12.11.2024

Sígildur boðskapur Kundera

Morgunblaðið, þriðjudagur 12. nóvember, 2024

Vest­ur­lönd í gísl­ingu eða harm­leik­ur Mið-Evr­ópu ★★★★· Eft­ir Mil­an Kund­era. Friðrik Rafns­son þýðir. Ugla, 2024. Kilja, 80 bls.

Bæk­ur þurfa ekki að vera lang­ar til að hafa áhrif. Þessi bók eft­ir Mil­an Kund­era í þýðingu Friðriks Rafns­son­ar er aðeins 80 bls. Hún hef­ur að geyma ræðu og rit­gerð tékk­neska rit­höf­und­ar­ins.

Ræðuna flutti Kund­era á ráðstefnu tékk­neskra rit­höf­unda árið 1967, árið fyr­ir vorið í Prag þegar mennta­menn og al­menn­ing­ur sner­ust gegn Moskvu­valdi komm­ún­ista og lepp­um þeirra í Tékkó­slóvakíu. Ber kafl­inn fyr­ir­sögn­ina: Bók­mennt­ir og smáþjóðir.

Rit­gerðin birt­ist fyrst í nóv­em­ber 1983 og ber fyr­ir­sögn­ina: Vest­ur­lönd í gísl­ingu eða harm­leik­ur Mið-Evr­ópu. Þetta var þegar mik­il spenna ríkti í Evr­ópu vegna ákv­arðana NATO-ríkj­anna um að koma fyr­ir meðaldræg­um banda­rísk­um kjarnaflaug­um á meg­in­landi Evr­ópu til að svara SS-20 kjarnaflaugagísl­ingu Sov­ét­manna.

Boðskap­ur Kund­era á enn brýnt er­indi til les­enda vilji þeir dýpka skiln­ing sinn á nú­tím­an­um í Evr­ópu þegar bar­ist er á aust­ur­landa­mær­um Úkraínu, rúm­um 30 árum eft­ir að Sov­ét­ríkj­un­um var kastað á haug sög­unn­ar.

Í ræðunni fer Kund­era aft­ur til 19. ald­ar og minn­ist bók­mennta­manna í Tékklandi sem hófu í anda róm­an­tísku stefn­unn­ar að leggja rækt við tékk­nesku og gerðu hana að menn­ing­ar­máli verka sem síðar urðu þjóðinni styrk­ur í sjálf­stæðis­bar­átt­unni.

Kund­era velt­ir fyr­ir sér af­leiðing­um þess að stefna þess­ara manna hefði ekki sigrað í átök­um við þá sem töldu hag­kvæm­ara að Tékk­ar hyrfu frá eig­in tungu – þýska kæmi í stað tékk­nesku.

5a743a16-fa4c-4899-b2e5-b12ebd6c47ca

Íslend­ing­ar geta speglað sig í þess­um umræðum. Forn­ar bók­mennt­ir hafa skapað okk­ur sér­stöðu. Á nítj­ándu öld gengu þær í end­ur­nýj­un lífdaga og þar með ís­lensk tunga og til­vist þjóðar sem stefndi til sjálf­stæðis.

Íslensk­ir rit­höf­und­ar hösluðu sér völl og urðu vin­sæl­ir þegar þeir skrifuðu á dönsku eða norsku en þeir slitu aldrei ræt­ur ís­lensk­unn­ar og aldrei varð hér upp­gjör á þann veg sem Kund­era lýs­ir upp­gjör­inu vegna tékk­nesk­unn­ar. Hér þurfti aldrei að spyrja hvort menn­ing okk­ar væri svo merki­leg að það rétt­lætti til­vist ís­lensku þjóðar­inn­ar (20). Svarið lá í aug­um uppi og ger­ir á meðan þjóðin snýr ekki baki við bók­mennt­um sín­um.

Við lest­ur ræðu Kund­era verður að minn­ast sov­ésku ógn­ar­inn­ar sem ríkti í Tékklandi þegar hún var flutt. Ræðan er meðal neista frelsis­von­ar­inn­ar vorið 1968 sem kæfð var með sov­ésk­um skriðdrek­um í ág­úst sama ár.

Menn­ing­in og gildi henn­ar fyr­ir sjálfs­vit­und þjóða er Kund­era of­ar­lega í huga í rit­gerðinni um Vest­ur­lönd í gísl­ingu eða harm­leik Mið-Evr­ópu. Hann spyr hvort hægt sé að tala um Mið-Evr­ópu sem raun­veru­lega menn­ing­ar­heild reista á eig­in sögu, sé það hægt, hvernig eigi þá að af­marka hana land­fræðilega, hvar liggi landa­mæri henn­ar. Og hann svar­ar:

„Það væri til lít­ils að ætla að skil­greina þau ná­kvæm­lega. Enda er Mið-Evr­ópa ekki þjóðríki held­ur menn­ing eða ör­lög. Landa­mæri eru til­bún­ing­ur og það þarf að af­marka þau og sníða miðað við nýj­ar sögu­leg­ar kring­um­stæður hverju sinni“ (61).

Í rit­gerðinni lít­ur Kund­era á Ung­verja sem sam­ferðar­menn Tékka og Pól­verja þegar hann ræðir um þjóðrík­in að baki menn­ing­ar­heild­inni í Mið-Evr­ópu. Hann myndi lík­lega ekki gera það nú á tím­um þegar Ung­verj­ar og Slóvak­ar hafa skapað sér póli­tíska sér­stöðu inn­an Evr­ópu vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu.

Árið 1983 voru Mið-Evr­ópu­rík­in und­ir járn­hæl Sov­ét­manna og Kund­era seg­ir að það sé við aust­ur­landa­mæri Vest­ur­landa í Evr­ópu sem það sjá­ist bet­ur en ann­ars staðar að Rúss­land sé and­hverfa Vest­ur­landa. Þar birt­ist það ekki ein­ung­is eins og hvert annað evr­ópskt veldi held­ur sem sér­stök siðmenn­ing, sem ann­ars kon­ar siðmenn­ing (52).

Ótti Kund­era er að á Vest­ur­lönd­um hafi menn ekki aðeins gleymt Mið-Evr­ópu sem menn­ing­ar­svæði held­ur einnig nauðsyn þess að standa vörð um eig­in menn­ingu.

Síðan hann lýsti þess­um ótta og rit­gerðin birt­ist eru liðin 40 ár og Evr­ópa hef­ur tekið á sig nýja mynd.

Nú eru átök­in við það sem Kund­era kall­ar sér­staka siðmenn­ingu Rússa háð í Úkraínu og enn vakn­ar spurn­ing um hvort Evr­ópuþjóðir hafi seiglu og vilja til að standa gegn yf­ir­gang­in­um. Til þess þarf enn á ný menn­ing­ar­legt þrek.

Friðrik Rafns­son er meðal fremstu þýðenda líðandi stund­ar og hef­ur unnið stór­virki. Hann minn­ir á þá menn sem Kund­era ber lof á, þýðend­urna sem voru í upp­hafi end­ur­reisn­ar tékk­nesku þjóðar­inn­ar „helstu bók­mennta­jöfr­arn­ir“ á 19. öld­inni (21) þegar lyfta varð þjóðinni úr því sem Friðrik lýs­ir á ein­um stað með orðinu nesja­mennsku (20) sem hljóm­ar ein­kenni­lega um viðhorf landl­uktr­ar þjóðar en við skilj­um sem búum við sjáv­ar­síðuna.

Bók­in er vel úr garði gerð og efnið tíma­bært á ör­laga­tím­um í Evr­ópu og heim­in­um öll­um.