10.8.2024

Óverðugir bandamenn

Morgunblaðið, laugardagur, 10. ágúst 2024

Það er aðdá­un­ar­vert að skrifa grein sem snýst um stöðu ör­ygg­is- og varn­ar­mála í Evr­ópu á líðandi stundu og „stríðsrekst­ur í Úkraínu“ án þess að minn­ast einu orði á inn­rás­ina 24. fe­brú­ar 2022 sem kostað hef­ur hundruð þúsunda manna lífið og leitt til gíf­ur­legr­ar eyðilegg­ing­ar.

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti gaf fyr­ir­mæl­in um til­efn­is­lausa og ólög­mæta inn­rás í Úkraínu. Hann rauf friðhelgi landa­mæra ná­grannaþjóðar, hún ætti eng­an til­veru­rétt og lyti stjórn nazista sem yrði að af­vopna og upp­ræta. Síðan hef­ur Pútín verið lýst­ur stríðsglæpa­maður.

Ögmund­ur Jónas­son, fyrr­ver­andi ráðherra, kýs að hlaupa yfir þetta upp­haf stríðs í Evr­ópu í grein hér í blaðinu 6. ág­úst. Hann seg­ir þess í stað ámæl­is­vert að Íslend­ing­ar og aðrar þjóðir Evr­ópu láti „vopnaiðnaðinn teyma sig gagn­rýn­is­laust í fjár­austri til hernaðar og taka sér stöðu á landa­mær­um Rúss­lands og Vest­ur­landa“.

Óupp­lýst­ur les­andi á sem sagt að trúa því að í þágu vopna­fram­leiðenda leggi vest­ræn­ar lýðræðisþjóðir Úkraínu­mönn­um lið við landa­mæri þeirra og Rúss­lands.

Í ríki Pútíns mega menn tala um „sér­staka hernaðarlega aðgerð“ Rússa þegar þeir ræða stríðið í Úkraínu. Ögmund­ur not­ar ekki einu sinni þau orð þegar hann seg­ir okk­ur sam­tíma­sög­una frá sín­um sjón­ar­hóli.

For­sag­an er jafnófull­kom­in í frá­sögn Ögmund­ar. Hann læt­ur þess ógetið að það sem hann kall­ar „friðarbar­áttu“ í Evr­ópu á ní­unda ára­tugn­um átti af hálfu skoðana­systkina Ögmund­ar að tryggja Sov­ét­mönn­um ein­hliða kjarn­orku­yf­ir­burði í Evr­ópu með meðaldræg­um SS-20 eld­flaug­um þeirra.

Þegar leiðtog­ar NATO-ríkj­anna sner­ust gegn sov­éskri ein­ok­un af þessu tagi með flutn­ingi banda­rískra flauga og kjarna­odda til Evr­ópu studdu „friðarsinn­ar“ Sov­ét­menn með mót­mæla­göng­um og öðrum aðgerðum í lýðræðislönd­un­um.

Stjórn­mála­leiðtog­ar á borð við Helmut Schmidt í Vest­ur-Þýskalandi, Franço­is Mitterrand í Frakklandi, Marga­ret Thatcher í Bretlandi og Ronald Reag­an í Banda­ríkj­un­um fram­kvæmdu tvíþættu NATO-stefn­una: (1) að setja banda­rísku flaug­arn­ar á skot­palla í Evr­ópu og (2) að ræða tak­mörk­un víg­búnaðar og af­vopn­un­ar­samn­inga við Sov­ét­menn.

Sam­hliða því sem þetta gerðist á meg­in­landi Evr­ópu varð til ný flota­stefna NATO á Norður-Atlants­hafi und­ir for­ystu Banda­ríkja­stjórn­ar. Hún birt­ist meðal ann­ars í því að banda­rísk her­skip sigldu mun norðar en áður. Þau ógnuðu beint víg­vél­um Sov­ét­manna á Kóla­skag­an­um, þá eins og nú mik­il­væg­asta kjarn­orku­hreiðri Rússa.

NATO-and­stæðing­ar hér á landi full­yrtu að Banda­ríkja­stjórn vildi reisa óþarf­lega stóra flug­stöð á Kefla­vík­ur­flug­velli. Hún væri í raun dul­bú­in stjórn­stöð fyr­ir kjarn­orku­hernað. Var látið und­an kröf­um þeirra og bygg­ing­in minnkuð!

Á landi og sjó var þrengt svo að sov­éska hern­um, hryggj­ar­stykk­inu í valda­kerfi sov­éska komm­ún­ista­flokks­ins, að ríki flokks­ins féll sam­an og fjöldi þjóða fékk frelsi í friðsemd þar til nú rúm­um 30 árum síðar.

Nú tak­mark­ast ótt­inn vegna stór­veld­is- og stríðsdrauma Pútíns ekki við fyrr­ver­andi lepp­ríki Sov­ét­stjórn­ar­inn­ar. Ótt­inn nær einnig til þjóða sem glímdu við Rússa á keis­ara­tím­an­um, Finna og Svía.

Nokkr­um vik­um eft­ir inn­rás­ina 2022 sner­ist meiri­hluti nor­rænu þjóðanna tveggja til stuðnings við aðild að NATO. Viss­an um að ekk­ert héldi aft­ur af Pútín og valdaklíku hans annað en öfl­ug­ar varn­ir í sam­vinnu við banda­menn réð þar úr­slit­um.

Alls þessa læt­ur Ögmund­ur Jónas­son ógetið í grein sinni. Af orðum hans má helst ætla að það ráði úr­slit­um um stöðu evr­ópskra ör­ygg­is­mála nú á tím­um að Banda­ríkja­stjórn sagði sig árið 2019 frá INF-samn­ingn­um um tak­mörk­un meðaldrægra kjarnaflauga. Rúss­ar brutu gegn ákvæðum samn­ings­ins með nýrri stýrif­lauga­teg­und, SSC-8, og gerðu hann mark­laus­an.

Efna­hags­stjórn Rúss­lands og ráðstöf­un á op­in­beru fé ræðst nú al­farið af þörf­um rúss­neska inn­rás­arliðsins í Úkraínu og þeirri stefnu Pútíns að skort­ur á mannafla og her­gögn­um megi ekki hindra sig­ur Rússa í Úkraínu­stríðinu.

Ögmund­ur sér ofsjón­um yfir því að vest­ræn­ar þjóðir með NATO-rík­in í for­ystu leggi 38 millj­ón Úkraínu­mönn­um lið gegn 144 millj­ón Rúss­um. Hann fjargviðrast einnig yfir því að efna­hags- og at­vinnu­stefnu inn­an ESB eigi að laga að her­gagna­fram­leiðslu til að bregðast við her­væðingu allra þátta rúss­nesks þjóðlífs í þágu stríðsins.

Stuðnings­menn Rússa ótt­ast að sama ger­ist í Rússlandi og í Sov­ét­ríkj­un­um, að stjórn­kerfið springi á limm­inu og rúss­neska sam­bands­ríkið leys­ist upp sem sam­stæð heild und­ir álagi stríðsins. Pútín hef­ur orðið að leita aðstoðar Norður-Kór­eu­stjórn­ar í neyð sinni. Þá er spurn­ing hve lengi Rúss­ar þola að Kín­verj­ar eigi síðasta orðið um efna­hag þeirra.

Screenshot-2024-08-10-at-22.09.00Bandamennirnir; Vladimir Pútin, forseti Rússlands, og Nicolás Maduro, forseti Venesúela.

Í þrem­ur ríkj­um sitja nú for­set­ar sem telja sig hafa lýðræðis­legt umboð þjóða sinna í kosn­ing­um þótt óvil­hall­ir aðilar segi þá stjórna í krafti kosn­inga­s­vindls. Þetta eru Vla­dimír Pútín í Rússlandi, Al­ex­and­er Luka­sj­en­ko í Bela­rús og Nicolás Maduro í Venesúela. Í liði með þess­um mönn­um eru stjórn­end­ur Kína, Norður-Kór­eu, Írans, Kúbu og Níg­ara­kva.

Það er öm­ur­legt að ís­lensk stjórn­völd séu hvött til að skipa sér með þess­um ein­ræðis­stjórn­um og skor­ast und­an að styðja Úkraínu­menn.

Ekki er langt síðan Ögmund­ur Jónas­son sakaði ís­lensk stjórn­völd um að gera mark­visst á hlut Maduros að fyr­ir­mæl­um Banda­ríkja­stjórn­ar með því að veita hæl­is­leit­end­um frá Venesúela alþjóðlega vernd. Til­gang­ur­inn væri að sverta sósí­al­isma Maduros.

Um af­stöðu Ögmund­ar til Pút­ins og Maduros eiga við orðin: Ekki er öll vit­leys­an eins.