10.1.2020

Spennustig hækkar í austri, norðri og vestri

Morgunblaðið, föstudagur 10. janúar 2020.

Breyt­ing­in eft­ir árið 2014 þegar Rúss­ar inn­limuðu Krímskaga og hófu hernað með aðstoð aðskilnaðarsinna gegn stjórn­völd­um í Kænug­arði er meiri en menn sáu fyr­ir þá. Hörku Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta vegna stjórn­ar­skipt­anna sem urðu snemma árs 2014 í Úkraínu má skýra með ótta hans við að verða sjálf­ur fórn­ar­lamb al­mennra mót­mæla í eig­in landi. Sami ótti set­ur svip á stuðning Pútíns við Bash­ar al-Assad Sýr­lands­for­seta sem stund­ar grimmi­leg­an hernað gegn eig­in þjóð, hef­ur drepið um 500.000 manns og hrakið millj­ón­ir á flótta til þess eins að halda völd­um.

Íran­ir og her­stjóri þeirra Qassim So­leimani sem hafði það hlut­verk að breiða ír­anska klerka­veldið út um Mið-Aust­ur­lönd lögðu sitt af mörk­um til ófriðar­ins i Sýr­landi og náðu með strengja­brúðum und­ir­tök­un­um í Jemen, Líb­anon, Sýr­landi og Írak. Þegar So­leimani ögraði Banda­ríkja­mönn­um í Írak og hvatti til árása á banda­ríska sendi­ráðið í Bagdad lét Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti drepa hann.

Thom­as K. Friedm­an, sér­fróður blaðamaður The New York Times um mál­efni Mið-Aust­ur­landa, seg­ir að of­rík­is­stefna So­leiman­is gegn ná­grönn­um Írana hafi vakið svo mikla and­stöðu gegn þeim að þeir megi sín í raun einskis nema í krafti málaliða sinna.

Svipað viðhorf í garð Rússa hef­ur mót­ast meðal ná­grannaþjóða Pútíns vegna of­rík­is­ins sem hann sýn­ir Úkraínu­mönn­um og Georgíu­mönn­um. Í des­em­ber 2019 bár­ust frétt­ir um mót­mæli í Hvíta Rússlandi, alræðis­ríki að sov­éskri fyr­ir­mynd.

Alræðis­herr­ann leyf­ir ekki mót­mæli nema þau séu hon­um þókn­an­leg. Fólk kom sam­an til að láta í ljós and­stöðu við nán­ari samruna við Rúss­land að kröfu Pútíns í skipt­um fyr­ir hag­stæðan orku­samn­ing og fjár­hagsaðstoð til að halda lífi í efna­hag Hvíta-Rúss­lands. Al­eks­and­er Lukashen­ko, ein­ræðis­herra í Hvíta Rússlandi, kann að spila á ótta Pútíns við fjölda­mót­mæli og leyf­ir hundruðum manna að koma sam­an í Minsk og veifa fána eig­in lands á sama tíma og hann ræðir við Pútín.

 

Viðbúnaður ná­granna

Vla­dimír Pútín tók við af Bor­is Jelt­sín sem starf­andi for­seti Rúss­lands 31. des­em­ber 1999 og hef­ur því farið með úr­slita­vald í land­inu í 20 ár.

Fyrr á ár­inu 1999 höfðu Pól­verj­ar, Ung­verj­ar og Tékk­ar gengið í NATO og árið 2004 bætt­ust Eystra­saltsþjóðirn­ar þrjár í hóp NATO-ríkj­anna auk Búlgara, Rúm­ena, Slóvaka og Slóvena.

All­ar kynnt­ust þess­ar þjóðir alræði komm­ún­ista og þær sem næst standa Rússlandi kröfðust auk­ins viðbúnaðar af hálfu NATO í lönd­um sín­um eft­ir að of­rík­is­stefna Pútíns birt­ist Úkraínu­mönn­um árið 2014. Síðan hef­ur á vett­vangi NATO verið gripið til marg­vís­legra ráðstaf­ana til að verða við þess­um ósk­um, nú síðast á leiðtoga­fundi banda­lags­ins í London 4. des­em­ber 2019.

Ákveðið var árið 2016 að Bret­ar héldu úti her­fylki í Eistlandi, Kan­ada­menn í Lett­landi, Þjóðverj­ar í Lit­há­en og Banda­ríkja­menn í Póllandi. Frá 2004 hafa NATO-ríki skipst á að halda uppi loft­rým­is­gæslu Eystra­saltsþjóðanna. Fyrst með fjór­um orr­ustuþotum hverju sinni frá flug­her­stöð í Lit­há­en en eft­ir inn­limun Krímskaga með 12 orr­ustuþotum frá flug­völl­um í Lit­há­en og Eistlandi. Frá og með ára­mót­um 2020 eru vél­arn­ar átta, fjór­ar frá Lit­há­en og fjór­ar frá Eistlandi.

Árið 2014 var ákveðið að koma á fót NATO-liðsafla sem ber enska heitið Very High Rea­diness Jo­int Task Force (VJTF) í þess­um sam­eig­in­lega herafla sem unnt er að virkja með mjög skömm­um fyr­ir­vara eru sveit­ir úr land-, flug- og sjó­herj­um banda­lagsþjóðanna fyr­ir utan sér­sveit­ar­menn. Fyrsta janú­ar 2020 tóku Pól­verj­ar við stjórn þessa herafla af Þjóðverj­um sem stýrðu hon­um árið 2019. VJTF er hluti af 40.000 manna viðbragðsher NATO.

 

Atlants­hafs­flot­inn virkjaður

Frá því snemma á átt­unda ára­tugn­um hef­ur NATO efnt til svo­nefndra BALTOPS-flotaæf­inga á Eystra­salti. Í júní 2019 varð sú breyt­ing á yf­ir­stjórn æf­ing­anna að hún fór í hend­ur 2. flota Banda­ríkj­anna, Atlants­hafs­flot­ans, sem ákveðið var að end­ur­vekja árið 2018. Flot­inn hef­ur aukið aðgerðasvið sitt stig af stigi. Nú um ára­mót­in var til­kynnt að frá og með 31. des­em­ber 2019 bæri að líta á flot­ann til­bú­inn til allra aðgerða.

Ships-750x350
Í frétt­um af stjórn 2. flot­ans á BALTOPS seg­ir að aðal­stjórn­stöð æf­ing­anna hafi verið í Nor­folk í Virg­in­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um en aðgerðastjórn um borð í skip­inu USS Mount Whitney. Í sept­em­ber 2019 hafi síðan verið látið reyna á stjórn­stöðvar­búnað, Ma­ritime Operati­ons Center (MOC), 2. flot­ans á Kefla­vík­ur­flug­velli með því að senda tíma­bundið hingað til lands 30 menn. Segja flota­for­ingj­ar aug­ljósa hag­kvæmni fólgna í rekstri slíkr­ar stöðvar miðað við að 500 manns hafi haldið úti stjórn­stöðinni um borð í USS Mount Whitney.

Þá er þess jafn­framt getið í ár­legu yf­ir­liti um banda­rísku flotaum­svif­in á Norður-Atlants­hafi að á ár­inu 2019 hafi tvær B-2 sprengjuflug­vél­ar í fyrsta sinn lent á Kefla­vík­ur­flug­velli auk þess sem ferðum P-8 kaf­báta­leit­ar­véla um völl­inn fjölgi. Þetta megi rekja til þess að áhugi á Íslandi auk­ist hjá stefnu­smiðum í banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­inu vegna auk­inna um­svifa Rússa á Norður-Atlants­hafi.

 

Litið til vest­urs og norðurs

Hvað seg­ir þessi frá­sögn?

Í fyrsta lagi sér eng­inn fyr­ir hverj­ar verða af­leiðing­ar ákv­arðana sem marka þátta­skil í alþjóðleg­um sam­skipt­um. Til verður ný staða, friðsam­legri eða hættu­legri eft­ir at­vik­um.

Í öðru lagi birt­ast áhrif breyt­ing­anna í ýms­um mynd­um. Bylgj­an frá inn­limun Krímskaga nær hingað úr austri en fyr­ir vest­an og norðan eru einnig breyt­ing­ar sem krefjast stig­magn­andi viðbragða.

Um jóla­leytið birt­ust tvær frétt­ir á Græn­landi sem hafa bein áhrif hér.

Skipa­fé­lagið Royal Arctic Line (RAL) á Græn­landi kaup­ir nýtt gáma­skip til sigl­inga við aust­ur­strönd Græn­lands og til Íslands. Eim­skip læt­ur smíða tvö skip í Kína vegna sam­starfs við RAL og yf­ir­völd í Maine-ríki í Banda­ríkj­un­um sjá ný viðskipta­tæki­færi vegna sigl­inga Eim­skips milli Nuuk og Port­lands.

Þess­ar frétt­ir ber­ast um sama leyti og mikl­ar umræður eru í Dan­mörku um tengsl Dana og Græn­lend­inga inn­an danska ríkja­sam­bands­ins.

„Græn­land er ann­ars veg­ar risa­vax­in áskor­un fyr­ir danska kon­ungs­ríkið og hins veg­ar mik­il­væg­asti aðgöngumiðinn að alþjóðleg­um heimsvett­vangi. Það ger­ir Græn­land að nýrri þunga­miðju í danskri ut­an­rík­is­stefnu,“ seg­ir Kristian Jen­sen í grein í árs­byrj­un en hann varð ný­lega talsmaður danska Ven­stre-flokks­ins í norður­slóðamál­um.

Sam­hliða því sem dansk­ir stjórn­mála­menn láta sig Græn­land meira varða en áður aukast bein tengsl Græn­lend­inga við Íslend­inga og Banda­ríkja­menn. Jafn­framt er öll­um ljóst að ekki er leng­ur unnt að líta á norður­slóðir sem „lág­spennusvæði“. Eft­ir að hafa hækkað spennu­stig í austri hafa Rúss­ar her­væðst mjög í norðri og úr vestri eykst þrýst­ing­ur um gagnaðgerðir.

Í árs­byrj­un 2020 er ekki und­an þess­um staðreynd­um vikist við mat á horf­um í ör­ygg­is­mál­um.