13.2.2021

Sæmundur fróði og Snorri

Morgunblaðið, laugardag 13. febrúar 2021

Í til­efni af því að árið 2019 voru 75 ár liðin frá stofn­un lýðveld­is á Íslandi var stofnað til fimm ára átaks­verk­efn­is um þverfag­leg­ar rann­sókn­ir á rit­menn­ingu ís­lenskra miðalda. Rík­is­stjórn­in myndaði sjóð til að styrkja rann­sókn­ir á þessu sviði, m.a. með því að efla rann­sókn­ir á heim­ild­um um rit­un­arstaði miðalda­hand­rita á Íslandi og þá sér­stak­lega á þeim lær­dómsmiðstöðvum og klaustr­um þar sem rit­menn­ing blómstraði.

Fyrstu styrk­ir voru veitt­ir úr sjóðnum í fyrra. Að styrk­veit­ing­unni kem­ur sér­stök út­hlut­un­ar­nefnd en Snorra­stofa í Reyk­holti ann­ast um­sýslu vegna verk­efn­is­ins. Hún aug­lýsti ný­lega eft­ir um­sókn­um vegna styrkja árs­ins 2021 en í aug­lýs­ingu vegna þeirra seg­ir að áætlað ár­legt ráðstöf­un­ar­fé sjóðsins sé 35 m.kr. á tíma­bil­inu 2020 til 2024.

Verk­efnið skipt­ist í tvo verkþætti: Ann­ars veg­ar að rann­saka menn­ing­ar­minj­ar og um­hverfi tengt rit­menn­ing­ar­stöðum miðalda og hins veg­ar hand­rita- og bók­menn­ingu þeirra.

Í fyrra runnu stærstu styrk­irn­ir, 7 m. kr. hver styrk­ur, til rann­sókna á þrem­ur stöðum, styrkþegar voru: Elín Ósk Heiðars­dótt­ir fyr­ir hönd Forn­leif­a­stofn­un­ar Íslands vegna verk­efn­is­ins Staðar­hóll í Döl­um: Höfuðból í minj­um, sögu og sagna­rit­un, Stein­unn Kristjáns­dótt­ir fyr­ir hönd Há­skóla Ísland, vegna verk­efn­is­ins Þing­eyrak­laust­ur: Hjarta rit­menn­ing­ar í fjór­ar ald­ir, og Helgi Þor­láks­son fyr­ir hönd Odda­fé­lags­ins vegna verk­efn­is­ins Odd­a­rann­sókn­in.

Snorra­stofa hef­ur um­sýslu verk­efn­is­ins vegna þess að þar hef­ur á und­an­förn­um ald­ar­fjórðungi verið unnið að því að festa menn­ing­ara­frek miðalda í sessi með því að tengja þau sögu­stað, Reyk­holti í Borg­ar­f­irði, og minn­ingu Snorra Sturlu­son­ar. Starf Snorra­stofu var for­senda Reyk­holts­verk­efn­is­ins sem reist er á forn­leifa­rann­sókn­um og marg­vís­leg­um öðrum rann­sókn­um til að leiða þenn­an forna stað inn í samtíðina og gefa hon­um nýtt gildi í krafti fortíðar. Við alla upp­bygg­ingu höfðu sr. Geir Waage og sam­starfs­menn hans allt frum­kvæði, án sam­býl­is við Reyk­holts­söfnuð og sókn­ar­prest hefði Snorra­stofa aldrei náð að dafna.

Stof­an stend­ur ekki aðeins að rann­sókn­um og um­sýslu á inn­lend­um vett­vangi held­ur einnig alþjóðleg­um. Forn trú­ar­brögð Norðurs­ins er verk­efni sem birt­ist í sjö binda verki um nor­rænu goðafræðina á ensku. Berg­ur Þor­geirs­son, for­stöðumaður Snorra­stofu, hef­ur í 12 ár haldið utan um þetta mikla og metnaðarfulla verk­efni og aflað til þess fjár. Rann­sókna­sjóður í Ástr­al­íu styrkti það til dæm­is veg­lega.

1105600_1613298135554Frá Odda á Rangárvöllum (mynd mbl.is).

Þess var minnst 1. des­em­ber 2020 að þann dag árið 1990 var Odda­fé­lagið stofnað. Í Odda­fé­lag­inu eru áhuga­menn um end­ur­reisn menn­ing­ar- og fræðaset­urs að Odda á Rangár­völl­um. Til­gang­ur fé­lags­ins er að gera Odda að miðstöð menn­ing­ar á nýj­an leik með áherslu á sögu staðar­ins og mik­il­vægi hans um ald­ir.

Odda­fé­lagið hef­ur ráðið Friðrik Erl­ings­son rit­höf­und sem verk­efna­stjóra fé­lags­ins.

Í vik­unni birt­ist viðtal við Friðrik hér í blaðinu. Hann sagði að Odda­fé­lagið stefndi að því að byggja nýja Odda­kirkju og menn­ing­ar- og fræðasetrið Sæ­mund­ar­stofu í Odda á Rangár­völl­um. Mann­virk­in og starf­semi í þeim yrði menn­ing­armiðja Suður­lands. Þar yrði rúm­lega þúsund ára sögu og mann­lífs staðar­ins gerð skil. Aðeins eru tólf ár þar til 900 ára ártíðar Sæ­mund­ar fróða, fræg­asta son­ar Odda, verður minnst.

Sæmund­ur fróði er sveipaður dulúð áhrifa­manns á bak við tjöld­in. Marg­ir hafa rýnt í sögu hans og nú hef­ur Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri gefið út að næsta bók hans verði um Sæ­mund fróða. Friðrik Erl­ings­son seg­ir að víða megi sjá fingra­för Sæ­mund­ar.

Fram­gang­ur rit­menn­ing­ar­verk­efn­is­ins ber vott um ánægju­lega grósku í rann­sókn­um og áhuga á menn­ing­ar­legri gull­öld miðalda hér á landi. Víðtæk­ur al­menn­ur áhugi á miðalda­menn­ing­unni birt­ist meðal ann­ars í fjöl­menni sem sæk­ir fyr­ir­lestra á veg­um Miðalda­stofu Há­skóla Íslands.

Gildi þess að geta tengt menn­ing­ara­frek­in við staði á borð við Reyk­holt og Odda er ómet­an­legt og stuðlar að al­mennri kynn­ingu og vit­und um ræt­ur menn­ing­ar­inn­ar og er­indi henn­ar við sam­tím­ann.

Á líðandi stund er til dæm­is frá­leitt að líta þannig á að fræði Snorra Sturlu­son­ar höfði aðeins til þeirra sem horfa til fortíðar. Vitn­eskja um efni þeirra auðveld­ar skiln­ing á verk­um samtíðar.

Krúnu­leik­arn­ir, Game of Thrones, runnu sitt skeið sem vin­sæl og heims­fræg þáttaröð í sjón­varpi á ár­inu 2019. Þeir lifa þó enn í hug­um margra. Skipu­lagðar eru ferðir um Ísland til að sjá hvar sum atriði í þáttaröðinni voru kvik­mynduð. Hitt væri ekki síður merki­legt að kynna þræði sög­unn­ar aft­ur til Snorra Sturlu­son­ar á nú­tíma­legri sýn­ingu.

Snorra­stofa og Há­skóli Íslands ýttu árið 2016 úr vör alþjóðlegu rann­sókn­ar­verk­efni: Heimskringla og fram­halds­líf Snorra Sturlu­son­ar. Und­ir merkj­um þess er leit­ast við að kort­leggja hvernig verk Snorra lifa í bók­mennta­verk­um, tón­verk­um, teikni- og mynd­list og kvik­mynd­um allt fram á þenn­an dag þegar dreif­ing þeirra eykst en minnk­ar ekki.

Snorri Sturlu­son ólst upp hjá höfðingj­um í Odda og hlaut þar mennt­un og menn­ingu í arf frá Sæ­mundi fróða. Að end­ur­vekja vit­und­ina um af­reks­menn ís­lenskr­ar menn­ing­ar í alþjóðleg­um straum­um miðalda er verðugt og gef­andi verk­efni fyr­ir sam­tím­ann.