14.12.2024

Ný og aukin ábyrgð í varnarmálum

Morgunblaðið, laugardagur 14. 12. 24


Mat á stöðunni í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um er ekki sagn­fræðilegt viðfangs­efni held­ur brýnt úr­lausn­ar­efni líðandi stund­ar. Brot­in fyr­ir­heit eða ákv­arðanir reist­ar á röngu mati geta dregið al­var­leg­an dilk á eft­ir sér.

Vegna um­skipt­anna í Sýr­landi sunnu­dag­inn 8. des­em­ber, þegar harðstjór­an­um Bash­ar al-Assad var steypt af stóli, var rifjað upp að Barack Obama, þáv. Banda­ríkja­for­seti, hefði ef til vill getað komið í veg fyr­ir blóðsút­hell­ing­ar und­an­far­inna ára í Sýr­landi.

Í ág­úst 2013 skipaði Assad her sín­um að beita efna­vopn­um, sa­ríngasi, gegn upp­reisn­ar­mönn­um sem höfðu náð einu hverfi í Dam­askus, höfuðborg Sýr­lands, á sitt vald. Um 1.400 manns, kon­ur og börn, týndu lífi og spurt var hvers vegna Obama stæði ekki við orð sín frá því í ág­úst 2012 um að með beit­ingu efna­vopna yrði stigið skref yfir „rauða línu“ sem myndi hafa „gíf­ur­leg­ar af­leiðing­ar“ og breyta af­stöðu hans til þess hvort beita ætti banda­rísk­um herafla í borg­ara­stríðinu í Sýr­landi.

Obama hafði for­seta­vald til að standa við hót­un­ina. Hann kaus hins veg­ar að leggja hana í hend­ur Banda­ríkjaþings og ekk­ert gerðist. Tæpu ári síðar hrifsaði Vla­dimir Pút­in Rúss­lands­for­seti Krímskaga frá Úkraín­u­stjórn án erfiðra eft­ir­mála. Pút­in hóf síðan árið 2015 blóðidrif­inn stuðning við ein­ræðis­herr­ann í Dam­askus sem murkaði mis­kunn­ar­laust lífið úr eig­in þjóð.

Nú er Bash­ar al-Assad póli­tísk­ur flóttamaður í skjóli Pút­ins. Rúss­ar höfðu ekki burði til að styðja sýr­lensk­an skjól­stæðing sinn leng­ur á heima­velli vegna þess hve rúss­neski her­inn er aðþrengd­ur í Úkraínu. Rúss­ar hafa glatað fót­festu fyr­ir botni Miðjarðar­hafs og áhrifa­stöðu gagn­vart Afr­íku.

Í vik­unni hef­ur frétta­stofa rík­is­út­varps­ins beint at­hygli að aukn­um varn­ar­viðbúnaði og hernaðarleg­um um­svif­um á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra birti 28. nóv­em­ber ít­ar­lega sam­an­tekt um áhersl­ur og aðgerðir í varn­ar­mál­um und­an­far­in miss­eri. Guðmund­ur Hálf­dan­ar­son, sagn­fræðipró­fess­or við Há­skóla Íslands, sagði af því til­efni við frétta­stof­una:

„Okk­ar fram­lag til þessa sam­starfs til NATO hef­ur verið það að leggja til land. Og nú meta banda­lagsþjóðir okk­ar það þannig að það sé meiri ógn, meiri hætta á átök­um held­ur en verið hef­ur og þess vegna telja þau að það sé þörf á meiri víg­búnaði.“

Hér er ekki aðeins um mat banda­lagsþjóða okk­ar að ræða held­ur einnig rík­is­stjórn­ar Íslands. Án vilja henn­ar og samþykk­is er ekk­ert skref stigið í þess­um efn­um hér á landi. Nú er hlut­verk henn­ar annað og meira en þegar Banda­ríkja­her rak Kefla­vík­ur­stöðina. Aðgerða- og mann­virkja­stjórn er á hendi ís­lenskra stjórn­valda og á ábyrgð ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Við dag­leg­an rekst­ur gegna starfs­menn land­helg­is­gæsl­unn­ar lyk­il­hlut­verki.

Sam­an­tekt ut­an­rík­is­ráðherra lýs­ir hve víða starfs­menn ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins koma að fjölþjóðleg­um ákvörðunum um hervarn­ir í okk­ar heims­hluta. Í því efni næg­ir ekki að líta aðeins til þess sem ger­ist á vett­vangi NATO þótt það skipti mestu að lok­um.

Nor­ræna varn­ar­sam­starfið (NOR­D­EFCO) er öfl­ugra og nán­ara en það hef­ur nokkru sinni verið. Nor­rænu rík­in eiga nána sam­vinnu við Eystra­salts­rík­in og sam­an eru þau aðilar að viðbragðsherafl­an­um (JEF) þar sem Bret­ar hafa frum­kvæði og for­ystu. Öll falla nor­rænu rík­in und­ir her­stjórn NATO í Nor­folk í Banda­ríkj­un­um og vinna að sam­eig­in­legri varn­aráætlana­gerð fyr­ir Norður-Atlants­haf og norður­slóðir með full­trú­um Banda­ríkj­anna og Kan­ada.

KEFIMG_0497_1734216982865Frá öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli (mynd:lhg.is).

Kan­ada­stjórn birti 6. des­em­ber stefnu­skjal um ut­an­rík­is­stefnu sína á norður­slóðum, Arctic For­eign Policy. Þar er hún ómyrk í máli um hætt­una sem staf­ar af hernaðar­um­svif­um Rússa á norður­slóðum og var­ar einnig ein­dregið við vax­andi ítök­um Kín­verja þar. Vegna þess hve Rúss­ar séu illa efn­um bún­ir og þraut­pínd­ir vegna stríðsins í Úkraínu hafi þeir nauðugir hleypt Kín­verj­um inn á gafl í forðabúri sínu í norðri.

Nefnt er að í júlí 2024 hafi Rúss­ar og Kín­verj­ar vísað til yf­ir­lýs­ing­ar frá 2022 um sam­starf sitt á norður­slóðum þegar þeir efndu til sam­eig­in­legra heræf­inga nyrst í Rússlandi. Þá hafi rúss­nesk og kín­versk her­skip stundað sam­eig­in­legt eft­ir­lit und­an strönd­um Al­euta-eyja á Kyrra­hafi. Strand­gæslu­skip land­anna tveggja hafi verið sam­an við eft­ir­lits­störf í Ber­ings­sundi og eft­ir­lits­flug­vél­ar þeirra farið inn á loft­varna­svæði Alaska og þar með Norður-Am­er­íku.

At­hygli Kan­ada­stjórn­ar bein­ist bæði að Norður-Kyrra­hafi og Norður-Atlants­hafi sam­hliða norður­slóðum. Í stefnu­skjal­inu seg­ir að um evr­ópsk­an hluta norður­slóða sé keppt hernaðarlega, þar sé mik­il­væg­um mann­virkj­um ógnað, sama gildi um ör­yggi á höf­un­um og sigl­inga­leiðum.

Vegna breyt­inga liðinna ára er úr­elt að skil­greina fram­lag Íslend­inga til sam­eig­in­legra varna NATO með því einu að nefna landsvæði og varn­ar­fram­kvæmd­ir á því. Skil­grein­ing­in varð mark­laus við brott­för varn­ar­liðsins 30. sept­em­ber 2006. Síðan hef­ur ís­lenska stjórn­kerfið lagað sig að nýju hlut­verki eins og við blas­ir í nýrri sam­an­tekt ut­an­rík­is­ráðherra.

Íslensk­ir emb­ætt­is­menn eru virk­ir þátt­tak­end­ur við töku lyk­i­lákv­arðana um mót­un og skipu­lag hernaðarlegra mál­efna í okk­ar heims­hluta. Íslenska ríkið er ekki þiggj­andi held­ur ábyrg­ur þátt­tak­andi í stefnu­mót­un­inni.

Íslenska ríkið verður sam­hliða að stokka upp stjórn­skipu­lag sitt til að láta meira að sér kveða á aðgerðasviðinu. Efla verður inn­lent mat á strategísku stöðunni.

Stjórn­mála­menn verða að finna til ábyrgðar í þess­um efn­um og sýna hana við stjórn­ar­mynd­un.