15.10.2022

Spáð í nýja heimsmynd

Morgunblaðið, laugardagur, 15. október 2022

Lík­lega ger­um við okk­ur fæst grein fyr­ir því nú í miðju stríðsfár­viðrinu í Evr­ópu hver verði áhrif­in þegar því slot­ar. Að því hlýt­ur að koma en þó ekki á var­an­leg­an hátt á meðan Vla­dimír Pútín er við völd í Rússlandi. Hon­um treyst­ir eng­inn leng­ur. Hann verður aldrei nein kjöl­festa friðar í Evr­ópu.

Rúss­ar eru ekki gjald­geng­ir í Evr­ópuráðinu leng­ur. Um það voru skipt­ar skoðanir fyr­ir um 30 árum hvort ætti að hleypa þeim inn í ráðið. Rök­in fyr­ir aðild voru að þátt­taka í þing­störf­um ráðsins þjálfaði rúss­neska þing­menn í lýðræðis­leg­um vinnu­brögðum og áhersla á virðingu fyr­ir mann­rétt­ind­um gæti ekki skaðað rúss­nesk­an al­menn­ing.

Eft­ir þrjá ára­tugi eru bæði lýðræði og mann­rétt­indi fót­umtroðin í nafni Pútín-stjórn­ar­inn­ar í Rússlandi. Rúss­ar eru þó enn í Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un Evr­ópu (ÖSE). Stofn­un­ina má rekja til Hels­inki-sátt­mál­ans frá 1975 sem stuðlaði að slök­un spennu þess tíma á milli vest­urs­ins og Sov­ét­ríkj­anna. Sov­ét­stjórn­inni hefði aldrei komið til hug­ar að sýna ákvæðum sátt­mál­ans eða öðru sem stend­ur að baki ÖSE þá fyr­ir­litn­ingu sem Pútín-stjórn­in ger­ir.

2022-10-06-14-44-13-560Frá fundi leiðtoga 43 Evrópuríkja auk ESB í Prag 6. október 2022.

Aðild að ÖSE er ekki bund­in við Evr­ópu­ríki því að Banda­rík­in og Kan­ada eru þar inn­an borðs. Fyr­ir viku var á hinn bóg­inn efnt til fund­ar í Prag að frum­kvæði Emm­anu­els Macrons Frakk­lands­for­seta með þátt­töku leiðtoga 43 Evr­ópu­ríkja auk ESB, þar á meðal Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra. Í til­kynn­ingu um fund­inn frá ráðuneyti henn­ar sagði að þetta væri nýtt „póli­tískt banda­lag Evr­ópu­ríkja (e. Europe­an Political Comm­unity, EPC)“. Um væri að ræða nýj­an sam­starfs­vett­vang til að leiða sam­an ríki Evr­ópu óháð aðild þeirra að sam­starfs­stofn­un­um inn­an álf­unn­ar. Ætl­un­in væri að hitt­ast að nýju að ári og þá í ríki utan Evr­ópu­sam­bands­ins.

Á fund­in­um sam­mælt­ust leiðtog­arn­ir í for­dæm­ingu á fram­göngu Rússa í Úkraínu. Voru þeir harðorðir þótt enn hefðu ekki verið framd­ir stríðsglæp­irn­ir sem ein­kenna þessa viku með flug­skeyta­árás­um Rússa á al­menna borg­ara, leik­skóla og grunn­virki sam­fé­lags­ins, raf­stöðvar og hita­veit­ur.

Að baki sam­starf­inu er auk þess sú framtíðarspá að Banda­ríkja­menn láti sig Evr­ópu minna skipta en nú og beini kröft­um sín­um þess í stað meira að því að halda aft­ur af Kín­verj­um í Asíu og á Kyrra­hafi.

Þessi sýn set­ur svip á grein­ing­ar­skýrslu sem dansk­ir sér­fræðing­ar birtu í byrj­un mánaðar­ins þar sem lögð eru á ráðin um hvað Dan­ir þurfi að gera til að tryggja ör­yggi sitt og varn­ir til árs­ins 2035.

Þetta skjal er gagn­legt fyr­ir þá sem leggja mat á þjóðarör­yggi Íslend­inga og ráðstaf­an­ir til að tryggja það. Sjón­ar­hóll okk­ar er að vísu ann­ar en Dana þegar litið er til Eystra­salts í austri eða suður­hluta Evr­ópu. Á hinn bóg­inn er ábyrgð Dana einnig á Norður-Atlants­hafi og norður­slóðum vegna kon­ung­dæm­is­ins alls sem nær til Fær­eyja og Græn­lands.

Í skýrsl­unni er bent á að ákafara stór­veldakapp­hlaup á kom­andi árum hafi vax­andi áhrif á norður­slóðum (d. Arkt­is) og Norður-Atlants­hafi. Þar blasi við nýtt umrót í ör­ygg­is­mál­um og sam­hliða því meiri hernaðarleg um­svif, einkum af hálfu Rússa. Eft­ir inn­rás­ina í Úkraínu sé ekki unnt að líta á þróun sam­starfs ann­ars veg­ar og spennu­vaka hins veg­ar sömu aug­um og áður á norður­slóðum. Rúss­um hafi til dæm­is verið ýtt til hliðar í Norður­skauts­ráðinu þótt þeir gegni þar for­mennsku til 2023.

Skýrslu­höf­und­ar telja óhjá­kvæmi­legt að NATO auki kynni sín af norður­slóðum og Norður-Atlants­hafi, þar á meðal Græn­landi og Fær­eyj­um sam­hliða því sem stjórn­völd eyland­anna tveggja kynn­ist störf­um NATO bet­ur. Þetta kunni að leiða til breyt­inga á af­stöðu til fyr­ir­komu­lags ör­ygg­is­mála í tengsl­um við lönd­in tvö sitt hvor­um meg­in við Ísland sem skapi Dan­mörku skyld­ur á haf­inu og norðlæg­um slóðum í þágu NATO. Þeim verði erfitt að svara, ekki síst vegna veðurfars og mik­illa vega­lengda á þess­um slóðum.

Spáð er að ein­hvern tíma fyr­ir 2035 skap­ist að nýju jafn­vægi í stór­velda­keppn­inni þótt staðan versni hugs­an­lega enn frek­ar á næstu árum milli vest­urs­ins og Rússa. Lík­ur séu á að meiri spenna búi að baki nýj­um stöðug­leika í norðri en nú er. Það verði til að veru­leg hernaðarleg at­hygli bein­ist að svæðinu. Öll rösk­un á jafn­vægi þar, til dæm­is vegna mis­skiln­ings, geti því haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar. Lík­ur á slík­um vand­ræðum minnki þó vegna þess að all­ir gæti varúðar til að úti­loka að nokkuð mis­skilj­ist.

Telja skýrslu­höf­und­ar ekki óhugs­andi að fyrstu skref til að jafna ágrein­ing við Rússa verði stig­in á norður­slóðum. Sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir norður­slóðaríkj­anna séu mikl­ir og ekki sé fjallað um ör­ygg­is­mál í Norður­skauts­ráðinu. Það kunni þó að flækja svæðis­bundið sam­starf inn­an ráðsins að við aðild Finna og Svía að NATO verði Rúss­ar eina þjóð ráðsins utan banda­lags­ins. Þeir telji sig þar með ein­angraða og af­skipta við und­ir­bún­ing mála, áhugi þeirra á sam­starf­inu minnki.

Allt er þetta um­hugs­un­ar­vert. Því miður skort­ir hér á landi fræðileg­an rann­sókn­ar- og umræðuvett­vang til að gaum­gæfa hver áhrif stór­breyt­ing­anna í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um eru á ís­lenska hags­muni.

Úr því má bæta. Nokkr­ir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins flytja nú til dæm­is til­lögu um að ut­an­rík­is­ráðherra hafi for­göngu um gerð samn­ings við Alþjóðamála­stofn­un Há­skóla Íslands um sjálf­stætt rann­sókna­set­ur um ör­ygg­is- og varn­ar­mál (RÖV). Í upp­hafi grein­ar­gerðar til­lög­unn­ar er hvatt til að ís­lenska þjóðin styrki ör­yggi sitt á grund­velli þekk­ing­ar sem reist sé á fræðileg­um grunni og feng­inni reynslu. Önnur vopn hafi hún ekki.