23.12.2023

Minningarorð um fjölmiðla

Morgunblaðið, laugardagur 23. desember 2023.

 Í stríði og friði frétta­mennsk­unn­ar ★★½·· Eft­ir Sig­mund Erni Rún­ars­son. Sæmund­ur, 2023. Kilja, 231 bls., ljós­mynd­ir.

Það er hressi­leg­ur stíll í minn­inga­bók Sig­mund­ar Ern­is Rún­ars­son­ar (f. 1961) um ár hans í blaða- og frétta­mennsku á fjöl­miðlum sem flest­ir eru horfn­ir.

Kost­ur bók­ar Sig­mund­ar Ern­is Í stríði og friði frétta­mennsk­unn­ar – eða upp­gjörið við alla mína fjöl­miðlatíð er að hann held­ur til haga lýs­ingu á öll­um miðlun­um þar sem hann starfaði frá ár­un­um 1981 til mars 2023. Hann sat á þingi fyr­ir Sam­fylk­ing­una í Norðaust­ur­kjör­dæmi 2009 til 2013.

Sig­mund­ur Ern­ir var blaðamaður á Vísi 1981 og DV 1981-1983. Rit­stjórn­ar­full­trúi á Helgar­póst­in­um 1983-1985. Þátta­stjórn­andi hjá rík­is­sjón­varp­inu 1985-1986. Fréttamaður og síðar vara­f­rétta­stjóri á Stöð 2 1987-2001. Rit­stjóri DV 2001-2003. Þátta­stjórn­andi á Skjá 1 2003-2004. Frétta­rit­stjóri á Frétta­blaðinu 2004-2005. Frétta­stjóri á Stöð 2 2005-2007 og for­stöðumaður frétta­sviðs á sömu stöð 2007-2009. Stofn­andi og stjórn­andi sjón­varps­stöðvar­inn­ar Hring­braut­ar 2014 sem sam­einaðist Frétta­blaðinu 2020 og varð hann aðal­rit­stjóri fjöl­miðla Torgs, þ. á m. Frétta­blaðsins til mars 2023.

Þetta er skraut­leg­ur listi yfir fjöl­miðla, enn lifa Stöð 2 og rík­is­sjón­varpið. Heiti Vís­is og DV eru á vefsíðum.

Þetta er þrítug­asta rit­verk Sig­mund­ar Ern­is. And­spæn­is titil­blaði bók­ar­inn­ar er listi sem sýn­ir að hann hef­ur áður sent frá sér 14 ljóð og prósa, 12 sög­ur og minn­ing­ar og þrjár sýn­ing­ar og sviðsverk. Hér hand­leik­ur því van­ur maður tölvu­borðið sem hann hamr­ar á með tveim­ur vísi­fingr­um, ham­hleypa til verka. Bók­in hef­ur verið unn­in með hraði því að þar er hvorki að finna efn­is­yf­ir­lit né nafna­skrá. Þar er hins veg­ar fjöldi mynda.

Sig­mundi Erni er ljúft að end­ur­taka það sem Sveinn R. Eyj­ólfs­son blaðaút­gef­andi seg­ir nei­kvætt um sam­skipti sín við for­víg­is­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þar ráða viðskipt­a­raun­ir heim­ild­ar­manns­ins og stjórn­málaviðhorf sögu­manns­ins. Skiln­ings­leysi annarra veld­ur þeim stöðugum vand­kvæðum.

9bd2c087-f424-4a99-a0bd-71ae201c6cbc

Sig­mund­ur Ern­ir lít­ur óvin­sam­leg­um öf­und­ar­aug­um til Morg­un­blaðsins. Rit­stjórn þess þurfti aldrei að selja blaðið með upp­hróp­un­um eða upp­ljóstr­un­um á forsíðu eins og blöðin þar sem Sig­mund­ur Ern­ir starfaði. Drif­kraft­ur­inn að baki Frétta­blaðsins, fríblaðsins sem upp­haf­lega var dreift ókeyp­is, var að skáka Morg­un­blaðinu.

Það hlakk­ar í Sig­mundi Erni vegna þess hve hann tel­ur út­breiðslu Morg­un­blaðsins hafa minnkað mikið vegna Frétta­blaðsins (71). Þessi tónn blaðamanns í garð eina dag­blaðsins sem held­ur enn velli á land­inu er illskilj­an­leg­ur. Það er forðast að horfa til ólíkra aðferða við öfl­un og miðlun frétta en ein­blínt á rekstr­ar­legu hliðina. Hún ræður vissu­lega miklu en ekki endi­lega úr­slit­um, gæði og rit­stjórn­ar­stefna kalla á öfl­uga fjár­festa hér eins og hvarvetna ann­ars staðar.

Sig­mund­ur Ern­ir seg­ir að vitað sé (!) að „for­ráðamenn Sjálf­stæðis­flokks­ins“ hafi verið „á nál­um“ vegna þess hve illa hafi verið komið fyr­ir „mál­gagn­inu“, þ. e. Morg­un­blaðinu und­ir árs­lok 2008. Sam­fylk­ing­ar­ráðherr­ar hafi heyrt „þessa kvein­stafi á rík­is­stjórn­ar­fundi, skömmu eft­ir að efna­hags­hrunið reið yfir. En þá munu ráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa étið upp sömu tugg­una hver á eft­ir öðrum í örvingl­an sinni: „Það bara má ekki fara með Mogg­ann í þrot,“ var haft á orði, en harma­grát­ur­inn hljómaði eins og móður­sýkiskast að sögn til­hlýðenda“ (73).

Sig­mund­ur Ern­ir birt­ir ekki nöfn heim­ild­ar­manna meðal ráðherra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Frá­sögn­in sýn­ir að þeir sátu ekki sömu rík­is­stjórn­ar­fundi og ég á þess­um tíma. Minn­ist ég ekki neinna umræðna þar um ör­lög Morg­un­blaðsins og því síður kvein­stafa.

Höf­und­ur seg­ir frá viðbrögðunum við verk­falli frétta­manna rík­is­út­varps­ins 1984, þá hafi Frjáls fjöl­miðlun (Sveinn R. Eyj­ólfs­son o.fl.) stofnað Frétta­út­varpið. Þá seg­ir hann að „nokkr­ir stutt­buxna­dreng­ir úr Val­höll“ hafi einnig „reynt að reka álíka sjó­ræn­ingja­stöðvar“. Á þenn­an ódýra hátt af­greiðir hann Frjálst út­varp sem starfaði með mikla hlust­un á þess­um verk­falls­tíma. Stöðinni var lokað með lög­reglu­valdi og op­in­bert mál höfðað gegn Hann­esi H. Giss­ur­ar­syni og Kjart­ani Gunn­ars­syni fyr­ir brot á út­varps­lög­um. Hlutu þeir dóm. Frjálst út­varp leiddi til þess að for­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins sner­ist til fylg­is við af­nám rík­isein­ok­un­ar á út­varps­rekstri.

Hlut­drægni Sig­mund­ar Ern­is er ljóður á bók hans, sé henni ætlað annað hlut­verk en að vera póli­tísk málsvörn fyr­ir hrunið í ís­lenskri fjöl­miðlun. Því verður ekki við snúið með óhróðri í garð Morg­un­blaðsins.

Auðvelt hefði verið fyr­ir Sig­mund Erni að skrifa læsi­lega bók um þá fjöl­miðla sem hann þekkti og segja sögu þeirra án þess að ónot­ast út í Morg­un­blaðið. Það er ekki við Morg­un­blaðið eða aðstand­end­ur þess að sak­ast vegna dauða annarra miðla. Þeir voru ein­fald­lega ekki reist­ir á nógu traust­um grunni. Þeir áunnu sér hvorki traust né áhuga les­enda, áskrif­enda eða aug­lý­senda. Þeim var siglt í þrot.