30.9.2023

Misnotkun flóttamannareglna fordæmd

Morgunblaðið,laugardagur, 30. september 2023

Su­ella Bra­verm­an inn­an­rík­is­ráðherra Breta sagði í ræðu í Washingt­on í byrj­un vik­unn­ar að stjórn­laust og ólög­legt streymi fólks milli landa ógnaði til­vist Vest­ur­landa. Finna mætti „kjör­fjölda“ inn­flytj­enda en und­an­far­in 25 ár hefðu „of marg­ir“ komið „of hratt“ til ESB og Bret­lands.

Hún lýsti áhyggj­um yfir lít­illi aðlög­un og sagði að fjöl­menn­ing hefði „ekki heppn­ast“ þar sem „of hröð og of mik­il menn­ing­ar­um­skipti útþynna það sem fyr­ir er og það hverf­ur svo að lok­um“, sagði ráðherr­ann.

SuSuella Braverman

Hún sagði að til­vist stjórn­mála­legra og menn­ing­ar­legra stofn­ana Vest­ur­landa væri í hættu. Það væri ein af grunn­regl­um sög­unn­ar að þjóðir sem gætu ekki varið landa­mæri sín ættu sér ekki framtíð og það væri jafn­framt ein af grunn­regl­um stjórn­mála að stjórn­mála­kerfi sem gætu ekki varið landa­mæri sín nytu ekki stuðnings þjóðar­inn­ar og þrif­ust því ekki leng­ur.

Bra­verm­an hélt því fram að ólög­legt fólks­streymi væri „viðvar­andi og kerf­is­lægt viðfangs­efni“ og án aðgerða yrði það aðeins verra á kom­andi árum. Það væri tíma­bært að hefja umræður um hvort breyta ætti sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna um rétt­ar­stöðu flótta­manna frá ár­inu 1951.

Hún sagði túlk­un dóm­ara á sátt­mál­an­um hafa breyst í ár­anna rás með þeim af­leiðing­um að þrösk­uld­ur við af­greiðslu hæl­is­um­sókna hefði lækkað. Staðan eins og hún væri núna þar sem fólk gæti ferðast í gegn­um mörg ör­ugg lönd og jafn­vel búið í þeim árum sam­an á meðan ákveðið væri í hvaða landi ætti að sækja um hæli væri „frá­leit og óviðun­andi“.

Í lok ræðunn­ar sagði breski inn­an­rík­is­ráðherr­ann að þeim sem gætu vænst hæl­is með vís­an til flótta­manna­sátt­mál­ans hefði fjölgað um 780 millj­ón­ir því að nú væri mis­mun­un (e. discrim­inati­on) notuð sem mál­efna­leg ástæða fyr­ir að samþykkja hælis­vist í stað of­sókna (e. per­secuti­on) áður. Þjóðir yrðu að sam­ein­ast um að taka á þess­um kerf­is­læga vanda.

Í sátt­mál­an­um er flótta­mönn­um lýst sem ein­stak­ling­um sem flýja heima­land sitt vegna yf­ir­vof­andi hættu á of­sókn­um vegna kynþátt­ar, trú­ar­bragða, þjóðern­is, stjórn­mála­legr­ar sann­fær­ing­ar eða aðild­ar að sér­stök­um fé­lags­leg­um hópi – og geta ekki eða óska ekki að svo stöddu að snúa aft­ur heim.

Í leiðara breska blaðsins The Tel­egraph var varnaðarorðum inn­an­rík­is­ráðherr­ans fagnað en bent á að það væru ekki endi­lega dóm­ar­ar sem hefðu lækkað hæl­isþrösk­uld­inn. Emb­ætt­is­menn samþykktu hæl­is­um­sókn­ir vegna mis­mun­un­ar án þess að nokk­ur dóm­ari ætti hlut að máli. Blaðið seg­ir að ráðherr­ann geti stöðvað af­greiðslur af þessu tagi þar sem emb­ætt­is­menn­irn­ir virði ekki skil­yrði flótta­manna­sátt­mál­ans.

Í blaðinu er bent á að marg­ir sem komi til Bret­lands geri það af fjár­hags­leg­um ástæðum en noti til þess hliðið sem ætlað sé flótta­mönn­um. Þá er bent á að í 31. grein sátt­mál­ans sé tekið fram að til þess að hæl­is­um­sókn sé lög­leg verði um­sækj­andi að koma beint frá svæði þar sem lífi eða frelsi hans sé ógnað og hælis­vist­in sé í „góðum til­gangi“.

Loks bend­ir The Tel­egraph á að all­ir sem komi til Eng­lands yfir Ermar­sund hafi farið um ör­ugg Evr­ópu­lönd og því brotið gegn þessu ákvæði sátt­mál­ans. Blaðið spyr að lok­um: „Hvers vegna veit­ir inn­an­rík­is­ráðuneytið svo mörg­um um­sækj­end­um stöðu flótta­manna?“

Bret­ar tóku aldrei þátt í Schengen-sam­starf­inu um skil­ríkjalaus­ar ferðir milli landa eft­ir að komið er inn á svæði sem nær til 27 landa inn­an og utan ESB, þar á meðal Íslands, Nor­egs og Sviss. Bret­ar áttu aðild að Europol, Evr­ópu­lög­regl­unni, á meðan þeir voru í ESB og fengu í gegn­um hana aðgang að öfl­ugu Schengen-eft­ir­lit­s­kerf­un­um sem verða sí­fellt þéttriðnari og breyt­ast vafa­laust enn frek­ar þegar gervi­greind nýt­ist þar til fulls.

Við úr­sögn­ina úr ESB 31. des­em­ber 2020 minnkaði aðgang­ur Breta að gagna­grunn­um Europol og Schengen-sam­starfs­ins. Þá hættu Bret­ar einnig aðild að Dyfl­inn­ar­sam­starf­inu um að af­greiða skuli hæl­is­um­sókn í rík­inu þar sem um­sækj­andi er fyrst í Evr­ópu eða á Schengen-svæðinu. Þetta tvennt hef­ur orðið til þess að straum­ur ólög­legra inn­flytj­enda til Bret­lands, einkum yfir Ermar­sund, hef­ur marg­fald­ast.

Brex­it, úr­sögn­in úr ESB, átti að tryggja Bret­um stjórn (e. control) á landa­mær­un­um, ræða inn­an­rík­is­ráðherr­ans sýn­ir skip­brot þess ásetn­ings.

Su­ella Bra­verm­an tal­ar ekki um breyt­ing­ar á Evr­ópu­regl­um af því að orð Breta mega sín lít­ils í Brus­sel held­ur fer hún til Washingt­on og hvet­ur til breyt­inga á sjálf­um flótta­manna­sátt­mála SÞ frá 1951 sem aðeins einu sinni hef­ur verið breytt síðan, árið 1967.

Það er hrap­al­leg­ur mis­skiln­ing­ur á Schengen-sam­starf­inu eða vís­vit­andi rangtúlk­un að halda því fram að ríki sem eiga aðild að því hafi eng­in úrræði til að hafa stjórn á landa­mær­um sín­um.

Frétt­ir ber­ast nú víða að úr Evr­ópu um herta vörslu á landa­mær­um ein­stakra ríkja. Þýska rík­is­stjórn­in jók til dæm­is í vik­unni eft­ir­lit lög­reglu á „smygl­leiðum“ fólks yfir þýsku landa­mær­in frá Póllandi og Tékklandi. Um 25% far­and­fólks sem kemst alla leið til Þýska­lands gera það með aðstoð smygl­ara á hættu­legu og dýru ferðalagi yfir Miðjarðar­haf og eft­ir skóg­ar­leiðum um Balk­an­lönd­in.

Hér fara um 98% komu­manna í gegn­um einu og sömu flug­stöðina og samt hafa ekki verið gerðar ráðstaf­an­ir til að hafa nauðsyn­leg­an hem­il á komu fólks til lands­ins held­ur er millj­örðum varið til að tak­ast á við vanda sem skap­ast vegna ís­lenskra und­anþágu­reglna. Þær nýj­ustu snú­ast um op­in­bera fram­færslu­skyldu þeirra sem úr­sk­urðaðir eru lög­brjót­ar og neita sam­starfi við lög­reglu – er ekki mál að linni?