26.10.2024

Spenna á kosningaárinu mikla

Morgunblaðið, laugardagur 26. október 2024.

Árið 2024 er kallað kosn­inga­árið mikla. Áður en þing var rofið hér og kjör­dag­ur ákveðinn 30. nóv­em­ber var talað um al­menn­ar kosn­ing­ar í minnst 50 lönd­um á ár­inu. Rúm­lega tveir millj­arðar manna kynnu að ganga að kjör­borðinu í ár.

Í sum­ar var for­seti Íslands kjör­inn. For­set­ar voru einnig kjörn­ir í Taív­an 13. janú­ar, Indó­nes­íu 14. fe­brú­ar, Rússlandi 17. mars, Mexí­kó 2. júní og Venesúela 28. júlí. Nýr Banda­ríkja­for­seti verður kjör­inn 5. nóv­em­ber og tveim­ur dög­um fyrr verður önn­ur um­ferð for­seta­kosn­inga í Moldóvu.

Moldóvar ákváðu með mjög litl­um mun í þjóðar­at­kvæðagreiðslu (já: 50,46%; nei: 49,54%) sunnu­dag­inn 20. októ­ber að breyta stjórn­ar­skrá sinni svo að land þeirra gæti gerst aðili að Evr­ópu­sam­band­inu.

Kosn­inga­eft­ir­lits­menn á veg­um Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu (ÖSE) sögðu kosn­ing­arn­ar í Moldóvu hafa farið vel fram. Á hinn bóg­inn hefði þurft að verj­ast ólög­legri er­lendri íhlut­un og miðlun falskra upp­lýs­inga til kjós­enda.

Í til­kynn­ingu ESB sagði að Rúss­ar og staðgengl­ar þeirra hefðu reynt að grafa und­an lýðræðis­legri fram­kvæmd for­seta­kosn­ing­anna og þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar. Var stjórn­völd­um í Moldóvu hrósað fyr­ir hve vel þau stóðu að fram­kvæmd kosn­ing­anna.

TFS-Electoral-Rights

Við sem hér búum get­um ekki sett okk­ur í spor þeirra sem nýta kosn­inga­rétt sinn við aðstæðurn­ar sem lýst er í frétt­um frá Moldóvu. Breska rík­is­út­varpið, BBC, sagði til dæm­is frá sam­tali sínu við konu sem hafði fengið greitt fyr­ir að fara á kjörstað en var sár­reið á leiðinni þaðan af því að sá sem lofaði að borga henni lét ekki ná í sig. „Ég hef verið plötuð!“ hrópaði hún.

Í Banda­ríkj­un­um segja stjórn­mála­skýrend­ur skrýtn­ast við for­seta­kosn­ing­arn­ar þar hve harðvítug bar­átt­an vegna þeirra hafi lítið breytt af­stöðu kjós­enda, megi marka kann­an­ir. Allt sé enn í járn­um þrátt fyr­ir all­ar póli­tísku breyt­ing­arn­ar síðan í maí 2024. Þetta var ný­lega tí­undað á vefsíðunni The Free Press:

Don­ald Trump er sak­felld­ur í saka­máli í New York (30. maí). Trump og Joe Biden hitt­ast í sögu­leg­ustu for­se­takapp­ræðum Banda­ríkj­anna (27. júní). Don­ald Trump slepp­ur lif­andi frá morðtil­raun (13. júlí). Joe Biden seg­ist ekki bjóða sig fram til end­ur­kjörs (21. júlí). Kamala Harris tek­ur fram­boðstil­nefn­ingu demó­krata án mót­fram­boðs í flokkn­um (22. ág­úst). Ann­ar bys­sumaður reyn­ir að drepa Trump (15. sept­em­ber). Við list­ann má bæta að í vik­unni sagði Harris að Trump væri fas­isti.

Stuðning­ur við Biden snar­minnkaði eft­ir ófar­ir hans í kapp­ræðunum og Harris naut upp­sveiflu eft­ir til­nefn­ing­una. Nú tíu dög­um fyr­ir kjör­dag er varla mæl­an­leg­ur mun­ur á fram­bjóðend­un­um. Banda­ríska þjóðin er klof­in í jafn­stór­ar fylk­ing­ar að baki þeim. Talið er að ungt fólk án há­skóla­mennt­un­ar hóp­ist til Trumps og re­públi­kana en há­skóla­menntaðir fylki sér um Harris og demó­krata. Spænsku­mæl­andi kjós­end­ur fær­ist til hægri. Demó­krat­ar missi tök­in á svört­um kjós­end­um. Kon­ur halli sér að demó­kröt­um en karl­ar að re­públíkön­um.

Vitnað er í sér­fræðinga sem segja að 50:50-pattstaða milli flokk­anna sé í and­stöðu við eðli­legt ástand í banda­rísk­um stjórn­mál­um en þessa óeðli­legu stöðu núna megi aðeins rekja til flokk­anna sjálfra.

Inn­an flokk­anna ráði áköf­ustu stuðnings­menn þeirra ferðinni. Þeir sem myndu aldrei kjósa ann­an flokk. Fram­bjóðend­ur ættu ekki að líta aðeins inn á við held­ur beina at­hygli sinni að vilja þeirra kjós­enda sem séu ekki svona niðurnjörvaðir flokks­menn. At­kvæðamiðin séu ann­ars staðar en hjá þeim sem séu hvort sem er óbif­an­leg­ir, sig­ur vinn­ist ekki nema með fylgi óráðinna.

Þessi ráð hitta beint í mark þar sem tvær jafn­stór­ar fylk­ing­ar berj­ast. Þau duga ekki eins vel í kerfi hlut­falls­kosn­inga sem ýtir und­ir marga flokka eins og hér. Flokka­flór­an stækkaði hér eft­ir hrun. Í þing­kosn­ing­um vorið 2013 voru 15 flokk­ar í boði en sex þeirra fengu menn á þing. Flokk­arn­ir voru 12 í kosn­ing­un­um í lok októ­ber 2016 og fengu sjö þeirra menn kjörna, 12 flokk­ar buðu fram haustið 2017 og átta flokk­ar fengu þing­menn, flokk­arn­ir voru 11 haustið 2021 og enn fengu átta flokk­ar menn á þing.

Þessi fjöldi flokka og dreif­ing þing­manna á milli þeirra hef­ur getið af sér þriggja flokka stjórn­ir frá hausti 2016. Tafla sem birt­ist hér í blaðinu miðviku­dag­inn 23. októ­ber ger­ir ráð fyr­ir að tíu flokk­ar bjóði fram nú fyr­ir kosn­ing­arn­ar. Þar er rýnt í hugs­an­leg­an fjölda þing­manna og af þeim töl­um má ráða að enn verði mynduð þriggja flokka stjórn að kosn­ing­um lokn­um.

Af þeim kost­um sem yrðu í stöðunni gengi þetta eft­ir og miðað við and­rúms­loftið í sam­fé­lag­inu, kröfu um að flokk­arn­ir sýni eig­in stefnu­mál­um og kjós­end­um um­hyggju frek­ar en til­lits­semi yfir miðjuna, er lík­leg­ast að hér verði þriggja flokka stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Miðflokks að kosn­ing­um lokn­um. Miðað við of­an­greind­ar töl­ur í blaðinu 23. októ­ber fengju þess­ir flokk­ar sam­tals 33 þing­menn og þar með næg­an stuðning til stjórn­ar­mynd­un­ar.

Tveggja flokka stjórn er fyrsti kost­ur allra sem leiða stjórn­mála­flokka til kosn­inga. Dreif­ing at­kvæða á átta flokka dreg­ur mjög úr lík­um á slíkri stjórn eft­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber. Þriggja flokka stjórn sem höfðar til kjós­enda hægra meg­in við miðju er lík­legri en vinstri stjórn.

Mun­ur­inn á milli fylk­inga hér við hægri/​vinstri-ás­inn kann að vera 50:50 eins og milli flokka í Banda­ríkj­un­um eða fylk­inga í Moldóvu. Sam­starf yfir miðju stjórn­mál­anna féll á próf­inu hér. Það mót­ar mynd­un stjórn­ar að lokn­um kosn­ing­um.