4.2.2023

Óskastaða Eflingar birtist

Morgunblaðið, laugardagur 4. febrúar 2023

Átján fé­lög Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA) gerðu með sér kjara­samn­ing 3. des­em­ber 2022 og síðan var und­ir­ritaður kjara­samn­ing­ur milli SA og Versl­un­ar­manna­fé­lags Reykja­vík­ur (VR), Lands­sam­bands ís­lenskra versl­un­ar­manna (LÍV) og sam­flots iðnaðarmanna 12. des­em­ber 2022. Þetta eru skamm­tíma­kjara­samn­ing­ar sem gilda frá 1. nóv­em­ber 2022 til 31. janú­ar 2024. Ná samn­ing­arn­ir til meira en 80.000 launþega.

Logo-markenname-brand-name-efling-reykjavik-island-KDD3X5_1675552432924Efl­ing, aðild­ar­fé­lag SGS, ákvað að skapa sér stöðu utan of­an­greinds sam­flots en í fé­lag­inu eru um 21.000 manns. Rík­is­sátta­semj­ari stjórnaði viðræðum SA og Efl­ing­ar frá 7. des­em­ber 2022. Efl­ing sleit viðræðunum 10. janú­ar 2023. Síðast boðaði sátta­semj­ari full­trúa deiluaðila til sín þriðju­dag­inn 24. janú­ar 2023. Þá var hald­inn stysti fund­ur í sögu kjaraviðræðna, stóð hann í um það bil eina mín­útu.

SA hafði fram und­ir þenn­an fund boðið Efl­ingu að samið yrði við fé­lagið á sama grund­velli og við aðra með gild­is­tíma samn­ings frá 1. nóv­em­ber 2022. Eft­ir fund­inn 24. janú­ar var það boð ekki leng­ur á borðinu af hálfu SA.

Katrín Ólafs­dótt­ir, dós­ent í hag­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, birti 25. janú­ar grein á vefsíðunni Heim­ild­inni þar sem hún reikn­ar út tekjum­issi fé­laga í Efl­ingu á þrem­ur mánuðum miðað við taxta annarra fé­laga í SGS frá 1. nóv­em­ber 2022. Tel­ur hún að hver Efl­ing­ar­fé­lagi hafi að meðaltali orðið af 126 þúsund krón­um í laun­um til 1. fe­brú­ar 2023.

Nú er liðinn fjórðung­ur gild­is­tíma skamm­tíma­samn­ing­anna sem SA hef­ur gert. Dós­ent­inn bend­ir á að sé miðað við 42 þúsund króna meðal­hækk­un gerðra samn­inga á mánuði þurfi „launa­hækk­un Efl­ing­ar­fé­laga að nema að minnsta kosti 53 þúsund krón­um á mánuði“ til að vinna upp fyrstu þrjá mánuði samn­ings­tím­ans. Grein sinni lýk­ur Katrín Ólafs­dótt­ir á þess­um orðum:

„En af þeim ein­földu út­reikn­ing­um sem hér eru sýnd­ir er erfitt að sjá að hags­mun­um fé­lags­fólks Efl­ing­ar sé best mætt með átök­um á vinnu­markaði frem­ur en hefði verið að taka síðasta til­boði SA.“

Á vefsíðu SA sýn­ir svo­nefnd aft­ur­virkni­klukka hvers fé­lag­ar í Efl­ingu fara á mis vegna stefnu stjórn­ar sinn­ar og samn­inga­nefnd­ar. SA ger­ir ráð fyr­ir að Efl­ing­ar­fé­lag­ar hafi ekki fengið launa­hækk­un sem nem­ur 78.600 kr. á mánuði frá 1. nóv­em­ber, það er 238.500 kr. upp­safnað tap sam­tals.

Þetta er mik­ill her­kostnaður. Skæru­verk­föll eru á döf­inni og til þess fyrsta er boðað af 0,6% fé­lags­manna Efl­ing­ar þriðju­dag­inn 7. fe­brú­ar. Bein­ist verk­fallið gegn sjö hót­el­um eins fyr­ir­tæk­is í Reykja­vík. Í at­kvæðagreiðslunni um það sannaðist að val­inn var hóp­ur þar sem stjórn og samn­inga­nefnd taldi sig hafa und­ir­tök­in.

Stysti kjara­samn­inga­fund­ur sög­unn­ar sýndi að Sól­veigu Önnu er um megn að setj­ast til viðræðna og axla ábyrgð á niður­stöðu sem þar kann að fæðast. Það sem síðan hef­ur helst gerst er þetta:

26. janú­ar kynn­ir rík­is­sátta­semj­ari miðlun­ar­til­lögu í kjara­deilu Efl­ing­ar og SA, gert er ráð fyr­ir að samn­ing­ur SGS fé­lag­anna gildi frá 1. nóv­em­ber 2022.

26. janú­ar neit­ar Efl­ing að skila kjör­skrá vegna at­kvæðagreiðslu um miðlun­ar­til­lög­una.

30. janú­ar er þing­fest mál rík­is­sátta­semj­ara gegn Efl­ingu í héraðsdómi – kraf­ist er kjör­skrár Efl­ing­ar svo að greiða megi at­kvæði um miðlun­ar­til­lög­una.

30. janú­ar kær­ir Efl­ing rík­is­sátta­semj­ara til fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra.

31. janú­ar boðar Efl­ing verk­fall á Íslands­hót­el­um og Foss­hót­el­um í Reykja­vík, alls sjö hót­el­um, frá 7. fe­brú­ar.

31. janú­ar kær­ir SA Efl­ingu til fé­lags­dóms, boðað verk­fall sé ólög­mætt.

31. janú­ar boðar Efl­ing ótíma­bundið verk­fall starfs­manna fé­lags­ins hjá hót­el Reykja­vík Ed­iti­on, hjá hót­elkeðjunni Berjaya Hotels og vöru­bíl­stjóra hjá Sam­skip­um, Ol­íu­dreif­ingu og Skelj­ungi. At­kvæðagreiðsla 3. fe­brú­ar til 7. fe­brú­ar.

31. janú­ar ósk­ar Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir eft­ir að Katrín Jak­obs­dótt­ir deili með sér og sínu fólki ráðgjöf sem ráðherr­ann sagðist hafa fengið frá sér­fræðing­um um að miðlun­ar­til­laga rík­is­sátta­semj­ara væri lög­leg.

2. fe­brú­ar aft­ur­kall­ar Efl­ing stjórn­sýslukæru til ráðherra og krefst ógild­ing­ar miðlun­ar­til­lögu fyr­ir héraðsdómi.

For­ystu­menn Efl­ing­ar vilja vera ann­ars staðar en við samn­inga­borðið. Vegna óbeit­ar þeirra á viðræðum lagði sátta­semj­ari fram miðlun­ar­til­lög­una. Leiðin til að fá hana aft­ur­kallaða er ekki að setja á svið mála­ferli held­ur að óska á mál­efna­leg­an hátt eft­ir viðræðum með lausn að leiðarljósi. Að for­ysta Efl­ing­ar búi yfir þreki til þess virðist bor­in von.

Í Efl­ingu bein­ist at­hygli nú að ófriði með skæru­verk­föll­um og stríði við ráðherra og rík­is­sátta­semj­ara sam­hliða málsvörn fyr­ir dóm­stól­um, héraðsdómi og fé­lags­dómi. Óbreytt­ir fé­lags­menn bera her­kostnaðinn.

Ráðamönn­um Efl­ing­ar er mikið í mun að sanna þjóðfé­lags­kenn­ing­ar sín­ar um stétta­stríðið. Í nafni lægstu stétta var brot­ist til valda í fé­lag­inu og stofnað til hreins­un­ar á skrif­stofu þess. Síðan var myndaður hóp­ur sam­herja sem mætti fylktu liði í ein­kennis­jökk­um samn­inga­nefnd­ar hjá rík­is­sátta­semj­ara. Þá voru skil­greind­ir hóp­ar til skæru­verk­falla í því skyni að sýna sem mest vald fé­lags­ins.

Frá upp­hafi lá fyr­ir hvernig brugðist skyldi við miðlun­ar­til­lög­unni. Sátta­semj­ari yrði sett­ur í vanda vegna skorts á kjör­skrá. Ráðherr­ar yrðu flækt­ir í mál. Póli­tíska valda­stétt­in og emb­ætt­is­manna­valdið yrði sett upp að vegg.

Þar erum við stödd núna. Setið er yfir mál­um í tveim­ur dóm­stól­um, póli­tísku áreiti beitt. Örygg­is­varsla er hert um aðset­ur sátta­semj­ara. Stöðug­leika hafnað, óvissa rík­ir.