13.4.2024

Ríkisstjórnarflokkarnir með undirtökin

Morgunblaðið, laugardagur, 13. apríl 2024

Í vik­unni sannaðist enn einu sinni að stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins Íslands dug­ar vel sem um­gjörð um óvenju­leg til­vik. Í tæp­lega átta­tíu ára sögu lýðveld­is­ins gerðist það nú í fyrsta sinn að sitj­andi for­sæt­is­ráðherra baðst lausn­ar fyr­ir sig og ráðuneyti sitt til að bjóða sig fram í for­seta­kosn­ing­um.

Lausn­ar­beiðni for­sæt­is­ráðherra má yf­ir­leitt rekja til póli­tískra at­vika, að rík­is­stjórn­in hafi misst meiri­hluta sinn í þing­kosn­ing­um eða ágrein­ing­ur hafi orðið milli flokka sem standa að baki sam­steypu­stjórn. Hitt hef­ur einnig gerst að for­sæt­is­ráðherra biðjist lausn­ar vegna veik­inda eða samið sé um stóla­skipti.

Þegar Davíð Odds­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, myndaði fjórða ráðuneyti sitt 23. maí 2003 (þriðja ráðuneytið með Fram­sókn­ar­flokkn­um) sömdu þeir Hall­dór Ásgríms­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, um að Hall­dór tæki við sem for­sæt­is­ráðherra 15. sept­em­ber 2004.

Vorið og sum­arið 2004 voru mjög hörð póli­tísk átök vegna deilna um fjöl­miðlafrum­varpið svo­nefnda, það er um eign­ar­hald á fjöl­miðlum. Baugs­menn, auðmenn sem þá áttu Frétta­blaðið sál­uga, brugðust ókvæða við frum­varp­inu og stofnuðu til mik­ils sam­blást­urs gegn því. And­stæðing­ar frum­varps­ins lögðu hart að Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands, að synja því og knýja þannig fram þjóðar­at­kvæðagreiðslu. For­seti batt enda á dvöl er­lend­is til að verða við til­mæl­un­um. Rík­is­stjórn­in ákvað að aft­ur­kalla laga­text­ann. Varð hann aldrei bor­inn und­ir þjóðina.

Davíð Odds­son veikt­ist aðfaranótt 21. júlí 2004 og stjórnaði ekki rík­is­stjórn­ar­fundi að nýju fyrr en 11. sept­em­ber 2004. Þá var strax tekið til við að und­ir­búa fram­kvæmd á sam­komu­lagi þeirra Davíðs og Hall­dórs og 15. sept­em­ber 2004 myndaði Hall­dór ráðuneyti sitt eft­ir að Davíð hafði beðist lausn­ar fyr­ir sig og sitt ráðuneyti. Davíð varð ut­an­rík­is­ráðherra í ráðuneyti Hall­dórs til 27. sept­em­ber 2005.

Það eru því tvö dæmi frá þess­ari öld um hvernig staðið er að breyt­ing­um á for­ystu í rík­is­stjórn þar sem flokk­ar ákveða að starfa sam­an án til­lits til þess í hlut hvers flokks embætti for­sæt­is­ráðherr­ans fell­ur.

Í báðum til­vik­um hafa elstu flokk­ar þjóðar­inn­ar, Fram­sókn­ar­flokk­ur og Sjálf­stæðis­flokk­ur, átt hlut að máli. Flokk­ar þar sem innri starfs­hætt­ir hafa mót­ast á mörg­um ára­tug­um í anda lýðræðis og virðing­ar fyr­ir samþykkt­um leik­regl­um og þar með stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins.

Nú hafði þriðji stjórn­ar­flokk­ur­inn, Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð (VG), frum­kvæði að breyt­ingu á rík­is­stjórn­inni. For­sæt­is­ráðherra Katrín Jak­obs­dótt­ir til­kynnti for­setafram­boð sitt föstu­dag­inn 5. apríl og baðst lausn­ar 7. apríl. Þrem­ur dög­um síðar, miðviku­dag­inn 10. apríl, flutti nýr for­sæt­is­ráðherra, Bjarni Bene­dikts­son, yf­ir­lýs­ingu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar sömu stjórn­mála­flokka á alþingi.

Án til­lits til þess hvaða mæli­kv­arða menn nota til að meta viðbrögð stjórn­ar­flokk­anna við þess­ar aðstæður hlýt­ur niðurstaðan að verða sú að hér sé skil­virk, sam­stillt stjórn sem starfar í anda þess stöðug­leika sem hún boðar.

437734226_922374906293617_7779727917220977009_nBjarni Benediktsson flytur ræðu á mörg hundruð manna fundi sjálfstæðismanna 13. apríl 2024 (mynd Facebook/Drífa Hjartardóttir).

For­sæt­is­ráðherra sagði að í efna­hags­mál­um væri stefnt að verðbólgu und­ir 4% á ár­inu eins og seðlabanki setti sem mark­mið. Orku­öfl­un yrði auk­in. Samþykkt yrðu frum­vörp um inn­flytj­enda­mál sem liggja fyr­ir þing­inu og haldið áfram að afmá sér­stöðu Íslands í út­lend­inga­mál­um. Frum­varp um um­bæt­ur á ör­orku­líf­eyri­s­kerf­inu yrði samþykkt.

For­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, og VG, Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, staðfestu vilja sinn og flokka sinna til að ljúka of­an­greind­um verk­efn­um og eiga sam­starf til loka kjör­tíma­bils­ins í sept­em­ber 2025.

Umræðurn­ar um yf­ir­lýs­ingu for­sæt­is­ráðherra leiddu í ljós mun­inn á stjórn­ar­flokk­un­um þrem­ur og stjórn­ar­and­stöðuflokk­un­um fimm, af þeim er Miðflokk­ur­inn minnst­ur með tvo þing­menn, Viðreisn hef­ur fimm þing­menn en Sam­fylk­ing, Flokk­ur fólks­ins og Pírat­ar eiga sex þing­menn hver.

Viðhorf and­stöðuflokka rík­is­stjórn­ar­inn­ar ein­kenn­ast af því að um smá­flokka er að ræða. Það skil­ur Sam­fylk­ing­una frá hinum fjór­um að hún er und­ir nýrri for­ystu sem tel­ur sig búa yfir hæfni til að skapa nýja Sam­fylk­ingu.

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, áréttaði nýju stefn­una í ræðu sinni um yf­ir­lýs­ingu for­sæt­is­ráðherra og sagðist tala fyr­ir hönd fólks­ins í land­inu.

Hún krafðist ár­ang­urs af rík­is­stjórn­inni og hún sagði: „Þetta hef­ur gengið allt of lengi [hjá stjórn­inni] og þess vegna hef­ur Sam­fylk­ing­in gætt þess að halda því kirfi­lega til haga að það mun taka sinn tíma að koma Íslandi aft­ur á rétta braut. Það mun taka tvö kjör­tíma­bil í ör­ugg­um skref­um.“ Miðað við kosn­ing­ar árið 2025 og von­ir Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um góð úr­slit þá stefn­ir Kristrún á fram­kvæmd stefnu sinn­ar fyr­ir árið 2033.

Það er aug­ljós þverstæða að Kristrún heimti skjót­an ár­ang­ur af rík­is­stjórn­inni en sjálf þurfi hún tvö kjör­tíma­bil til að ná því sem hún boðar. Þarna er pott­ur brot­inn.

Þingum­ræðurn­ar 10. apríl stóðu í tvo og hálf­an tíma og drógu fram skil­in milli þess sem raun­veru­lega ger­ist í stjórn lands­ins og þess sem set­ur mest­an svip á umræður í fjöl­miðlum.

Hand­haf­ar dag­skrár­valds í ljósvakamiðlum fara sjald­an í saum­ana á orðum stjórn­mála­manna um hvert stefn­ir eða til að greina stóru lín­urn­ar þegar þing­menn tala hver við ann­an í þingsaln­um.

Í umræðunum 10. apríl skýrðist að í stjórn­ar­and­stöðunni er eng­inn flokk­ur sem hef­ur tveggja kjör­tíma­bila út­hald til sam­starfs um fram­kvæmd stefnu nýju Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa und­ir­tök­in.