa vanda í út­lend­inga­mál­um und­ir teppið og taka ekki af nægri festu á glæpa­gengj­um. Að stór­um hluta al­menn­ings er nóg boðið veld­ur því að 20% sænskra kjós­enda greiða Svíþjóðardemó­kröt­un­um at­kvæði í kosn­ing­um sem sner­ust mjög um glæpi og morð.

Í stefnuræðunni vék Katrín Jak­obs­dótt­ir að rétt­ind­um inn­flytj­enda og vinnu við stefnu í mál­efn­um út­lend­inga. Hún væri löngu tíma­bær í landi þar sem hátt í 16% lands­manna væru inn­flytj­end­ur. Sam­fé­lags­leg þátt­taka fólks sem hingað flytti til að sinna ýms­um störf­um skipti „nefni­lega okk­ur öll máli“.

Það er brýnt að á kom­andi vetri læri þing­menn af reynslu ná­grannaþjóða í út­lend­inga­mál­um, setji hér lög og móti stefnu á grunni þess lær­dóms. Annað býður hætt­unni heim.