30.5.2022

Síðasta síldartunnan

Tale i Norges ambassade 29. mai 2022 – Ávarp í norska sendiráðinu 29. maí 2022 - Hér birtist ávarpið á norsku og íslensku.

Norsk

I slutten av juni 2008 dro jeg og flere representanter fra nasjonalparken Þingvellir på et seminar. Det ble holdt i Eivindvik, i Gulen kommune på Vestlandet i Norge. Foregangsmenn fra Gulatinget hadde tatt initiativet til å kalle sammen representanter fra de gamle tingstedene ved Nord-Atlanteren.

Þingvellir var i en særstilling som det eneste av disse tingene på UNESCOs liste over verdens natur- og kulturarv.

Gulatingsmennenes dilemma var at det ikke fins kunnskap om plasseringen av den gamle tingplassen, selv om det antas at den har stått der kommunehuset i Eivindvik er reist.

Derfra dro Rut og jeg i to dagers rundttur ved fjorden nord for Gulen. Magne Bjergene fra Dale i Fjalar var gaiden vår.

Den siste dagen, 25. juni, besøkte vi Dale ved Dalsfjorden. Landnåmsmennene og fostbrødrene, Ingolf og Hjørleif, stevnet ut denne fjorden på sin ferd til Island for 1150 år siden.

Tilknytningen til Dale var stor i sildeårene. Derfra kom sildetønnene til saltingen i sildeværene nord og øst på Island. Ordfører Arve Helle fortalte at han husket den tiden da alle som kunne ta i et tak, ble kalt ut for å laste sildetønneskipene som skulle til Island. Han hadde vært en del av dette arbeidslaget i 80 tallet.

Lenger ut langs fjorden – på nordsiden – ligger Rivedal. Der møtte vi Petter Jonny som opplyste at han eide en av tønnene som skulle ha blitt fraktet til Island. Den lå hel og urørt i kjelleren hans. Tønna hadde ramlet av skipet og rekt i land. Det var den siste sildetønna fra Dale som skulle til Island!

Jeg mente at tønna hørte hjemme på sildemuseet i Siglufjörður, og det var han enig i.

Nå som det er gått 14 år siden denne samtalen vår, står vi her i et hyggelig selskap hos den norske ambassadøren i Reykjavik – og tønna er på vei til Siglufjörður.

Sannsynligvis var det ingen av oss som hadde trodd at denne samtalen vår ville føre til et så fint gjensyn. Sånn kan det gå – og sånn går det.

Islendinger er kjærkomne gjester i Rivedal, der det står en statue av Ingolf Arnarson og kneiser over fjorden. Einar Jónsson hogget den, og den samme utgaven står på Arnarhóll her i byen.

Historien om statuen er minst like bemerkelsesverdig som historien om tønna. Der var det også et uventet forløp.

Ásgeir Ásgeirsson, Islands daværende president, var på statsbesøk i Norge 17. juni 1955. Han dro på båttur på Dalsfjorden. Rivedalingene hadde lært barna sine å synge den islandske nasjonalsangen, som lød utover fjorden da ferja med presidenten og følget hans passerte. Da ville han at de skulle stoppe, og dro i land i en småbåt.

Vel på land tok presidenten mold fra bakken, la den i en tobakksdåse og kunngjorde at denne jorda til Ingolf Arnarson ville han ta med seg til Island.

Det står en bautastein der president Ásgeir Ásgeirsson begynte dette islandske landnåmet i Rivedal, og den skal ha blitt reist 200 år før Ingolf Arnarson dro til Island.

Etter dette ble det bestemt å reise en statue av Ingolf i Rivedal. Min far var statsminister på den tiden, og sammen med en stor gruppe islendinger dro han til Norge med passasjerskipet Hekla. Han skulle avduke statuen. Jeg var med på denne minnerike ferden.

På vei over havet var det uvær. Avdukingen ble utsatt med én dag fordi overfarten tok lenger tid enn planlagt. Seremonien fant sted 18. september i 1961. Det har festet seg i minnet at mer enn 3 000 mennesker møtte opp.

Ruts og min gaid i 2008, Magne Bjergene, var 19 år den gangen og spilte trommer i et lokalt korps under avdukingen av statuen. Da vi sto ved statuen kunne han huske hvor godt innøvd den islandske nasjonalsangen var.

Vedlikehold og stell av området rundt statuen er exemplarisk. Der flagges det med begge flagg på 17. mai og 17. juni. Statuen står på en høyde et stykke fra sjøen, og den er godt synlig fra hovedveien. Ingolf står vendt mot vest, mot Island.

Det har vært en fornøyelse å oppleve hvor stolte rivedalinger er av sin gamle sambygding Ingolf og båndene til Island.

Nå er denne tilknytningen blitt styrket ytterligere ettersom Petter Jonny og familien hans er kommet med den siste sildetønna fra Dale til Island – omtrent 40 år etter at den ramlet av skipet midtfjords i Dalsfjorden.

Jeg håper de får et flott opphold her. I Siglufjörður vil de få oppleve det imponerende sildemuseet og se at der hører så sannelig den siste sildetønna hjemme.

Íslenska

Undir lok júní 2008 sótti ég ásamt fleiri fulltrúum þjóðgarðsins á Þingvöllum málþing í Eivindvik í Gulen kommune i Vestlandet í Norge. Forvígismenn Gulaþings áttu frumkvæði að því að kalla saman fulltrúa fornra þingstaða við Norður-Atlantshaf.

Þingvellir höfðu þá sérstöðu að vera eini þingstaðurinn sem hafði hlotið viðurkenningu á heimsminjaskrá UNESCO.

Vandi þeirra Gulaþingsmanna er, að ekki er nein staðfest vitneskja fyrir hendi um gamla þingstaðinn, þó er talið, að hann hafi verið þar sem bæjarskrifstofurnar í Eivindvik standa nú.

Þaðan héldum við Rut í tveggja daga kynnisferð um firðina fyrir norðan Gulen. Var Magne Bjergene frá Dale í Fjalar leiðsögumaður okkar.

Seinni daginn, 25. júní, heimsóttum við Dale við Dalsfjörð. Landnámsmennirnir og fóstbræðurnir Ingólfur og Hjörleifur lögðu upp úr firðinum í ferð sína til Íslands við upphaf byggðar hér á landi fyrir um 1150 árum.

1345418Við Petter Jonny Rivedal við tunnuna góðu í norska sendirherrabústaðnum 29. maí 2022 (mynd:mbl.is/Óttar).

Tengsl Íslands við Dale voru mikil á síldarárunum, því að þaðan komu síldartunnurnar í söltunarstöðvarnar fyrir norðan og austan. Sagðist Arve Helle sveitarstjóri muna eftir því, þegar allir, sem vettlingi gátu valdið, voru kallaðir út til að ferma síldartunnuskipin til Íslands. Hefði hann verið í þeim hópi á níunda áratugnum.

Út með Dalsfirðinum að norðanverðu er Rivedal. Þar hittum við Petter Jonny Rivedal sem sagðist eiga eina af tunnunum sem áttu að fara til Íslands ósnerta í kjallara sínum. Hún hefði dottið af skipi og flotið í land. Þetta væri síðasta síldartunnan til Íslands frá Dale!

Ég sagði tunnuna eiga heima á Síldarminjasafninu í Siglufirði og tók hann vel í það.

Nú 14 árum síðar hefur samtal okkar borið þann árangur að við erum hér saman komin í ágætu boði norska sendiherrans í Reykjavík og tunnan á leið til Siglufjarðar.

Líklega hefur okkur hvorugan grunað að samtal okkar leiddi til svo ánægjulegra endurfunda. Allt getur þó gerst ­– og gerist.

Íslendingar eru aufúsugestir í Rivedal og þar gnæfir stytta af Ingólfi Arnarsyni eftir Einar Jónsson, eins á Arnarhóli hér í borg.

Sagan um styttuna er ekki síður skemmtileg en sagan um tunnuna. Styttan í Rivedal átti einnig óvænt upphaf.

Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, sigldi um Dalsfjörðinn í opinberri heimsókn sinni 17. júní 1955. Rivedælingar höfðu æft börn sín í að syngja íslenska þjóðsönginn og hljómaði hann út á fjörðinn þegar skip forseta og föruneytis hans leið fram hjá. Óskaði forseti eftir að skipið yrði stöðvað og hann fór með léttbáti í land.

Þar tók forseti mold og setti í tóbaksdósir og lýsti yfir að þessa mold Ingólfs Arnarsonar tæki hann með sér til Íslands.

Er bautasteinn þar sem Ásgeir forseti hóf þetta landnám Íslendinga í Rivedal undir merkjum Ingólfs Arnarsonar – segir sagan að steinninn sé 200 árum eldri en Ingólfur.

Síðar var ákveðið að Íslendingar reistu Ingólfi styttu í Rivedal. Faðir minn fór sem starfandi forsætisráðherra fyrir stórum hópi Íslendinga með strandferðaskipinu Heklu til að afhjúpa styttuna í september 1961. Var ég með í þeirri eftirminnilegu för.

Aftakaveður var á leiðinni yfir hafið. Varð að fresta afhjúpun styttunnar um einn dag vegna þess að siglingin tók lengri tíma en ætlað var – en athöfnin var mánudaginn 18. September, 1961. Er enn í minnum haft að meira en 3.000 manns tóku þátt í henni.

Leiðsögumaður okkar Rutar árið 2008, Magne Bjergene, var 19 ára og lék á trommu í lúðrasveit sveitarfélagsins við afhjúpun styttunnar. Minntist hann þess enn þegar við stóðum við styttuna hve vel íslenski þjóðsöngurinn var æfður.

Umhirða svæðisins við Ingólfs-styttuna er til mikillar fyrirmyndar. Þar er flaggað með fánum beggja landa 17. maí og 17. júní. Styttan stendur á hæð nokkuð frá sjó og sést vel frá þjóðveginum. Ingólfur snýr í vestur í átt til Íslands.

Það hefur verið ánægjulegt að fá að kynnast því af eigin raun hve Rivedælingar eru stoltir af syni sínum Ingólfi og tengslunum við Ísland.

Nú eru þessi tengsl efld enn frekar þegar Petter Jonny og fjölskylda koma hingað færandi hendi með síðustu síldartunnuna frá Dale til Íslands tæpum 40 árum eftir að hún datt útbyrðis í Dalsfirði.

Megi þau njóta Íslandsferðarinnar. Í Siglufirði kynnast þau glæsilegu Síldarminjasafninu og sjá að tunnan góða á þar svo sannarlega heima.