13.1.2022

Skín við sólu Skagafjörður

Morgunblaðið, 13. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar X. bindi *****

Rit­stjóri Hjalti Páls­son frá Hofi. Innb. 394 bls., ríku­lega myndskreytt. Útgef­andi: Sögu­fé­lag Skag­f­irðinga, Sauðár­króki, 2021.

Í 26 ár hef­ur Hjalti Páls­son sagn­fræðing­ur frá Hofi rit­stýrt og verið aðal­höf­und­ur Byggðasögu Skaga­fjarðar . Tí­unda og loka­bindi henn­ar kom út haustið 2021. Það er um Hofsós, Grafarós, Haga­nes­vík, Drang­ey og Málmey auk forn­bæja­tals, skráa yfir sel­stöður, hús­manns­býli, tómt­hús og manna­kofa. Þá er ljós­mynda­skrá á sex bls., bæj­ar­nafna­skrá á sjö bls. og skrá yfir kort. Orð og hug­tök eru skýrð og birt­ur listi yfir styrkt­araðila. Alls eru þetta með for­mál­um 394 bls. í stóru lit­prentuðu broti. Um­brotið er margþætt, unnið í Nýprenti á Sauðár­króki en bók­in er Svans­vottuð og prentuð í Lett­landi. Góður og veg­leg­ur grip­ur.

Auk Hjalta Páls­son­ar eru Eg­ill Bjarna­son og Kári Gunn­ars­son höf­und­ar þessa bind­is, Kristján Ei­ríks­son skrif­ar kafl­ann um Drang­ey.

Hjalti rit­ar ít­ar­leg­an for­mála og lýs­ir út­gáfu Byggðasögu Skaga­fjarðar frá upp­hafi. Hann var ráðinn rit­stjóri verks­ins í sept­em­ber 1995 en fyrsta bindið kom út árið 1999. Hjalti kom sér upp „ákveðinni grind“ fyr­ir verkið og hef­ur verið stuðst við hana síðan: land­lýs­ing, staðsetn­ing jarðar, bygg­ing­ar, búhætt­ir, eign­ar­hald, gaml­ar jarðlýs­ing­ar og jarðarmat. Sagt er frá sögu­leg­um þátt­um sem tengj­ast jörðum og mik­il áhersla er lögð á að til­greina öll forn­býli, stekki, kví­ar og sel­stöður upp til fjalla og dala.

Hjalti seg­ir að leit­in að því sem er horfið hafi verið ákaf­lega tíma­frek. Það gat tekið fjóra daga að finna einn forn­bæ og á fimmta degi hafi forn­leifa­fræðing­ur bæst í hóp­inn til rann­sókn­ar og tíma­setn­ing­ar. Mik­il fróðleiks­fýsn ein­kenn­ir ritið og mörg­um stein­um hef­ur verið velt, í orðsins fyllstu merk­ingu, til að all­ar lýs­ing­ar séu sem best­ar og mest­ar.

GSA178JF4Byggðasag­an er upp­fletti­rit um 676 jarðir auk þess sem meira en 400 forn­býla frá eldri tíð er getið. Bæk­urn­ar 10 eru sam­tals 4.620 blaðsíður með rúm­lega 5.080 mynd­um og kort­um – í 10. bind­inu eru 420 ljós­mynd­ir, kort og teikn­ing­ar.

Þorgils Jónas­son sagn­fræðing­ur hef­ur frá ár­inu 2010 unnið með hlé­um að gerð nafna­skrár fyr­ir verkið í heild. Að minnsta kosti 25.000 nöfn verða í skránni og birt­ist hún sta­f­ræn á heimasíðu Sögu­fé­lags Skag­f­irðinga, að lík­ind­um strax í ár.

Hér er um sann­kallaða fróðleiksnámu að ræða. Hún hlýt­ur að kveikja frek­ari at­hug­an­ir á mann­lífi í fortíð og samtíð þegar fram líða stund­ir.

Sam­hliða lýs­ing­um á lands-, bú­skap­ar- og at­vinnu­hátt­um er skotið inn ann­ars kon­ar fróðleiks­mol­um til að krydda frá­sögn­ina. Má þar nefna þenn­an um for­ystusauði sem hafður er eft­ir Skúla Magnús­syni (1711-1794) land­fógeta:

„Jeg er vott­ur að því, að Skaga­fjarðardala bænd­ur, brúkuðu með rekstr­um sín­um í Hofsós, sem er hjer um bil 2 dag­ferðir, 2 til 3 for­ustu sauði, og hvar þeir bentu þeim á Vatns­föll­in, fóru þess­ir strax útí á und­an, og þegar kom á Hofsós bakka, skildu sig sjálf­ir frá rekstr­in­um, hvíldu sig þar litla stund, og gengu fylgd­ar og mann­laus­ir apt­ur heim til sín fram í dal, og [svo] tveggja daga fresti, eins og ferðin áfram varað hafði.“ (26)

Þegar Skúli fógeti heim­sótti Hofsós hafði þar verið stunduð versl­un að minnsta kosti í 200 ár en þar er einn elsti versl­un­arstaður sem enn held­ur velli í land­inu. Elsta heim­ild­in um kaupstað við Hofsós er frá 1553. Í frá­sögn­inni birt­ast kost­ir for­ystusauða. (Í Fræðasetri um for­ystu­fé á Sval­b­arði við Þistil­fjörð má fá mik­inn fróðleik um þessa kosta­gripi.)

Hofsós var einn þriggja staða á Norður­landi þar sem danska ein­ok­un­ar­versl­un­in hafði aðset­ur sitt, 1602-1787, hinir voru Ak­ur­eyri og Skaga­strönd. Síðasti ein­ok­un­ar­kaupmaður­inn á Hofsósi var Joh­an Høwisch en hann var einnig fyrsti eig­andi eft­ir versl­un­ar­frelsið. Tveir syst­ur­syn­ir hans, Jakob og Due Hav­steen, tóku við kaup­stjórn á Hofsósi, lík­lega árið 1804. Yngsti son­ur Jak­obs var Jörgen Pét­ur Haf­stein (f. 1812), amt­maður á Möðru­völl­um, faðir Hann­es­ar Haf­stein, sem varð fyrst­ur ráðherra á Íslandi árið 1904.

Rifjað er upp þegar Vest­urfara­setrið var opnað þar 7. júlí 1996 að frum­kvæði Val­geirs Þor­valds­son­ar frá Vatni, hátíðina sóttu um eitt þúsund manns. Öllum göml­um hús­um á Hofsósi eru gerð skil með mynd­um og texta og einnig sund­laug­inni sem Lilja Pálma­dótt­ir á Hofi og Stein­unn Jóns­dótt­ir í Bæ kostuðu og opnuð var 27. mars 2010. Um Hofsós er fjallað á 126 bls. í bók­inni.

Saga Grafarós­kaupstaðar hófst með versl­un þar árið 1835 en þar féll allt í auðn í árs­lok 1932. Þegar skoðaðar eru mynd­ir og lýs­ing­ar á aðstöðu á sjó og í landi þarna er ótrú­legt að þar skyldi stunduð versl­un. Vildu menn greini­lega nokkuð á sig leggja til að skapa sam­keppni við kaup­menn­ina á Hofsósi.

Meðal kaup­manna í Grafarósi var Skot­inn Peter Lindsay Hend­er­son frá Glasgow sem rak þar versl­un frá 1861 til 1870 þegar fyr­ir­tækið varð gjaldþrota:

„Skag­f­irðing­um þóttu mik­il viðbrigði að versla við Hend­er­son sem inn­leiddi ýmis ný­mæli í versl­un­ar­hátt­um. Vör­ur hans þóttu vandaðri en áður höfðu verið í boði hjá dönsk­um, og sem meira var, einnig ódýr­ari. Hend­er­son seldi öll­um á sama verði en venja hafði verið að stór­bænd­ur fengju varn­ing ódýr­ar en almúg­inn. Vöru­verð var hið sama allt árið hjá Hend­er­son en dansk­ir höfðu þann sið að hækka vör­ur strax að lok­inni kauptíð á haust­in.“ (178)

Fasta­versl­un hófst ekki í Haga­nes­vík fyrr en um alda­mót­in 1900. Höfn­in varð lög­gilt árið 1902 og komst inn á strand­ferðaáætl­un­ina. Árið 1966 hætti strand­ferðaskipið Skjald­breið ferðum til Haga­nes­vík­ur og þar með lögðust niður reglu­bundn­ar sigl­ing­ar þangað. Næstu fimm ár eða svo höfðu strand­ferðaskip þar aðeins óreglu­lega viðkomu. (321)

Saga versl­un­ar í Haga­nes­vík er rak­in þar til hún flutt­ist að Keti­lási í Fljót­um 14. júlí 1978.

Hér hef­ur aðeins verið nartað í topp­inn á því sem seg­ir um þessa þrjá versl­un­arstaði í bók­inni. Í ann­áli um Haga­nes­vík hafa dag­setn­ing­ar eitt­hvað brengl­ast þegar sagt er frá sjó­slysi árið 1920 og að 2. ág­úst hafi tólf menn af norsk­um selfang­ara róið á tveim­ur bát­um inn á Haga­nes­vík. Var sagt að skip þeirra hefði sokkið deg­in­um áður, síðar í text­an­um seg­ir hins veg­ar að 30. ág­úst hefði skipið bú­ist til heim­ferðar með 1033 seli um borð. (319)

Kristján Ei­ríks­son ger­ir Drang­ey góð skil. Henni er lýst sem arðsam­asta stað í Skagaf­irði um ald­ir. Hóla­stóll átti eyj­una og höfðu héraðsmenn rétt á að stunda fugla­veiðar við hana gegn gjaldi til stóls­ins. Eign­ir hans voru seld­ar árið 1802 og keypti Jakob Hav­steen í Hofsósi Drang­ey fyr­ir 105 rík­is­dali en Hav­steen-ætt­in seldi eyj­una Skaga­fjarðar­sýslu 1885 og var eyj­an eft­ir það leigð ein­stök­um mönn­um sem höfðu rétt til að halda þar fé og heyja og stund­um einnig síga í bjarg til fugls og eggja. Inn á ljós­mynd­ir af Drang­ey hafa verið skráð ör­nefni les­end­um til glöggv­un­ar en þeim er lýst af ná­kvæmni í text­an­um.

Búið var í Málmey þar til hún fór í eyði árið 1952 en árið 1944 keypti rík­is­sjóður hana og árið 2020 er eyj­an skráð í eigu Vita- og hafn­ar­mála­stofn­un­ar rík­is­ins seg­ir á bls. 225. Sú stofn­un fór hins veg­ar und­ir Vega­gerðina árið 2013 og má því skilja þetta svo sem hún fari nú með eign­ar­hald á Málmey.

Eyj­an er klett­um girt á alla vegu. Hæsti punkt­ur henn­ar, Kald­bak­ur, er 156 metr­ar. „Þaðan mun sjást í góðu skyggni norður til Gríms­eyj­ar og vest­ur til Horn­bjargs, sem ber yfir Skagatá. Til suðurs gef­ur sýn til Hofs­jök­uls og ber jök­ul­bung­una aust­an við Mæli­fells­hnjúk.“ (227)

Nafnið Málmey er ein­stakt á land­inu. Sam­nefnd eyja er á Óslóarf­irði og önn­ur stór eyja und­an strönd Svíþjóðar. Malm á sænsku þýðir send­in slétta. Málmey er að stærst­um hluta úr sand­steini (mó­bergi) og jarðveg­ur víða send­inn. Gæti það skýrt nafn henn­ar Mal­mey (Sand­ey), sem síðar varð Málmey. (225)

Bjarni Mar­ons­son, formaður út­gáfu­stjórn­ar byggðasög­unn­ar, seg­ir að með henni sé of­inn þráður milli fortíðar og nútíðar í Skagaf­irði, hann nýt­ist þeim sem hafi vit og vilja til að nýta sér fróðleik og reynslu kyn­slóðanna til að mæta viðfangs­efn­um líðandi stund­ar.

Und­ir þetta skal tekið af heil­um hug. Byggðasaga Skaga­fjarðar er ein­stakt þrek­virki sem ber Skag­f­irðing­um lof­sam­leg­an vott um óbilandi rækt­ar­semi við byggð sína, sögu henn­ar og þá sem þar hafa búið.