26.4.2025

Mikilvægi árangursmælinga í skólum

Morgunblaðið, laugardagur 26. apríl 2025.

Umræður um mæl­an­leg­an ár­ang­ur í skóla­kerf­inu snú­ast eðli­lega mest um hvernig eigi að mennta nem­end­ur – þá sem kerfið á að þjóna.

Þó eru fleiri hliðar á mál­inu sem vert er að skoða. Mæla má til dæm­is hvort skóla­kerfið stuðli að jafn­rétti, fé­lags­færni og lýðræðis­legri þátt­töku; hvernig ár­ang­ur nem­enda end­ur­spegl­ar kennslu­hætti og starfs­frammistöðu kenn­ara, hvort prófa- og ár­ang­urs­miðað mat þrengi nám­skrá og dragi úr rými fyr­ir sköp­un og gagn­rýna hugs­un og loks hvort fjár­mun­um sé varið á ár­ang­urs­rík­an hátt í mennta­kerf­inu.

Helstu rök gegn stöðluðum eða sam­ræmd­um próf­um í grunn­skól­um eru að þau stýri of mikið hvernig námi er háttað á kostnað sköp­un­ar. Þá er bent á að of mik­il áhersla á mæl­ing­ar geti þrengt nám­skrána og haft nei­kvæð áhrif á náms­um­hverfi. Þessi gagn­rýni hef­ur meðal ann­ars leitt til vinnu hér við nýtt kerfi – svo­nefnd­an mats­fer­il.

Mark­miðið með mats­ferl­in­um er að búa til heild­stætt og fjöl­breytt náms­mat sem nær yfir fram­far­ir nem­enda á ýms­um sviðum. Hins veg­ar hef­ur út­færsl­an á kerf­inu verið mun tíma­frek­ari en ætlað var og miðlun upp­lýs­inga um eðli mats­ins er lít­il. Taf­irn­ar hafa skapað of langt og óviðun­andi óvissu­ástand um hvernig náms­lok verði í grunn­skóla.

Unnið er að smíði nýja mæli­tæk­is­ins í Miðstöð mennt­un­ar og skólaþjón­ustu á ábyrgð mennta- og barna­málaráðherra, Guðmund­ar Inga Krist­ins­son­ar. Hann hef­ur lýst yfir því að ekki standi til að hætta að horfa til náms­ár­ang­urs við inn­rit­un í fram­halds­skóla, á hinn bóg­inn vilji hann að einnig verði tekið mið af fleiri þátt­um en bara ein­kunn­um. Við inn­rit­un í fram­halds­skóla sé nú litið til náms­ár­ang­urs og þannig verði það áfram, meðal ann­ars á grund­velli nýs mats­fer­ils.

Þarna er falið bil beggja sem gef­ur til kynna að málið sé ekki hugsað til enda.

Þegar frum­varp um mats­fer­il­inn fór til um­sagn­ar í sam­ráðsgátt stjórn­valda haustið 2024 komu fram ábend­ing­ar frá sér­fræðing­um við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands. Þeir töldu mik­il­vægt að lögð yrðu fyr­ir skyldu­bund­in sam­ræmd könn­un­ar­próf í 4., 6. og 9. bekk sam­hliða mats­ferl­in­um. Einnig bentu þeir á að börn ættu að geta þreytt sam­ræmt loka­próf við náms­lok í grunn­skóla. Þótt mats­fer­ill­inn gæti reynst gagn­legt tæki í skóla­starfi væri vara­samt að líta á hann sem sam­ræmt náms­mat í eig­in­legri merk­ingu.

Á þessu stigi má segja að margt sé enn óljóst varðandi mats­fer­il­inn og fram­kvæmd hans. Orð ráðherr­ans sýna einnig að ekki er unnt að fella end­an­leg­an dóm um það hver leiðin úr grunn­skóla í fram­halds­skóla verður.

892289

All­ir vilja að op­in­bert fé sé nýtt á ábyrg­an hátt. Þá er meðal ann­ars spurt hvort unnt sé að mæla náms­ár­ang­ur og greina þannig nýt­ingu á op­in­ber­um fjár­mun­um. Lög­bundið er að þriggja manna fjár­málaráð meti hvort fjár­mála­stefna og fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórna og alþing­is séu reist­ar á grunn­gild­um op­in­berra fjár­mála en þau eru sjálf­bærni, var­færni, stöðug­leiki, festa og gagn­sæi.

Í dymb­il­vik­unni 2025 gaf fjár­málaráð út um­sögn um fjár­mála­áætl­un Daða Más Kristó­fers­son­ar fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fyr­ir árin 2026-2030. Þar birt­ist rök­studd gagn­rýni á skort á mæli­kvörðum á ár­ang­ur op­in­berra út­gjalda. Ráðið benti á að oft­ar en ekki væri litið svo á að auk­in út­gjöld jafn­giltu sjálf­krafa aukn­um ár­angri – sem væri mis­skiln­ing­ur.

Ráðið tók grunn­skóla­kerfið sér­stak­lega sem dæmi. Þar væri rekst­ur­inn dýr í alþjóðleg­um sam­an-burði en náms­ár­ang­ur nem­enda væri ekki í sam­ræmi við út­gjöld­in. Því væri nauðsyn­legt að leita skýr­inga utan fjár­hags­legra þátta – svo sem í náms­mati, kennslu­hátt­um og skipu­lagi kerf­is­ins.

Einnig fann ráðið að því að sam­an­b­urðar­hæf­ar mæl­ing­ar á náms­ár­angri væru sjald­gæf­ar. Það tor­veldaði mat á ár­angri mennta­kerf­is­ins, bæði út frá fjár­mun­um og fag­leg­um gæðum. Þarna vís­ar ráðið meðal ann­ars til PISA-kann­ana OECD, þar sem niður­stöður ís­lenskra nem­enda hafa oft valdið von­brigðum. Þau hafa síðan leitt til þess að inn­an mennta­kerf­is­ins hef­ur jafn­vel verið vegið að gildi þess­ara prófa eins og annarra sam­ræmdra mæli­tækja.

Fjár­málaráð seg­ir rétti­lega að til að byggja upp gott og skil­virkt mennta­kerfi þurfi reglu­leg­ir og sam­ræmd­ir mæli­kv­arðar að vera fyr­ir hendi – ann­ars sé erfitt að sjá hvort fjár­mun­um sé rétt varið.

Sé ætl­un­in að minnka mæl­ing­ar á ár­angri nem­enda má þyngja mæl­ing­ar á kennslu­hátt­um og starfs­frammistöðu kenn­ara. Í því efni ber að hafa sama leiðarljós og í umræðum um sam­ræmd próf að mæl­ing­arn­ar ein­ar og sér segja ekki alla sög­una. Þær hafa þó engu að síður mikið gildi.

Finn­land er gjarn­an nefnt sem land þar sem unnt sé að ná framúrsk­ar­andi ár­angri með því að treysta á fag­mennsku kenn­ara og ein­stak­lings­miðað mat þeirra á náms­fram­vindu nem­enda án þess að reiða sig á stöðluð próf.

Sé mat­fer­il­s­kerfi hrundið í fram­kvæmd hér í stað staðlaðra mæl­inga á getu nem­enda aukast kröf­ur í garð kenn­ara og um gagn­sæja vitn­eskju um færni þeirra.

Kraf­an um mæl­an­leg­an ár­ang­ur er skýr. Álit fjár­málaráðs sýn­ir að við henni verður að bregðast í skóla­starfi eins og ann­ars staðar þar sem um nýt­ingu á skatt­fé al­menn­ings er að ræða.

Skóla­kerfið á að styðja við þroska nem­enda, stuðla að jafn­rétti, fé­lags­færni og lýðræðis­legri þátt­töku. Til þess að vita hvort svo sé þarf gagn­sæi í öllu náms­mati. Nem­end­ur, for­eldr­ar og sam­fé­lagið í heild á að geta treyst því að matið end­ur­spegli raun­veru­leg­an ár­ang­ur, jafnt þann sem er töl­fræðilega mæl­an­leg­ur og ann­an.

Lyk­i­lákv­arðanir um þetta ör­laga­ríka efni eru enn á ný á borðum þing­manna.