20.5.2023

Reykjavíkuryfirlýsing gegn Rússum

Morgunblaðið, laugardagur 20. maí 2023.

Yf­ir­lýs­ing­ar á alþjóðleg­um fund­um kennd­ar við Reykja­vík eru ekki ný­mæli. Þriðja stór­yf­ir­lýs­ing­in birt­ist í vik­unni.

Í kalda stríðinu var oft vitnað í merki NATO frá Reykja­vík (Reykja­vík Signal). Á ut­an­rík­is­ráðherra­fundi NATO-ríkj­anna hér 24. til 25. júní 1968 var ann­ars veg­ar lögð áhersla á að NATO mundi halda úti öfl­ug­um vörn­um en hins veg­ar leita eft­ir viðræðum um tak­mörk­un víg­búnaðar við Var­sjár­banda­lags­rík­in, lepp­ríki sov­ét­stjórn­ar­inn­ar. Þessi tvíþætta stefna um fæl­ing­ar­mátt og friðsam­lega sam­búð setti svip á sam­skipt­in þá. Virt voru ákveðin viðmið og gerðar ráðstaf­an­ir til að úti­loka stríð í fljótræði eða fyr­ir mis­tök.

Norður­skauts­ráðið sendi frá sér Reykja­vík­uryf­ir­lýs­ingu þenn­an dag, 20. maí, fyr­ir tveim­ur árum þegar Íslend­ing­ar létu af for­mennsku í ráðinu og Rúss­ar tóku við henni af þeim.

Á ell­efu blaðsíðum áréttuðu ut­an­rík­is­ráðherr­ar norður­skauts­ríkj­anna átta skuld­bind­ing­ar ráðsins um „að viðhalda friði, stöðug­leika og upp­byggi­legri sam­vinnu á norður­slóðum“ eins og sagði í til­kynn­ingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Lögð var áhersla „á ein­staka stöðu norður­skauts­ríkj­anna til að stuðla að ábyrg­um stjórn­un­ar­hátt­um á svæðinu“ og „mik­il­vægi þess að tak­ast þegar í stað á við lofts­lags­breyt­ing­ar á norður­slóðum“. Í til­efni af 25 ára af­mæli norður­skauts­ráðsins samþykktu ráðherr­arn­ir einnig fyrstu stefnu­yf­ir­lýs­ingu þess. Átti hún að verða sam­eig­in­legt leiðarljós.

Sé litið á þess­ar tvær yf­ir­lýs­ing­ar í ljósi þess sem síðar hef­ur gerst eru þær nú því miður ekki annað en orð á blaði. Samn­ing­um sem Sov­ét­menn gerðu um af­vopn­un­ar­mál og gengu í arf til nú­ver­andi stjórn­enda Rúss­lands hafa Vla­dimír Pútín for­seti og fé­lag­ar rift. Í mars 2022 hættu rík­is­stjórn­ir sjö af átta ríkj­um í Norður­skauts­ráðinu allri sam­vinnu við Rússa vegna inn­rás­ar þeirra í Úkraínu 24. fe­brú­ar 2022.

Reykja­vík­uryf­ir­lýs­ing­arn­ar frá 1968 og 2021 eru reist­ar á því meg­in­sjón­ar­miði að brú sé á milli vest­urs og aust­urs, rétt­mætt sé að eiga sam­starf við Rússa þótt sov­ét­stjórn­in boði þjóðskipu­lag í keppni við stjórn­ar­hætti á Vest­ur­lönd­um.

Moskvu­menn vildu þá koma á eig­in kerfi í vest­ræn­um lýðræðis­ríkj­um og fá sem flesta til fylg­is við það. Í lýðræðis­ríkj­um hér og ann­ars staðar börðust stjórn­mála­flokk­ar fyr­ir slíkri þjóðfé­lags­breyt­ingu und­ir merkj­um komm­ún­ista.

Þátta­skil urðu með gjaldþroti stjórn- og hug­mynda­kerf­is Sov­ét­manna. Nú beit­ir Moskvu­valdið und­ir­róðri sín­um inn­an lýðræðis­ríkja gegn rétt­kjörn­um stjórn­völd­um og sæk­ir með her gegn einu þeirra, Úkraínu. Í tæp 80 ár hef­ur aldrei verið hættu­legra ástand í Evr­ópu.

RVK_SUMMIT-Symbol-1-Colour

Í Reykja­vík­uryf­ir­lýs­ingu leiðtoga­fund­ar Evr­ópuráðsins sem birt var 17. maí 2023 und­ir fyr­ir­sögn­inni: United around our valu­es – Sam­einuð um gildi okk­ar – seg­ir að árás­ar­stríð Rússa gegn Úkraínu hafi neytt rík­in sem standa að yf­ir­lýs­ing­unni til að end­ur­meta hvernig best sé að bregðast við nýj­um verk­efn­um inn­an ramma fjölþjóðlegs sam­starfs í Evr­ópu og á grund­velli alþjóðalaga. Því er lýst yfir að efla verði hlut Evr­ópuráðsins og styrkja stöðu þess inn­an fjölþjóðakerf­is­ins í krafti grunn­gild­anna um virðingu fyr­ir lýðræði, mann­rétt­ind­um og rétt­ar­rík­inu. Í þessu skyni verði að nú­tíma­væða Evr­ópuráðið.

Hvernig þetta verður gert má að nokkru lesa í yf­ir­lýs­ing­unni en hún ásamt fimm fylgiskjöl­um er um 8.000 orð að lengd á 28 blaðsíðum.

Leiðtog­arn­ir segja að for­ver­ar þeirra hafi með því að stofna Evr­ópuráðið 1949 haft þá trú að besta leiðin til varn­ar gegn alræðis­hyggju og stríði í álf­unni sé að efla lýðræði og rétt­ar­ríkið. Nú, árið 2023, blasi við að stríð Rússa gegn Úkraínu sé ekki aðeins brot á alþjóðalög­um held­ur einnig árás á lýðræðis­rík­in sjálf. Lýðræðis­legt ör­yggi sé lyk­il­atriði til að tryggja frið og far­sæld í Evr­ópu. Þeir líta á Evr­ópuráðið í Strass­borg sem tákn friðar og sátta og ein­stak­an vett­vang til að tengja sam­an á jafn­rétt­is­grund­velli öll lönd Evr­ópu til að verja lýðræðis­legt ör­yggi í Evr­ópu.

Fyr­ir utan þessa hátíðlegu yf­ir­lýs­ingu um að blása nýju lífi í starf Evr­ópuráðsins á stríðstíma í Evr­ópu er síðan að finna út­færslu á viðfangs­efn­um í fylgiskjöl­un­um fimm. Þar er svo­nefnd tjóna­skrá efst á blaði. Lett­ar, sem nú taka við póli­tískri for­ystu ráðsins af Íslend­ing­um, ætla að vinna hörðum hönd­um að fram­kvæmd skuld­bind­inga vegna henn­ar. Í skránni verður að finna sönn­un­ar­gögn um stríðsglæpi Rússa og skaðann sem þeir valda í Úkraínu með hernaði sín­um. Slík skrá er frumskref í laga­legu upp­gjöri við Rússa.

Hér eru nefnd­ar þrjár yf­ir­lýs­ing­ar kennd­ar við Reykja­vík. Hver þeirra er barn síns tíma. Á ár­un­um 1968 og 2021 ríkti von um að friðsam­legt sam­starf skilaði betri heimi. Þriðja yf­ir­lýs­ing­in frá því nú í vik­unni boðar friðsam­lega, lýðræðis­lega and­spyrnu á stríðstíma án þess að friður sé í aug­sýn.

Sam­hliða því sem Evr­ópuráðið var stofnað um grunn­gildi lýðræðis og mann­rétt­inda kom varn­ar­banda­lag þess­ara gilda, Atlants­hafs­banda­lagið (NATO), til sög­unn­ar og síðan vett­vang­ur frjálsra viðskipta og far­sæld­ar, nú Evr­ópu­sam­bandið, og sam­eig­in­leg­ur EES-markaður með aðild okk­ar.

Rétt­mætt er að ís­lensk stjórn­völd og raun­ar all­ir Íslend­ing­ar gleðjist yfir hve fram­kvæmd leiðtoga­fund­ar Evr­ópuráðsins í Reykja­vík gekk vel. Til­efni fund­ar­ins er hins veg­ar sorg­legt: stríðið í Úkraínu og ógn­in sem steðjar að Evr­ópuþjóðum frá stríðsglæpa­mönn­um í Kreml­ar­k­astala. Heim­ur­inn er því miður eins og hann er en ekki eins og við höld­um eða vilj­um að hann sé.