12.2.2022

Staðreyndir – ekki söguskýringar

Morgunblaðið, 12. febrúar 2022.

Þótt frétt­ir ber­ist nú um fleiri smit sem rekja má til COVID-19-far­ald­urs­ins en nokkru sinni fyrr á ár­un­um tveim­ur síðan hann setti fyrst svip á þjóðlífið ber hitt hátt að við séum að losna úr sótt­varnaviðjun­um. Bólu­setn­ing­ar minnka lík­ur á al­var­leg­um veik­ind­um. Heil­brigðis­kerfið er sagt þola álagið án þess að brotna. Skorti lækn­is­fræðileg og lög­fræðileg rök fyr­ir frek­ari boðum og bönn­um í nafni sótt­varna skal staðar numið.

Hér hef­ur áður verið hvatt til að gerð verði út­tekt og skrifuð skýrsla um gang mála frá 27. janú­ar 2020 þegar óvissu­stig al­manna­varna vegna far­ald­urs­ins kom til sög­unn­ar. Án út­tekt­ar verður ekki dreg­inn nauðsyn­leg­ur lær­dóm­ur af sótt­varnaviðbrögðunum.

Unnið er að viðamikl­um fram­kvæmd­um við Land­spít­al­ann sem færa aðstöðu þar á nýtt stig. Leiðir til að bæta úr mann­eklu inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins eru vafa­laust fleiri en ein. Skort­ur á legu­rými er vandi sem hef­ur sett svip á umræður um heil­brigðismál árum sam­an. Allt þetta verður að greina í leit að hald­góðum lausn­um.

Hjá þeim sem líta á rekst­ur Land­spít­al­ans utan frá vakn­ar spurn­ing um hvort hann sé ekki allt of stór ein­ing fyr­ir ís­lenskt um­hverfi sitt og þar með sam­fé­lagið. Hef­ur ríkið færst of mikið í fang með svo um­fangs­mikl­um rekstri? Þarf spít­al­inn ekki öfl­ugt stoðkerfi einkaaðila eða minni rík­is­fé­laga til að valda for­ystu­hlut­verki sínu? Hef­ur spít­al­inn ein­fald­lega slig­ast und­an eig­in þunga? Sé sjúk­ling­ur­inn sett­ur í fyr­ir­rúm í stað kerf­is­ins til hvers leiðir það?

10000-kronur-720Í vik­unni ræddu þing­menn horf­ur í efna­hags­mál­um með til­liti til stöðu COVID-19. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sagði í munn­legri skýrslu sinni sér­stakt að á sama tíma og seðlabank­inn hækkaði vexti gegn þenslu í hag­kerf­inu hefði ekki enn verið skipt um gír hjá rík­is­stjórn og alþingi sem reyndu enn að örva hag­kerfið. Ljóst væri að 530 millj­arða króna halli á rík­is­sjóði sýndi að rík­is­fjár­mál­un­um hefði verið beitt af mjög mikl­um krafti í far­aldr­in­um. Á ár­inu 2021 hefðu orðið til 20.000 störf. Ráðstöf­un­ar­tekj­ur fólks hefðu auk­ist, kaup­mátt­ur vaxið. Hann hefði aldrei verið meiri. Gjaldþrot fyr­ir­tækja hefðu ekki orðið fleiri en í venju­legu ár­ferði. Far­ald­ur­inn hefði ekki leitt til auk­ins tekjuó­jafnaðar þótt ís­lenska hag­kerfið hefði áður tryggt einn mesta tekju­jöfnuð í heimi.

Þingum­ræðurn­ar voru mál­efna­leg­ar og svaraði ráðherr­ann öll­um ræðumönn­um og skipt­ist á skoðunum við þá. Bjarni minnti meðal ann­ars á „al­gera bylt­ingu“ í fjár­fram­lög­um til svo­nefndra sam­keppn­is­sjóða, Tækniþró­un­ar­sjóðs og Rann­sókna­sjóðs. Þar hefði á fáum árum orðið breyt­ing „sem menn létu sig varla dreyma um“ að gæti orðið. Hann minnti einnig á að end­ur­greiðslur vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starfs hér á landi á veg­um ís­lenskra fyr­ir­tækja, stórra og smárra, hlypu nú á millj­örðum á hverju ári. Fyr­ir utan þetta væru síðan aðgerðir rík­is­sjóðs til að efla kvik­mynda­gerð, tónlist og annað.

Með þetta allt í huga og þá staðreynd að í heild var verðmæti vöru­út­flutn­ings 62% meira á föstu gengi í janú­ar 2022 en í janú­ar 2021 er ekki með nokkr­um sanni unnt að segja að ís­lenska þjóðarbúið sé á von­ar­völ þegar far­ald­ur­inn tek­ur á sig mild­ari svip.

Þrátt fyr­ir þess­ar staðreynd­ir anda þó ekki all­ir létt­ar. Þvert á móti telja ýms­ir þing­menn sem kjörn­ir voru á þing 25. sept­em­ber 2021 að sag­an hafi haf­ist með þeim. Má þar til dæm­is nefna Kristrúnu Frosta­dótt­ur, þing­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem sagði í upp­hafi ræðu sinn­ar um skýrslu Bjarna Bene­dikts­son­ar að hún ætlaði „að fá að hafa hér uppi aðeins aðra sögu­skýr­ingu“ en kom fram í máli ráðherr­ans.

Boðskap­ur Kristrún­ar er ekki „sögu­skýr­ing“ held­ur um­rit­un sög­unn­ar í þeim til­gangi að koma höggi á póli­tíska and­stæðinga og seðlabank­ann. Kristrún ætti að rifja upp að strax 12. mars 2020 hófst sam­ráð rík­is­stjórn­ar­inn­ar við stjórn­ar­and­stöðuflokk­ana um ráðstaf­an­ir í efna­hags- og at­vinnu­mál­um vegna far­ald­urs­ins og fagnaði flokks­formaður henn­ar, Logi Ein­ars­son, því í þing­ræðu.

Að ný­kjör­inn þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar stíg­ur nú fram og sak­ar seðlabank­ann um mis­tök með vaxta­lækk­un vegna far­ald­urs­ins varð til þess að Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri sagði orð í þessa veru bera keim af minn­is­leysi. Þver­öfugt við gagn­rýn­ina hefðu aðgerðir seðlabank­ans skilað góðum ár­angri; tek­ist hefði að verja kaup­mátt og at­vinnu­sköp­un.

Bjarni Bene­dikts­son svaraði gagn­rýni Kristrún­ar á þann veg að á efna­hags­hliðinni hefðu aðgerðir tek­ist álíka vel og í heil­brigðismál­un­um þar sem staðinn hefði verið vörður um líf og heilsu fólks. Tek­ist hefði að „ná helstu mark­miðum um að fleyta okk­ur í gegn­um eina mestu efna­hags­lægð sem við höf­um upp­lifað án þess að hér yrðu mik­il áföll um­fram til­efni“.

„Sögu­skýr­ing“ Kristrún­ar Frosta­dótt­ur minn­ir enn á nauðsyn þess að tek­in sé sam­an skýrsla um all­ar op­in­ber­ar aðgerðir vegna far­ald­urs­ins. Sé það ekki gert skap­ast tóma­rúm sem alls kyns kenn­inga­smiðir reyna að fylla með eig­in „skýr­ing­um“. Staðreynd­ir verður að virða hvað sem skýr­ing­um líður.

Eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir flutti boðskap sinn í Kast­ljósi sjón­varps­ins 8. fe­brú­ar spurði Össur Skarp­héðins­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar 2000-2005: „Hvað ætl­ar Sam­fylk­ing­in að bíða lengi með að gera hana að for­manni?“ Spurn­ing­in er rétt­mæt, mál­flutn­ing­ur nýja þing­manns­ins snýr ekki síður að for­manni flokks henn­ar en öðrum.