22.2.2025

Örlagatímar fyrir Úkraínu

Morgunblaðið, laugardagur 22. febrúar 2025

Gengið er til kosn­inga í Þýskalandi nú sunnu­dag­inn 23. fe­brú­ar. Þar eins og hér í októ­ber ákvað leiðtogi þriggja flokka stjórn­ar að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu áður en kjör­tíma­bil­inu lyki, ekki yrði lengra kom­ist vegna ágrein­ings milli stjórn­ar­flokk­anna. Lík­ur eru á að þar eins og hér falli einn stjórn­ar­flokk­anna út af þingi.

Kann­an­ir benda til að stærsti stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur­inn, Kristi­leg­ir demó­krat­ar (CDU/​CSU), fái 29% at­kvæða og næst­ur komi flokk­ur til hægri við þá Alternati­ve für Deutsch­land (AfD) með 21%, Jafnaðar­menn (SPD) fái 16% og Græn­ingj­ar 13%. Síðan eru tveir jaðarflokk­ar til vinstri með 7% og 5% og loks stjórn­ar­flokk­ur­inn Frjáls­ir demó­krat­ar með 4%.

Friedrich Merz, kansl­ara­efni kristi­legra, býr sig und­ir að leiða næstu rík­is­stjórn Þýska­lands. Draum­ur hans er að hann þurfi ekki nema einn sam­starfs­flokk, þriggja flokka stjórn sé ekki til stór­ræða.

Kosn­inga­bar­átt­an í Þýskalandi var um hefðbund­in mál, efna­hag, orku­mál og hús­næðis­kostnað þar til 28 ára brott­vísaður hæl­is­leit­andi frá Af­gan­ist­an réðst 22. janú­ar með hnífi á leik­skóla í bæn­um Aschaf­fen­burg í Norðvest­ur-Bæj­aralandi og stakk 41 árs gaml­an mann og tveggja ára dreng til bana.

Reiðibylgja fór um allt Þýska­land vegna morðanna og mál­efni hæl­is­leit­enda og inn­flytj­enda komust efst á umræðulista stjórn­mála­manna og kjós­enda.

DownloadvvvvFriedrich Merz á kosningafundi.

Fyr­ir viku var svo hald­in ör­ygg­is­ráðstefna í München sem hef­ur frá ár­inu 1963 haft að mark­miði að stilla sam­an strengi NATO-ríkj­anna beggja vegna Atlants­hafs. Þar varð nú drama­tísk­ari ágrein­ing­ur en vænst var þótt spá­in væri svört.

JD Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, gaf tón­inn. Hann lagði sig fram um að vera neyðarleg­ur í garð Þjóðverja. Töldu ýms­ir hann draga taum AfD í kosn­inga­bar­átt­unni. Hann átti þar sam­leið með marg­millj­arðamær­ingn­um Elon Musk, holl­vini og hægri hönd Don­alds Trump.

„Eft­ir ræðu Vance vara­for­seta á föstu­dag­inn er ástæða til að ótt­ast að það eigi ekki leng­ur við að tala um sam­eig­in­legt gild­is­mat okk­ar,“ sagði frá­far­andi stjórn­ar­formaður ráðstefn­unn­ar klökk­ur í kveðjuræðu sinni.

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti boðaði evr­ópska stjórn­ar­leiðtoga til tveggja funda í vik­unni og lögðu þeir á ráðin um aðgerðir vegna nýja banda­ríska tóm­læt­is­ins gagn­vart Úkraínu. Ætlar Macron til Washingt­on í næstu viku ásamt Sir Keir Star­mer for­sæt­is­ráðherra Breta.

Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráðherra Dana til­kynnti miðviku­dag­inn 19. fe­brú­ar að nú yrði 50 millj­örðum danskra króna varið auka­lega til að efla dansk­ar varn­ir. Stefnt væri á að út­gjöld til varn­ar­mála yrðu fram­veg­is 3,2% af vergri lands­fram­leiðslu. Það mætti aldrei aft­ur skera her­inn við trog eins og gert hefði verið þegar kalda stríðinu lauk.

Rúss­lands­for­seti Vla­dimir Pút­in treyst­ir Ser­gei Lavr­ov ut­an­rík­is­ráðherra enn til að reka er­indi fyr­ir sig. Lavr­ov hef­ur hvorki dottið út um glugga né gufað upp eins og marg­ir þjóðkunn­ir í ónáð Pút­ins. Þriðju­dag­inn 18. fe­brú­ar var diplóma­tíski ís­inn brot­inn þegar þeir hitt­ust Lavr­ov og Marco Ru­bio, banda­ríski ut­an­rík­is­ráðherr­ann, í Ríad, höfuðborg Sádí-Ar­ab­íu, og ræddu Úkraínu án þátt­töku nokk­urs frá land­inu sjálfu.

Rúss­ar vildu eng­an frá Úkraínu. Þegar Volodimir Selenskí Úkraínu­for­seti fann að þess­um vinnu­brögðum fékk hann skamm­ir frá Don­ald Trump sem sagði svo mikla vit­leysu að Bor­is John­son tók til máls á X og sagði:

„Hvenær ætla Evr­ópu­menn að hætta að hneyksl­ast á Don­ald Trump og taka til við að aðstoða hann við að stöðva þetta stríð?

Auðvitað byrjuðu Úkraínu­menn ekki stríðið. Það væri eins hægt að segja að Banda­ríkja­menn hefðu ráðist á Jap­an í Pe­arl Har­bor.

Auðvitað er ekki unnt að ganga til kosn­inga í landi sem er und­ir grimmi­legri inn­rás. Það voru eng­ar al­menn­ar kosn­ing­ar í Bretlandi frá 1935 til 1945.

Auðvitað mæl­ast vin­sæld­ir Selenskís ekki 4%. Þær eru núna svipaðar og Trumps.“

Að fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Breta finni sig knú­inn til að birta slíka of­anígjöf við vin sinn, for­seta Banda­ríkj­anna, vegna lyga hans um stríðshrjáð vina­ríki og for­seta þess sýn­ir klandrið í sam­skipt­un­um við Trump.

Selenski sagði að Trump hefði látið blekkj­ast af lyga­áróðri Rússa. Þá hrópaði Trump að Selenskí væri ein­ræðis­herra sem vildi bara pen­inga. Lét Trump eins og Banda­ríkja­menn hefðu verið rausn­ar­legri í stuðningi sín­um við Úkraínu en Evr­ópuþjóðir.

Kiel Institu­te for the World Economy seg­ir nú í til­efni af því að 24. fe­brú­ar 2025 verða þrjú ár liðin frá því að Rúss­ar réðust inn í Úkraínu að á þess­um árum hafi alls 267 millj­örðum evra verið miðlað í aðstoð til Úkraínu. Um 130 millj­arðar evra (49%) hafi verið hernaðarleg aðstoð en um 118 millj­arðar evra (44%) hafi verið fjár­hags­leg aðstoð og 19 millj­arðar evra (7%) hafi runnið til mannúðar­mála. Hlut­ur Evr­ópu­ríkja sé greini­lega stærri en Banda­ríkj­anna: Evr­ópa hafi látið 70 millj­arða evra í fjár­hags­lega og mannúðar-aðstoð og 62 millj­arða evra í hernaðarlega aðstoð; frá Banda­ríkj­un­um hafi komið 64 millj­arðar evra í hernaðaraðstoð og 50 millj­arðar í fjár­hags­lega og mannúðar-aðstoð.

Verði Friedrich Merz kansl­ari er þess að vænta að Þjóðverj­ar auki hernaðarleg­an stuðning við Úkraínu. Þeir kunna að ganga í lið með Bret­um og Frökk­um sem íhuga að senda allt að 30.000 manna herlið til gæslu loft­helgi og hafna Úkraínu við stríðslok.

At­b­urðarás­in er hröð og þræðirn­ir marg­ir. Íslenska rík­inu er nauðsyn­legt auka þátt sinn í gæslu ytra ör­ygg­is þjóðar­inn­ar. Til þess þarf fjár­muni, rann­sókn­ir, þekk­ingu, þjálf­un og tæki.