9.9.2023

Orkupakkinn í Hæstarétti Noregs

Morgunblaðið, laugardagur, 9. september 2023

Deil­urn­ar í Nor­egi á ár­inu 2018 um þriðja orkupakk­ann (3OP), eða ACER-málið eins og Norðmenn segja, náðu hingað til lands. Sam­tök­in Nei til EU lögðu til efni í deil­ur hér um 3OP og lengsta málþóf á alþingi að und­ir­lagi Miðflokks­ins.

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti þing­manna (46:13) samþykkti 3OP fyr­ir fjór­um árum, 2. sept­em­ber 2019. Lif­ir þó enn í glæðum deil­unn­ar hér eins og heyra má af ýmsu sem and­stæðing­ar frum­varps ut­an­rík­is­ráðherra um fram­kvæmd á bók­un 35 við EES-samn­ing­inn segja. Tengsl­in milli þess­ara tveggja mála eru að þau má bæði rekja til aðild­ar okk­ar að EES-sam­starf­inu.

Mál­in eru notuð til að rök­styðja þá skoðun að þetta sam­starf hafi breyst og full­veldið sé nú í hættu. Hug­deig­ir stjórn­mála­menn sem virði ekki stjórn­ar­skrár landa sinna séu ekki annað en hand­bendi emb­ætt­is­manna ESB í Brus­sel.

Stór­ar yf­ir­lýs­ing­ar draga at­hygli frá efni máls­ins. Þriðji orkupakk­inn skerðir ekki full­veldi Íslands í orku­mál­um á nokk­urn hátt. Íslend­ing­ar ákveða sjálf­ir virkj­ana­fram­kvæmd­ir, vatns-, jarðhita- og vindorku­ver, skipu­lag orku­dreif­ing­ar, gjöld og skatta í orku­mál­um, eign­ar­hald á orku­fyr­ir­tækj­um, verð á orku og hvort hana þurfi að skammta.

ACER er skamm­stöf­un á Agency for the Cooperati­on of Energy Reg­ulators, Sam­eig­in­leg reglu­stofn­un orku­mála, sér­stofn­un um orku­dreif­ingu. Hún sér til þess að aðild­ar­rík­in fari að regl­um um orku­flutn­inga inn­an Evr­ópu. ACER túlk­ar regl­urn­ar og ger­ir til­lög­ur um efni þeirra. Tækni­fróðir menn um aðferðir við flutn­ing orku á milli landa leggja sitt af mörk­um til að tryggja skil­virkt flutn­ingsnet án til­lits til landa­mæra.

Þar sem Nor­eg­ur er ekki í ESB gef­ur ACER norsk­um stjórn­völd­um ekki nein fyr­ir­mæli. ACER ger­ir Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) grein fyr­ir hugs­an­leg­um vanda. ESA tek­ur ákvörðun sem hún send­ir til reglu­v­arða orku­mála í Nor­egi (RME).

Norska stórþingið samþykkti 3OP árið 2018 með ein­föld­um meiri­hluta sam­kvæmt 26. grein norsku stjórn­ar­skrár­inn­ar um „lítið inn­grip“ í full­veldið. Sam­tök­in Nei til EU telja að í samþykki 3OP fel­ist „meira en lítið inn­grip“ og þing­menn hefðu átt að af­greiða málið sam­kvæmt 115. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar, það er að samþykki ¾ þing­manna hefði þurft enda hefðu tveir þriðju þeirra setið þing­fund­inn.

Standard_MAG_20130130_639nettetMynd af vefsíðu Hæstaréttar Noregs sýnir málflutningu fyrir rétttinum í janúar 2013.

Nei til EU lög­sæk­ir nú norska ríkið fyr­ir stjórn­ar­skrár­brot vegna þess hvernig að mál­um var staðið. Þriðju­dag­inn 5. sept­em­ber til föstu­dags­ins 8. sept­em­ber 2023 hlýddu 17 dóm­ar­ar Hæsta­rétt­ar Nor­egs á mál­flutn­ing um það hvort stórþingið gat samþykkt þriðja orkupakk­ann með ein­föld­um meiri­hluta. Þá snýst málið um hve langt Hæstirétt­ur get­ur gengið í túlk­un á því hvort ákv­arðanir þing­manna brjóti í bága við stjórn­ar­skrána. Loks er deilt um hvort líta beri á hvert mál fyr­ir sig við inn­leiðingu laga og reglna á grund­velli EES-aðild­ar­inn­ar eða líta til alls þess í heild sem inn­leitt hef­ur verið og skoða ákv­arðanir þings­ins um framsal valds í því ljósi.

Alls hef­ur þetta mál Nei til EU verið flutt sex sinn­um fyr­ir norsk­um dóm­stól­um. Fyrri hlut­inn sem fór í gegn­um þrjú dóm­stig sner­ist um hvort Nei til EU gæti yf­ir­leitt höfðað mál gegn rík­is­vald­inu fyr­ir ranga túlk­un þings­ins á stjórn­ar­skránni. Hæstirétt­ur taldi svo vera.

Nú, í seinni hluta mál­sókn­ar­inn­ar þar sem fjallað er um framsal valds, hafa bæði héraðsdóm­ur og lands­rétt­ur hafnað sjón­ar­miðum Nei til EU. Ein­fald­ur meiri­hluti gat samþykkt 3OP enda væri þar um „lítið inn­grip“ að ræða.

Fredrik Sejer­sted, fyrr­ver­andi pró­fess­or og for­stöðumaður norsku Evr­ópu­rétt­ar­stofn­un­ar­inn­ar, nú­ver­andi rík­is­lögmaður, held­ur uppi vörn­um fyr­ir norska ríkið. Hann lýs­ir mál­inu sem meiri hátt­ar lög­fræðileg­um viðburði. Í sam­tali við norsku vefsíðuna Alt­in­get.no seg­ir hann það snú­ast um nokkr­ar stór­ar spurn­ing­ar:

Stjórn­ar­skrár­regl­urn­ar frá 1931 um samþykki stórþings­ins vegna alþjóðasamn­inga hafi aldrei fyrr komið til kasta dóm­stóla. Geta dóm­stól­ar gripið fram fyr­ir hend­ur þings­ins þegar um er að ræða túlk­un á þingsköp­um? Hve langt geta dóm­stól­ar gengið við að segja þing­inu fyr­ir verk­um?

Á að skoða hvert mál um framsal valds fyr­ir sig? Ef mörg mál með „lítið inn­grip“ eru sögð mynda eina heild get­ur það leitt til þess að stórþingið verði að skoða af­greiðslu sína sem „meira en lítið inn­grip“ og færa hana und­ir grein 115 í stjórn­ar­skránni? Ber að líta á framsal rík­is­valds eins og hellt sé í glas sem fyll­ist? Eða er um sjálf­stæð mál að ræða sem meta verður hvert fyr­ir sig, spyr Sejer­sted. Hann seg­ir að það eigi að skoða hvert ein­stakt mál en Nei til EU seg­ir að líta verði á öll mál­in í sam­hengi.

Íslensk­ir and­stæðing­ar 3OP hafa gefið til kynna að niðurstaða í dóms­mál­inu í Nor­egi hafi áhrif hér. Rök­in fyr­ir því eru lang­sótt. Hver sem dómsniðurstaðan verður hrófl­ar hún ekki beint við 3OP, hvorki hér né í Nor­egi.

Ólík­legt er talið að norski hæstirétt­ur­inn kom­ist að þeirri niður­stöðu að með samþykkt 3OP með ein­föld­um meiri­hluta hafi stórþingið brotið stjórn­ar­skrána. Þar sé um svo þröngt tækni­legt mál að ræða, „lítið inn­grip“. Vaf­inn er tal­inn snú­ast um hve langt dóm­ar­arn­ir seil­ist til af­skipta af innri störf­um þings­ins og hvort þeir móti reglu um upp­safnað framsal sem geri kröfu um auk­inn þing­meiri­hluta við af­greiðslu EES-mála.

Sam­hliða því sem Hæstirétt­ur Nor­egs dæm­ir í þessu máli er unnið að mik­illi norskri skýrslu um EES-aðild­ina. Nor­eg­ur veg­ur þungt sem stærsta EES/​EFTA-ríkið og er brýn ástæða fyr­ir okk­ur Íslend­inga að fylgj­ast vel með þess­um hrær­ing­um.