29.4.2023

Spjallmenni valda ótta

Morgunblaðið, laugardagur 29. apríl 2023,

Dr. Rögn­vald­ur Ólafs­son, fyrrv. pró­fess­or, gegndi árin 1998 til 1999 for­mennsku í starfs­hópi sem skrifaði skýrslu um tungu­tækni (nú mál­tækni) sem mennta­málaráðuneytið gaf út í apríl 1999. Þar er fjallað um álita­efni sem sneru að því að tryggja ís­lensk­unni sem ör­uggust­an sess í heimi tölvu- og upp­lýs­inga­tækn­inn­ar.

Rögn­vald­ur kom ekki nýr að þessu viðfangs­efni. Strax í júlí 1981 skrifaði hann skýrslu um ís­lenska texta­vinnslu á veg­um Raun­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands. Var þar að finna leiðar­vísi vegna ör­tölvu­kerfa sem stofn­un­in notaði við texta­vinnslu (HÍR 01) og kynn­ingu á því sem stofn­un­in hafði gert til að laga tölv­ur og tengi­tæki þeirra að ís­lensku máli.

Í for­mála skýrsl­unn­ar sagði Rögn­vald­ur að þeir sem settu upp HÍR 01-kerfið hefðu talið miklu máli skipta að „skip­an­ir og nöfn í tölvu­kerf­inu“ væru á ís­lensku. Notk­un á kerf­inu yrði þjál­ari og auðveld­ara að kenna á það „held­ur en þegar notað er venju­legt tölvu hrogna­mál“. Til þess að tölv­an skildi ís­lensku þyrfti að gera all­mikl­ar breyt­ing­ar á for­rit­um, tölv­unni, skjá­rita og prent­ara. Fyr­ir utan að breyta let­ur­borði og tryggja að ís­lensk­ir staf­ir eins og Æ, Ð og Þ ættu heima í tölvu­mál­inu.

„Þá byrjaði bar­dag­inn,“ sagði Rögn­vald­ur í sam­tali sem birt­ist 9. apríl í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. Útlend­ing­um þótti ein­fald­ast að við köstuðum þess­um stöf­um út úr staf­rófi okk­ar.

E565cc7a-cf6a-4853-8abc-f54c34054fc3Dr. Rögnvaldur Ólafsson.

Í skýrsl­unni um tungu­tækn­ina frá 1999 birt­ist orðið gervi­greind fjór­um sinn­um. Í stutt­um lokakafla seg­ir að leit­ar­vél­in Alta­Vista beiti gervi­greind til að átta sig á því eft­ir hvers kon­ar skjöl­um sé óskað og sæki þau. Árið 1999 litu skýrslu­höf­und­ar fram á veg­inn og sögðu að vissu­lega væri gott að geta lagt fyr­ir leit­ar­vél­ina spurn­ing­ar á ís­lensku í stað leit­ar­orða. Tækn­in væri hins veg­ar „að taka sín fyrstu skref, og enn … [væri] hvergi boðið upp á hana á öðrum mál­um en ensku“. Lík­lega væri ekki tíma­bært að leggja áherslu á að ganga mætti að slíkri þjón­ustu á ís­lensku. Rætt væri hins veg­ar „að fylgj­ast með þró­un­inni á þessu sviði og reyna að fylgja straumn­um þegar fleiri tungu­mál [bætt­ust] í hóp­inn“.

Alta­Vista kom til sög­unn­ar sem leit­ar­vél árið 1995 og naut hún mik­illa vin­sælda en laut í lægra haldi fyr­ir Google. Ya­hoo!-fyr­ir­tækið keypti Alta­Vista árið 2003 og notaði eig­in leit­ar­vél til að svara þeim sem sneru sér til Alta­Vista og hélst það til 2013 þegar Alta­Vista var lokað.

Nú í byrj­un árs 2023 verður stór­bylt­ing á þessu sviði. Óljóst er hvort Google tekst að sigr­ast á erfiðleik­um sín­um við að inn­leiða öfl­uga gervi­greind í leit­ar­vél sína. Íslensk­an held­ur hins veg­ar velli gagn­vart gervi­greind­inni og kem­ur mar­gefld frá bylt­ing­unni núna.

Leit­ar­vél­in Bing ógn­ar mest yf­ir­burðum Google en Bing má spyrja á ís­lensku og vél­in svar­ar á yl­hýra mál­inu okk­ar. Texta­vél­in, spjall­mennið, Chat­G­PT svar­ar einnig á ís­lensku sé um það beðið. Spjall­menni beggja gervi­greind­ar­vél­anna fikra sig áfram á braut ís­lensk­unn­ar með því að sækja efnivið í ri­sa­mál­heild­ina sem Stofn­un Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræðum varðveit­ir.

Fortíðina ber að virða og skoða til skiln­ings­auka en fylgj­ast verður áfram með þró­un­inni og reyna að fylgja straumn­um eins og sagt var 1999. Nú koma sér­fróðir menn fram á völl­inn sem líkja gervi­greind­ar­væðing­unni við raf­væðing­una á sín­um tíma. Lífs­gæðabreyt­ing­in verði af svipuðum skala.

Dav­id Au­er­bach sem unnið hef­ur að þróun tölvu- og upp­lýs­inga­tækni hjá Microsoft og Google skil­ur að gúrú­ar tækn­iris­anna ótt­ist eig­in sköp­un­ar­verk. Hann hef­ur skrifað bók­ina Mega­net: Hvernig sta­f­ræn­ir kraft­ar án stjórn­ar okk­ar ná und­ir­tök­un­um í dag­legu lífi okk­ar og innri veru­leika.

Au­er­bach bjó til orðið mega­net – risa­net – til að lýsa net­kerf­um sem starfa í vax­andi mæli án eft­ir­lits stjórn­valda eða þeirra sem stjórna kerf­un­um dag­lega á Face­book, Twitter, Google, raf­mynt­ar­net­um eða jafn­vel í net­tölvu­leikj­um. Þessi sta­f­rænu kerfi taka ein­fald­lega stjórn­ina í eig­in hend­ur.

Hann seg­ir ekki við gervi­greind­ina sjálfa að sak­ast. Vand­inn komi til sög­unn­ar þegar hún teng­ist þess­um risa­net­um. Þá sé stofnað til sam­skipta hundraða millj­óna manna og til verði gíf­ur­leg end­ur­gjöf frá þeim sem geri þessi kerfi stjórn­laus.

Yu­val Har­ari sem er m.a. höf­und­ur bók­ar­inn­ar Sapiens: Mann­kyns­saga í stuttu máli birti ásamt tveim­ur öðrum grein í The New York Times und­ir lok mars þar sem hvatt er til varúðar vegna gervi­greind­ar.

Þar er minnt á að í upp­hafi var orðið. Tungu­mál séu aflvaki menn­ing­ar. Af tungu­mál­um spretti goðsagn­ir og lög, guðir og pen­ing­ar, list­ir og vís­indi, vinátta og þjóðir auk tölvu­kóða. Nýtt vald spjall­menna á tungu­mál­inu geri þeim kleift að brjót­ast inn í og mis­nota aflvaka siðmenn­ing­ar­inn­ar. Með því að ná tök­um á tungu­mál­inu eign­ist spjall­menn­in stofn­lyk­il siðmenn­ing­ar­inn­ar.

Grein­inni ljúka höf­und­ar á þeim orðum að við höf­um vakið upp fram­andi greind. Það eina sem við vit­um í raun sé að hún er gíf­ur­lega öfl­ug og geti fært okk­ur hríf­andi gjaf­ir en einnig brot­ist inn í grunn siðmenn­ing­ar okk­ar. Þeir hvetja leiðtoga mann­kyns til að tak­ast á við þetta viðfangs­efni í sam­ræmi við um­fang þess. Fyrsta skrefið sé að vinna tíma svo að upp­færa megi 19. ald­ar stofn­an­ir okk­ar og laga þær að heimi spjall­menn­anna og tóm gef­ist til að læra að ná tök­um á þeim áður en þau ráði yfir okk­ur.

Ótt­inn er við að menn­ing­ar­leg sér­kenni, þjóðleg­ur arf­ur og full­veldi verði spjall­menn­um að bráð. Tungu­málið er und­ir­staða alls þessa.