20.2.2021

Ritskoðun ekki rökræður

Umræðan - Morgunblaðið laugardag 20. febrúar 2021

Markaðssvið Keil­is – miðstöðvar vís­inda, fræða og at­vinnu­lífs, hef­ur ákveðið að veita aug­lýs­inga­fé sínu í aðra átt en að miðlum Sýn­ar næstu miss­er­in, seg­ir í frétt á mbl.is föstu­dag­inn 19. fe­brú­ar. Þetta sé gert „í ljósi nýbirtra upp­lýs­inga er varða lík­ams­s­mán­un og skeyt­ing­ar­leysi starfs­manna gagn­vart umræðunni“. Ástæðan fyr­ir ákvörðun­inni eru niðrandi um­mæli í út­varpsþætti í stöð Sýn­ar. Í yf­ir­lýs­ingu vís­inda- og fræðamiðstöðvar­inn­ar seg­ir: „Siðaregl­ur Keil­is kveða á um að við kom­um í veg fyr­ir að í starfi okk­ar viðgang­ist hvers kyns órétt­læti.“

Dag­inn áður, fimmtu­dag­inn 18. fe­brú­ar, var sagt frá því á mbl.is að rík­is­út­varpið (RÚV) hefði farið fram á við út­gerðarfé­lagið Sam­herja að taka niður mynd­skeið á Face­book með gagn­rýni á frétta­stofu RÚV. Þá bað frétta­stof­an rit­stjórn Face­book að fjar­lægja mynd­band Sam­herja af sam­fé­lagsveitu sinni. Var það gert í nafni höf­und­ar­rétt­ar enda hefði Sam­herji „ekki aflað samþykk­is frá safna­deild Rík­is­út­varps­ins fyr­ir notk­un á hljóð- og mynd­efni áður en fé­lagið setti mynd­bandið í birt­ingu“. Sam­herji hafði til­kynnt safna­deild­inni notk­un sína á 15 sek­únd­um úr frétt­um RÚV og óskað eft­ir reikn­ingi seg­ir á mbl.is. Á vef RÚV seg­ir að hægt sé að panta hljóð- og mynd­efni hjá RÚV-safni til einka­nota eða op­in­berr­ar birt­ing­ar.

Samherji-1-2000x1500Sam­herji sner­ist fyr­ir nokkr­um mánuðum til varn­ar gegn frétta­stofu RÚV vegna þess sem út­gerðin tel­ur rang­færsl­ur í Namib­íu­mál­inu svo­nefnda. Snerta um­rædd­ar 15 sek­únd­ur frá­sögn sem því teng­ist. Verður sú flókna saga ekki rak­in hér. Víst er að spurt verður að leiks­lok­um í því máli eins og Seðlabanka­mál­inu svo­nefnda þar sem stjórn­end­ur bank­ans og frétta­menn RÚV tóku hönd­um sam­an til að sverta Sam­herja.

Heiðar Örn Sig­urfinns­son, vara­f­rétta­stjóri RÚV, sakaði Sam­herja um þjófnað á efni RÚV í sam­tali við mbl.is 18. fe­brú­ar 2021. Hann for­dæmdi Sam­herja fyr­ir að nota efni úr frétt­um RÚV í „áróðurs­mynd­bönd“ og sagði einnig:

„Við höf­um beðið safna­deild­ina um að láta okk­ur vita af því ef Sam­herji ósk­ar eft­ir mynd­efni í frek­ari mynd­banda­gerð, til þess að geta tekið af­stöðu til þess. [...] Þetta eru ný vinnu­brögð.“

Þessi tvö dæmi, ann­ars veg­ar um vís­inda- og fræðamiðstöð sem tel­ur eig­in siðaregl­ur banna aug­lýs­ingu hjá fyr­ir­tæki vegna um­mæla eins af þátt­ar­gerðarmönn­um þess og hins veg­ar um rík­is­frétta­stofu sem tel­ur eðli­legt að hún stjórni því hverj­ir fái að greiða fyr­ir og birta efni úr RÚV-safn­inu eru „ný vinnu­brögð“ eins og vara­f­rétta­stjóri RÚV seg­ir. Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál.

Margt af því sem hent er á loft í umræðum líðandi stund­ar og verður að hneyksl­un­ar­efni er miklu veiga­minna en það sem hér um ræðir. Mikl­ar umræður eru víða er­lend­is um þá áráttu há­skóla­manna og fjöl­miðlamanna að grípa frek­ar til úti­lok­un­ar en rök­ræðna.

Frjáls­ar og opn­ar umræður um mál sem telj­ast viðkvæm og kunna að særa ein­hverja eru ein­fald­lega bannaðar. Gripið er til hót­ana til að halda fyr­ir­les­ur­um frá há­skóla­svæðum. Rit­stjór­ar eru flæmd­ir frá störf­um, ekki endi­lega vegna þess sem þeir skrifa held­ur þess sem þeir birta.

Sjálf­stæð mennta­stofn­un, Keil­ir, tel­ur það falla að ímynd sinni og siðferðilegri ábyrgð að setja fjöl­miðlafyr­ir­tæki í bann vegna þess að ein­um starfs­manna þess varð á í mess­unni. Starfsmaður­inn baðst af­sök­un­ar og Sýn tók þátt­inn af dag­skrá.

Rík­is­rek­in frétta­stofa berst svo hat­rammri bar­áttu við burðarfyr­ir­tæki í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi að leitað er á náðir stjórn­enda Face­book til að loka á gagn­rýna upp­lýs­inga­miðlun út­gerðar­inn­ar í krafti ásak­ana um ritstuld.

Um nokk­urra mánaða skeið hef­ur verið alið á þeirri skoðun að eitt­hvað óeðli­legt sé við að Sam­herji noti þá miðla sem fyr­ir hendi eru til að skýra mál sitt. Sam­herji veg­ur vissu­lega harka­lega að frétta­stofu RÚV en rök eru færð fyr­ir öllu sem sagt er. Loka­úr­ræði frétta­stof­unn­ar er að grípa til rit­skoðunar með aðstoð stjórn­enda Face­book um sama leyti og Face­book vek­ur hneyksl­un vegna lok­un­ar á fréttamiðlun á síðu sinni í Ástr­al­íu þar sem inn­lend­ir frétta­menn saka tækn­iris­ann um ritstuld.

Að RÚV sé op­in­bert hluta­fé­lag en ekki rík­is­stofn­un leiðir varla til þess að þeir sem eiga sam­skipti við RÚV-safnið þurfi að lúta því að beiðni þeirra um efni sæti sér­stakri skoðun hjá frétta­stof­unni og hún eigi síðasta orðið sjálfri sér til varn­ar. Að svo sé vegna Sam­herja end­ur­spegl­ar tvennt: Í fyrsta lagi hve hörmu­lega starfs­menn RÚV hafa haldið á mál­efn­um út­gerðarfé­lags­ins og sam­skipt­um við það. Það væri illt í efni ef miðlun frétta af mönn­um og mál­efn­um leiddi að jafnaði til þess sem að ofan er lýst. Í öðru lagi að frétta­menn RÚV telja eðli­legt að all­ar venju­leg­ar sam­skipta­regl­ur séu sniðgengn­ar og taki mið af hags­mun­um frétta­stof­unn­ar. Ekki gildi hlut­lægt mat held­ur það sem mönn­um finnst um hitt eða þetta, með öðrum orðum geðþótti.

Vill ein­hver í raun að þró­un­in í fjöl­miðlun verði á þenn­an hátt hér á landi? Að siðaregl­ur fræðamiðstöðvar standi í vegi fyr­ir eðli­leg­um sam­skipt­um henn­ar við fjöl­miðlafyr­ir­tæki? Að all­ar eðli­leg­ar sam­skipta­regl­ur við RÚV verði að víkja fyr­ir sér­hags­mun­um frétta­stofu sem hef­ur komið sér í slík­an vanda að aðeins rit­skoðun sé til bjarg­ar?