11.3.2005

Stjórn lögreglu

Baráttan fyrir stærri umdæmum

 

Þátttakendur.

Alþingi.

Ríkisstjórn.

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti.

Landssamband lögreglumanna.

Ríkislögreglustjóri.

Sýslumenn.

Sjónarmið alþingis.

Lögreglulög.

Byggð um allt land.

Opinberum störfum fjölgað á landsbyggð.

Opinber þjónusta góð um land allt.

Öryggi allra landsmanna tryggt.

Sjónarmið ríkisstjórnar.

Öryggi landsmanna tryggt.

Opinber störf á landsbyggðinni aukin.

Opinber þjónusta á landsbyggðinni góð.

Sjónarmið ráðuneytis.

Nýtt skipulag styrki og efli lögreglu og sýslumenn.

Bætt nýting fjármuna.

Löggæsluáætlun til nokkurra ára.

Forgangsröðun við úrlausn verkefna.

Mælanleg markmið fyrir löggæslu.

Sýslumönnum fækki ekki.

Sjónarmið Landssambands lögreglumanna.

Stækkun lögregluliða með sameiningu umdæma er forsenda hvers kyns umbóta á sviði löggæslu.

Sjónarmið ríkislögreglustjóra.

Umdæmi lögreglu stækkuð.

Lögreglustjórar skipaðir til að stjórna stórum lögregluumdæmum.

Sjónarmið sýslumanna.

Umdæmi lögreglu stækkuð.

Fækkun sýslumanna?

Óbreyttur fjöldi sýslumanna?

Sjónarmið verkefnisstjórnar.

Skilgreining hlutverks lögreglu óbreytt frá 1. gr. lögreglulaga.

Dómsmálaráðherra útfæri lögbundin meginmarkmið löggæslu.

Dómsmálaráðherra afmarki árangursmælikvarða.

Lögreglustjórar, deildir embætta, einstakir lögreglumenn setji sér markmið.

Sjónarmið verkefnisstjórnar ...2

Lögreglustjórar skilgreini árangursmælikvarða.

Dómsmálaráðherra setji markmið, mælikvarða og mælingar í árangursstjórnunarsamning við ríkislögreglustjóra.

Ríkislögreglustjóri semji við einstaka lögreglustjóra.

Sjónarmið verkefnisstjórnar ...3

Smæð margra lögregluliða til vandræða.

Stækkun umdæma og sameining lögregluliða tryggir öflugt lögreglulið.

Lögregluumdæmum fækkað úr 26 í fimm til sjö.

Ef ekki fækkun umdæma aukist boðvald ríkislögreglustjóra til að efla samvinnu einstakra liða.

Sjónarmið verkefnisstjórnar ...4

Ríkislögreglustjóri safni fjárlagatillögum lögreglustjóra og geri í samvinnu við þá heildartillögu til dómsmálaráðherra.

Lögbundið hlutverk ríkislögreglustjóra breytist ekki.

Embættisþungi ríkislögreglustjóra eykst með kröfu um meiri samvinnu liða og vegna aukins hlutverks við stefnumótun og fjárumsýslu.

Álitamál ....1

Miðlægt vald ríkislögreglustjóra.

1. mars 2004 breytt skipulag sérsveitar og stækkun hennar.

Sérsveit hreyfanleg milli umdæma.

Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar.

Efnahagsbrotadeild.

Alþjóðadeild.

Álitamál ....2

Óbreyttur fjöldi sýslumanna?

Forsenda tilvistar sýslumanns, að hann sé lögreglustjóri?

Sumir sýslumenn lögreglustjórar en aðrir ekki?

Hlutverk lögreglu.

Hlutverk lögreglu óumdeilt.

Öryggi, forvarnir, rannsóknir, þjónusta, hjálp, aðstoð og samstarf.

Meiri harka, umfangsmeiri afbrot, alþjóðleg glæpastarfsemi, hryðjuverk.

Stækkun sérsveitar, stækkun umdæma staðfesta breytt hlutverk.

Samstaða.

Samstaða um stækkun umdæma.

Markmið stækkunar bætt öryggi.

Ótti og ágreiningur.

Ótti við að dregið verði úr þjónustu á landsbyggðinni.

Mismunandi leiðir að stækkun.

Tilvist og hlutverki sýslumanna.

Hlutverk sýslumanna.

Sýslumenn eru lögreglustjórar nema sýslumaðurinn í Reykjavík.

Sýslumenn fara með ákæruvald undir eftirliti ríkissaksóknara.

Sýslumenn eru innheimtumenn ríkissjóðs utan Reykjavíkur.

Sýslumenn stjórna tollgæslu utan Reykjavíkur.

Sýslumenn annast þinglýsingar.

Hlutverk sýslumanna....2

Sýslumenn framkvæma fjárnám og uppboð.

Sýslumenn sinna verkefnum á sviði sifjaréttar.

Sýslumenn eru fulltrúar Tryggingastofnunar ríkisins.

Fulltrúar fleiri en eins ráðuneytis.

Framkvæmdavald ríkisins.

Lög um sýslumenn bera heitið: Framkvæmdavald ríkisins í héraði.

Í 1. gr. laganna segir: Sýslumenn fara, hver í sínu umdæmi, með stjórnsýslu ríkisins eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Þar á meðal fara þeir með lögreglustjórn, tollstjórn og innheimtu opinberra gjalda, að því leyti sem hún er ekki falin öðrum.

Framtíð sýslumanna.

Framtíð sýslumanna ræðst af því, að embætti þeirra þróist í takt við ný verkefni.

Skilgreina þarf inntak sýslumannsstarfa á nýjan hátt.

Sýslumenn taki að sér fleiri verkefni á vegum fleiri ráðuneyta, verði í raun alhliða fulltrúar ríkisvaldsins hver á sínum stað.

Lykill að sátt.

Lykillinn að sátt um stækkun lögregluumdæma er að finna að minnsta kosti sumum sýslumönnum önnur verkefni en lögreglustjórn.

Lög standa ekki í vegi fyrir slíkri lausn.

Lykilspurningar.

Finnst leið til að sætta sýslumenn við stækkun lögregluumdæma, án þess að fækka þeim?

Vilja sýslumenn vinna að tillögum um ný verkefni fyrir embætti sín og vinna að framgangi þeirra?