10.7.2020

Stefnt að nánara norrænu samstarfi

Morgunblaðið, föstudagur 10. júlí 2020.

Fyr­ir réttri viku (3. júlí) skilaði ég skýrslu sem ut­an­rík­is­ráðherr­ar Norður­landa­ríkj­anna fólu mér að semja um þrjá mála­flokka: (1) lofts­lags­mál, (2) fjölþátta­ógn­ir og netör­yggi og (3) fjölþjóðasam­starf inn­an ramma alþjóðalaga. Skip­un­ar­bréfið er dag­sett 2. des­em­ber 2019 og skila­bréfið 1. júlí 2020. Skýrsl­an var sam­in þegar COVID-19-far­ald­ur­inn fór um heim­inn, kem­ur hann því við sögu auk þess sem í viðauka er rætt um hernaðarleg­ar breyt­ing­ar frá ár­inu 2009.

Miðað er við árið 2009 þegar í fyrsta sinn var gef­in út skýrsla af svipuðum toga. Hún er eft­ir Thor­vald Stolten­berg, fyrr­ver­andi ráðherra í Nor­egi – Stolten­berg-skýrsl­an. Stolten­berg fjallaði meira um hernaðarleg mál­efni en ég geri. Hann skilaði skýrslu sinni í fe­brú­ar en um haustið 2009 kom NOR­D­EFCO til sög­unn­ar, það er form­leg­ur nor­rænn sam­starfs­vett­vang­ur um varn­ar­mál sem síðan hef­ur þró­ast og fest í sessi.

Í janú­ar 2020 sat ég ráðstefnu á veg­um Norður­landaráðsdeild­ar danska þings­ins til að minn­ast að 100 ár eru frá Genfor­en­ingen þegar Dan­ir end­ur­heimtu Suður-Jót­land frá Þjóðverj­um.

Á ráðstefn­unni var meðal ann­ars rætt um „skandi­nav­is­mann“ á 19. öld, það er upp­haf nor­rænn­ar sam­vinnu og þróun henn­ar þar til hún festi nú­ver­andi ræt­ur, ef svo má að orði kom­ast, eft­ir síðari heims­styrj­öld­ina. Dansk­ur pró­fess­or, Thor­sten Borr­ing Oles­en við Árósa­há­skóla, minnti á að á fimmta ára­tugn­um hefði mistek­ist að koma á nor­rænu varn­ar­banda­lagi. Á sjö­unda ára­tugn­um hefði hvorki tek­ist að form- né samn­ings­binda nor­rænt efna­hags­sam­starf í NOR­DEK. Þátta­skil hefðu ekki orðið fyrr en Thor­vald Stolten­berg skilaði skýrslu sinni. Í fyrsta sinn hefðu nor­ræn stjórn­völd sam­ein­ast um sam­eig­in­leg mark­mið í ut­an­rík­is- og ör­ygg­is­mál­um.

Við skýrslu­gerðina nú hef­ur skýrst fyr­ir mér hve ein­stakt er að fimm ríki komi sér sam­an um að veita ein­um manni umboð til að vinna að slík­um texta og opna stjórn­kerfi sín til upp­lýs­inga­miðlun­ar í því skyni. Seg­ir þetta meira en all­ar til­lög­ur um hve náið sam­starf Norður­landa­ríkj­anna í ut­an­rík­is- og ör­ygg­is­mál­um er orðið.

Fyrsta rann­sókn­ar­ferð mín og sam­starfs­konu minn­ar, Jónu Sól­veig­ar El­ín­ar­dótt­ur, deild­ar­stjóra á varn­ar­mála­skrif­stofu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, hófst í Ósló 13. janú­ar 2020. Loka­ferðin var til Hels­inki og flug­um við þaðan fimmtu­dag­inn 5. mars. Fyr­ir eða eft­ir fundi í þing­hús­inu þá um morg­un­inn tók­ust menn ekki leng­ur í hend­ur og lítið líf var á Hels­inki-flug­velli enda Finna­ir hætt að fljúga til Kína af ótta við COVID-19-far­ald­ur­inn.

Okk­ur tókst sem sagt að heim­sækja Ósló, Stokk­hólm, Kaup­manna­höfn og Hels­inki fyr­ir COVID. Einnig fór­um við í stutta ferð til Washingt­on DC. Við átt­um fundi með ís­lensk­um ráðherr­um, þing­mönn­um og emb­ætt­is­mönn­um hér í Reykja­vík. Fund­irn­ir urðu tæp­lega 90 áður en yfir lauk.

Rík­is­stjórn­ir land­anna fimm skipuðu tvo trúnaðar­menn hver okk­ur til sam­ráðs. Höfðum við boðað fund með þeim hér á landi en hurf­um frá því og héld­um þess í stað fjóra fjar­fundi. Trúnaðar­menn­irn­ir bera enga ábyrgð á efni skýrsl­unn­ar, hún er al­farið mín.

The-nordic-flagsFjór­tán til­lög­ur

Fyr­ir utan að óska eft­ir að skýrsl­unni yrði skilað nú um mitt ár áttu til­lög­ur að vera hnit­miðaðar, þar yrði ekki gert ráð fyr­ir nein­um nýj­um stofn­un­um og við það miðað að auka gildi þess nor­ræna sam­starfs sem nú er við lýði.

Danski stjórn­ar­and­stöðuþingmaður­inn Bertel Haar­der í Ven­stre-flokkn­um hef­ur manna lengst setið á ráðherra­stóli í Dan­mörku og kom meðal ann­ars að end­an­legu upp­gjöri hand­rita­máls­ins á ní­unda ára­tugn­um. Hann gagn­rýndi jafnaðar­mann­inn Jeppe Kof­od, ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur, fyr­ir að ekki yrði fjallað um hefðbund­in varn­ar­mál í skýrslu minni. Haar­der tel­ur að þess vegna þurfi Stolten­berg II-skýrslu. Lýsti ég þeirri skoðun við Haar­der að í ljósi breyttra aðstæðna kynni að vera eðli­legt að nor­rænu varn­ar­málaráðherr­arn­ir óskuðu eft­ir slíkri skýrslu. Þeir bæru póli­tíska ábyrgð á NOR­D­EFCO.

Í texta mín­um er að finna fjór­tán til­lög­ur og eru fyr­ir­sagn­ir þeirra þess­ar í ís­lenskri þýðingu:

1. Auk­in sam­eig­in­leg stefnu­mörk­un á sviði lofts­lags­mála.

2. Lofts­lags­ör­yggi og þró­un­ar­mál.

3. Op­in­ber­ir og einkaaðilar vinni sam­an á sviði orku­skipta.

4. Sam­eig­in­leg afstaða til Kína á norður­slóðum.

5. Haf­rann­sókn­ir til að minnka áhrif lofts­lags­breyt­inga.

6. Sam­eig­in­leg afstaða gegn fjölþátta­ógn­um.

7. Viðbúnaður vegna heims­far­aldra.

8. Sam­eig­in­leg­ar regl­ur tryggi lýðræði í net­heim­um.

9. Sam­starf á sviði nýrr­ar tækni og varn­ir gegn netárás­um.

10. Um­bæt­ur og nú­tíma­væðing alþjóðastofn­ana.

11. Nor­rænt sam­starf um ut­an­rík­isþjón­ustu.

12. Hlut­verk sendi­ráða og fasta­nefnda eflt.

13. Rann­sókn­ir á sviði ut­an­rík­is- og ör­ygg­is­mála efld­ar.

14. Sta­f­ræn kynn­ing á nor­ræna vörumerk­inu og nor­ræn­um gild­um.

Hér verður ekki gert upp á milli þess­ara til­lagna. Eng­in þeirra er sett fram nema rök­stuðning­ur fylgi og öll­um er þeim ætlað að auka gildi nor­ræns sam­starfs og svara kalli þeirra sem telja að sam­eig­in­lega eigi Norður­landa­rík­in að leggja skerf af mörk­um til betri heims.

Strax á fyrsta fundi okk­ar í Ósló hafði alþjóðasér­fræðing­ur á orði að nú væri meiri áhugi á The Nordic Brand – nor­ræna vörumerk­inu – en oft áður og tæk­ist Norður­landa­ríkj­un­um að svara eft­ir­spurn­inni með góðri „vöru“ kynnu þau að auka hróður sinn og stuðla að því að sam­eig­in­leg gildi þeirra nytu stuðnings og meira fylg­is, sem yrði frjáls­lyndri lýðræðis­stefnu til fram­drátt­ar í alþjóðlegu sam­starfi og myndi bæta heim­inn.

 

Fram­haldið

Í ljós kem­ur hverj­ar af til­lög­un­um 14 lifa. Stefnt er að því að í sept­em­ber ræði nor­rænu ut­an­rík­is­ráðherr­arn­ir skýrsl­una á fundi sín­um. Eins og fyr­ir var lagt er ekki stofnað til neins nýs held­ur lögð áhersla á að nýta sem best og í skil­greind­um til­gangi það sem fyr­ir hendi er.

Í til­lög­un­um er bent á mik­il­vægi sam­vinnu op­in­berra aðila og einkaaðila. Nýta eigi rann­sókn­ir og sér­fræðilega op­in­bera þekk­ingaröfl­un, til dæm­is til fram­leiðslu á end­ur­nýj­an­legri orku í sam­starfi við einkaaðila. Á Norður­lönd­un­um er mik­il þekk­ing og reynsla fyr­ir hendi við nýt­ingu á jarðvarma, vatns­orku og vindorku fyr­ir utan kjarn­ork­una og viðleitni í þágu grænn­ar stóriðju. Þegar ut­an­rík­is- og þró­un­ar­stefna verður sí­fellt grænni með vax­andi alþjóðleg­um styrkj­um ber að auðvelda nor­ræn­um fyr­ir­tækj­um að nýta sér ný tæki­færi.

Op­in­ber­ir aðilar setja regl­ur um upp­lýs­inga­tækni en net­kerf­in og búnaður­inn eru í hönd­um einkaaðila. Reglu­verkið til varn­ar kerf­un­um er op­in­bert en kerf­in virka ekki nema í sam­vinnu við einkaaðila. Opið sam­starf til að vernda ein­stak­linga gegn mis­notk­un er óhjá­kvæmi­legt.

Í þágu nor­rænna gilda á alþjóðavett­vangi ber að nýta nýja miðla og sam­skipta­leiðir. Norður­lönd þarf að kynna eins og hverja aðra vöru. Kynn­ing­ar­starfið styrk­ist sé skipu­lega staðið að fræðileg­um rann­sókn­um sjálf­stæðra stofn­ana á stöðu og styrk Norður­landa­ríkj­anna í alþjóðlegu sam­starfi.