12.11.2022

Saga þjófræðis með keisaradrauma

Bókarumsögn, Morgunblaðið, laugardagur 12. nóvember 2022.

­Sam­tíma­saga Menn Pútíns ★★★★½ eft­ir Cat­her­ine Belt­on. Þýðing: Elín Guðmunds­dótt­ir. Ugla, Reykja­vík 2022. Kilja, 664 bls. heim­ilda­skrá, nafna­skrá, mynd­ir.


Bók­in Menn Pútíns – hvernig KGB tók völd­in í Rússlandi og bauð síðan Vest­ur­lönd­um byrg­inn seg­ir sög­una af því hvernig njósn­ar­inn Valdimir Pútín með KGB-reynslu í Dres­den kom ár sinni fyr­ir borð í St. Pét­urs­borg og klifraði síðan eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna til æðstu met­orða í Moskvu og Rússlandi.

Í St. Pét­urs­borg sat Pútín í ráðhús­inu og nýtti sér umboð frá borg­ar­stjór­an­um til að leggja grunn að sam­starfi fyrr­ver­andi KGB-manna og glæpa­gengja báðum til fjár­hags­legs ávinn­ings. Með aðstoð Pútíns og hans manna varð höfn­in í St. Pét­urs­borg til dæm­is miðstöð smygls á eit­ur­lyfj­um frá Kól­umb­íu til Vest­ur-Evr­ópu. (129)

Á sama tíma og Pútín bjó til þetta glæpanet sátu Bor­is Jelt­sín og menn hans í Moskvu og komu eign­um rík­is­ins á ann­an hátt í hend­ur vild­ar­vina. Þar urðu til ólíg­ark­ar, auðmenn með póli­tísk ítök.

KGB-menn­irn­ir sáu ofsjón­um yfir áhrif­um ólíg­ark­anna og fengu hlé­dræg­an, sam­vinnu­fús­an Dres­den-njósn­ar­ann frá St. Pét­urs­borg til aðstoðar í höfuðborg­inni.

Pút­in kom sér í mjúk­inn hjá Jelt­sín og mönn­um hans á svo áhrifa­mik­inn hátt að Jelt­sín gerði hann að eft­ir­manni sín­um á for­seta­stóli árið 2000.

Hlé­drægni Pútíns vék smátt og smátt fyr­ir vald­hroka við set­una í Kreml. Á for­seta­stóli sagði hann ólígörk­un­um stríð á hend­ur og lét dæma þann rík­asta í 10 ára fang­elsi. KGB-menn­irn­ir höfðu sigrað.

For­set­inn sner­ist einnig gegn Vest­ur­lönd­um og Banda­ríkj­un­um sér­stak­lega, Á öðru kjör­tíma­bili sínu árið 2007 flutti hann ræðu í München sem mark­ar upp­haf þess sem síðar varð og blas­ir nú við öll­um heim­in­um á blóðvöll­um Úkraínu.

Rúss­nesk­ir auðmenn, ólíg­ark­ar og KGB-menn arðræna rúss­nesku þjóðina og flytja auðinn til út­landa. Til varð net mútu­sjóða og sam­vog­un­ar­fyr­ir­tækja auk þess sem stundað var stór­fellt pen­ingaþvætti. Til marks um það er að rann­sókn­araðilar töldu að „meira en 200 millj­arðar af svört­um pen­ing­um hefðu verið flutt­ir í gegn­um reikn­inga í Danske Bank“. (475)

Höf­und­ur bein­ir at­hygli sér­stak­lega að fjár­hags­leg­um tengsl­um Don­alds Trumps við Moskvu­menn. Þau má rekja allt aft­ur til 1990 og tóku á sig stór­póli­tíska mynd þegar Trump bauð sig fram til for­seta 2016. Við þá sögu teng­ist ís­lenska fyr­ir­tækið FL-Group vegna 50 millj­ón doll­ara fjár­fest­ing­ar í fast­eigna­fé­lag­inu Bayrock. (543) Saga Bayrock og sam­skipta fyr­ir­tæk­is­ins við Trump er rak­in og teng­ist FL-Group henni í maí 2007 eins og sagt var frá í fjöl­miðlum hér á þeim tíma án þess að Rússa­tengsla væri getið.

69aec5ef-38ba-4718-a475-47ec9c5a7188Bók­in Menn Pút­ins kom út á ensku í apríl 2020, tæp­um tveim­ur árum áður en Pútín gaf fyr­ir­mæl­in um inn­rás í Úkraínu. Í ljósi henn­ar fær frá­sögn­in af af­stöðu Pútíns og KGB-mann­anna til lands­ins dýpri merk­ingu. Um einskon­ar keis­ara­lega þrá­hyggju sem mót­ast af væn­i­sýki er að ræða.

Höf­und­ur­inn Cat­her­ine Belt­on er blaðamaður og rit­höf­und­ur. Hún var frétta­rit­ari The Fin­ancial Times í Moskvu frá 2007 til 2013. Þar komst hún í kynni við ýmsa heim­ild­ar­menn sína í bók­inni. Text­an­um fylg­ir ít­ar­leg heim­ilda­skrá og nafna­skrá auk mynda. Eðli máls­ins sam­kvæmt get­ur hún ekki nafn­greint alla heim­ild­ar­menn sína. Í bók­inni er fjöldi frá­sagna af ein­stak­ling­um sem týndu lífi á grun­sam­leg­an hátt, lík­lega vegna vitn­eskju sinn­ar um viðskipta­hætti og fjár­reiður Kreml­verja eða vitorðsmanna þeirra.

Viðskiptaflétt­urn­ar og und­ir­mál­in eru flók­in en þýðand­inn, Elín Guðmunds­dótt­ir, kem­ur öllu vel og skil­merki­lega til skila. Rúss­nesk manna­nöfn eru um­rituð sam­kvæmt regl­um. Með orðasmíð verður text­inn gagn­sær t.d. seg­ir að KGB-menn hafi notað „ræn­ingjakapítal­isma“ til að gera Jelt­sín-fjöl­skyld­unni ókleift að halda völd­um. (186) Starfs­heiti eru erfið viður­eign­ar, „starfs­manna­stjóri“ skort­ir valds­manns­leg­an blæ – svo að eitt dæmi sé nefnt. Stund­um hefði mátt setja ár­tal á eft­ir dag­setn­ingu til að auðvelda lesskiln­ing.

Því er lýst hvernig Pútín breyt­ist við að und­ir­sát­ar hans um­gang­ast hann sem al­vald: „Þessi stöðuga þræls­lund fór smám sam­an að gera hann yf­ir­læt­is­full­an og þegar hann fór að trúa því að hann væri nýi keis­ar­inn fór hann að taka harka­legri og alræðis­legri ákv­arðanir …“ (294)

KGB-menn­irn­ir mótuðu nýja hug­mynda­fræði til að end­ur­reisa veldi rúss­neska rík­is­ins og efla keis­ara­legu tengsl­in við fyrr­ver­andi Sov­ét­lýðveld­in. (303) Jafn­framt var rúss­nesk­ur rétt­trúnaður í aukn­um mæli upp­haf­inn og her­ferðir til út­breiðslu hans fjár­magnaðar af auðugum rétt­trúnaðarólígörk­um, fyrst í Úkraínu og síðan í lönd­um lengra til vest­urs. (485)

Í skrif­um ým­issa hér á landi, einkum á sam­fé­lags­miðlum, má sjá merki um boðskap í þessa veru. Er þá frek­ar grunnt á ljós­um eða óljós­um stuðningi við málstað Pútíns og hernað hans í Úkraínu. Þar er lögð áhersla á hug­mynda­fræði í anda slav­neskra gilda rúss­nesku rétt­trúnaðar­kirkj­unn­ar sem boðar næst­um and­stæðu við vest­ræn gildi frjáls­lynd­is og umb­urðarlynd­is. „Rúss­neska rétt­trúnaðar­kirkj­an leit á rétt­trúnaðinn sem hina eina sönnu trú og taldi öll önn­ur trú­ar­brögð villu­trú.“ Þetta völdu KGB-menn sem hug­mynda­fræðileg­an sprota í end­ur­reisn Rúss­lands sem stór­veld­is og hann féll „í frjó­an jarðveg hjá þeim sem fannst þeir hafa setið eft­ir í bægslagangi alþjóðavæðing­ar­inn­ar og þeim sem voru haldn­ir rót­grón­um for­dóm­um“. (488)

Bók­in minn­ir á hve rangt mat vest­ræn­ir sér­fræðing­ar og stjórn­mála­menn lögðu á breyt­ing­arn­ar í Rússlandi eft­ir valda­töku Pútíns.

Til dæm­is er vitnað í reynd­an banda­rísk­an diplómat í for­setatíð Bills Cl­int­ons (1993-2001), Strobe Tal­bott, sem taldi Rúss­land ekki leng­ur „ol­íu­stór­veldi“, Rúss­ar yrðu þess vegna meiri þátt­tak­end­ur í alþjóðasam­vinnu sem reist væri á virðingu fyr­ir alþjóðalög­um. (429) Við vit­um nú að þetta reynd­ist alrangt. Rúss­land varð orku­stór­veldi og Moskvu­menn virða alþjóðalög að vett­ugi.

Sorg­legt er ef raun­særri grein­ing á þróun stjórn­ar­hátta í Rússlandi og á of­læti, fé­gráðugra alræðissinna hefði dugað til að hindra ógn­ar­tök þeirra á Rúss­um og eyðilegg­ingu Úkraínu. Hana verður að stöðva og ná tök­um á Pútín og mönn­um hans. Það er bit­ur boðskap­ur þess­ar­ar mögnuðu bók­ar.