22.11.2021

Popúlískir straumar skýrðir

Bækur - Stjórnmálafræði, Morgunblaðið, 22. nóvember 2021

Þjóðarávarpið eft­ir Ei­rík Berg­mann. JPV út­gáfa, 2021. Kilja, 400 bls.

Þjóðarávarpið er heiti bók­ar dr. Ei­ríks Berg­manns, pró­fess­ors við Há­skól­ann á Bif­röst. Und­ir­t­it­ill bók­ar­inn­ar er: Po­púlí­sk þjóðern­is­hyggja í hálfa öld. Mark­miði sínu lýs­ir höf­und­ur á þann veg að hann kryfji „fram­rás þeirr­ar nýþjóðern­is­hyggju sem um margt ein­kenn­ir okk­ar tíð“ og greini þannig eina „um­fangs­mestu þjóðfé­lags­breyt­ingu sam­tím­ans“, frá­hvarfið frá frjáls­lyndu lýðræði eft­ir­stríðsár­anna í „átt að ófrjáls­lynd­ari og ger­ræðis­legri teg­und­um lýðræðis“. (8)

Ei­rík­ur hef­ur rann­sakað þjóðern­is­hyggju, po­púl­isma og dreif­ingu sam­særis­kenn­inga í póli­tískri umræðu í marga ára­tugi og alþjóðlega fræðafor­lagið Pal­gra­ve Macmill­an hef­ur til dæm­is gefið út fjór­ar bæk­ur hans um þessi og tengd mál­efni.

Les­and­inn kem­ur því ekki að tóm­um kof­un­um hjá Ei­ríki. Hann sníður sér ekki held­ur þröng­an stakk held­ur fer um all­an lýðfrjálsa heim­inn og víðar með stiku sína og mæl­ir hvert stefn­ir. Vegna þess hve víða er skoðað er ekki alls staðar farið ná­kvæm­lega í saum­ana.

Íslensk­ir stjórn­mála­flokk­ar eru nefnd­ir til sög­unn­ar. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn er sagður hafa tekið „upp svipaða stefnu í inn­flytj­enda­mál­um haustið 2006 og þjóðern­ispo­púl­ist­ar héldu úti víða í Evr­ópu“. (188) Ný for­ysta tók við Fram­sókn­ar­flokkn­um í fjár­málakrís­unni og færði flokk­inn „í all­nokkuð po­púlí­sk­ari átt: gegn er­lend­um kröfu­höf­um, alþjóðastofn­un­um og loks að nokkru leyti gegn múslim­um“. (224). Ei­rík­ur seg­ir að „hand­fylli hálfpo­púlí­skra stjórn­mála­manna“ hafi sest á alþingi. „Flokk­ur fólks­ins hneigðist til álíka vel­ferðarremb­ings og sum­ir viðlíka flokk­ar í Norður­landa­ríkj­un­um.“ (274) „Vel­ferðarremb­ing­ur“ er til dæm­is að halda því fram að fé til fé­lags­legr­ar aðstoðar við flótta­menn minnki get­una til að styðja inn­lenda ör­yrkja.

G1F173PO1Fyrstu tveir kafl­ar bók­ar­inn­ar eru al­menn­ir: (1) Straum­ar og stefn­ur – ný heims­skip­an eft­ir stríð; (2) Treyst þjóðar­heit – þjóðir og þjóðern­is­hyggja. Síðan koma sex kafl­ar reist­ir á heims­sögu­leg­um skil­um: (3) Snögg lok sælutíðar – ol­íukrís­an; (4) Skjálfta­hrin­ur frjáls­lynds lýðræðis – fall Berlín­ar­múrs­ins; (5) Menn­ingar­átök okk­ar tíðar – árás­in á Tví­bura­t­urn­ana; (6) Hnatt­rænt efna­hag­söngþveiti – alþjóðlega fjár­málakrís­an; (7) Kenn­ing­in um út­skipt­in miklu – flótta­mannakrís­an; (8) Þrengt að borg­ara­leg­um rétt­ind­um – kór­ónu­veirukrís­an; og lokakafl­inn: (9) Heim­ur nýþjóðern­is­hyggj­unn­ar – upp­gjör og sam­an­tekt. Þá taka við skrár: til­vís­ana­skrá, heim­ilda­skrá, mynda­skrá og nafna­skrá. Allt rúm­ast þetta á 400 bls.

Ol­íukrís­an var 1972/​73; Berlín­ar­múr­inn hrundi 1989; ráðist var á Tví­bura­t­urn­ana 2001; flótta­mannakrís­una bar hæst 2015 og kór­ónu­veirukrís­an hófst 2020. Sag­an nær því al­veg fram á okk­ar daga.

Ei­rík­ur ræðir þetta allt með rann­sókn sína á po­púl­isma að leiðarljósi. Vegna efn­is­skip­un­ar kem­ur óhjá­kvæmi­lega til end­ur­tekn­inga. Ei­rík­ur leyn­ir ekki skoðun sinni, hon­um er veru­lega í nöp við po­púl­ista.

Ein­fald­ir merkimiðar duga ekki leng­ur. Þeir sem tald­ir eru hægris­innaðir út á við geta verið vinst­ris­innaðir við lausn á inn­an­lands­mál­um. Hvort eru þeir po­púl­ist­ar til hægri eða vinstri? Í bók­inni er þeim eins og í fjöl­miðlum gjarn­an lýst sem hægriöfga­mönn­um.

Ei­rík­ur Berg­mann er orðasmiður. Stund­um hefði hann mátt auðvelda les­and­an­um skiln­ing með því að hafa er­lend orð inn­an sviga: „Útskipt­in miklu“ er þýðing á franska hug­tak­inu Grand Replacement, sam­særis­kenn­ingu um að mönn­um verði rutt til hliðar í eig­in þjóðríkj­um. „Sjálfs­mynd­ar­stjórn­mál“ er þýðing á identity politics. Þeir sem berj­ast und­ir merkj­um þeirra leggja til dæm­is áherslu á upp­runa eða trú­ar­brögð þeirra sem mynda hóp­inn eða flokk­inn. Orð eins og „handansann­leiks­stjórn­mál“ er gegn­sætt á ís­lensku. „Djúpríkið“ er hug­tak í sam­særis­kenn­inga­fræðum um myrk öfl sem í raun hafi tögl og hagld­ir. Orðið „valt­vennu­villa“ er sagt lýsa „fölsk­um and­stæðum“, það er rangri full­yrðingu um að eitt leiði af öðru. „Hunda­blístru-ras­ismi“ er að gefa kynþáttu­hyggju til kynna frem­ur en að orða hana beint. „Flótta­mannakreppa árs­ins 2015 reynd­ist hvarfpunkt­ur í sögu þýskra þjóðern­is­sinna.“ (257) Hvarfpunkt­ur er ímyndaður punkt­ur í fjar­vídd þar sem sam­síða lín­ur virðast renna sam­an í fjarska, seg­ir á málið.is. Hvernig fell­ur það að setn­ingu höf­und­ar? Fljóta­skrift­ar gæt­ir. Pat­riot Act, lög sett í Banda­ríkj­un­um eft­ir árás­ina 2001, eru kölluð föður­lands­vina­lög­in (159) en síðar föður­lands­lög­in (309). Franska dag­blaðið Le Fig­aro er sagt tíma­rit. Bók­ar­heitið sjálft seg­ir ekk­ert um efni bók­ar­inn­ar vegna þess hve ógagn­sætt það er.

Und­ir bókarlok seg­ir:

„Með því að halda því fram að fag­væðing stjórn­mála hafi breytt rík­is­for­ystu í starfs­grein sem al­menn­ing­ur hafi í reynd eng­an aðgang að hafa po­púl­ist­ar reynt að kasta rýrð á at­vinnu­stjórn­mála­menn. Marg­ur viðvan­ing­ur­inn hef­ur kom­ist til met­orða vegna þess­ar­ar af-fag­væðing­ar stjórn­mál­anna og marg­ir reynd­ir stjórn­mála­menn fallið í ónáð.“

Að setja þessa skoðun í þetta po­púlíska sam­hengi skýr­ir ýmsa strauma í ís­lensk­um stjórn­mál­um frá hruni. Talið um „stjórn­mála­stétt­ina“ til niður­læg­ing­ar er liður í mál­flutn­ingi af þess­um toga. Þá hef­ur hraði út­skipta meðal alþing­is­manna stór­auk­ist frá hruni. Mál­flutn­ing­ur margra ný-stjórn­ar­skrársinna er þessu marki brennd­ur. Bók Ei­ríks Berg­manns vek­ur spurn­ingu um hvort nauðsyn­legt sé að laga stjórn­má­laum­ræður hér að skil­grein­ing­um hans til að við ræðum póli­tík­ina í takti við hinn stóra heim.