12.10.2019

Mannkynssaga í stórri sveiflu

Umsögn, Morgunblaðið 12. október 2019,

Yu­val Noah Har­ari (43 ára) er ísra­elsk­ur sagn­fræðing­ur, heim­spek­ing­ur og met­sölu­höf­und­ur þriggja bóka: Sapiens, mann­kyns­saga í stuttu máli; Homo Deus: framtíðarsaga í stuttu máli og 21 lær­dóm­ur fyr­ir 21. öld­ina. Hann kenn­ir við sagn­fræðideild Hebr­eska há­skól­ans í Jerúsalem. Bæk­ur hans hafa selst í meira en 20 millj­ón ein­tök­um um heim all­an.

Eft­ir að hafa upp­haf­lega helgað sig ver­ald­ar­sög­unni al­mennt, miðalda­sögu og hernaðar­sögu hóf Har­ari rann­sókn­ir á þrengri sagn­fræðileg­um sviðum. Hann seg­ist nú leita svara við spurn­ing­um eins og þess­um: Hver eru tengsl sagn­fræði og líf­fræði? Hver er grund­vall­armun­ur­inn á Homo sapiens og öðrum dýr­um? Set­ur rétt­læti svip á sög­una? Stefn­ir sag­an í ákveðna átt? Hef­ur fram­vinda sög­unn­ar gert fólk ham­ingju­sam­ara? Hvaða siðfræðilegu spurn­ing­ar vakna vegna vís­inda og tækni á 21. öld­inni?

Fyrsta bók Har­ar­is, Sapiens, kom út 2014 en hér á landi 2019 í þýðingu Magneu Matth­ías­dótt­ur. Bók­inni hef­ur verið vel tekið um heim all­an. Á vefsíðu höf­und­ar­ins seg­ir að á fjór­um árum fram til 2018 hafi selst 12 millj­ón ein­tök af bók­inni á 50 tungu­mál­um.

HarrirjpgYu­val Noah Har­ari

Bók­in Sapiens er 472 bls. að lengd með heim­ilda- og nafna­skrám. Það krefst víðtækr­ar þekk­ing­ar að ís­lenska bók­ina vegna þess hve hún nær yfir stórt og fjöl­breytt svið. Þýðing Magneu er lip­ur, text­inn skýr og tær, þótt stund­um sé fjallað um tor­skilið efni. Óvenju­legt er að sjá orðið „menn­ingu“ notað í fleir­tölu eins og Magnea ger­ir. Þá er Peu­geot-fyr­ir­tæk­inu lýst sem „sam­eig­in­leg­um heila­spuna okk­ar“ sem lög­fræðing­ar kalli „laga­til­bún­ing“ (bls. 41). Orðið „laga­til­bún­ing­ur“ er klunna­legt og vafa­laust unnt að finna þjálla orð.

Um franska bíla­fyr­ir­tækið Peu­geot er fjallað á bls. 44 og þar um kring í kafla sem heit­ir Skiln­ingstréð í fyrsta hluta bók­ar­inn­ar sem ber heitið Vits­muna­bylt­ing­in. Í þess­um bók­ar­hluta er leit­ast við að skýra hvernig Homo sapiens greind­ist frá öðrum skepn­um í ár­daga sög­unn­ar. Að Peu­geot komi þar við sögu gef­ur til kynna hvernig Har­ari teng­ir sam­an gam­alt og nýtt. Minn­ir nú­tíma­mannn­inn stöðugt á ræt­ur sín­ar og þróun forferða sinna.

Bók­in skipt­ist í fjóra hluta: Vits­muna­bylt­ing­in, Land­búnaðarbylt­ing­in, Sam­ein­ing mann­kyns, Vís­inda­bylt­ing­in. Kafl­ar bók­ar­inn­ar eru alls 20. Í henni eru mynd­ir og kort. All­ur frá­gang­ur er góður, þó blasti við mein­leg villa, skamm­stöf­un­in f.kr., þegar sagt er frá því að Konst­antín­us keis­ari skírðist til krist­inn­ar trú­ar það er á fjórðu öld e.kr.

Marg­ar leiðir er unnt að fara til að segja mann­kyns­sög­una. Í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík var heill­andi að hafa Ólaf Hans­son sem sögu­kenn­ara. Hann stóð við kenn­ara­púltið og miðlaði af ótæm­andi fróðleiks­brunni sín­um á þann veg að kveikti áhuga á að leita sér frek­ari fróðleiks. Hann skýrði einnig orð og hug­tök, nefndi karla og kon­ur til sög­unn­ar. Lagði nem­end­um til lyk­il sem opnaði marg­ar fróðleiks­hirsl­ur.

Har­ari teng­ir með stórri sveiflu: „Í dag búum við kannski í há­hýs­um með troðfull­um ís­skáp­um en erfðaefnið held­ur ennþá að við séum á gresj­unni. Þess vegna skófla sum okk­ar í sig heil­um dalli af ís þegar við rek­umst á hann í fryst­in­um og skol­um hon­um niður með tveggja lítra kók.“ (Bls. 53.)

Þegar Har­ari ræðir um hjóna­band vís­inda og heimsveld­is seg­ir hann á ein­um stað: „Vís­inda­bylt­ing­in og heimsvalda­stefna nú­tím­ans voru óaðskilj­an­leg. Fólk eins og skip­stjór­inn James Cook og grasa­fræðing­ur­inn Joseph Banks gátu varla greint vís­indi frá heimsveldi.“

Þarna vís­ar hann til þess að Cook fór að ráðum breska lækn­is­ins James Linds og hlóð skip sitt af súr­káli og skipaði há­set­um sín­um að borða mikið magn af fersk­um ávöxt­um og græn­meti hvenær sem þeir kæmu að landi. Cook missti eng­an mann úr skyr­bjúgi, vá­gesti sæ­far­enda á 18. öld land­könn­un­ar og land­vinn­inga, og varð þannig fyr­ir­mynd annarra. „Upp­götv­un­in á ár­ang­urs­ríkri lækn­ingu á skyr­bjúgi lagði sitt af mörk­um til breskra yf­ir­ráða á heims­höf­un­um og gerði Bret­um fært að senda her­sveit­ir yfir þver­an hnött­inn.“ (Bls. 301.) Þeir lögðu und­ir sig Ástr­al­íu, Tasman­íu og Nýja-Sjá­land.

Grasa­fræðing­ur­inn Joseph Banks sem Har­ari nefn­ir oft­ar en einu sinni til sög­unn­ar í bók sinni er eng­inn ann­ar en Sir Jós­ef Banks sem hingað kom í leiðang­ur og reynd­ist Íslend­ing­um vel í Napó­leons-stríðunum eins og Anna Agn­ars­dótt­ir pró­fess­or hef­ur rann­sakað og lýst.

Har­ari hef­ur ekki frek­ar en aðrir svör við öll­um spurn­ing­um sem vakna þegar rýnt er í sög­una. Hann skýr­ir þó hvers vegna fólk­inu sem á ís­köld­um út­nára Evr­as­íu tókst „að brjót­ast út úr sínu af­skekkta heims­horni og sigra all­an heim­inn“. Frá 1850 hafi „evr­ópsk yf­ir­ráð byggst í mikl­um mæli á sam­steypu hervalds, iðnaðar og vís­inda og tækni­legri snilld“. (Bls. 304.). Kín­verja og Persa „skorti gild­in, goðsagn­irn­ar, rétt­ar­kerfið og sam­fé­lagspóli­tíska innviði sem hafði tekið marg­ar ald­ir að móta og þroska á Vest­ur­lönd­um og var ekki hægt að herma eft­ir og til­einka sér í flýti“. (Bls. 307.) Og síðan: „Þegar gull­náma tækn­inn­ar laukst upp voru Evr­ópu­menn mun bet­ur í stakk bún­ir en aðrir að nýta sér hana. Það er því varla til­vilj­un að vís­indi og kapí­tal­ismi eru mik­il­væg­asta arf­leifðin sem evr­ópsk heimsvalda­stefna hef­ur fært síð-evr­ópsk­um heimi tutt­ug­ustu og fyrstu ald­ar.“ (Bls. 307.)

Stór­um spurn­ing­um verður aldrei svarað eins og hvers vegna Konst­antín­us Rómar­keis­ari sner­ist til krist­inn­ar trú­ar á fjórðu öld: „Fékk hann trú­ar­lega op­in­ber­un eða bentu ein­hverj­ir ráðgjaf­ar hans á að kristn­um mönn­um fjölgaði hratt og það væri kannski best að slást í lið með þeim? Sagn­fræðing­ar geta velt þessu fyr­ir sér en þeir finna eng­in af­ger­andi svör.“ (Bls. 259.)

Lægju svör­in fyr­ir í öll­um til­vik­um og hug­mynda­flugið fengi ekki að njóta sín væri mann­kyns­sag­an ekki eins for­vitni­leg og höfðaði ekki til eins margra og birt­ist í sölu bóka Har­ar­is. Það er feng­ur að því að Sapiens skuli koma út á góðri ís­lensku.