4.3.2023

Miðlunartillaga í annað sinn

Morgunblaðið, laugardagur, 4. mars 2023

Efl­ing stétt­ar­fé­lag sleit viðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA) 10. janú­ar 2023, rúm­um mánuði eft­ir að Vil­hjálm­ur Birg­is­son, verka­lýðsfor­ingi á Akra­nesi og formaður Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS), samdi fyr­ir sitt fólk og tryggði sam­fellu á milli nýja samn­ings­ins og þess gamla sem rann út 1. nóv­em­ber 2022.

Nú þegar þrír mánuðir eru frá því að Vil­hjálm­ur samdi og fjór­ir síðan fé­lags­menn í SGS fengu greitt sam­kvæmt nýj­um kjara­samn­ingi greiða fé­lags­menn í stærsta aðild­ar­fé­lagi SGS, Efl­ingu, at­kvæði um miðlun­ar­til­lögu sem reist er á samn­ingn­um sem Vil­hjálm­ur Birg­is­son gerði. Efl­ing­ar­fólk hef­ur ekki notið sömu hækk­un­ar og aðrir frá 1. nóv­em­ber 2022. Hún fæst ekki nema miðlun­ar­til­laga setts sátta­semj­ara sé samþykkt.

ThÁstráður Haraldsson, settur sáttasemjari (mynd: mbl.is).

Þegar Ástráður Har­alds­son, sett­ur sátta­semj­ari, kynnti miðlun­ar­til­lögu sína miðviku­dag­inn 1. mars var það með þeim orðum að hún kæmi í stað miðlun­ar­til­lög­unn­ar sem Aðal­steinn Leifs­son rík­is­sátta­semj­ari lagði fram fimmtu­dag­inn 26. janú­ar og væri eins og hún. Launa­hækk­an­ir fé­lags­manna Efl­ing­ar yrðu í meg­in­at­riðum þær sömu og í samn­ing­um aðild­ar­fé­laga SGS við SA. Gert væri ráð fyr­ir fullri aft­ur­virkni til 1. nóv­em­ber eins og í þeim samn­ing­um.

Þegar á reyndi neitaði Efl­ing að af­henda kjör­skrá vegna at­kvæðagreiðslu um til­lögu Aðal­steins. Héraðsdóm­ur taldi að af­henda bæri skrána en mánu­dag­inn 13. fe­brú­ar var lands­rétt­ur á öðru máli og sama dag sagði Aðal­steinn sig frá deil­unni. Þriðju­dag­inn 14. fe­brú­ar var Ástráður Har­alds­son sett­ur sátta­semj­ari í deilu Efl­ing­ar og SA.

Dag­inn eft­ir ræddu deiluaðilar sam­an und­ir stjórn Ástráðs og fram á sunnu­dag 19. fe­brú­ar þegar hann sagði „of mikið“ bera á milli til að halda viðræðum áfram, að svo stöddu sæi hann ekki ástæðu til að boða til nýs fund­ar. Hann end­ur­tók þetta laug­ar­dag­inn 25. fe­brú­ar en þá um helg­ina átti hann þó viðræður við full­trúa deiluaðila.

Að kvöldi mánu­dags­ins 27. fe­brú­ar var að sögn Morg­un­blaðsins reynt til þraut­ar að finna viðræðufleti milli Efl­ing­ar og SA und­ir stjórn sátta­semj­ara. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, sagði fyr­ir fund­inn að „úr­slita­stund“ væri upp runn­in og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, talaði um að hún mundi „sitja eins lengi og þarf“.

Stefán Ólafs­son, fyrrv. pró­fess­or við Há­skóla Íslands og ráðgjafi Efl­ing­ar, rauf trúnað um þenn­an fund. Talaði hann niður til full­trúa SA og sagði samn­inga­nefnd Efl­ing­ar hafa þurft að bíða hátt í 5 klst eft­ir því hvort SA „myndi leyfa sett­um sátta­semj­ara að leggja fram svo­kallaða miðlun­ar­til­lögu“. Fékk pró­fess­or­inn ákúr­ur frá Ástráði í fréttaviðtali þriðju­dag­inn 28. fe­brú­ar.

Miðlun­ar­til­laga sátta­semj­ara lá sem sagt í loft­inu í byrj­un þess­ar­ar viku og var hún kynnt á blaðamanna­fundi miðviku­dag­inn 1. mars.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir tók nýju miðlun­ar­til­lög­unni bet­ur en þeirri sem lögð var fram 26. janú­ar. Hélt hún því rang­lega fram að til­laga Aðal­steins hefði verið „ólög­leg“ vegna þess að hann hefði ekki haft sam­ráð við deiluaðila. Um­mæl­in end­ur­spegla óvild for­manns Efl­ing­ar í garð rík­is­sátta­semj­ara. Sól­veig Anna eir­ir eng­um eins og best sann­ast á um­mæl­um henn­ar um eig­in fé­lags­menn, sem and­mæla henni, eða um for­ystu­menn inn­an Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ) sem dansa ekki eft­ir pípu henn­ar.

Þá lagði Sól­veig Anna áherslu á að nýja miðlun­ar­til­lag­an væri „ekki samn­ing­ur“. Mátti skilja þau orð henn­ar sem enn eina staðfest­ing­una á því að hún vill nota kjara­deil­ur til verk­falla en ekki til samn­inga.

Þegar Aðal­steinn rík­is­sátta­semj­ari lagði fram miðlun­ar­til­lögu sína 26. janú­ar 2023 ályktaði miðstjórn ASÍ strax sama dag að traust í garð rík­is­sátta­semj­ara hefði skaðast, til­lag­an væri „ótíma­bær“. Sátta­semj­ari hefði hugs­an­lega „farið út fyr­ir þær vald­heim­ild­ir sem embætt­inu [væru] sett­ar í lög­um“. Fram­ganga sátta­semj­ara væri „at­laga að sjálf­stæðum samn­ings­rétti stétt­ar­fé­laga“ og var skorað „á rík­is­sátta­semj­ara að draga [til­lög­una] til baka“. Miðlun­ar­til­laga væri „neyðarúr­ræði“ eft­ir að „öll önn­ur úrræði“ hefðu „verið tæmd og neyðarástand skap­ast“. Auk þess mætti ekki leggja miðlun­ar­til­lögu fram án ná­ins sam­ráðs við aðila um efni henn­ar og með að minnsta kosti „þegj­andi samþykki beggja aðila“. Hvor­ugt þess­ara skil­yrða væri upp­fyllt.

Þetta er óvenju­lega harðorð yf­ir­lýs­ing. Ef svo harka­lega var brotið gegn lög­um eins og þarna er sagt er ein­kenni­legt að ekki skuli hafa verið látið reyna á lög­mæti sjálfr­ar til­lög­unn­ar fyr­ir dóm­stól­um þegar deilt var um af­hend­ingu kjör­skrár­inn­ar. Tæki­færi gafst til að hnýta í til­lög­una fyr­ir þrem­ur dóm­stól­um en var ekki gert.

Nú þegar ný miðlun­ar­til­laga hef­ur verið lögð und­ir at­kvæði heyr­ist hvorki hósti né stunda frá miðstjórn ASÍ. Vænt­an­lega á að túlka þögn­ina á þann veg að nú sé tíma­bært að leggja til­lög­una fram þar sem öll önn­ur úrræði hafi verið tæmd og neyðarástand skap­ast. Fyr­ir utan að formskil­yrðum um sam­ráð og að minnsta kosti þegj­andi samþykki aðila sé full­nægt. Þar með má einnig álykta að for­ysta ASÍ mæli með samþykkt miðlun­ar­til­lög­unn­ar til að leysa deil­una.

Mikið er fé­lags­lega í húfi fyr­ir ASÍ. Fyr­ir verka­lýðshreyf­ing­una snýst þetta um hvort meg­in­regl­an um for­dæmi sam­flots við gerð kjara­samn­inga við SA haldi eða hvort regl­an verði að engu vegna neit­un­ar­valds jaðarfé­lags – þótt fjöl­mennt sé.

Þrír mánuðir eru nú síðan verka­lýðshreyf­ing­in klofnaði í þess­ari kjara­deilu. Samþykkt miðlun­ar­til­lög­unn­ar leys­ir deil­una en óein­ing­in inn­an ASÍ er enn óleyst.