21.2.2020

Norðmenn draga upp ógnarmynd í norðri

Morgunblaðið, föstudagur, 21. febrúar 2020

„Ógn­ar­mynd­in sem blas­ir við Norðmönn­um við upp­haf 2020 mót­ast af kerf­is­læg­um breyt­ing­um sem orðið hafa á mörg­um árum. Í breyt­ing­un­um felst ann­ars veg­ar að svig­rúm til að beita hervaldi hef­ur auk­ist og það nýt­ist meira en áður í þágu stjórn­mála í friði, hættu­ástandi og stríði.

Hins veg­ar hef­ur tækni­leg þróun leitt til þess að unnt er að nýta önn­ur úrræði en hernaðarleg í aukn­um mæli sem ann­an kost en hervald til að ná sömu mark­miðum. Efna­hags­leg vald­beit­ing, her­ferðir í krafti upp­lýs­ingafals­ana, njósn­a­starf­semi og aðgerðir í net­heim­um eru allt dæmi um þess­ar breyt­ing­ar.“

Á þess­um orðum hefst út­drátt­ur ár­legr­ar hættumats­skýrslu leyniþjón­ustu norska hers­ins, Fokus 2020, sem birt­ist fyr­ir skömmu.

Meg­in­drætt­ir ógn­ar­mynd­ar­inn­ar gagn­vart Nor­egi og norsk­um hags­mun­um eru sagðir tengj­ast Rússlandi og Kína. Inn­an þess­ara landa sé til­gangs­lítið að greina á milli hags­muna rík­is og einka­fyr­ir­tækja við mat á þátt­um sem hafi áhrif á þjóðar­hags­muni Nor­egs. Í báðum ríkj­un­um sé þró­un­in í átt til meira for­ræðis af hálfu stjórn­valda.

Norska leyniþjón­ust­an vitn­ar til stefnuræðu sem yf­ir­maður rúss­neska hers­ins, Val­erij Gerasimov, flutti í mars 2019 og kynnti nýja hernaðar­stefnu und­ir kjör­orðinu: Virk­ar varn­ir. Fram­kvæmd­in birt­ist til dæm­is í flotaæf­ingu í ág­úst 2019 þegar rúss­neski Norður­flot­inn ásamt Eystra­salts­flot­an­um efndi til stærstu flotaæf­ing­ar í ná­grenni Nor­egs frá lok­um kalda stríðsins. Náði brjóst­vörn rúss­neska kaf­báta­flot­ans við Kóla­skaga þá allt suður í Norður­sjó.

Æfing­ar Rússa í októ­ber sýndu hvernig hefðbund­in kjarn­orku­vopn eru í vax­andi mæli nýtt sam­hliða ná­kvæm­um lang­fleyg­um flug­skeyt­um með venju­lega sprengju­odda. Með þessu sé sveigj­an­leiki til beit­ing­ar hervalds auk­inn og þar með fæl­ing­ar­mátt­ur­inn sem skipti miklu við mat á skil­un­um milli stríðs og friðar.

Minnt er á að Xi Jin­ping, for­seti Kína, sagði skömmu eft­ir að hann komst til æðstu met­orða að ut­an­rík­is­stefna sín væri reist á kenn­ing­unni um „lang­vinna bar­áttu milli tveggja þjóðfé­lags­kerfa“. Kín­verj­ar vilji raska banda­rísku for­ræði í heims­mál­um og stefn­an kennd við belti og braut sé liður í þeirri viðleitni. Fram­kvæmd þess­ar­ar stefnu í hönd­um kín­verskra tæknifyr­ir­tækja leiði til kröfu um að er­lend fyr­ir­tæki lagi sig að kín­versk­um stöðlum sem skapi Kín­verj­um sí­fellt meira for­skot, meðal ann­ars til starf­rænna njósna.

Land­fræðilega og póli­tískt á ógn­ar­mynd­in sem norska leyniþjón­ust­an dreg­ur upp af um­svif­um Rússa beint er­indi við Íslend­inga. Um Ísland gild­ir þó annað en Haakon Bru­un-Hans­sen, yf­ir­maður norska hers­ins, sagði um Nor­eg í ræðu 20. janú­ar 2019. Þar vék hann að Eystra­salti og Nor­egs­hafi og nefndi sér­stak­lega rúss­nesku flotaæf­ing­una Oce­an Shield í ág­úst 2019. Þá hefðu um 30 skip úr rúss­neska Norður­flot­an­um og Eystra­salts­flot­an­um stofnað til víðtækr­ar æf­ing­ar und­an strönd­um Nor­eg. Æfing­in sýndi að Nor­eg­ur væri að baki GIUK-hliðsins, hefðbund­inn­ar fram­varn­ar­línu NATO á haf­inu um­hverf­is Ísland, það er frá Græn­landi um Ísland til Skot­lands.

Mik­il al­vara felst í þess­um orðum. Þau snerta ekki aðeins Norðmenn held­ur einnig Svía og Finna. Líta má á lönd þeirra eins og eyju með haf í vestri og suðri en Rúss­land í austri. Á und­an­förn­um árum hafa finnsk og sænsk stjórn­völd stór­aukið varn­ar­sam­starf sín á milli og einnig tví­hliða varn­ar­sam­skipti við Banda­ríkja­menn.

„Náið sam­band okk­ar við Banda­rík­in skipt­ir höfuðmáli fyr­ir ör­yggi Svíþjóðar og far­sæld,“ sagði Ann Linde, ut­an­rík­is­ráðherra Svía, í sænska þing­inu, Riks­da­gen, miðviku­dag­inn 12. fe­brú­ar þegar hún flutti þing­inu skýrslu um ut­an­rík­is­mál.

IMG_0846_1582472510747Ann Linde utanrríkisráðherra flytur sænska þinginu skýrslu sína 12. febrúar 2020.

 

Óvissa vegna Rússa

Að ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar skuli árétta mik­il­vægi ör­yggis­tengsl­anna við Banda­rík­in staðfest­ir að Sví­ar eru ekki leng­ur hlut­laus­ir held­ur standa þeir utan NATO sem sam­starfsþjóð banda­lags­ins og Banda­ríkj­anna.

Fyr­ir utan sam­starfs­samn­inga við Finna og Svía til mót­væg­is við hernaðarmátt Rússa hafa Banda­ríkja­menn end­ur­vakið Atlants­hafs­flota sinn og ný Atlants­hafs­her­stjórn NATO er kom­in til sög­unn­ar í Nor­folk í Virg­in­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um. Atlants­hafs­flot­inn stjórnaði flotaæf­ing­um á Eystra­salti í fyrra.

Utan Kreml­ar veit eng­inn hvað vak­ir fyr­ir Rúss­um og hvert raun­veru­legt afl þeirra er og verður. Rann­sókn­ar­stofn­un varn­ar­mála (FOI) í Svíþjóð sendi í des­em­ber 2019 frá sér skýrslu þar sem lagt er mat á þróun hernaðarmátt­ar Rússa næstu tíu árin.

Þar kem­ur fram að um þess­ar mund­ir séu eng­in merki um breyt­ingu á ör­ygg­is­stefnu Rússa sem reist sé á for­ræðis­stjórn og andúð á Vest­ur­lönd­um. Það verði áfram meg­in­stefna þeirra að njóta virðing­ar sem stór­veldi með eigið áhrifa­svæði í ná­grenni sínu. Á tíu ára tíma­bili geti orðið skjót­ar breyt­ing­ar í rúss­nesk­um stjórn­mál­um án þess að þær geri boð á und­an sér.

Í ít­ar­legri skýrslu sem sænska rík­is­stjórn­in lagði fram í fyrra um varn­ir lands síns seg­ir að í Rússlandi standi fá­menn­ur hóp­ur manna að baki lyk­i­lákvörðunum um ut­an­rík­is- og ör­ygg­is­mál. Af því leiði að unnt sé að taka af skarið á skömm­um tíma og vega að öðrum að óvör­um. Hópeflið geti jafn­framt valdið fljótræði án for­sjálni.

FOI seg­ir að á liðnum ára­tug hafi orðið markverðar um­bæt­ur á rúss­neska hern­um en ólík­legt sé að ríkið hafi burði til að halda áfram á þeirri braut. Næstu tíu ár verði því nýtt til að festa þess­ar um­bæt­ur í sessi, einkum hæfn­ina til að hefja svæðis­bundið stríð. Höfuðáhersla verði lögð á fæl­ing­ar­mátt í krafti kjarn­orku­vopna.

Á mati sem þessu reisa sænsk yf­ir­völd stefnu sína sem sæk­ir styrk til sam­starfs við Banda­ríkja­menn. Eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna skáru Sví­ar niður eig­in land­varn­ir og al­manna­varn­ir. Þeir leggja nú höfuðáherslu á að end­ur­reisa hvort tveggja.

 

Banda­rískt viðhorf

Í næstu viku gefst áhuga­mönn­um um þau mál sem hér er lýst tæki­færi til að kynn­ast banda­rísku viðhorfi til þró­un­ar þeirra. Þá (27. fe­brú­ar) flyt­ur Magn­us Nor­d­enman, fræðimaður í Washingt­on, fyr­ir­lest­ur á veg­um Varðbergs um nýju orr­ust­una um Norður-Atlants­haf.

Í fyrra sendi Nor­d­enman frá sér bók­ina The New Battle for the Atlantic – Emerg­ing Naval Com­pe­titi­on with Russia in the Far North – Nýja orr­ust­an um Atlants­haf, vax­andi flota­sam­keppni við Rússa á norður­slóðum.

Í bók­inni er rak­in saga átaka á Atlants­hafi. Enn sem fyrr mót­ist staðan af flota­styrk og hefðbund­inni grein­ingu á hon­um. Á hinn bóg­inn sé einnig nauðsyn­legt að líta á fjölþátta (e. hybrid) ógn­ir eins og til dæm­is árás­ir á lífs­nauðsyn­lega sæ­strengi í Norður-Atlants­hafi, upp­lýs­ingafals­an­ir, tölvu­árás­ir á ör­yggis­kerfi skipa, trufl­an­ir á GPS-kerf­inu og ra­f­ræn­um fjar­skipta­kerf­um. Þá kunni varðskip, tog­ar­ar og flutn­inga­skip sem sinna borg­ara­leg­um verk­efn­um að verða notuð í hernaðarleg­um til­gangi.

Fjölþátta ógn­irn­ar eru sér­stak­lega nefnd­ar hér til að árétta hve mik­il­vægt er að ís­lensk stjórn­völd hugi að vörn­um gegn þeim. Varn­ir gegn þeim eru á verksviði borg­ara­legra yf­ir­valda og krefjast inn­lendr­ar ár­vekni.