3.6.2023

Spenna á lágspennusvæði

Morgunblaðið, laugardagur 3. júní 2023.

Von­ir minnka stöðugt um að líta megi á norður­slóðir (e. Arctic) sem und­an­tekn­ingu, þegar litið er til þró­un­ar alþjóðasam­skipta í heild – að hér í norðri tak­ist að leggja rækt við sam­starfstengsl á milli lýðræðis­ríkja í vestri ann­ars veg­ar og vald­boðsríkja í austri hins veg­ar, hvað sem líði átök­um á borð við stríðið í Úkraínu.

Norður­skauts­ráðið er óstarf­hæft í upp­runa­legri mynd. Rúss­ar verða sí­fellt háðari Kín­verj­um við vinnslu og sölu á gasi og olíu. Nátt­úru­auðlind­irn­ar eru eign Rússa en skort­ur þeirra á fé og tækni kall­ar á sí­aukn­ar kín­versk­ar fjár­fest­ing­ar.

Hernaðarlega tek­ur norðrið einnig á sig hættu­legri mynd.

Banda­ríski her­höfðing­inn Christoph­er G. Ca­voli, yf­ir­maður Evr­ópu­her­stjórn­ar NATO, hitti 5. maí sl. Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra í Reykja­vík og kynnti sér aðstæður og um­svif á ör­ygg­is­svæðinu í Kefla­vík. Í til­kynn­ingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um komu hans sagði að hers­höfðing­inn hefði „rætt auk­inn varn­ar­viðbúnað“ NATO og „fram­lag Íslands, ekki síst til varna og eft­ir­lits á Norður-Atlants­hafi“ á fundi með ráðherr­an­um. Hún taldi fund­inn „afar gagn­leg­an“.

Skömmu áður (26. apríl) hafði Ca­voli, sem jafn­framt er yf­ir­maður Evr­ópu­her­stjórn­ar Banda­ríkj­anna, setið fyr­ir svör­um í her­mála­nefnd full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings. Sagði hann þing­mönn­un­um að kaf­báta­floti Rússa hefði látið óvenju­lega mikið að sér kveða á Atlants­hafi und­an­farið þrátt fyr­ir vand­ræði Rússa í Úkraínu.

„Stríðið hef­ur ekki haft nei­kvæð áhrif á stór­an hluta rúss­neska hers­ins. Ein þess­ara ein­inga er neðan­sjáv­ar­herafl­inn,“ sagði Ca­voli í þing­nefnd­inni og einnig: „Rúss­ar láta meira að sér kveða núna en við höf­um séð árum sam­an, og ferðir þeirra út á Atlants­haf og um Atlants­haf eru mjög tíðar, oft­ast miklu tíðari en við höf­um séð í mörg ár.“

IMG_4373_crop-minni-Copy-1-Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Christopher G. Cavoli, yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO (SACEUR), 5. maí 2023 (mynd: utanríkisráðuneytið).

Til þess­ara orða Ca­vol­is um kaf­báta­ferðir Rússa var síðan vitnað í breska blaðinu Tel­egraph 26. maí, þegar rætt var við Sir Mike Wig­st­on, frá­far­andi yf­ir­mann breska flug­hers­ins. Meg­in­boðskap­ur hans var að hvað sem liði úr­slit­um stríðsins í Úkraínu yrði hætta af Rúss­um viðvar­andi. Flug­her Rússa, her­skip þeirra og kaf­bát­ar ógnuðu Bretlandi og NATO, og þangað yrði „að beina at­hygl­inni“. Hætt­an kynni jafn­vel að verða enn meiri yrði Vla­dimir Pút­in Rúss­lands­for­seta velt úr sessi.

Breski flug­hers­höfðing­inn sagði: „Þegar átök­un­um í Úkraínu er lokið og Úkraínu­menn hafa end­ur­heimt landa­mæri sín, eins og þeir verða að gera, stönd­um við frammi fyr­ir sködduðu, hefnigjörnu og ófyr­ir­leitnu Rússlandi sem get­ur valdið okk­ur skaða með loft­árás, flug­skeyta­árás og neðan­sjáv­ar­árás.“

Þessi op­in­skáu og af­drátt­ar­lausu um­mæli tveggja hátt­settra her­for­ingja um þróun mála hér á Norður-Atlants­hafi, setja heræf­ing­arn­ar sem nú fara fram á haf­inu á milli Íslands og Nor­egs og í hánorðri á veg­um flug­herja Nor­egs, Svíþjóðar, Finn­lands og Dan­merk­ur, í al­var­legt sam­hengi.

Það er ekki að ófyr­ir­synju að stærsta her­skip heims, banda­ríska flug­móður­skipið USS Ger­ald R. Ford, lagðist við akk­eri í Oslóarf­irði 24. maí og hélt þaðan til æf­inga und­an strönd­um Nor­egs 29. maí.

Nú eru fimm ár liðin frá Tri­dent Junct­ure 2018 æf­ingu NATO. Þá sigldi banda­ríska flug­móður­skipið USS Harry S. Trum­an fyrst síl­kra skipa norður með strönd Nor­egs í 30 ár. NATO hafði þá þegar mótað stefnu um nauðsyn þess að bregðast af aukn­um þunga við hernaðar­um­svif­um Rússa á norður­slóðum. Sú mikla heræf­ing hófst hér á landi.

Áhersl­an á viðbúnað í norðri hef­ur ekki minnkað síðan hjá NATO, eins og fram kom á óform­leg­um fundi ut­an­rík­is­ráðherra banda­lagsþjóðanna í Osló 31. maí og 1. júní. Var það í annað sinn í sögu banda­lags­ins sem ráðherra­fund­ur er hald­inn með þessu sniði, í því skyni að hrista hóp­inn sam­an og búa í hag­inn fyr­ir aðild Úkraínu að banda­lag­inu.

Vægi nor­rænu ríkj­anna inn­an NATO eykst með aðild Finna og Svía að banda­lag­inu og fólst viður­kenn­ing á því með fund­in­um í Osló. Í Kaup­manna­höfn log­ar póli­tík­in af umræðum um hvort Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráðherra taki við af Jens Stolten­berg, sem fram­kvæmda­stjóri NATO.

Fyr­ir NATO-fund­inn lagði starf­andi varn­ar­málaráðherra Dana, Troels Lund Poul­sen, fram til­lögu dönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar að höfuðatriðum sam­komu­lags dönsku flokk­anna og stjórna Fær­eyja og Græn­lands, um fjár­fram­lög til varn­ar­mála til 2033.

Ætl­un­in er að verja um það bil 143 millj­örðum danskra króna til mála­flokks­ins á þess­um árum og þar með tryggja að árið 2030 standi Dan­ir við NATO-skuld­bind­ingu sína um að verja 2% af vergri lands­fram­leiðslu sinni til varn­ar­mála.

Þegar litið er til landa­fræðinn­ar í til­lögu dönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar er hún þrískipt: Ríkja­sam­bandið, ná­grennið í austri og hættu­svæði í heim­in­um. Ríkja­sam­bandið, það er danska kon­ung­dæmið, Dan­mörk, Fær­eyj­ar og Græn­land, nýt­ur for­gangs. Í því felst sögu­leg stefnu­breyt­ing, því að til þessa hafa Dan­ir for­gangsraðað í þágu Eystra­salts­svæðis­ins í varn­ar­stefnu sinni.

Nú verður stefn­an til langs tíma mörkuð í mun meiri sam­vinnu við stjórn­völd í Fær­eyj­um og á Græn­landi en áður hef­ur verið gert. Áréttað er að Norður-Atlants­haf og norður­slóðir verði áfram lág­spennusvæði þar sem hugs­an­leg átök verði leyst á friðsam­leg­an hátt.

Því miður verða yf­ir­lýs­ing­ar í þessa veru sí­fellt ótrú­verðugri. Veru­leik­inn seg­ir ein­fald­lega til sín. Það verður hann að gera í rík­ara mæli í op­in­berri stefnu ís­lenskra stjórn­valda, svo að hún sé í takti við banda­menn okk­ar og næstu ná­granna.