23.4.2022

Norrænu raðirnar þéttast

Morgunblaðið, laugardagur 23. apríl 2022,

 

Finnsk­ir þing­menn ræddu miðviku­dag­inn 20. apríl í fyrsta sinn form­lega um aðild Finn­lands að NATO. Átta þing­flokks­for­menn af 10 studdu annaðhvort aðild að NATO eða þátt­töku í hernaðarsam­starfi.

Hels­ing­in Sanom­at sagði að umræðunum lokn­um: „Ferlið sem kraf­ist er í þing­ræðis­legu lýðveldi er nú hafið, það breyt­ir þó ekki stóru mynd­inni: Finn­land sæk­ir um aðild að NATO eins fljótt og kost­ur er.“

Rúss­neska ut­an­rík­is­ráðuneytið hót­ar gagnaðgerðum gangi Finn­ar og Sví­ar í NATO. Dmit­ríj Med­vedev, fyrr­ver­andi for­seti Rúss­lands og nú­ver­andi vara­for­seti rúss­neska ör­ygg­is­ráðsins, boðar kjarn­orku­væðingu á Eystra­salti. Rúss­ar hafa þó nú þegar sett niður kjarna­vopn á hólm­lendu sinni Kaliningrad, fyr­ir botni Eystra­salts, milli Lit­há­ens og Pól­lands.

15964697_a7f73e7b7bSama dag og ör­ygg­is­mála­skýrsla var lögð fyr­ir finnska þingið fór Sanna Mar­in for­sæt­is­ráðherra til Stokk­hólms til viðræðna við Magda­lenu And­ers­son for­sæt­is­ráðherra um NATO-aðild­ar­mál. Vilja rík­is­stjórn­ir land­anna helst eiga sam­leið með um­sókn­ir fyr­ir rík­is­odd­vita­fund NATO í Madrid í lok júní 2022.

Nú vilja 57% Svía ganga í NATO sam­kvæmt nýrri könn­un. Í vik­unni kúventi And­ers Lind­berg, aðal-stjórn­mála­rit­stjóri sænska jafnaðarmanna­blaðsins Aft­on­bla­det, í af­stöðu sinni til NATO. Stefn­an um Svíþjóð utan hernaðarbanda­laga hefði beðið skip­brot með stríði Vla­dimírs Pútíns í Úkraínu. Nú væri NATO nauðsyn­legt til að tryggja ör­yggi Svíþjóðar.

Lind­berg tel­ur lík­leg­ast að Finn­ar sæki um NATO-aðild og þar með hverfi síðustu meg­in­rök­in fyr­ir að Sví­ar geri það ekki. Finn­ar standi Sví­um næst i ör­ygg­is­mál­um.

Rit­stjór­inn seg­ist aldrei fyrr hafa stutt aðild Svía að NATO. Þvert á móti hafi hann talað fyr­ir stöðu utan hernaðarbanda­laga, öfl­ug­um heima­vörn­um og raun­særri stefnu í ut­an­rík­is- og ör­ygg­is­mál­um. Stefnu sem reynst hafi Sví­um mjög vel til þessa. Inn­rás Rússa grafi hins veg­ar und­an ör­yggi í Norður-Evr­ópu, nauðsyn­legt mót­vægi skap­ist ekki með því að standa utan hernaðarbanda­laga.

Póli­tísku straum­arn­ir í ör­ygg­is­mál­um Finna og Svía verða ekki skýr­ari. Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dana, kvað einnig skýrt að orði í grein þriðju­dag­inn 19. apríl þegar hún sagði inn­rás Rússa í Úkraínu tíma­mótaviðburð í heims­sögu síðari tíma sem setti skýrt mark á sam­eig­in­lega framtíð okk­ar. Tala mætti um Evr­ópu fyr­ir og Evr­ópu eft­ir 24. fe­brú­ar 2022. Stríðið í Úkraínu hefði í grund­vall­ar­atriðum breytt stöðu ör­ygg­is­mála í Evr­ópu.

Stríð Pútíns væri ekki aðeins árás á Úkraínu held­ur á allt sem Evr­ópa og Vestrið teldu þess virði að verja, ekki væri unnt að líta á það sem sjálf­gefið að við nyt­um lýðræðis, frels­is og friðar. Hvatti danski for­sæt­is­ráðherr­ann til sam­stöðu til varn­ar þess­um gild­um, evr­ópsk lýðræðis­ríki yrðu að axla meiri ábyrgð vegna eig­in ör­ygg­is.

Dan­ir ganga til þjóðar­at­kvæðagreiðslu 1. júní 2022 um hvort fallið skuli frá fyr­ir­vara þeirra um þátt­töku í varn­ar­sam­starfi ESB-ríkj­anna.

Hér hafa þrjú nor­ræn ríki við Eystra­salt verið nefnd til sög­unn­ar. Í þeim öll­um ræða menn grund­vall­arþætti ör­ygg­is­stefn­unn­ar til að þétta raðirn­ar sín á milli og með öðrum. Sömu sögu er að segja um Norðmenn. Til að efla varn­ir sín­ar líta þeir til næstu ná­granna sinna en ekki síður til Banda­ríkja­manna og Breta sem skref fyr­ir skref auka hlut­deild sína í vörn­um Norður-Atlants­hafs.

Sér­fræðing­ar við Norsku ut­an­rík­is­mála­stofn­un­ina, NUPI, Per Erik Solli og Øystein Solvang, birtu ný­lega grein á vefsíðu breskr­ar hug­veitu, RUSI, um nor­ræna varn­ar­sam­vinnu. Niðurstaða þeirra er að nor­rænu rík­in treysti best stöðu sína í ör­ygg­is­mál­um með NATO-aðild Svía og Finna, án henn­ar ríki „strategísk óvissa sem veik­ir fæl­ingaráhrif og for­varn­ar­gildi“ sam­eig­in­lega nor­ræna varn­ar­sam­starfs­ins, NOR­D­EFCO. Ákveði Finn­ar að ganga í NATO en Sví­ar að standa fyr­ir utan, gætu Sví­ar auðveld­lega lent í sömu stöðu og Úkraínu­menn, þeir yrðu fórn­ar­lömb af­markaðrar inn­rás­ar Rússa.

Boðskap­ur­inn er ein­fald­ur: Sam­vinna und­ir fána NATO er besta leiðin til að fæla Pútín frá of­beldi og inn­rás. Ein­mitt þess vegna er öf­ug­mæli að kenna stækk­un NATO um stríðið í Úkraínu. Stærra NATO hefði haldið aft­ur af Pútín. Þann lær­dóm draga Finn­ar og Sví­ar af stríðinu.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði miðviku­dag­inn 20. apríl að þjóðarör­ygg­is­ráð, sem hún veit­ir for­mennsku, ynni nú að upp­færslu á áhættumati fyr­ir Ísland, vegna þess sem hún kallaði „at­b­urðina“ í Úkraínu og mögu­legr­ar aðild­ar Finna og Svía að NATO.

Katrín kveður mun mildi­leg­ar að orði um þátta­skil­in í ör­ygg­is­mál­um Evr­ópu vegna stríðs Pútíns en nor­rænu jafnaðar­menn­irn­ir, starfs­systkini henn­ar. Henni er ekki eins auðvelt að breyta um skoðun á NATO og Magda­lenu And­ers­son og Sönnu Mar­in. Gild­ir þó miklu frek­ar um Ísland en Svíþjóð og Finn­land að ör­yggi lands og þjóðar er ekki tryggt án NATO-aðild­ar og varn­ar­sam­starfs við Banda­rík­in. Að baki upp­færslu þjóðarör­ygg­is­stefnu Íslands hlýt­ur að liggja hernaðarlegt ör­ygg­is­mat sem snýr að ís­lensk­um hags­mun­um í ljósi þess sem gerst hef­ur.

Það ætti að verða eitt af upp­færðum mark­miðum þjóðarör­ygg­is­stefn­unn­ar að Land­helg­is­gæsla Íslands geti með skip­um sín­um og eft­ir­lits­flug­vél eflt stöðugt eft­ir­lits­starf um­hverf­is landið og styrkt sam­starf sitt við ná­grannaþjóðir sam­hliða því sem með ótví­ræðum hætti verði í lög­um mælt fyr­ir um hlut­verk land­helg­is­gæsl­unn­ar á ör­ygg­is­svæðum NATO og í sam­skipt­um við her­stjórn­ir banda­lags- og sam­starfsþjóða.