29.10.2020

Snúist gegn skuggaböldrum

Morgunblaðið, fimmtudagur, 29. október 2020

Dr. Ólína Kjer­úlf Þor­varðardótt­ir, fyrr­ver­andi alþing­ismaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sendi ný­lega frá sér bók­ina Speg­ill fyr­ir skugga­bald­ur. Þar tín­ir Ólína sam­an frétta­efni líðandi stund­ar og und­an­far­inna ára og raun­ar lengra aft­ur til að færa sönn­ur á það sem stend­ur und­ir bókar­titl­in­um: At­vinnu­bann og mis­beit­ing valds.

Þunga­miðja bók­ar­inn­ar er að Ólína var hvorki ráðin þjóðgarðsvörður á Þing­völl­um haustið 2018 né for­seti hug- og fé­lags­vís­inda­sviðs Há­skól­ans á Ak­ur­eyri (HA) árið 2013.

Spegill_fyrir_skuggabaldur-700x1054Hana grun­ar að andstaða við sig inn­an HA hafi verið af „póli­tísk­um toga“ eft­ir að hún gagn­rýndi sjáv­ar­út­vegs­stefn­una sem þingmaður á ár­un­um 2009 til 2013. Útvegs­menn og Sam­herji á Ak­ur­eyri óttuðust mál­flutn­ing henn­ar, seg­ir hún, og inn­an HA sönnuðu menn holl­ustu sína við „Sam­herja­veldið“ með því að hafna henni.

Hún tel­ur að Þing­valla­nefnd und­ir for­mennsku Ara Trausta Guðmunds­son­ar, þing­manns VG, hafi brotið á sér „að yf­ir­lögðu ráði“. Hún veg­ur hart að Þing­valla­nefnd­ar­mann­in­um Páli Magnús­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem gagn­rýndi samn­ing rík­is­lög­manns við Ólínu um 20 millj­óna króna bæt­ur af því hún var ekki ráðin þjóðgarðsvörður.

Um­mæl­in um Pál og gagn­rýni Ólínu á hann víða í bók­inni árétta svart/​hvíta mynd henn­ar af mönn­um og mál­efn­um. Hún veit­ist að þeim sem hún tel­ur skugga­baldra en hef­ur þá til skýj­anna sem hún tel­ur snill­inga án hæfi­legs frama.

Fyr­ir utan Ólínu sjálfa eru í snill­inga­hópn­um Þor­vald­ur Gylfa­son pró­fess­or, Jón Þóris­son arki­tekt og Jó­hann Hauks­son blaðamaður. Ólína ber einnig blak af Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, for­manni Efl­ing­ar-stétt­ar­fé­lags, og Sig­ur­björgu Sig­ur­geirs­dótt­ur pró­fess­or.

Ólína styður hug­mynd Sig­ur­bjarg­ar pró­fess­ors um miðlæga op­in­bera ráðning­arþjón­ustu og -ráðgjöf und­ir eft­ir­liti þing­skipaðrar nefnd­ar. Starfs­menn þjón­ust­unn­ar ráði í öll embætti og áhrifa­stöður stjórn­sýsl­unn­ar. Á þenn­an veg sé unnt að úti­loka stjórn­mála­menn frá mannaráðning­um.

Þegar 15 dóm­ar­ar voru skipaðir í lands­rétt um árið var stuðst við óhlut­dræg­asta ráðning­ar­ferli sem hannað hafði verið hér. Skapa átti jafn­vægi á milli þriggja arma rík­is­valds­ins: dómsvalds, lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmda­valds. Farið var eft­ir leik­regl­un­um en ferlið var mis­heppnað og dýr­keypt. Dómsvald­inu er enn mikið í mun að sanna að það sé fremst meðal jafn­ingja.

Miðlæg ráðning­ar­stofa rík­is­ins bind­ur ekki enda á þræt­ur vegna op­in­berra mannaráðninga. Bók Ólínu sann­ar hvað seil­ast má langt til að rétt­læta eig­in málstað þegar gert er upp á milli manna.

Ólína skrif­ar sig frá sárs­auk­an­um með því að tala illa um skugga­baldra og styðst þar við galdra­fræði. Þetta er ný­stár­leg aðferð.

Hún rifjar upp að á liðnu sumri var lagt að jöfnu skatta- og gjald­eyr­is­mál gegn Hall­dóri Lax­ness rit­höf­undi í kring­um 1950 sem lauk með greiðslu sekta og að Þor­vald­ur Gylfa­son pró­fess­or yrði ekki rit­stjóri nor­ræns tíma­rits um efna­hags­mál. Var full­yrt að ís­lensk stjórn­völd hefðu viljað hindra sölu bóka Lax­ness í Banda­ríkj­un­um í lok fimmta ára­tug­ar­ins. Þetta á ekki við nein rök að styðjast.

Mér var falið sem emb­ætt­is­manni í for­sæt­is­ráðuneyt­inu að ræða við Hall­dór Lax­ness um hvort hann vildi verða full­trúi Íslands í Banda­ríkj­un­um árið 1976 þegar minnst yrði 200 ára bylt­ing­araf­mæl­is þeirra og flytja er­indi um ís­lensk­ar bók­mennt­ir. Hitti ég Lax­ness í Gljúfra­steini 8. maí 1975 og tók hann er­ind­inu vel. Þegar ég hafði sam­band við hann í síma 29. októ­ber 1975 til að fá end­an­legt svar hans: „Þá var komið annað hljóð í hann. Lax­ness taldi litl­ar lík­ur á því, að hann gæti farið vest­ur. Hann hefði verið kynnt­ur vestra með út­gáf­unni á Sjálf­stæðu fólki, sem hefði selst vel. Síðan hefði hann gleymst. Hann sæi sér ekki mik­inn hag í því að ferðast um, þar sem eng­inn hefði áhuga á að lesa bæk­ur hans. Öðru máli gegndi um lönd, þar sem hann ætti stóra les­enda­hópa. Fór Lax­ness hvergi.“ Til­vitn­un­in er í minn­is­blað sem ég skráði og er í skjala­safni for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins.

Von­brigði Þor­vald­ar Gylfa­son­ar yfir að verða ekki rit­stjóri þessa nor­ræna tíma­rits eins og hann vænti eft­ir sam­tal við sam­starfs­mann í Stokk­hólmi virðist mega rekja til þess að vænt­ing­ar pró­fess­ors­ins voru reist­ar á sniðgöngu við nor­ræn­ar ráðning­ar­regl­ur.

Miðað við sjón­ar­mið Ólínu í öðrum til­vik­um hefði mátt ætla að hún nálgaðist mál Þor­valds úr allt ann­arri átt en hún ger­ir. Þá hefði högg á Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, að vísu geigað.

Einnig kem­ur á óvart að Ólína taki ekki upp hansk­ann fyr­ir þá sem Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir rak af skrif­stofu Efl­ing­ar við valda­töku henn­ar.

Bók dr. Ólínu Kjer­úlf Þor­varðardótt­ur ein­kenn­ist þannig af þverstæðum. Full­yrðing­arn­ar um hve illa sé staðið að ráðningu til op­in­berra starfa eru ótrú­verðugar þegar litið er til þess hæfa fólks sem sinn­ir slík­um störf­um. Er und­ar­legt að sam­tök þess sitji þegj­andi und­ir því sem Ólína hef­ur fram að færa.

Bók Ólínu er ófrum­leg. Hún er skrifuð af sjón­ar­hóli sem leiðir til fyr­ir­sjá­an­legr­ar en rangr­ar niður­stöðu.