30.7.2022

Rýni á fólki og fjármagni

Morgunblaðið, laugardagur 30. júlí 2022.


Er­lend­um rík­is­borg­ur­um sem skráðir eru með bú­setu hér á landi hef­ur fjölgað um 7,5% frá því í des­em­ber í fyrra. Var hlut­fall er­lendra rík­is­borg­ara með bú­setu hér um 14% 1. des­em­ber 2021.

Alls voru rúm­lega 59 þúsund er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar skráðir með bú­setu hér á landi 1. júlí 2022 og fjölgaði þeim um rúm­lega fjög­ur þúsund frá fyrsta 1. des­em­ber 2021. Úkraínsk­um rík­is­borg­ur­um fjölgaði mest eða um 490% á tíma­bil­inu. Þá fjölgaði pólsk­um rík­is­borg­ur­um um tæp­lega 600 og eru nú meira en 22 þúsund pólsk­ir rík­is­borg­ar­ar bú­sett­ir í land­inu. Það er tæp­lega 6% lands­manna.

Af þess­um töl­um verður ekki ráðið að Íslend­ing­ar sýni því andúð að er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar setj­ist að í landi þeirra. Heild­ar­mynd­in er hins veg­ar sjald­an nefnd þegar tekið er til við að ræða mál ein­stak­linga í þess­um fjöl­menna hópi. Sum­ir neita að fara að sett­um regl­um og safna hópi stuðnings­manna sér til halds og trausts. Yf­ir­leitt á málstaður þeirra greiðan aðgang að fjöl­miðlum og á Alþingi er hon­um hampað.

Pírat­ar eru þar fremst­ir í flokki, Sam­fylk­ing og Viðreisn eru þó aldrei langt und­an í hneyksl­un­ar- og ásök­un­ar­her­ferðum eða óverðskulduðu hatri í garð Útlend­inga­stofn­un­ar. Lög­fest til­raun til að af­tengja af­greiðslu út­lend­inga­mála flokk­spóli­tík­inni mistókst hrap­al­lega – valdið var tekið af ráðherra, hann sit­ur samt uppi með skamm­irn­ar, áhrifa­laus. Emb­ætt­is­menn sem fara að lög­um eru út­hrópaðir.

Farið er með fróðleik að baki töl­um um út­lend­inga sem viðkvæm trúnaðar- og einka­mál sem ekki megi ræða op­in­ber­lega. Þegar kem­ur að ferðum fólks vilja þeir sem rót­tæk­ast­ir eru ganga svo langt að af­nema öll landa­mæri og hafa stofnað sér­staka hreyf­ingu í því skyni (No bor­ders). Ber gjarn­an mikið á fé­lags­mönn­um hreyf­ing­ar­inn­ar í aðgerðum í þágu er­lendra rík­is­borg­ara hér. Til­lög­ur um for­virk­ar aðgerðir og rann­sókn­ir til að hefta ólög­leg­ar ferðir fólks til lands­ins eða greina skipu­lega alþjóðlega glæp­a­starf­semi mæl­ast illa fyr­ir og slegið er á umræður um þær.

Eitt er krafa um að ekki skuli skimað til að tak­marka ferðaf­relsi fólks. Önnur viðhorf birt­ast um skimun þegar kem­ur að er­lendri fjár­fest­ingu.

Bishalimage_20200724113323Frá 16. júní 2022 hef­ur legið í op­in­berri sam­ráðsgátt á net­inu skjal frá for­sæt­is­ráðherra um „fag­lega grein­ingu“ stjórn­valda á því hvort af til­tek­inni beinni er­lendri fjár­fest­ingu stafi hætta fyr­ir þjóðarör­yggi eða alls­herj­ar­reglu.. Mark­miðið sé að ganga úr skugga um að ein­stak­ar er­lend­ar fjár­fest­ing­ar á til­tekn­um viðkvæm­um sam­fé­lags­sviðum leiði ekki af sér ör­ygg­is­ógn. Fyr­ir því megi færa sann­fær­andi rök að fyr­ir­komu­lag af þessu tagi sé al­mennt fallið til að auka traust til er­lendra fjár­fest­inga á sam­fé­lags­lega mik­il­væg­um sviðum, til hags­bóta fyr­ir at­vinnu­lífið og sam­fé­lagið allt.

Þarna eru með öðrum orðum færð hald­góð rök fyr­ir for­virk­um rann­sókn­araðgerðum á er­lend­um fjár­fest­um í nafni þjóðarör­ygg­is.

Frest­ur til að skila um­sögn­um um þessi áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar er nýliðinn. Þær fáu sem sett­ar voru í sam­ráðsgátt­ina sýna að al­mennt sé skiln­ing­ur á nauðsyn rýni af þess­um toga. Ein­dregið er þó varað við að rann­sókn­araðferðir verði strang­ari hér en ann­ars staðar. Þykja áformin bera með sér hættu á því.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og aðild­ar­sam­tök þeirra telja lög um efnið nauðsyn­leg en gera jafn­framt al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við ým­is­legt sem í áformun­um birt­ist. Nú þegar séu hér mikl­ar höml­ur á beina er­lenda fjár­fest­ingu. Aðeins í tveim­ur OECD-ríkj­um séu meiri höml­ur, Nýja-Sjálandi og Mexí­kó. Raun­ar séu höml­urn­ar hér um þre­falt meiri en geng­ur og ger­ist meðal OECD-ríkja og jafn­framt ríki hér meiri hindr­an­ir í öll­um at­vinnu­greina­flokk­um að fjöl­miðlum und­an­skild­um. Hlut­fall beinn­ar er­lendr­ar fjár­fest­ing­ar inn í landið af vergri lands­fram­leiðslu mæl­ist afar lágt í sam­an­b­urði þjóða. Ísland skipi þar 61. sæti af 63. ríkj­um í út­tekt IMD-viðskipta­há­skól­ans í Sviss á sam­keppn­is­hæfni ríkja fyr­ir árið 2022.

Í um­sögn Viðskiptaráðs eru einnig gerðar al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við áformin. Íslenskt efna­hags­líf búi nú þegar við ýms­ar sérregl­ur um höml­ur á er­lenda fjár­fest­ingu sem ekki þekk­ist er­lend­is. Hindr­an­irn­ar séu mest­ar í sjáv­ar­út­vegi, eign­ar­hald er­lendra aðila í út­gerðum megi ekki fara um­fram 25%. Þá megi er­lend­ir fjár­fest­ar al­mennt ekki eiga meira en 49% í inn­lend­um flugrekstri. Ein­ung­is 5% fjár­fest­inga á ís­lenska hluta­bréfa­markaðnum séu í eigu er­lendra fjár­festa, borið sam­an við 72% að meðaltali á Norður­lönd­um.

Bein er­lend fjár­fest­ing hér er sögð mest í fé­lög­um tengd­um álfram­leiðslu og lyfjaiðnaði.

Í um­sögn Viðskiptaráðs er bent á að alþjóðlega vísi­tölu­fyr­ir­tækið FTSE Rus­sell ætli að færa ís­lensk­an hluta­bréfa­markað í flokk ný­markaðsríkja í þrem­ur áföng­um frá sept­em­ber 2022 til mars 2023. Reikni Nas­daq Ice­land með því „að um 50 millj­arða inn­flæði er­lendr­ar fjár­fest­ing­ar verði af þessu til­efni einu sam­an“.

Meira jafn­vægi mætti ríkja í af­stöðu til er­lends fólks og fjár­magns. Óhóf­leg­ar regl­ur, höml­ur og hindr­an­ir mega ekki verða til þess að fæla þá frá sem hafa áhuga á fjár­fest­ing­um hér. Þróun sam­fé­lags­ins verður að end­ur­spegla fólks­fjölda og lýðfræðileg­ar breyt­ing­ar.

Þegar leitað er álits ferðafólks læt­ur það gjarn­an orð falla um að hér sé það ör­uggt. Aðeins eitt at­vik get­ur breytt þessu viðhorfi. Regl­ur um for­virk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir við komu fólks og fjár­magns til lands­ins eru rétt­mæt­ar, séu þær sann­gjarn­ar og fram­kvæmd­ar af rétt­sýni. Þær efla traust og ör­yggi í sam­fé­lag­inu öllu.