9.10.2021

Nýmæli í danska konungsríkinu

Morgunblaðið, laugardagur 9. október 2021.

Þegar rætt er um gerð nýs stjórn­arsátt­mála til fjög­urra ára minn­ist eng­inn á ut­an­rík­is-, ör­ygg­is- eða varn­ar­mál. Þessi mál bar ekki held­ur hátt í kosn­inga­bar­átt­unni. Túlki ein­hver þögn­ina á þann veg að mála­flokk­ur­inn skipti litlu eða engu er um mis­skiln­ing að ræða.

Í byrj­un vik­unn­ar, mánu­dag­inn 4. októ­ber, komu for­ystu­menn ná­granna okk­ar á Græn­landi og í Fær­eyj­um sam­an til fund­ar með for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur í Kaup­manna­höfn og rituðu und­ir yf­ir­lýs­ingu sem staðfest­ir skip­un sam­starfs­nefnd­ar ráðherra land­anna um ut­an­rík­is-, ör­ygg­is- og varn­ar­mál. Þetta er ný­mæli inn­an danska ríkja­sam­bands­ins.

Danski for­sæt­is­ráðherr­ann Mette Frederik­sen sagði mik­il­vægt að styrkja sam­starf Dana, Fær­ey­inga og Græn­lend­inga á grund­velli gagn­kvæmr­ar virðing­ar og jafn­rétt­is. Í sam­starfs­nefnd­inni yrði skipst á upp­lýs­ing­um, afstaða sam­ræmd og rætt náið um ut­an­rík­is-, ör­ygg­is- og varn­ar­mál að því er varðar Fær­eyj­ar og Græn­land sér­stak­lega.

723px-Kingdom_of_Denmark_in_its_region_-special_marker-.svgNefnd­in kem­ur til sög­unn­ar vegna óska stjórna Fær­eyja og Græn­lands um meira svig­rúm til áhrifa á ákv­arðanir í þess­um mik­il­vægu mála­flokk­um. Loka­úr­lausn­ir í ut­an­rík­is- og varn­ar­mál­um eru á valdi dönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Múte B. Egede, formaður græn­lensku land­stjórn­ar­inn­ar, Na­alakk­ersuisut, seg­ir skip­un nefnd­ar­inn­ar sýna vilja til að efla innra sam­starf ríkj­anna en einnig til að viður­kenna ólíka hags­muni þeirra inn­an sam­starfs­ins. Með þessu sé ýtt und­ir að Græn­lend­ing­ar verði virk­ari þátt­tak­end­ur í alþjóðasam­starfi.

Bárður á Steig Niel­sen, lögmaður Fær­eyja, seg­ir nauðsyn­legt að nú­tíma­væða ríkja­sam­bandið með því að stuðla að meiri sam­vinnu milli þjóðanna þriggja. Fær­ey­ing­ar verði var­ir við sí­fellt meiri áhuga stór­veld­anna á landi sínu og vænt­ir lögmaður­inn þess að sam­starfs­nefnd­in verði til að auka áhrif Fær­ey­inga sjálfra á ákv­arðanir í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um sem snerti þá á kom­andi árum.

Hér er með öðrum orðum enn eitt dæmið um ný­mæli í nor­ræn­um ör­ygg­is­mál­um sem brýnt er að skoða ræki­lega frá ís­lensk­um sjón­ar­hóli. All­ar ákv­arðanir ná­grannaþjóðanna snerta okk­ur á einn veg eða ann­an. Sömu sögu er að segja um ákv­arðanir hér á landi og hags­muni þess­ara þjóða. Til að um trú­verðugar varn­ir Fær­eyja og Græn­lands sé að ræða verður Ísland að standa við hlið þeirra. Hvorki í Fær­eyj­um né á Græn­landi verður flug­her eða kaf­báta­leit­ar­vél­um NATO-ríkja sköpuð sam­bæri­leg aðstaða og er á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Ákvarðanir um þessa ný­skip­an í sam­skipt­um stjórn­valda inn­an kon­ungs­rík­is­ins Dan­merk­ur eru ekki tekn­ar í tóma­rúmi eða að óat­huguðu máli. Þær má rekja (1) til nýrr­ar og sjálf­stæðari stöðu Græn­lands og Fær­eyja inn­an ríkja­sam­bands­ins, (2) til niðurstaðna fræðilegra rann­sókna danskra stjórn­mála- og herfræðinga og (3) til auk­ins strategísks áhuga stór­veld­anna á Norður-Atlants­hafi og Arkt­is (norður­slóðum).

Skömmu áður en ritað var und­ir Kaup­manna­hafn­ar-yf­ir­lýs­ing­una 4. októ­ber kom út bók­in Sikk­er­hed­spolitik í Arkt­is og Nor­datlanten þar sem 15 fræðimenn í þrem­ur lönd­um danska kon­ungs­rík­is­ins skrifa fræðileg­ar grein­ar sem snú­ast einkum um áhrif breyttra aðstæðna í ör­ygg­is­mál­um á hags­muni rík­is­ins og stjórn­ar­hætti þess.

Ann­ar rit­stjóra bók­ar­inn­ar, Jon Rah­bek-Clem­men­sen, lektor við danska Varn­ar­mála­há­skól­ann, hef­ur lengi stundað rann­sókn­ir á stöðu Græn­lands í ljósi breyttra aðstæðna á norður­slóðum. Í grein sinni fær­ir hann rök fyr­ir nýrri kenn­ingu um að Dan­ir líti ekki á hlut sinn og af­skipti á Græn­landi ein­ung­is sem „tæki“ til að ná hnatt­ræn­um strategísk­um mark­miðum held­ur sem mark­mið í sjálfu sér. Sé áhugi Dana á Græn­landi ein­ung­is vegna áhrifa strategískr­ar þýðing­ar lands­ins á alþjóðavett­vangi hefði afstaða Dana átt að breyt­ast eft­ir lok kalda stríðsins á tí­unda ára­tugn­um og í upp­hafi 21. ald­ar þegar Græn­land reynd­ist ekki leng­ur „tæki“ í sam­keppni stór­veld­anna. Við blasi að dansk­ir stjórn­mála­menn kjósi að standa vörð um kon­ungs­ríkið vegna þess sjálfs og þeir vilji verja veru­leg­um fjár­hæðum í því skyni.

Jon Rah­bek-Clem­men­sen seg­ir meiri­hluta Græn­lend­inga líta á aðild að ríkja­sam­band­inu sem „tæki“ til verja vel­ferðarríkið Græn­land þar til sjálf­stæðir Græn­lend­ing­ar hafi ein­ir burði til að tryggja eig­in vel­ferð. Í sam­skipt­um Dana og Græn­lend­inga ríki þögn um fjár­hags­leg­an ávinn­ing af nú­ver­andi skip­an. Þögn­ina verði að rjúfa, ann­ars séu öll spil­in ekki lögð á borðið.

At­hug­un á nor­ræn­um ör­ygg­is­mál­um und­an­far­in umbreyt­inga­ár sýn­ir að nokk­ur óvissa hef­ur ríkt um hvaða stefnu sam­skipti Dana við Fær­ey­inga og þó einkum Græn­lend­inga tækju. Spurn­ing­ar hafa vaknað um hvort ör­ygg­is- og varn­ar­mál skuli aðeins ræða við danska emb­ætt­is­menn í Kaup­manna­höfn en ekki líta til Nuuk eða Þórs­hafn­ar. Nú ligg­ur fyr­ir að um þrjá jafn­rétt­háa aðila er að ræða þótt mál­um sé form­lega ráðið til lykta í Kaup­manna­höfn. Í höfuðborg­um land­anna verða sér­stak­ar tengi-skrif­stof­ur um þessi mál og for­mennska í sam­starfs­nefnd­inni fær­ist á milli land­anna. Fær­ey­ing­ar sitja á for­manns­stóli árið 2022.

Hér á landi er mál­um því miður þannig háttað að hvergi, hvorki inn­an há­skóla né ann­ars staðar, er fyr­ir hendi þekk­ing og því síður stundað rann­sókn­ar­starf sem jafn­ast á við það sem birt­ist í danska rit­inu fyrr­nefnda um ör­ygg­is­mál­in á norður­hveli. Þetta er al­var­leg­ur ann­marki á ís­lenskri hags­muna­gæslu hvort held­ur litið er til ör­ygg­is- og varn­ar­mála eða EES-mála. Þarna ættu þau sem sitja nú og semja stjórn­arsátt­mála til næstu fjög­urra ára úr að bæta.