11.11.2019

Saga kjaradeilna og samninga

Bækur - Sagnfræði - Morgunblaðið 11. nóvember 2019

Frá Þjóðarsátt til Lífskjarasamnings eft­ir Guðmund Magnús­son. Útg. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, Rvk. 2019. 155 bls.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins gáfu árið 2004 út rit­verk Guðmund­ar Magnús­son­ar, sagn­fræðings og blaðamanns, Frá kreppu til þjóðarsátt­ar – saga Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands frá 1934 1999. Í eft­ir­mála bók­ar­inn­ar seg­ir höf­und­ur að ekki sé um hefðbundna fé­lags­sögu að ræða held­ur hvíli megin­áhersl­an á að setja starf­semi Vinnu­veit­enda­sam­bands­ins í þjóðfé­lags­legt sam­hengi með það fyr­ir aug­um að varpa ljósi á áhrif sam­tak­anna.

Nú hafa Sam­tök at­vinnu­lífs­ins gefið út nýja bók eft­ir Guðmund: Frá Þjóðarsátt til Lífs­kjara­samn­ings – Sam­tök at­vinnu­lífs­ins 1999-2019.

Þjóðarsátt­ar­samn­ing­arn­ir svo­nefndu voru gerðir 2. fe­brú­ar 1990 milli verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar, at­vinnu­rek­enda og rík­is­ins. Þeir breyttu „and­rúms­lofti á vinnu­markaði mjög til hins betra með því að auka traust á milli vinnu­veit­enda og verka­lýðshreyf­ing­ar. For­ystu­menn at­vinnu­rek­enda gátu horft um víðara svið en áður“, seg­ir Guðmund­ur í upp­hafi bók­ar sinn­ar. Stofn­un Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) haustið 1999 megi rekja til mik­ill­ar já­kvæðrar gerj­un­ar í þjóðfé­lag­inu á þess­um árum.

Í bók­inni er samruna Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands (VSÍ) og Vinnu­mála­sam­bands­ins (VMS) inn­an SA lýst. Þar sam­einuðust tvær fylk­ing­ar sem áður börðust harka­lega um ítök og áhrif, full­trú­ar einka­fyr­ir­tækja og sam­vinnu­fyr­ir­tækja. Til varð öfl­ug­ur, sam­hent­ur viðsemj­andi á al­menn­um launa­markaði sem styrkt hef­ur stöðu sína jafnt og þétt á 20 árum og nýt­ur nú allt annarr­ar stöðu í sam­fé­lag­inu en á tíma tog­streitu milli at­vinnu­rek­enda og flokk­spóli­tískra ítaka inn­an launþega­sam­tak­anna.

Guðmund­ur lýs­ir viðræðum og efni kjara­samn­inga und­an­far­in 20 ár og lýk­ur frá­sögn sinni með lífs­kjara­samn­ingn­um sem ritað var und­ir í Ráðherra­bú­staðnum 3. apríl 2019. Samn­ing­ur­inn var síðar samþykkt­ur með 89% at­kvæða inn­an SA og 80% launa­fólks.

Í bók­inni er að finna tölu­leg­an fróðleik um efni kjara­samn­inga sem hætt er við að fari fyr­ir ofan garð og neðan hjá öðrum en þeim sem til þekkja.

Oft er grafið und­an nauðsyn­leg­um trúnaði og trausti milli aðila vinnu­markaðar­ins á viðkvæmu stigi mála. Stund­um er að vísu gert of mikið úr at­lögu í hita leiks­ins í von um að bæta samn­ings­stöðuna. Þarna er að jafnaði um þríeyki að ræða: launþega, at­vinnu­rek­end­ur og rík­is­valdið. Á meðan þríeykið er ekki sam­stiga rík­ir óvissa og óstöðug­leiki. Oft veld­ur sjálf­stæður aðili, kjara­dóm­ur eða kjararáð, upp­námi. Nú á að hafa verið dregið úr þeirri hættu. Verst er að ekki hef­ur tek­ist að sam­ein­ast um betri al­menn­an samn­ingsramma, kennd­an við SALEK.

Afmaelisbok-sa

Vönduð línu- og súlu­rit­in í bók­inni sýna að kaup og kjör hafa batnað veru­lega á und­an­förn­um 20 árum þrátt fyr­ir að „hér varð hrun“ svo að vitnað til orða sem oft hafa heyrst eft­ir haustið 2008. Af bók­inni má ráða að eng­ir kær­leik­ar hafi verið með stjórn „hinna vinn­andi stétta“, Sam­fylk­ing­ar og Vinstri-grænna, og launþega­hreyf­ing­ar­inn­ar á ár­un­um 2009 til 2013.

Þeir sem eru hægra meg­in við miðju stjórn­mál­anna valda ekki óróa í verka­lýðsfé­lög­um held­ur hinir sem sækja að ráðandi öfl­um í hreyf­ing­unni frá vinstri. Eft­ir að klíka sósí­al­ista náði tök­um á Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi treysti hún völd sín með brottrekstri reynds starfs­fólks fé­lags­ins. Þessi ófriðaröfl telja stöðug­leika og hag­vöxt vopn í hendi and­stæðinga sinna.

Afstaðan til ESB og evr­unn­ar er mæli­kv­arði á breyt­ing­ar sem hafa orðið inn­an SA og Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ). Rétt áður en bank­arn­ir urðu gjaldþrota í októ­ber 2008 vildu ASÍ-menn fram­lengja kjara­samn­inga óbreytta en að SA tæki und­ir þá kröfu þeirra að „rík­is­stjórn­in lýsti yfir vilja til að ganga í Evr­ópu­sam­bandið“. Nú gagn­rýna ráðamenn ASÍ aðild að EES vegna and­stöðu þeirra við markaðsvæðingu.

Haustið 2008 vakti ESB-skil­yrði ASÍ ágrein­ing inn­an SA. Sam­tök iðnaðar­ins töldu að ekki ætti að stilla rík­is­stjórn­inni upp við vegg á þenn­an hátt þótt þau vildu í ESB. Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu og Sam­tök ferðaiðnaðar­ins vildu setja rík­is­stjórn­inni ESB-skil­yrði. Lands­sam­band ís­lenskra út­vegs­manna og Sam­tök fisk­vinnslu­stöðva lýstu ein­dreg­inni and­stöðu. Var bókað í fund­ar­gerð SA um málið að fé­lög með 77% at­kvæðavægi inn­an sam­tak­anna lýstu yfir vilja til þess að Ísland sækti um aðild að ESB.

Inn­an SA þróaðist ESB-málið á þann veg að gerð var könn­un á af­stöðu aðild­ar­fyr­ir­tækj­anna til aðild­ar að ESB og upp­töku evru. Niðurstaða henn­ar var birt 15. des­em­ber 2008:

„Hún kom lík­lega mörg­um á óvart. Ekki reynd­ist meiri­hluti fyr­ir aðild­ar­um­sókn og evru eins og marg­ir höfðu talið. Tæp­lega 43% þátt­tak­enda voru hlynnt aðild og evru, 40% and­víg og 17% tóku ekki af­stöðu. Í fimm aðild­ar­fé­lög­um sam­tak­anna var meiri­hluti fyr­ir aðild en andstaða í þrem­ur. Ekki var því tal­inn grund­völl­ur fyr­ir að breyta um stefnu í mál­inu. Samþykkti stjórn­in að SA myndu ekki beita sér fyr­ir aðild að ESB eða upp­töku evru.“ (Bls. 57.) Eyj­ólf­ur Árni Rafns­son varð formaður SA á ár­inu 2017 og í ljósi fyrri umræðna vöktu þessi orð hans sér­staka at­hygli: „Ég hef ekki komið auga á rök fyr­ir því að önn­ur mynt kæmi Íslandi bet­ur en krón­an.“

Bók­in er ríku­lega myndskreytt og vönduð að allri gerð. Þar er þó eng­in nafna­skrá en fá­ein­ar prentvill­ur. Fjöl­marg­ar dag­setn­ing­ar eru í text­an­um, með þeim ætti jafn­framt að birta ár­tal les­and­an­um til leiðbein­ing­ar.

Því ber að fagna að Sam­tök at­vinnu­lífs­ins skuli fela Guðmundi Magnús­syni að skrá sögu sína. Með því er mik­ill fróðleik­ur varðveitt­ur á ein­um stað.