3.5.2025

Með Trump í 100 daga

Morgunblaðið, laugardagur 3. maí 2025.

Þess var minnst 29. apríl að Don­ald Trump hafði setið 100 daga í embætti Banda­ríkja­for­seta eft­ir að hann var kjör­inn í það öðru sinni.

Á dög­un­um 100 hef­ur hann gefið 143 for­seta­fyr­ir­mæli (e. ex­ecuti­ve or­der) og átta sinn­um lýst yfir þjóðarneyðarástandi. Hann hef­ur valdið upp­námi með hagræðingu og upp­sögn­um í al­rík­is­kerf­inu; gripið til fjölda­brott­vís­ana; sett McDon­alds á mat­seðil for­seta­flug­vél­ar­inn­ar, Air Force One; sýnt Tesl­ur í garði Hvíta húss­ins; skipt um nafn á Mexí­kóflóa sem nú heit­ir Am­er­íkuflói; leyft plaströr að nýju í staðinn fyr­ir papparör og að margra mati stofnað til stjórn­laga­deilna og stjórn­skip­un­ar­vanda.

Upp­taln­ing­in er feng­in af banda­rísku vefsíðunni Free Press sem lét mikið rými und­ir grein­ar um fyrstu 100 daga Trumps í vik­unni.

Þar birt­ist meðal ann­ars löng grein eft­ir skoska sagn­fræðing­inn Sir Niall Fergu­son sem taldi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 5. nóv­em­ber 2024 að Trump myndi vinna og seg­ist undr­andi á því hve marg­ir séu hissa vegna þess hvernig for­set­inn taki nú á mál­um. Hann hafi boðað þetta allt fyr­ir kosn­ing­arn­ar.

Sir Niall seg­ist á sín­um tíma hafa skoðað 37 stutt en hnit­miðuð mynd­skeið sem Trump hafi tekið upp sem fram­bjóðandi á tíma­bil­inu frá des­em­ber 2022 til des­em­ber 2023 og lýst næst­um hverju skrefi sem hann hafi stigið á 100 dög­un­um frá því að hann tók við embætti sínu.

Nú spá­ir sagn­fræðing­ur­inn því að þegar fram líði stund­ir muni menn í fræðigrein hans vísa til þessa verk­efna­lista Trumps sem ein­hvers af­drifa­rík­asta lista af þessu tagi í sögu Banda­ríkj­anna. Við það bæt­ist síðan að á fyrstu 100 dög­un­um í embætti hafi Trump hreinsað list­ann.

Verk­efn­in sem Trump setti sér og lofaði kjós­end­um að inna af hendi snúa öll að þeirri meg­in­stefnu hans að gera veg Banda­ríkj­anna sem mest­an að nýju. Þetta ætl­ar hann sér að gera með breyt­ing­um á banda­rísku þjóðfé­lagi og nýrri stöðu Banda­ríkj­anna á alþjóðavett­vangi.

Hér í norðri hef­ur stefna Trumps á fyrstu 100 dög­un­um leitt til óvenju­legri póli­tískra um­skipta fyr­ir vest­an Íslands en við sem nú lif­um höf­um áður kynnst.

Í fyrstu héldu Kan­ada­menn að Trump talaði í hálf­kær­ingi þegar hann sagðist sem for­seti vilja að Kan­ada yrði 51. ríki Banda­ríkj­anna.

Just­in Trudeau, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, snæddi kvöld­verð með Trump, verðandi for­seta, í Mar-a-Largo á Flórída í des­em­ber 2024. Eft­ir að þeir hitt­ust kallaði Trump for­sæt­is­ráðherr­ann „Trudeau rík­is­stjóra“ 51. rík­is­ins.

Um þetta leyti höfðu íhalds­menn í Kan­ada um 25% for­skot á Trudeau.

Pier­re Poilievre, gam­al­reynd­ur stjórn­mála­maður og leiðtogi Íhalds­flokks­ins, höfðaði sterkt til kjós­enda í gagn­rýni á stjórn­leysið und­ir for­ystu frjáls­lyndra. Hann skipaði sér á svipaða bylgju­lengd og Trump gerði í kosn­inga­bar­áttu sinni.

Þetta kom Poilievre í koll þegar Trump hóf tolla­stríð við Kan­ada snemma í fe­brú­ar. Þjóðern­is­bylgja fór um þjóðfé­lagið. Þegar keppt var í ís­hokkí bauluðu Kan­ada­menn á banda­ríska þjóðsöng­inn. Þeir hættu að kaupa banda­rísk­ar vör­ur og ferðum þeirra yfir landa­mær­in snar­fækkaði. Allt tók þetta vind­inn úr segl­um Poilievr­es. Sjálf­ur náði hann ekki end­ur­kjöri í kosn­ing­un­um.

Just­in Trudeau til­kynnti 6. janú­ar 2025 að hann ætlaði að segja af sér. Frjáls­lynd­ir komu sam­an 9. mars 2025 og kusu Mark Car­ney (59 ára) sem leiðtoga sinn og for­sæt­is­ráðherra, hlaut hann 85,9% at­kvæða.

McARNetMark Carney fagnar sigri í Kanada,

Car­ney hafði aldrei áður leit­ast eft­ir neinu kjöri. Hann var seðlabanka­stjóri Kan­ada í fjár­málakrepp­unni 2008 og Eng­lands­banka á Brex­it-ár­un­um. Hann er jarðbundn­ari en Trudeau, hóf­sam­ur og raun­sær. Eitt af því fyrsta sem Car­ney gerði var að hverfa frá óvin­sælli til­lögu Trudeaus um kol­efna­skatt, þar með misstu íhalds­menn helsta árásar­efnið í kosn­inga­bar­átt­unni.

Kjör­tíma­bilið átti að renna út í októ­ber en 23. mars var kanadíska þingið rofið og boðað til kosn­inga 28. apríl. Frjáls­lynd­ir unnu án þess þó að fá hrein­an þing­meiri­hluta.

Í sig­ur­ræðu sinni áréttaði Car­ney boðskap sinn um nauðsyn þess að veita Trump viðnám. Fyr­ir hon­um vekti að kné­setja Kan­ada­menn til að eign­ast land þeirra, auðlind­ir og vatn. Hét for­sæt­is­ráðherr­ann því að það myndi aldrei verða.

Full ástæða er til þess fyr­ir okk­ur Íslend­inga að fylgj­ast vel með því sem ger­ist í Kan­ada vegna ná­inna þjóðrækn­is­legra tengsla og nú skarp­ari viðhorfa í garð Banda­ríkj­anna sam­hliða því sem Kan­ada­menn árétta nauðsyn auk­inn­ar ör­yggis­vit­und­ar vegna hættu­boða á norður­slóðum. Car­ney, sem fædd­ist á þess­um slóðum, vill efla ör­ygg­is- og varn­ar­hlut­verk Kan­ada þar og á norðvest­ur­væng NATO.

Drama­tíska stjórn­málaþró­un­in í Kan­ada lík­ist því sem Trump hef­ur kallað fram hjá næstu ná­grönn­um okk­ar í vestri. Þeir hafa brugðist við tali for­set­ans um að Græn­land verði hluti Banda­ríkj­anna, með góðu eða illu, á þann veg að leggja meiri rækt við danska kon­ungs­ríkið. Sannaðist það vel í heim­sókn Friðriks Dana­kon­ungs til Græn­lands í vik­unni.

Dansk­ir og græn­lensk­ir stjórn­mála­skýrend­ur segja að í heim­sókn kon­ungs fel­ist skýr skila­boð til Banda­ríkja­manna og ekki síst Don­alds Trump um hve Dan­ir og Græn­lend­ing­ar standi þétt sam­an.

Dæm­in frá Kan­ada og Græn­landi eru sýn­is­horn af upp­nám­inu sem Trump hef­ur valdið utan landa­mæra Banda­ríkj­anna á fyrstu 100 dög­un­um. Í báðum lönd­um hef­ur verið gengið til þing­kosn­inga sem boðaðar voru með skömm­um fyr­ir­vara vegna ögr­andi um­mæla Trumps og í hvor­ugu til­vik­anna vegnaði þeim vel í kosn­ing­un­um sem hölluðu sér helst að skoðunum hans.

Von­andi hleyp­ur Trump fljótt af sér horn­in.