15.12.2021

Reykjavík í augum borgarstjóra

Bækur - Borgarmál - Morgunblaðið, miðvikudag 15. desember 2021.

Nýja Reykjavík, umbreytingar í ungri borg

Eft­ir Dag B. Eggerts­son. Ver­öld, 2021.Inn­bund­in, myndskreytt, 352 bls.

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri er höf­und­ur bók­ar­inn­ar Nýja Reykja­vík – umbreyt­ing­ar í ungri borg . Bók­in kem­ur út nokkr­um mánuðum fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, áður en fram­boðslist­ar eru ákveðnir.

Bók­in er inn­bund­in í stóru broti, prentuð á þung­an myndapapp­ír, ríku­lega skreytt lit­mynd­um. Hún skipt­ist í 28 kafla auk inn­gangs, eft­ir­mála og sex bls. mynda­skrár, alls 352 síður. Því miður skort­ir heim­ilda­skrá og nafna­skrá.

Hér verður litið til þess sem seg­ir um stjórn­mál í bók­inni án þess að víkja að per­sónu­leg­um ónot­um höf­und­ar. Veru­leg­ur hluti text­ans snýst um upp­vaxt­ar­ár Dags og einka­líf.

G25175O12Dag­ur seg­ist hafa „slys­ast“ í fram­boð til borg­ar­stjórn­ar á R-list­an­um árið 2002 án þess að vera í nokkr­um stjórn­mála­flokki. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir borg­ar­stjóri hand­valdi hann. Strax á fyrstu síðu lýs­ir hann hug sín­um til Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hann hafi ekki fengið vinnu við sorp­hirðu áður en hann ætlaði í MH um ára­mót­in og þess vegna farið strax um haustið í MR. Þá seg­ir:

„Ef Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði ekki litið á borg­ina sem sína eig­in, valda­kerfi sem var notað sem út­hlut­un­ar­miðstöð fyr­ir störf og lóðir og allra handa verk­efni handa flokks­mönn­um hefði ég lík­lega farið í MH og orðið leik­ari eða veður­fræðing­ur.“

Þetta ólund­ar­stef í garð Sjálf­stæðis­flokks­ins birt­ist hvarvetna.

„Ég ætla að segja þessa sögu í fyrstu per­sónu með mín­um orðum og frá eig­in sjón­ar­horni. Þetta á ekki að vera þurr fræðitexti þótt hann eigi að vera sann­ur. Með per­sónu­legri frá­sögn vil ég veita inn­sýn sem erfitt væri að gera á ann­an hátt.“ (7)

Til­vitnuðu orðin bera með sér að það vak­ir ekki fyr­ir höf­undi að fara vís­vit­andi með rangt mál. Margt af því sem sagt er ork­ar þó tví­mæl­is. Sumt er rangt. Allt hníg­ur til þeirr­ar átt­ar að hlut­ur sögu­manns sé sem best­ur.

„Ég naut stuðnings allra borg­ar­full­trúa Reykja­vík­urlist­ans til að taka við [sem borg­ar­stjóri af Þórólfi Árna­syni]. Það varð ekki. Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir varð þriðji borg­ar­stjór­inn á kjör­tíma­bil­inu [2002 til 2006].“ (s. 21). Þórólf­ur tók við þegar Ingi­björg Sól­rún naut ekki leng­ur trausts annarra flokka í R-list­an­um.

Dag­ur varð fyr­ir mikl­um von­brigðum vegna upp­lausn­ar R-list­ans og íhugaði frá­hvarf frá stjórn­mál­um í sum­ar­lok 2005. Ingi­björg Sól­rún var þá formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og talaði um fyr­ir Degi. Hún fékk hann til að ganga í flokk­inn til sín og fara í „rosa­legt“ próf­kjör þar sem hann sigraði. Hann hef­ur síðan leitt Sam­fylk­ing­una í borg­ar­stjórn. Að hann var vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar frá vori 2009 fram á ár 2013, á stjórn­ar­ár­um Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, fell­ur utan garðs í frá­sögn hans.

Þegar Dag­ur ræðir áhersl­ur sín­ar í borg­ar­mál­um kem­ur ekk­ert á óvart: lok­un Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, miðborg­in og göngu­göt­ur, horn í síðu einka­bíls­ins og borg­ar­lína, þétt­ing byggðar í stað útþenslu. Fjár­mál og rekst­ur eru ekki í brenni­depli nema hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur sem hann sak­ar sjálf­stæðis­menn um að hafa gert næst­um gjaldþrota.

Hann skaut­ar yfir vand­ræðamál á borð við bragga­málið, „um­gjörð og ferl­ar voru alls ekki í nægj­an­lega föst­um skorðum á skrif­stofu eigna- og at­vinnuþró­un­ar til að tak­ast á við svo áhættu­samt verk­efni sem end­ur­gerð gam­alla húsa óneit­an­lega er“. (103) Í ann­an stað ber hann of­ur­lof á þessa skrif­stofu og for­stjóra henn­ar. Þegar bragga­málið var mest á döf­inni haustið 2018 var fjöl­miðlum bent á arki­tekt á einka­rek­inni stofu sem tók höggið.

Hluta umræðutím­ans um bragg­ann var Dag­ur frá vegna veik­inda. Fjár­hæðir gáfu að hans mati ekki til­efni til allra þess­ara frétta. Af­sak­ar hann sig með því að kostnaðaráætlan­ir hafi ekki held­ur staðist við smíði ráðhúss­ins um 30 árum áður!

Dag­ur hef­ur átt í útistöðum við Sam­tök iðnaðar­ins vegna svo­nefndra innviðar­gjalda sem eru fal­in í samn­ing­um við verk­taka und­ir heit­inu „samn­ings­mark­mið“. Þar er að finna kvaðir um sölu á íbúðum til Fé­lags­bú­staða, list­skreyt­ing­ar í al­manna­rými og stund­um fjár­fest­ingu í leik­skól­um eða öðru. Í bók­inni legg­ur hann ríka áherslu á að verja þess­ar kvaðir. Póli­tísk­ur vilji borg­ar­stjóra virðist ráða miklu um efni þeirra eft­ir því hvar byggt er í borg­ar­land­inu eða í hvaða til­gangi. Hann leit­ast á mörg­um blaðsíðum við að snúa vörn í sókn í umræðunum um hús­næðismál þar sem málstaður hans á und­ir högg að sækja.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er skot­spónn eða bjarg­vætt­ur eft­ir því sem hent­ar hverju sinni. Degi er í nöp við Kringl­una og Korpu­torg. Vegna torgs­ins get­ur hann ekki skammað Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Þegar Þórólf­ur Árna­son var borg­ar­stjóri kvaddi hann sér hljóðs í borg­ar­stjórn til að boða gleðileg stórtíðindi, áhuga fjár­festa á stór­versl­un þar sem nú er Korpu­torg. Um Kringl­una seg­ir Dag­ur að með henni hafi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vegið mark­visst að miðborg­inni. Því hafi „nán­ast [verið] fylgt eft­ir með handafli og eft­ir póli­tísk­um leiðum“ að versl­un­ar­hús reis þar sem Kringl­an er nú. (133) Þetta seg­ir hann í hneyksl­un­ar­tón en stær­ir sig af að hafa komið Al­vo­gen og CCP á svæði vís­indag­arða í Vatns­mýr­inni.

Dag­ur kall­ar um­samd­ar álög­ur á verk­taka „upp­bygg­ing­ar­samn­inga“ og tel­ur sig hafa unnið póli­tíska slag­inn um þá þegar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn „óskaði eft­ir samn­ing­um til að þróa mætti reit­inn í kring­um höfuðstöðvar flokks­ins, Val­höll við Háa­leit­is­braut“. Þetta geri Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hvað sem liði „relli í borg­ar­full­trú­um flokks­ins“. (229)

Ef ekki væri borg­ar­stjóri sem þarna talaði þætti þetta mark­lítið. Orðin lýsa and­rúms­loft­inu sem Dag­ur skap­ar í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Ann­ars staðar kvart­ar hann und­an að menn séu að álasa sér fyr­ir að Sunda­braut hafi ekki verið lögð, nær­tæk­ara sé að líta til gjaldþrots seðlabank­ans og „hvarfs“ síma­pen­ing­anna(!). (313)

Borg­ar­lín­an hvíl­ir þungt á Degi en hann tel­ur hana greini­lega komna fyr­ir vind og seg­ir: „Ég valdi að taka aldrei und­ir radd­ir sem vildu eigna mér Borg­ar­lín­una eða sam­göngusátt­mál­ann. Mér leiðist póli­tískt mont...“ (296)

Und­ir lok bók­ar­inn­ar og lest­urs alls sem þar er sagt koma þessi orð les­anda í opna skjöldu. Hvergi er dreg­in fjöður yfir ágæti sögu­manns og hverju hann hef­ur áorkað. Bók­ar­heitið Nýja Reykja­vík er í anda upp­ljóm­un­ar. Spá­maður­inn tal­ar ekki um gömlu Jerúsalem held­ur nýju Jerúsalem sem stíg­ur niður af himni frá Guði, seg­ir í Op­in­ber­un­ar­bók­inni.

Af bók Dags má ráða að miklu hafi verið áorkað, enn sé þó verk að vinna. Spurn­ing­in er hvort bók­in sé loka­punkt­ur eða upp­haf að nýju dags­verki.